Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓDERNIOG TIIjVIL JAÍMIK ingjanum frá að hann myndi eftir því, þegar Norðmenn söfnuðu barnafötum og sendu til Vínar eftir fyrri heimsstyijöld. Þegar þeir komu að skrifstofunni víkur liðforinginn til hliðar og segir við pabba: „Á eftir yður. Þér eruð heima hjá yður.“ „Nei“, sagði pabbi. „Þér eruð því miður heima hjá yður.“ Þegar pabbi hafði verið í haldi í nokkra daga féll virkið og þeir sem voru þar voru líka settir í varðhald. Þar með var allt fullt og Þjóðveijarnir í vandræðum hvemig þeir ættu að fara með alla þessa fanga. Því varð að ráði að láta fangana skrifa undir yfirlýs- ingu um að þeir myndu aldrei nota vopn gegn Þriðja ríkinu og með það var þeim sleppt. Pabbi hafði þó ekki hugsað sér að láta þetta gott heita. Samgöngur í Noregi voru í lamasessi, svo hann varð sér úti um hjól og hjólaði frá Þrándheimi til Óslóar. Sumir þeirra, sem verið höfðu í virkinu, voru settir í vinnu hjá íjóðveijum og pabbi hjól- aði fram á nokkra þeirra þar sem þeir voru að grafa skurð. Hann vildi ekki heilsa þeim til að vekja ekki athygli á hversu heppinn hann var að sleppa, svo hann hjólaði þegj- andi framhjá. Þegar til Óslóar kom var ekki um það að ræða að Norðmenn kæmust úr landi, en með íslenska vegabréfíð komst hann í lest til Stokkhólms, þar sem afi var þá. Pabbi hafði hugsað sér að fara til London og ganga til liðs við útlagastjórnina þar, en það var ekki um það að ræða að komast beint til London, svo hann varð að fara í kringum hálfan hnött- inn í staðinn. Afi fékk honum póstpoka til að koma áleiðis til íslands og hann átti að sendast frá Bandaríkjunum. Vandinn var hins vegar að komast þangað. Leiðin lá gegnum Sovétríkin, en það var hægara sagt en gert að fá vegabréfsáritun þangað. Enn bjargaði afi málunum, því hann var í vinfengi við maddömu Kholontai, sem var rússneskur sendiherra. Hún var reyndar aðalsmær, en hafði snúist til fylgis við byltingarmenn og fengið sendiherrastöðuna fyrir vikið. Vega- bréfsáritunin fékkst og í tíu daga ferðaðist pabbi gegnum Sovétríkin í innsigluðum vagni, því hann hafði einungis leyfi til að fara í gegnum landið, en ekki inn í það. Hann lifði á te og spældum eggjum á leið- inni og þó merkilegt sé hafði hann alltaf dálæti á spældum eggjum. Þegar hann kom yfir hafið fór hann til norsku nýlendunnar í Kanada, „Little Norway", þar sem hann kenndi norskum flug- mönnum um skeið. Póstpokanum kom hann á skip, en það fórst á leiðinni, svo aldrei komst pósturinn til skila. Frá Kanada fór hann svo til Bretlands, þar sem hann bauð fram þjónustu sína. í stríðinu kom hann víða við. Einu sinni fékk hann að vita að hann ætti að gefa sig fram í Skotlandi, svo hann hélt þangað og var þá munstraður um borð í kafbát, sem sigldi til Svalbarða. Þannig var að norskar íjölskyldur, sem bjuggu og störf- uðu á Svalbarða, voru fluttar þaðan í upp- hafi stríðsins. Seinna voru svo karlmenn flutt- ir þangað aftur til að starfrækja veðurathug- unarstöð á eyjunni. Þjóðveijar höfðu svo varpað sprengjum á hana og nú var kafbátur sendur til að huga að mönnunum. Aðkomu- mennirnir voru settir á land og pabbi var þama um hríð. Þeir fundu Norðmennina, sem höfðu flutt sig til á eyjunni, og síðan voru þeir sóttir af Bandaríkjamönnum og fluttir burt. Pabbi var ekki sérlega hrifinn af banda-1 rísku hermönnunum, fannst þeir