Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANIMLÍFSSTRAUMAR Svo skal böl bæta ÞEGAR vin- ur minn Steinar Berg Bjömsson var í jólafríi heima efiir Elínu Pálmadóttur að útlista stöðuna í Sómalíu og brambolt þeirrar hirðingjaþjóðar við að verða nútíniaþjóð, sem hlyti að vera langvinn þróun, sagði hann að ýmislegt sem þama kæmi upp á minnti hann á það sem tekið hefur okkur ís- lendinga 50 ár að þróa til lýðræð- is. Hvað er t.d. langt síðan ís- lendingar máttu óáreittir nota peningana sína utan landsteina? Býsna stutt og raunar ekki fyrr en nú um áramótin að við höfum náð afnámi gjaldeyrishafta. Á allra síðustu ámm hefur þó mið- að hratt leiðréttingum til lýðrétt- inda. Sums staðar eigum við þó all langt í land, engu síður en margar Afríkuþjóðir eða Austur- Evrópuþjóðir. Em skömmtunar- stjórar atkvæðisréttar til dæmis ekki að tala um að bjóða mér og þér upp á allt að hálfan at- kvæðisrétt? Fýrsta viðbragð: Hálfan atkvæðisrétt — nei, takk! Þótt fjölmargt hafi á síðustu 2-3 ámm gengið í lýðræðis- og réttlætisátt í stjórnsýslu og skip- un vamaraðila fyrir borgarana, blasir einmitt nú á nokkrum svið- um við hneisa, sem hefur skerpst svo við erfið- ar efnahags- aðstæður og atvinnuleysi, að ekki er lengur brúk- legt í velferð- arsamfélagi. Varla hefði maður trúað því að eiga á Islandi eftir að þekkja til vinnandi fólks sem ekki ætti fyr- ir jólamatn- um. Þijár einstæðar mæður með 2-4 börn veit ég um sem þannig var ástatt hjá. En ef láglaunakona með böm er í vinnu og skrifuð fyrir íbúð, þótt lítinn hlut eigi og af- borganir af lánunum höggvi veralega í mánaðarlaunin, þá á hún ekki rétt á félagslegri hjálp. Og ef einhver af 4 skólabörnum láglaunakonu era yfir 16 ára, fær hún ekki greitt með þeim nema geta sjálf innheimt meðlagið af föðurnum. Ríkið reiðir það aðeins af hendi að 16 ára aldri. Sé tek- ið mið af hve illa ríkinu gengur að ná endurgreiðslu út hjá feðr- um, er augljóst að einni móður gengur varla betur. Það era því býsna margir í láglaunavinnu að reyna að klára sig sjálfir, sem nú á þessum síðustu og verstu tímum fara niður fyrir brúkleg mörk, eiga varla fýrir matnum. Konur sem ná því með herkjum að hafa innbakaðan físk í jólamat- inn eða kjötsúpu sem hita má upp öll jólin, eins og ég veit til nú um þessi jól. Eða hafa fengið hangi- kjöt og kartöflur hjá Mæðra- styrksnefnd, sem hjálpar eftir þörfum utan við fastar reglur. Það er þetta fólk, fólkið á sjálf- bjargarmörkunum, sem er að reyna að hanga á íbúðinni sinni sem nú fær á hana skattaábótina sem getur riðið baggamuninn. í Reykjavík er bætt á fasteigna- gjaldið með svonefndu föstu sorphirðugjaldi á fermetra, burt séð frá því hvort eigandinn hefur nokkrar tekjur til að greiða það. Ennfremur er nú að bætast á bykkjuna umsýslugjaldsböggull. Þetta lendir á þessu jaðarfólki, ungu fólki og ekki síst gömlum manneskjum, sem eyddu öllu sínu í að koma upp íbúð til að eiga í tryggt hús að venda í tekjurýmun eða veikindum. Það er hugsana- skekkja að bera það saman við önnur lönd, þar sem fólk hefur t.d. frekar reynt að tryggja sig með kaupum á skartgripum í bankahólf eða hlutabréfum. Hve langan tíma ætli taki að plokka íbúðina af tekjulítilli manneskju með svona látlausum álögum á íbúðina og húsnæðisleysi sendi hana í velferðarkerfið? Það er reikningsdæmi! Hlýtur ekki að vera hugsanavilla að skattleggja þá sem ekki hafa tekjur til að borga? Nú er augljóslega svo komið að fullvinnandi láglaunafólkið má við engu. Gott að sjá í ára- mótagreinunum að verkalýðsfor- ingjar bæði ASÍ og BSRB treysta sér i að kreíjast stærri hluta til handa þessu fólki og minnka þarmeð bilið milli sinna eigin umbjóðenda. Það verður auðvitað aldrei bam í brók nema í reikn- ingsdæminu séu allir með tekjur. Þar ætti ríkisvaldið að geta kom- ið til og sett í lög að allar sposl- ur og duldar tekjur reiknist með í púkkinu. Ættu að vera hæg heimatökin, þar sem ríkið er stærsti vinnuveitandinn og ekk- ert borgað út nema það komi í