Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 4
 pltripriMaMí* ÚRSLIT Skíði Heimsbikarinn Kranjska Gora, Slóveníu: Stórsvig karla: 1. Alberto Tomba (Ítalíu)...2:12.01 (fyrri ferð 1:05.44, seinni 1:06.57) Leikir í fyrrinótt: Miami - Minnesota.....114: 91 Utah - San Antonio....103:104 Houston - Dallas......108: 99 G. State - Milwaukee..103:111 LA Clippers - Philadelp. 95: 93 Sacramento.iHetixnt____94: 88 HANDKNATTLEIKUR Þjóðverjar mættir í slaginn Sýnd veiði, enekki gefin „ÍSLENSKA landsliðið er skráð ofar á blaði en það þýska, þann- ig að það á að vera sigurstrang- legra. Þjóðverjar eiga stóran hóp af góðum handknattleiks- mönnum, sem eru að berjast fyrir sæti sínu fyrir heimsmeist- arakeppnina á Islandi, þannig að þeir koma til með að veita íslendingum harða keppni. Þeir eru sýnd veiði, en ekki gefin,“ sagði Kristján Arason, þjálfari Dormagen. Islenska landsliðið, sem er nýkomið frá Svíþjóð, leikur tvo landsleiki gegn Þýskalandi um helgina. Þjóð- vetjar, sem fóru í öldudal eftir B- keppnina í Frakklandi 1989, eru byrjaðir að byggja upp nýtt landslið undir stjóm Amo Ehret, fyrram landsliðsþjálfara Sviss. Þýska liðið stóð sig ekki vel í Evrópukeppni landsliða í Portúgal sl. sumar og eft- ir EM kallaði Ehret aftur á mark- vörðinn sterka, Andreas Thiel, til að verja markið. Þýska Iiðið sem kemur hingað er skipað að mestu óreyndum leikmönnum. „Aðalvandamál Þjóðverja hefur verið að þeim vantar illilega afger- andi leikstjómanda og einnig hægri- handarskyttu. Aftur á móti er liðið með mjög góða markverði og þá hafa Þjóðverjar alltaf verið þekktir fyrir að leika sterkan vamarleik, sex núh vöm. Sóknarleikur liðsins er ekki sérstakur. Það er mikil breidd í þýskum handknattleik, þar sem til er stór hópur af góðum leikmönnum, en það vantar leikmenn sem sýna mikinn stöðuleika í leik sínum. Það er slæmt fyrir þýska liðið að leika án vinstrihandarmannsins og fyrir- liðans Volker Zerbe, sem er meidd- ur. Zerbe [2.11 m] er mjög öflugur leikmaður. Ehret kallaði því á hinn reynda Martin Schwalb til að Ieika á ný með liðinu, en hann hefur oft verið íslendingum erfiður." „Það er hlutverk Ehrets að byggja upp sterkt lið fyrir heimsmeistara- keppnina á íslandi og ég hef trú á að honum takist það. íjóðveijar verða komnir með sterkt iið þegar á hólm- inn verður komið," sagði Kristján. Fyrri landsleikurinn verður í Smáranum í Kópavogi kl. 16.30 í dag og seinni leikurinn í Laugardalshöll- inni kl. 20 á sunnudagskvöld. Landsliðshópur Þjóðveija Markverðir: Andreas Thiei, Dormagen................. Jan Holpet, Flensbur-Handewitt.......... Aðrir leikmenn: Stefan Kretzschmar, Gummerebach......... Christian Scheffler, Kiel.............. Mike Fuhrig, Wallau-Massenheim.........: Vigantas Petkevicius, Magdeburg........j Wolfgang Schwenke, Kiel................. Christian Schwarzer, Niderwörzbaeh..... Klaus-Dieter Petersen, Kiel............ Jan Fegter, Hameln..................... Thomas Schafer, Wallau-Massenheim...... Matthias Schmidt, Niederwurzbach....... Martin Schmidt, Kiel.................... Mertin Schwalb, Wallau-Massenheim...... Þjálfari: Arno Ehret. 204 89 27 11 131 i 14 62 126 1 4 wm Andreas Thlel, markvöðurinn sterki, er byrjaður að leika á ný með þýska landsliðinu. Hann er leikmað- ur Dormagen, sem Kristján Arason þjálfar. Þjóðverjar lögðu Egypta aftur Þjóveijar unnu einnig seinni vináttuleik sinn gegn Egyptum, 25:21, í Marburg. Markvörðurinn Andreas Thiel, sem varði mjög vel í fyrri leiknum (30:21) hvíldi í seinni leiknum og varði Jan Holpert þá markið og stóð sig vel. Egyptar, sem leika mjög villtan handknattleik, voru fyoðverjum erfíðari í seinni leiknum. Jan Fegter úr Hameln skoraði flest mörkin i Marburg, eða alls átta. 2. Harald Strand-Nilsen (Noregi)..2:12.95 (1:07.12/1:05.83) 2. Mitja Kunc (Slóveníu)........2:12.95 (1:06.97/1:05.98) 4. Jure Kosir (Slóveníu)........2:13.04 (1:06.92/1:06.12) 5. Rainer Salzgeber (Austurr.).2:13.25 (1:06.58/1:06.67) 6. Urs Kaelin (Sviss)...........2:13.26 (1:06.66/1:06.60) 7. Mario Reiter (Austurr.)