óheflaðir og ruddalegir. Eins og ég sagði þá hirti pabbi allt sem hann fann nothæft. Á Svalbarða rákust þeir meðal annars á bókasafn, sem hafði orðið fyrir sprengjuárás og bækumar lágu innan um brakið. Pabbi hirti eitthvað af þeim, eða „frelsaði þær“ eins og hann sagði sjálfur. Þegar hinir norsku íbúar eyjanna höfðu verið fluttir brott í stríðsbyijun hafði það gerst í flýti. í einu húsanna fann pabbi dýrindis borðsilfur, sem hann tók með sér. Hann hafði síðan upp á fjölskyldunni, sem hafði búið í húsinu. Hún var þá flutt til Skotlands og þangað gerði hann sér síðan ferð til að skila silfrinu.“ Móöurfjölskyldan o« breska heimsveldió „Það Var á stríðsárunum í London að pabbi kynntist mömmu, Susönnu Hunt. Hann var þá um fertugt en hún var þrettán árum yngri. Eins og fleiri ungar stúlkur vildi mamma gjarnan leggja sitt af mörkum þegar stríðið skall á, svo hún bauð sig fram sem sjálfboðal- iða. Hún sagðist kunna að sitja hest og keyra bíl og hún var umsvifalaust gerð að bílstjóra Þegar ég var aö Ijúka námi geróiég tilraun til aö komasttil fslands. Ég skrifaöi Lœknafélagi íslands, sagöist vera af islenskum œttum og meö is- lenskt vegabréf og gœti hugsaö mér aö kynnast þessu landi minu meö því aö vinna þar um hriö. En þaö barst aldrei svar. hjá Frökkum. Svo vildi það til að hún lenti í samkvæmi með Norðmönnum, kunni vel við þá og það varð úr að hún gerðist bíl- stjóri fyrir þá. Þar lágu svo leiðir hennar og pabba saman. Móðuríjölskylda mín var býsna dæmigerð bresk fjölskylda úr efri lögum millistéttarinn- ar á þessum tíma. Það er ekki hægt að segja að hún komi frá neinum ákveðnum stað, kannski helst Sussex eða London, því fjöl- skyldan átti hús hér og þar og flutti oft. Mamma var líka iðulega hjá ömmum og frænkum, svo hún veit ekki alveg hvort hún telur sig vera frá Suður-Englandi eða Lond- on. Pabbi hennar, Reginald, lést þegar hún var ung. Hann umgekkst listamenn mikið, skipulagði listasýningar og seldi málverk. Sérgrein hans voru vatnslitamyndir, en hann málaði þó ekki sjálfur. Við eigum enn nokkr- ar vatnslitamyndir, sem listamennimir hafa tileinkað honum, ásamt myndum af sýningum á hans vegum. Verðið stendur aftan á sumum og upphæðirnar em hlægilega lágar, líka á þeirra tíma mælikvarða, svo hann lifði ekki á þessu. Eg veit ekki hvaðan peningarnir komu, þeir vom bara þama. Ekki svo að skilja að fjölskyldan væri auðug, en það var annað þá og þau höfðu það gott. Eg veit ekki hvort afi hafði nokkra aðra vinnu eða hvort hann hafði lært eitthvað. Bæði móður- afí og amma vom bandarísk í aðra ættina, svo ég á líka fjölskyldu fýrir vestan, en þekki hana ekki. Mamma fór stundum þangað í heimsókn sem stelpa. Móðurfjölskylda mín hafði komið víða við og saga hennar tengist breska heimsveldinu og sögu þess. Tveir frændur mínir börðust í Búastríðinu. Annar þeirra náði sér aldrei, hafði fengið sprengjusjokk og vaknaði iðu- lega æpandi á nóttinni. Móðursystir mín ein, Sylvia Leith-Ross, fluttist til Nígeríu með manni sínum, sem varð ekki langlífur, en hún dvaldist áfram í Nígeríu. Hún hafði skemmti- legar hugmyndir um land og þjóð. Meðal annars var hún sannfærð um að landið hlyti fyrr eða síðar sjálfstæði og hugsaði þá mér sér að komandi embættismenn þyrftu góðar eiginkonur, svo hún stofnaði stúlknaskóla til að kenna þeim góða siði. Einnig safnaði hún sérstökum pottum, sem