bókhaldi, eða hvað? Ekki er langt í að sjáist hvort þetta er alvara eða allt í plati. Þó er skammarlegast að horfa í okkar samfélagi upp á hrakn- inga ósjálfbjarga fólks og sjúkl- inga. Alzheimersjúklinga sem hraktir era af heimilum sínum á ókunnugan stað þegar öllum nálægum er ljóst að manneskjan raglast alveg við flutninginn og óvíst að hún nái nokkum tíma aftur áttum. Eða að sjúklingar geti beðið á sílengdum biðlista þar til læknismeðferð verður gagnslaus eða óþörf. Minnir á sjónarspilið í Bosníu, þar sem allir eru að beijast fyrir sínum heilaga rétti og milli víglínanna vamarlaust fólkið. Hlýtur ekki að vera hægt að setja með lögum betri öryggisventil fyrir bjargar- lausa í okkar velferðarkerfi, ekki síst þegar þetta getur dunið meira en 30 sinnum yfir sjúkl- inga, þegar löggiltar heilbrigðis- stéttir þurfa — með réttu að sjálf- sögðu — að sækja kjarabætur? Varla getur nokkrum verið greiði gerður með því að setja þá í þá aðstöðu að ákvarða hverjum eigi að fórna til að herða kröfurnar og hvaða sjúklingar eigi að borga fyrir það ef brotið er á þeim annars staðar. Þat er fomt mál að svá skal böl bæta at bíða annat meira, sagði Grettir Ás- mundarson. Hlýtur ekki að vera leið til að undanskilja þá au- mustu tryggilegar slíkum hremmingum í okkar samfélagi? SAGNFRÆDI/. ý ab leyfa eiturlyff Vínsölubannið vestra ogfrdsiþegnanna HANN Indriði G. Þorsteinsson skrifaði á dögunum ágæta grein í Morgunblaðið um bragg og glæpi í Bandaríkjunum. Síðan hef ég verið að velta fyrir mér tvennu (andagift- in er nú ekki meiri). Hvernig stendur á því að bókaþjóðin sjálf hampar fjölmörg- um svonefndum rithöfundum er skrifa bækur sem iðulega eru þyngri eftir Jón Kjoltason á höndum en huga en hundsar aðra eins og til dæmis Indriða sem hefur þó skrifað þær bestu skáld- sögur sem komið hafa út á ís- lenskri tungu? Ég þarf ekki að nefna nema Þjóf í paradís til að rökstyðja mitt mál. Þar sem þessi spurning krefst meiri heilabrota en ég ræð við ætla ég að einbeita mér að hinni; má draga einhvem lærdóm af vín- sölubanninu alræmda í Bandaríkj- unum? Bannið gekk í gildi í janúar 1920 og var stefnt gegn fram- leiðslu og neyslu áfengra drykkja. Ráðamenn trúðu því .einlæglega að í áfenginu væri að fínna rót flestra þjóðfélagsmeina, bannið væri því ekkert annað en skurðað- gerð og tilgangurinn að losa þjóð- arlíkamann við illkynja æxli. ÍÞetta sjónarmið er ótrúlega líkt því sem nú svífur yfir vötnum þegar rætt er um eiturlyf. En vopnin snerust heldur betur í höndunum á forsjár- mönnum bandarísku þjóðarinnar. Vargöld og skálmöld gekk í garð (sem Indriði lýsir skemmtilega) og það sem hafði byijað í sama frelsi- sanda og krossferðirnar til forna snerist upp í andhverfu sína. VIÐSKIPTIA1 Capone og félaga blóms- truðu meðan stjórnvöld einbeittu sér að „áfengisbölinu". Bannið varð ögrun við frelsi þegnanna og glæpamenn sáu sér leik á borð að efnast. Bruggun varð blóm- legasta iðngreinin vestan hafs og skúrkar á borð við A1 Capone lýstu sér sem helstu velgjörðarmönnum þjóðarinnar. „Ég hef alltaf litið á það sem sjálfsagða þjónustu við almenning að út- vega fólki skikkanlegt áfengi,“ sagði Cap- one. Á meðan stjórnvöld hreyktu sér af „þurr- um Bandaríkjunum“ óx áfengisneysla landa þeirra um allan helm- ing. Lögreglan varð æ oftar að fást við drukkna ökumenn og þau 13 ár sem bannið stóð dóu ekki færri en þrjátíu og fimm þúsund Bandaríkjamenn af völdum áfengiseitrunar. Stað- reyndin var sú að áfengisbannið hafði breytt stórum hluta banda- rísku þjóðarinnar í lögbijóta. Flestir höfðu þó ekki unnið annað til saka en að dreypa á vínglasi sem að vísu gat orðið örlagaríkt. Tíu barna móðir í Michigan var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að leyna einni ginflösku og 1929 urðu saklaus hjón fyrir árás FBI- útsendara, konan var skotin til bana en eiginmaðurinn barinn hrottalega. Og ástæðan? Lög- gæslumanninum fannsfy leggja áfengislykt af hjónunum. Á meðan þessu fór fram gengu stórglæpon- ar eins