Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ við kaþólsku var hann heillaður af Jesúítun- um. Þeir höfðu víða byggt upp nokkurs kon- ar ríki í ríkinu, stjórnuðu heilu landsvæðunum í anda upplýsts einveldis og mamma og pabbi heimsóttu þessa staði og Jesúítaklaustrin. Þau ferðuðust með langferðabílum eins og innfæddir, jafnvel þó ferðin tæki allt að sólar- hring og tóku með sér eigin hengirúm líkt og innfæddir, líka þegar pabbi var orðinn 65 ára. Alls staðar tóku þau fólki tali. Ein- hvetju sinni fengu þau hvergi inni á ferð í Kólombíu nema í hóruhúsi bæjarins og þá var að taka því. Mamma kippti sér heldur ekkert upp við að hjálpa einni stúlkunni að sauma rennilás í kjólinn hennar. Þau keyrðu um Mið-Austurlönd á sjötta áratugnum, um Egyptaland, Líbanon, Sýrland, Jórdaníu, íran og Irak, sem þeim fannst mikið menningar- ríki. Á þessum tíma var þarna fátt um Evr- ópubúa og vel tekið á móti þeim. Þau höfðu því allt aðrar skoðanir á Israel, voru höll undir arabana, og það var varla nokkur ann- ar í Noregi á þeim tíma. Þegar pabbi var kominn á eftirlaun undir 1970 brugðu þau sér til Þýskalands, keyptu sér þar Volkswag- en og keyrðu á honum til Indlands. Milli ferðanna gerði pabbi töluvert af því að skrifa ferðagreinar, segja ferðasögur í útvarpið og halda fyrirlestra og myndasýn- ingar, svo hann gat haft svolitlar tekjur af ferðunum. Hann skrifaði hjá sér á ferðalögum og auk þessa liggja eftir hann handrit að fýrirlestrunum og frásögnum." Vúdútrommur á Haítí Vilhjálmur hefur sjálfur gert víðreist, lærði læknisfræði í Dyflinni og tók kandidatsárið úti í heimi. „Ég hafði of lágar einkunnir til að komast í læknisfræði í Noregi, svo eins og margir Norðmenn las ég læknisfræði í Dyflinni. Þar kynntist ég Hönnu, konunni minni, sem er norsk, og við ákváðum að fara eitthvert ann- að til að taka kandidatsárið. Það varð úr að við fórum til Trinidad og þar fæddist Alex- andra dóttir okkar. Við þurftum ekki að sjá eftir að hafa valið þennan stað. Það var afar áhugavert að dveljast þarna þetta ár. Eyjan er þróunarland, en þarna ríkir engin neyð og mannlífið er gott. í raun er það eins og grínútgáfa af evrópsku landi. Helmingur íbú- anna eru svertingjar og helmingurinn af ind- verskum ættum, bæði hindúar og múhameðs- trúarmenn. Siðferðið í kynlífsmálum er fijáls- legt, svo ekki sé meira sagt, og innfæddir kunna að njóta lífsins, en viðbrögðin geta verið sterk. Til dæmis var komið með á sjúkrahúsið unga indverska stúlku. Faðir hennar hafði höggvið af henni hendurnar, því hann var ósáttur yfir unga manninum, sem hún hafði verið með. Við höfðum stúlku til að líta eftir Alex- öndru, svo að í lokin gátum við farið í stutta ferð til nálægra eyja, sem hafa allar verið evrópskar nýlendur. Sankti Thomas eru eins og smækkkuð útgáfa af Danmörku, Mart- inique er eins og svart Frakkland í hitabeltis- útgáfu og á Curacao, sem var hollensk, sjást vindmyllur og tréskór. Eyjarnar lifa á þessum sérkennum sínum, því þangað koma Banda- ríkjamenn og finnst að þeir hafi komið til Danmerkur, eftir að koma til Sankti Thomas og svo framvegis. Á Haítí vomm við í fjóra daga. Þegar við komum á flugvöllinn spurðum við eftir hót- eli og var vísað á Hilton-hótelið, sem við sögðum vera of dýrt. Þá var okkur vísað á annað hótel þarna í Port-au-Prince, sem hét „Sunset Strip“ eða einhveiju álíka gervilegu nafni. Okkur fannst það nú líka ærið dýrt, en tókum á tai eigandann, sem