innfæddir bjuggu enn til fyrst þegar hún kom til landsins. Síðan lagðist framleiðslan af, en þar sem hún hafði hug á að koma upp safni yfir þessa gripi þá ferðaðist hún milli evrópskra safna og fékk þau til að gefa pottana úr kjöllurum sínum og þannig tókst henni að koma safni yfir þá á laggimar í Nígeríu. Hún skrifaði líka bæk- ur um Nígeríu. Síðar fluttist hún aftur til Englands, en var oft boðin í heimsókn til Nígeríu, þegar eitthvað stóð til. Heimsstyijöldin síðari var ekki fýrsta reynsla mömmu af stríði, því hún og Sylvia fóm saman til Spánar 1938 þar og ætluðu að vinna sem sjálfboðaliðar í flóttamannabúð- um lýðveldissinna á Norður-Spáni. Mamma var þá rétt innan við tvítugt. Þær lentu þó í einhveijum hrakningum þama norður frá og ætluðu að flýja með því að koma sér í klaustur. Erkibiskupinn í San Sebastian skrif- aði bónarbréf fyrir þær, svo þeim yrði veitt viðtaka, en áður en til þess kæmi komust þær á skip og það voru þeim ærin von- brigði. Flóttinn hefði verið ævintýralegri. Mamma fór til London, en frænka til Suður- Frakklands, þar sem hún vann í flóttamanna- búðum. Um fjörutíu ámm seinna var frænka í heimsókn hjá mömmu og pabba á Spáni. Kvöld nokkurt vom þau að keyra á sveita- vegi í grenjandi rigningu, þegar þau stopp- uðu mann á vegarbrúninni til að spyija til vegar. Þegar hann leit inn í bílinn og kom auga á frænku sagði hann samstundis: „Þig þekki ég!“ — og það var þá úr flóttamanna- búðunum í Frakklandi, svo það var munað eftir henni þaðan. Hún dó fyrir rúmum tíu árum og var þá um nírætt. Móðurfjölskyldan ferðaðist mikið. Ein móðursystir mömmu bjó í París. Faðir henn- ar hafði á sínum tíma stungið af með leik- konu til Biarritz, sem á þeim tíma var glæsi- legur strandstaður. Þegar kom að því að peningarnir þmtu vorkenndi eiginkonan hon- um svo að hann gæti ekki áfram lifað eins og hann var vanur að hún sendi honum pen- inga, svo hann gæti lifað með sama hætti og áður. Það var nú ekki þröngsýninni fyrir að fara, andstætt því sem einhver kynni að halda. Amma var nú samt sem áður ögn tortrygg- in á að einkabarn hennar giftist einum af þessum ótal útlendingum, sem komu til Eng- lands í stríðinu. Þegar pabbi var svo kynntur fyrir tengdamóður sinni tilvonandi barst það einhvern veginn í tal að hann gæti rakið ættir sínar aftur á níundu öld. Það þykir Islendingum kannski ekki tiltökumál, en í Englandi kemst enginn aftur fyrir innrás Normanna 1066, svo þetta þótti ömmu nokk- uð merkilegt. Alla vega var ráðahagurinn samþykktur. Þegar amma var orðin gömul fluttist hún til foreldra minna í Noregi, því pabba fannst að þar gætu þau betur sinnt henni og hún lést í Noregi. Brúðkaupsferðina fóru foreldrar mínir til kolanámubæjar í Wales. Ekki var hann bein- línis sá, sem mamma hefði óskað sér sem áfangastaðar í brúðkaupsferðinni, en pabbi hafði fengið þá hugmynd að hann langaði að sjá lífið í námubæ og það varð úr. Fyrir stríð höfðu mamma og hennar líkar örugg- lega ekki séð annað en eigin jafningja, en í stríðinu hristust stéttirnar svolítið saman. Heimsóknin í námabæinn varð mömmu því ekki áfall. Hún gerði sér grein fyrir að hún og fjölskylda hennar höfðu það betra en margir aðrir. Ég hef misst sambandið við ensku fjöl- skylduna, en mamma hefur það enn. Framan af man ég að mamma fór nokkuð oft til London. Pabbi kom því í kring í gegnum sambönd sín í flughernum