......2:13.33 (1:07.42/1:05.91) 8. Paul Accola (Sviss)..........2:13.58 (1:07.61/1:09.57) 9. Are Torpe (Noregi)...........2:13.60 (1:07.63/1:05.97) 10. Achim Vogt (Lichtenstein) 2:13.62 (1:07.33/1:06.29) Staðan í stórsvigskeppni heimsbikarsins: X. Tomba 250 215 3. Von Gruenigen 202 190 5. Strand-Nilsen 178 Staðan í stigakeppninni: 1. Tomba 660 2. Von Gruenigen 316 305 4. Kjetil Andre Aamodt (Noregi) 302 5. Mader 254 6. Michael Tritscher (Austurr.)...250 7. Patrick Ortlieb (Austurr.).....230 Skíðastökk Bischofshoíen, Austurríki: Síðasta stökkið í fjögurra palla keppninni i Austurríki. Stokkið af háum palli: Stig 1. Andreas Goldb. (Austurr.)...261.30 (stökk (127.50 m og 128.50 m) 2. Roberto Cecon (ítaliu).....253.80 (127.50/123.50) 3. Dieter Thoma (Þýskal.).....248.40 (123.50/127.00) 4. Nicolas Dessum (Frakkl.)...244.90 (124.50/126,00) 5. Lasse Ottesen (Noregi).....243.60 (125.00/122.00) 6. Toni Nieminen (Finnlandi)..242.20 (120.50/123.50) 7. Ari-Pekka Nikkola (Finnl.).238.20 (120.00/121.50) Lokastaðan { fjögurra palla keppninni: 1. Goldberger...................955.4 2. Funaki.......................932.0 3. Ahonen.......................896.3 4. Nikkola......................886.5 5. Dessum.......................870.3 KORFUKNATTLEIKUR: NBA - DEILDIN Sjötti sigurteikur Houston í röð „ÞETTA var sigur liðsheildarinnar. Við vinnum þá leiki sem fyrir- fram er talið að við eigum að vinna — við mætum til að leika fyr- ir hvern annan,“ sagði Hakeem Olajuwon, eftir að Houston Roc- ket lagði Dallas Maveriks, 108:99. Olajuwon skoraði 33 stig fyrir Houston, sem hefur unnið sex leiki í röð. Vernon Maxwell skoraði 16 stig og Mario Elie kom af bekknum til að skora 15 stig, þá skoruðu þeir Carl Herrera og Kenny Smith sín hvor 12 stigin. Jim Jackson skoraði 26 stig og Roy Tarpley 19 og tók þrettán fráköst fyrir Dallas. Loy Vaught lék stórt hlutverk fyrir LA Clippers, sem lagði Philadelphia, 95:93. Þegar átta sek. voru til leiksloka, 91:91, stal hann knettinum frá Willie Burton og skor- aði með því að senda knöttinn yfír Shawn Bardley. Dana Barros hjá Philadelphia, sem skoraði 26 stig í leiknum, missti knöttinn til Gary Grant, sem skoraði, 95:91, úr tveim- ur vítaskotum og sigur Clippers var þá í höfn, aðeins 1,4 sek. til leiksloka. Glen Rice skoraði 24 stig og Ke- vin Gamble 14, þar af tólf í fjórða leikhluta, þegar Miami Heat lagði, 114:91, Minnesota Timberwolves, sem tapaði sínum sjöunda leik í röð. Billy Owens hjá Miami náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum — skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og átti 10 stoðsendingar. Isaiah Rider skoraði 23 stig og Christian Laettner 19 fynr Timberwolves. I Utah vora þeir David Robinson, 25 stig, og Sean Elliott, 20 stig, þegar San Antonio Spurs lagði Utah Jazz, 104:103, og leikmenn liðsins fögnuðu sínum tíunda sigri í ellefu leikjum. Karl Malone skoraði 29 stig fyrir heimamenn og tók 12 fráköst og Jeff Hornacek skoraði 20 stig. Brian Grant skoraði 24 stig og tók 13 fráköst — skoraði fímm stig af sextán (16:0) stigum sem Sacra- mento Kings skoraði í röð í þriðja leikhluta, þegar liðið vann Detroit Pistons, 94:88. Piston hefur tapað sjö leikjum í röð og þrettán af síð- ustu fjórtán leikjum liðsins. Todd Day skoraði 27 stig, Eric Murdock 21, Glenn Robinson 19 og Vin Baker 18 — tók sextán frá- köst, þegar Milwaukee Bucks vann góðan útisigur 111:103 á Golden State Warriors. Tim Hardaway skoraði 26 stig og átti 13 stoð- sendingar fyrir heimamenn og Tom Gugliotta skoraði 21. Warriors hefur tapað fjórtán af síðustu sextán leikjum sínum. Karl Malone og fé- lagar hans hjá Utha máttu þola tap á heimavelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.