var mjög hugguleg dama. Einhvern veginn bárust Mið-Austurlönd í tal og að okkur langaði þangað. Það féll henni vel að heyra, því hún palestínsk. Hún benti okkur síðan á stað á Suður-Haítí, sem við skildum heimsækja, og sagði okkur hvernig við kæmumst þangað með rútu. Fátæktin í Port-au-Prince var óskapleg, en allt var dýrt. Ómerkilegir plastskór, sem flestir gengu í, kostuðu fimm dollara, þegar laun fyrir tveggja daga vinnu voru einn doll- ari. Dómkirkjan í Port-au-Prince var upplýst á kvöldin og þar gengu stúdentar um og lásu í birtunni frá kirkjunni. Það var allt eftir þessu. Aðalgatan var malbikuð, en annars engar aðrar götur. Við forsetahöllina voru hermenn með vélbyssur og skriðdrekarnir í gangi. Allt eins og klippt út úr bók eftir Graham Greene. Rútan sem við fórum með var reyndar ekki eins og við áttum að venj- ast, heldur aðeins vörubíll, þar sem farþeg- arnir sátu á pallinum og við vorum aftast. Ferðin átti að taka fjóra tíma. Fyrst var keyrt eftir vegi, síðan troðningum og að lok- um eftir árfarvegi. Allt í einu snarbremsaði bílstjórinn og bakkaði í einum grænum rétt í tæka tíð til að forðast flóð, sem ruddist niður árfarveginn. Vatnsflaumurinn bar með sér tijástofna og annað lauslegt og þarna máttum við dúsa klukkustundum saman. Það sótti að okkur þorsti, svo við keyptum eitt- hvert gosdrykkjaglundur af samferðafólki okkar. Krakkarnir voru hins vegar ekki í vandræðum með að útvega hreint vatn. Þau stukku niður af bílnum, grófu dældir í sandinn, létu vatnið renna í þær og standa, þar til mórautt vatnið var orðið tært og drukku svo úr pollunum eða seldu vatnið. Bílstjórinn reyndi síðan að freista þess að komast yfir, en bíllinn festist úti í ánni, far- þegarnir syntu og óðu í kring og reyndu að losa hann, en lítið miðaði og við vorum ekki einu sinni komin hálfa leið. Þá kom aðvíf- andi jeppi með hóp af bandarískum trúboð- um. Þeir voru á leið upp í fjallaþorp nokk- urt, þar sem einn trúboðanna hafði verið sem ungur maður. Nú var hann á heimleið eftir langa þjónustu og samverkamenn hans höfðu gefið honum ferð í þetta þorp, þar sem hann hafði verið forðum. Það varð úr að við slóg- . umst í för mqð þeim. Á tilteknum stað áttu þeir að mæta þorpsbúum með hesta, því lengra var ekki hægt að komast á bíl, en þar var enginn fyrir, svo úr varð að hópurinn lagði af stað fótgangandi og við þá líka. Það hellirigndi, farið að dimma og leiðin heldur torfarin, upp og niður hóla og hæðir. Fremst gekk lítill strákur, með risastóran hatt og vísaði veginn, þá komu prestarnir þrír og við rákum lestina. Presturinn, sem ætlaði að messa, hélt hempunni hátt á lofti, svo hún ataðist ekki í leðju. Eftir dijúga göngu spurði einn prestanna strákinn, hvort enn væri langt eftir. Já, sagði strákurinn og það reyndist rétt vera, því við gengum og gengum. Á endanum komum við í lítið þorp, þar sem var lítil kirkja og þar var okkur komið fyrir á heimili nokkru. Okkur voru fengnar strámottur til að sofa á. Ég svaf eins og steinn, en Hanna heldur lausar og heyrði í vúdútrommum alla nóttina. Morguninn eftir spurðum við strákinn hvort þarna heyrðist stundum í trommunum, en hann harðneitaði því. Hanna var þó ekki í vafa um hvað hún hafði heyrt. Nú var komin glampandi sól og þá sáum við loks hvað umhverfið var unaðs- ■ lega fallegt. Húsmóðirin á heimilinu gaf okk- ur kaffi með aðstoð dætra sinna og kaffibaun- ■ irnar voru steyttar áður en hellt var upp á. Þótt