að við fengum far með herflugvélum. Áður en stigið var um borð voru foreldrar mínir látnir undirrita yfir- lýsingum að færist flugvélin þá væri ekki hægt að höfða skaðabótamál gegn flughern- um. Svo fengum við fallhlífar, sem við höfð- um á okkur um borð, þar sem við sátum á kössum og svo var lent á litlum flugvöllum. Stundum fórum við með skipi. Við fórum oftast í burtu frá Ósló um jólin og þá nokkr- um sinnum til London, þar sem við fengum lánaða íbúð vinafólks pabba og mömmu. Þá fórum við í jólasamkvæmi hjá fjölskyldunni, sem hafði það til siðs að mæta í smóking. Einhvern tímann man ég eftir að hafa leitað með mömmu í heilan dag að smóking á mig, þá kominn á legg, en einhvern veginn tókst okkur ekki að finna réttu stærðina, svo önn- ur föt urðu að duga.“ Spánarlíf „Eftir stríðið fluttu foreldrar mínir til Ósló- ar og þar fæddist ég 1946. Pabbi lærði rönt- genlækningar og setti upp stofu í ódýru hús- næði í fremur fátæklegu hverfí. Þar hafði hann konu sér til aðstoðar, kenndi henni meðferðina og allt þetta gerði hann til að binda sem minnst fé í rekstrinum og geta ferðast sem mest. Þau mamma voru afar samhent um ferðaáhugann og nú tóku við mörg og löng ferðalög. Árið 1949 langaði þau að verða sér úti um bíl, sem var hægara sagt en gert, því það ríkti skömmtun í Nor- egi. Þá tók mamma sig til, skrifaði bréf til Henrys Fords í Bandaríkjunum og spurði hvort hann gæti ekki selt þeim bíl. Það barst bréf um hæl, reyndar ekki frá Ford heldur ritara hans, um að í tiltekinni búð á Time Square á tilteknum tíma yrði til bíll handa henni. Það var því úr að þau fóru til New York, þar sem allt stóð heima og þau keyptu bílinn. Það var alltaf mamma sem keyrði og fyrst fóru þau um New York, síðan í gegnum Bandaríkin, niður til Mexíkó og alla leið nið- ur til Yucatán. Þá fóru þau að velta fyrir sér hvernig best væri að koma bílnum heim. Á kaffihúsi nokkru hittu þau af tilviljun Norð- mann, sem pabbi þekkti úr sjóhernum. Eins og svo margir þaðan kom hann úr verslunar- flotanum og var aftur kominn þangað. Þegar þau pabbi fóru að bera sig upp við hann með bílinn var ekkert hik á honum. „Við tökum hann á dekkið." Bílnum var nú skipað út og hann fluttur til Noregs og mamma og pabbi fóru líka sjóleiðina. Eins og svo oft hafði mér verið komið fyrir hjá ömmu. Nú vorum við orðin bíleigendur og 1950 keyrðum við í fyrsta skiptið til Spánar og þá niður til þorpsins Calpé, sunnan Benidorm, en því hafði pabbi kynnst þegar hann var þarna í borgarstyijöldinni. Ferðin tók tíu daga á þeim tíma, en tekur nú þijá. Næstu árin keyrðum við venjulega þangað um pá- skaleytið, við mamma urðum eftir og vorum fram á haust, en pabbi eitthvað minna. Eftir að ég fór í barnaskóla var ég þarna í fjóra mánuði. Þau fóru þá oft á undan og ég var sendur seinna. Þegar ég var sjö ára man ég eftir að það var settur á mig merkimiði og ég sendur með flugvél til Spánar. Þetta var hreyflavél, sem millilenti ótal sinnum, áður en við komumst á áfangastað. Þetta líf hentaði mömmu vel, því hún tók aldrei neinu ástfóstri við Noreg og lærði norsku aldrei til hlítar. Enska var heimilis- málið og er mitt annað móðurmál. Þeir Norð- menn sem hún hitti fannst henni heldur dauf- ir. Hún var vön því að fólk talaði um allt milli himins og jarðar, en í Ósló fannst henni að umræðuefnið væri aldrei annað en annað fólk og