presturinn, sem messa átti, hefði haldið á hempunni eins og best hann gat hafði hún þó atast leir að neðan, svo móðirin bað eina dætranna að fara með hempuna niður að ánni og hreinsa neðan af henni. Eitthvað skoluðust fyrirmælin þó til, því hún dýfði henni á kaf í ána og þar með var útséð um að hægt yrði að nota hana við messuna, sem átti að byrja kl. ellefu. Klukkan ellefu var þó enginn kominn. Sóknarbörnin voru ekki nákvæm á tímasetn- ingunni, heldur tíndust smátt og smátt að, en seinnipartinn var orðið messufært. í litlu þorpskirkjunni sátu karlar öðru megin og konur hinum megin. Bandaríski presturinn kunni ekki frönsku, þrátt fyrir langa dvöl á Haítí, en hélt þrumandi og innblásna ræðu á ensku, sem innfæddur svertingjaprestur þýddi án minnstu blæbrigða. Eftir messuna héldu trúboðarnir heim á leið og við þá líka. Heimferðin var öllu tignarlegri en aðkoman, því nú fengum við litla hesta til reiðar. Fremst riðu prestarnir, svo við og á eftir gengu inn- fæddir syngjandi, svo mikilúðlegri skrúð- göngu hef ég ekki séð. Þegar við komum seint og um síðir til kunningjakonu okkar, hótelstýrunnar, var hún orðin ærið áhyggju- full, þar sem við vorum miklu lengur í burtu en við ætluðum. Þetta var okkar fyrsta meiriháttar ferð og síðan höfum við reynt að fara í lengri ferðir annaðhvert ár. Fyrir utan Evrópu höf- um við ferðast um Kina í fimm vikur og sáum þó aðeins eitt hornið í þessu víðfeðma landi, farið um Ástralíu, Egyptaland, Japan og Suður-Ameríku. Það fer ekki hjá að ýmis- legt hafi á daga okkar drifið. í Kína sátum við eitt kvöldið á veitingastað, þar sem sýnd- ir voru þjóðdansar. Við sama borð sátu ítölsk hjón og kona frá Suður-Afríku. ítalirnir spurðu okkur hvaðan við værum og þegar hjónin heyrðu að við væru frá Þrándheimi könnuðust þau við bæinn og nefndu eitt af hótelum bæjarins. Sú suður-afríska var líka frá smábæ og einnig þar þekktu þau hótel. Itölsku hjónin voru frá Róm, ferðuðust heil býsn og héldu mest upp á Noreg og Suður- Afríku, því þau sóttust eftir fámennum stöð- um til að hvíla sig á ysi og þysi Rómar. í Súdan vorum við í lestarklefa með tveggja metra háum surt í svörtum leðuijakka. Hann hafði ferðast um Norðurlöndin og þar fannst honum Reykjavík bera af.“ Svörl barnapía læknafjölskyldunnar í Horður-Noregi „Eftir dvölina á Trinidad fórum við til Noregs, þar sem við höfum búið síðan. Auk Alexöndru eigum við soninn Thomas. Með okkur frá Trinidad kom Winnie Judy Garland eins og hún hét. Norðmönnum finnast þeir hávaxnir, en hún var 1,80 á hæð, sterklega vaxin og með negrafléttur í allar áttir, svo hún var harla áberandi kvenmaður. Við Hanna fengum fyrst vinnu nyrst í Noregi, í Bodö, og þar hafði annar eins kvenmaður og Winnie ekki sést, hvað þá að læknarnir þar hefðu haft slíka stofustúlku. Hún vakti ekki síður athygli á ströndinni á Spáni, þeg- ar við vorum þar í heimsókn. Þeir höfðu sér- stakar nafnavenjur á Trinidad. Bróðir hennar hét Nathaniel Sinatra Frank og sonur hans auðvitað Sinatra Junior. Og Winnie skýrði dóttur sína Michelle Ma Belle í höfuðið á bítlalaginu. Hún var hjá okkur í þijú ár, en fór þá til Kanada, þar sem foreldrar hennar voru. Hún giftist manni, sem hún sagði að liti út eins og Norðmaður, en hann mis- þyrmdi henni. Fyrstu árin skrifaði hún okk- ur, en svo hættu bréfin að koma. Þegar ég var að ljúka námi gerði ég til- raun til að komast til íslands. Ég skrifaði Læknafélagi íslands, sagðist vera af