áþreifanlegir hlutir, aldrei rætt um neitt óhlutstætt. Lífíð í Ósló og lífíð á Spáni voru tveir gjöró- líkir og ótengdir heimar. Allir norsku vinir mínir áttu allt öðru vísi heimili, fjölskyldur þeirra ferðuðust ekki og þeir voru heillaðir af lífí okkar. Eins og ég sagði var heimilismál- ið enska og á Spáni lærði ég spænsku. Ég get ekki sagt að ég þekki Spán, þvi landið er ólíkt eftir héruðum, en lífið í þorpinu okk- ur þekkti ég vel. Samlíf fólksins þarna er svo miklu meira aðlaðandi en ég þekki frá Nor- egi. Fólkið er mjög hugulsamt og hefur til að bera meðfædda kurteisi og tillitssemi. Þegar við fórum að venja komur okkar til Spánar í upphafi sjötta áratugsins var fá- tæktin þarna gífurleg. Ekki svo að skilja að fólk sylti, en það hafði ekkert milli hand- anna. Nú, einni kynslóð síðar, er þarna blómstrandi velmegun, sem fyllir mig vissu- lega von fyrir hönd mannkynsins. Fram á fullorðinsár var ég þarna öll sum- ur og kem þangað enn, því mamma býr þar að mestu leyti, þótt hún eigi enn íbúð í Ósló. Mér fannst svo sem ekki alltaf skemmtilegt, því spænsku krakkamir voru í skóla og ég var oft einn. Mamma lék við mig og við köfuðum oft saman, en hún Ias líka mikið, þau pabbi áttu stórt bókasafn, svo ég varð sjálfur að finna mér eitthvað til dundurs. Við bjuggum þijá kílómetra utan við bæinn og það fór líka mikill tími í heimilishaldið, þó við værum fá, halda húsinu við og keyra inn í bæ til að kaupa í matinn. Þegar ég eltist fór ég inn í bæ á kvöldin og eyddi tíman- um eins og hinir krakkamir, fór í bíó, út að dansa og stal vínbeijum úr görðunum á leið- inni heim, alveg eins og hinir. Ég var einn í hópnum, nema bara að ég var ekki alltaf þarna. Pabbi og mamma lifðu líka eins þeir inn- fæddu og það var þeim alveg ómeðvitað að þau lögðu áherslu á að aðlaga sig, ekki að koma með hugsunarhátt og lifnaðarhætti sína og reyna að sveigja umhverfíð að því. Nú er kannski einfaldara að setjast að hvar sem er í Evrópu, því lífið í einstökum löndum líkist meira en áður, en á þessum tíma var fjarska mikill munur á lífínu í Ósló og þarna niður frá. Þau áttu og mamma á enn góða vini þama. í upphafi auðveldaði það sam- bandið að þessi hluti landsins hafði verið á bandi lýðveldissinna, sem pabbi hafði lagt lið. Þau keyptu fljótlega hús þarna og þar sem pabbi var mikið í burtu sá mamma að mestu um allt, bæði innanstokks og utan. í fyrstu voru verkamenn í vinnu við að koma húsinu í lag og mamma stjórnaði því verki. * Þeir tóku því vel, þar til kom að því að ákveða hvar klósettið ætti að vera. Það fannst þeim að enginn gæti ákveðið annar en húsbóndinn og tóku ekki annað i mál en að bíða þar til pabbi kæmi og gæti tekið þessa mikilvægu ákvörðun." Ini Suóur-Amcríku í langferóabílum „Þegar leið á sjötta áratuginn hófu mamma og pabbi ferðir á fjarlægari slóðir. Árið 1957 lögðu þau upp í fyrstu ferðina til Suður- Ameríku, einmitt á dánardægri Hákons kon- ungs. Þau voru þijá mánuði í fyrstu ferð- inni, en fóru síðan einum átta eða tíu sinnum þangað, meðal annars á allar eyjarnar, eins og Galapagos, Páskaeyjarnar, Falklandseyjar og til syðsta byggða bóls í heimi. Ég held það séu fáir staðir í Suður-Ameríku, sem þau hafa ekki verið á. Upphaflega fóru þau á slóðir Jesúíta, því þó að pabbi væri nánast andtrúarlega sinnaður og sérlega uppsigað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.