íslensk- um ættum og með íslenskt vegabréf og gæti hugsað mér að kynnast þessu landi mínu með því að vinna þar um hríð. En það barst aldrei svar. Nú búum við hér í Þrándheimi, Pabbi var afar víósýnn og lans viö for- dóma. Hann var líka mjög hagsýnn og svo var hann hald- inn þessari feróalöngun, þar sem eina markmióió var gleóin yffir sjálfri feróinni. þar sem ég vinn á sjúkrahúsinu við sérgrein mína, sem er ortópedía. Ég hef mikla ánægju af starfinu, en vonast eftir að fá meiri tíma til rannsókna á næstunni. Það heillar mig meðal annars að sannreyna hluti, sem litið er á sem óvéfengjanlega og þá helst til að sýna fram á að svo sé ekki. Það hefur mér tekist í nokkur skipti i mínu fagi. Ég hef reyndar ekki verið herlæknir eins og pabbi, en gerði þó einu sinni tilraun til að láta eitthvað gott af mér leiða. Þegar flóttamenn streymdu frá Suður-Víetnam eftir fall landsins var safnað saman fé í Noregi og fyrir það var leigt skip í Singapore og útbúið til hjálpar bátafólkinu. Ég slóst í hóp- inn og var þarna í um mánuð. Fyrst tafðist skipið í Singapore. Þar lagði ég leið mína í vel búin ítölsk og þýsk skip og skip, sem frönsku læknasamtökin Médecins sans fronti- ers voru með, til að kynna mér hvernig þeir stæðu að aðgerðum. Við lögðum svo af stað og fundum enga flóttamenn. Það hefði verið auðvelt að finna báta, en Norðmennirnir voru svo uppteknir við að gera hlutina á réttan hátt, að afraksturinn varð harla lítill. Þetta var því heldur gremjuleg lífsreynsla. Eftir að pabbi dó 1986 gat ég talið mömmu á að selja gamla húsið, sem upphaflega var byggt sem sumarbústaður. Pabbi mátti ekki heyra nefnt að flytja þó að húsið væri orðið harla lélegt. Það hafði upphaflega verið utan við þorpið, eiginlega uppi í sveit, en var orð- ið eitt innan um hótelaháhýsi. Lóðin var því verðmæt og fyrir bragðið gat mamma keypt sér rúmgóða íbúð við ströndina með stórum svölum. Við förum þangað á hveiju sumri, helst síðari hluta september meðan enn er hlýtt, en eftir að mesti ferðamannatíminn er genginn yfir. Við höfum þá iðulega fengið lánaðan bílinn hjá mömmu og keyrt um Spán, svo það eru ekki margir staðir sem við höfum ekki heimsótt og víða höfum verið tvisvar. -T/ 'r" ' ■ » g’jDAG'í'H'Úg H b' SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 B 5 Mamma og pabbi voru ótrúlega góðir vin- ir, þó að þau kæmu úr ólíkum áttum og hún saknaði pabba óskaplega eftir að hann dó. Þau áttu sameiginleg áhugamál, bæði ferða- lögin og bóklesturinn. Þau eignuðust góða vini á Spáni, bæði meðal innfæddra og eins meðal útlendinga, sem hafa sest þarna að. Þeir eru ánægðir með lífið þarna og lifa líf- inu eins og þeim hentar." Jákvæóar og neikvæóar hlióar rotleysis Hvað finnst þér þú hafa lært af foreldrum þínum, sem eins og þú segir komu úr ólíkum áttum? „Við feðgarnir vorum fjarska ósammála lengi vel eins og títt er með feðga, en það breyttist. Pabbi var afar víðsýnn og laus við fordóma. Hann var líka mjög hagsýnn og svo var hann haldinn þessari ferðalöngun, þar sem eina markmiðið var gleðin yfir sjálfri ferðinni. Honum var mikið í mun að standa við orð sin og munnleg loforð giltu jafnt og skrifleg fyrir honum. Eg er ekki frá að þetta hafi hann lært af Spánveijum, sem er mikið í mun að aðrir líti á þá sem heiðarlegt fólk. Hann kunni líka í ríkum mæli að ferðast og haga sér á ferðalögum. Hann var harð- gerður og tilbúinn að leggja mikið á sig til að komast þangað sem hann vildi. Hann var oft þrælklyfjaður, en hafði aldrei meira með en svo að hann réð sjálfur við það, því hann vildi ekki vera kominn upp á hjálp annarra. Það var kannski ekki alltaf auðvelt að um- gangast hann, einmitt vegna þessa. Nokkrum árum áður en hann dó lögðu mamma og pabbi upp í enn eina ferðina til Mexíkó. Daginn áður en þau lögðu af stað fékk hann verk fyrir bijóstið, en það hvarflaði ekki augnablik að honum að hætta við, svo af stað fóru þau. í Mexíkó varð hann mikið veikur, svo mamma var auðvitað í öngum sínum, en síðan gekk þetta yfir og þau gátu notið ferðarinnar. Harkan og ósérhlífnin var dæmigerð fyrir hann, þótt það gæti kannski verið óþægilegt fyrir þá sem voru honum næstir. Annað sem gagnaðist honum oft í lífinu var algjör skortur hans á virðingu fýrir öllu, sem kallaðist yfirvald. Hann gafst ekki upp fyrir sliku, heldur tók alltaf þann pól í hæð- ina að reyna. Þegar Judy kom með okkur til Noregs áttum við í mestu vandræðum með að fá dvalarleyfi fyrir hana og öll sund virtust lokuð. Pabbi gekk þá í málið og linnti ekki látum fyrr en hann fann ástæðu til að veita henni undanþágu svo leyfið fékkst. Ég vona að ég hafi erft eitthvað af þessum eigin- leikum hans. Mamma er líka seiggerð og var jafn ósér- hlífin og pabbi, til dæmis á ferðalögum og tilbúin til að deila kjörum með hinum inn- fæddu. Svo er hún eðlilega mjög mótuð af því umhverfi, sem hún ólst upp í. Samræðu- list er eitt af því, sem fólkið hennar kunni, og yfirleitt hafði þessi enska millistétt heill- andi umgengnisvenjur, þó að ekki sé hægt að líta fram hjá hvernig fór fyrir enska heims- veldinu, sem þessi stétt stýrði að miklu leyti. Mömmu finnst hún rótlaus og sama var reyndar með pabba og ég hef þessa sömu tilfinningu. Það hentar mér vel, því þá hefur maður heldur enga ástæðu til að finna sig skyldugan til að veija sjónarmið eingöngu af þjóðernisástæðum. Rótleysið hefur líka vafalaust átt sinn þátt í hve auðvelt þeim hefur veist að umgangast alls konar fólk um allan heim. Kannski er þetta nokkurs konar kameljónseðli, sem stafar af rótleysinu. Mamma hefur líka mikla samúð með innflytj- endum, því hún skilur hve aðstæður þeirra geta verið erfiðar. Alla sina ævi hafa þeir lært reglur og venjur, sem tilheyra menningu þeirra. í nýja landinu gilda aðrar reglur og venjur, sem börn þeirra læra og sem ganga oft og tíðum þvert á það, sem foreldrarnir trúðu að væri satt og rétt. Neikvæður fylgifiskur rótleysisins er að því fylgir einmanaleiki. Maður sér alltaf aðr- ar hliðar á hlutunum en allir aðrir, því for- sendurnar fyrir að skoða lífið og tilveruna eru ólikar því, sem flestir aðrir hafa. Þetta er ekki þjakandi einmanaleiki, en einmana- leiki samt. Ég hef hitt íslendinga fyrir á ótrúlegustu stöðum í heiminum og í Svíþjóð hef ég hitt marga íslenska lækna, sem allir eru að bíða eftir stöðum heima. Þeir eiga það sammerkt að allir vilja þeir heim. Þegar ég hitti íslend- inga verða þeir yfirleitt fjarska glaðir að hitta landa sinn, en þegar þeir uppgötva að ég kann ekki íslensku missa þeir yfirleitt áhug- ann_, svo ég geri ekki lengur mikið úr að ég sé Islendingur. Sjálfur hef ég komið til ís- lands tvisvar sinnum og ferðast þar svolítið um. Ég hafði ánægju af ferðunum og eins af að hitta ættingja mína, en var líka feginn að fara þaðan. Það er mest tilviljun að ég skuli bera íslenskt nafn og hafa íslenskt vega- bréf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.