og Johnny Torrio og sjálf- ur Capone fijálsir um götur og hreyktu sér af þjónustulund sinni við almenning. Vínsölubannið, sem var ekki af- numið fyrr en Franklin D. Roose- velt settist á forsetastól árið 1933, hleypti nýju blóði í glæpabakter- íuna vestra sem hefur allar götur síðan lifað góðu lífí og fjölgað sér hratt. Annað bann tók við af áfeng- isbanninu og leiddi af sér annað stríð sem háð hefur verið af mik- illi ákefð og grimmd síðustu ára- tugi. Barist er gegn eiturlyfjum og enginn munur gerður á hassköggli í pípu og fljótandi heróíni í sprautu, maríjúana og verksmiðjufram- leiddu LSD. Allir eru búnir að gleyma hinu kostnaðarsama stríði Hoovers forseta gegn áfenginu, afleiðingum þess og árangri barátt- unnar, ef það er þá réttnefni. LÆKNISFRÆÐI/ sinnis hljóbri horg Efégnwmrétt LÍKLEGA er það ofarlega í hugum flestra þegar rætt er um háan ald- ur að honum fylgi sljóleiki og gleymska. EIR sem rita bækur og blaða- greinar handa lærðum eða leikum um starfsemi heilans hafa áram saman haldið því fram að hvorki meira né minna en 100 þúsund tauga- frumur í gamal- mennisheila logn- ist út af á hveiju ári og þannig fari minningar um liðna daga hægt og hægt forgörð- um. En nú era skoðanir á þessu að breytast og taugalíffræðingar við Harvard-háskólann, svo að dæmi sé tekið, hafa komist að því með nýtískulegri frumutalningu að heilafrumur deyja ekki hópum saman þótt aldur færist yfír; hins verður gjarnan vart að sumar þeirra rýrna og viðbrögðin verða hægari þegar langt er liðið á líf og tíma. Birgðageymslur þekkingar í heilanum gisna hvorki né leka þótt rækilega togni á ævinni, en stundum vill brenna við að læsing- ar stirðni og tafsamara sé að kom- ast að því sem inni er geymt. Vís- indamenn sem beita nýrri tækni til að virða fyrir sér unga og gamla mannsheila í fullu starfí fínna helst þann mun að „vélbúnaði" heilans, með öðrum orðum óteljandi síma- þráðum hans og tengslum, sé hætta búin af tímans tönn. Á hinn bóginn virðist sem „hugbúnaður- inn“, sjálfar upplýsingarnar sem hafa safnast „fyrir á langri ævi, geymist von úr viti og verði jafn- vel fínni og þróaðri eftir því sem árunum fjölgar. Þegar afkastageta hugans hef- ur náð hámarki og halla tekur undan fæti er það ekki endilega minnið sem slaknar fyrst, heldur aðrir hæfíleikar eins og það að vera fljótur að átta sig á landa- korti eða finna bíiinn sinn þegar maður fer út úr stórverslun. um aðrar dyr en inn var komið. Þess konar leiðindi kunna jafnvel að angra fólk á góðum aldri, t.d. milli fertugs og fimmtugs. Margt er á döfinni í þessum fræðum. Vísindamenn segjast geta mælt „visku" náungans og hafa sannfærst um að hún eykst með árunum. Paul Baltes á Max Planck-stofnuninni í Berlín vill skilgreina visku með setningunni: Næmt skyn á grundvallaratriði mannlífsins. Þeir sem ná þar máli búa yfir eiginleikum svo sem inn- sýn og yfírsýn, dómgreind og hæfni til að vega og meta and- stæðar skoðanir og geta lagt dijúgan skerf til lausnar flóknum vandamálum. Eins og við mætti búast ná fleiri úr hópi þeirra eldri og lífsreyndari góðum einkunnum á slíku prófi en hinna sem ungir eru og óreyndir. Sú niðurstaða kemur mætavel heim við málshátt- inn um að oft sé það gott sem gamlir kveða. Og enn eitt dæmi um marg- breytni fræðanna. Ef hægt er að draga ályktanir um heilastarf mannsins af háttsemi annarra spendýra, og það er stundum talið gerlegt, mætti forvitnast um hvernig gamlar rottur í búram bregðast við þegar nýjum leik- föngum er fleygt inn til þeirra. Þær kunna sér ekki læti, heilinn vaknar af dvala og boðleiðir opn- ast. Næstu dægur eykst blóðflæði til heilans, en þegar frá líður og nýjabrumið er af sækir í sama gamla horfið og rottunum fer að leiðast. Þá hefur verið gripið til þess ráðs að láta þær fylgjast með öðrum rottum sem eru nýbúnar að fá leikföng í búrin sín. Engin viðbrögð frá áhorfendum! Það er lítið púður í að glápa á fótbolta í sjónvarpinu í staðinn fyrir að fá að sparka sjálfur. Ég held maður þekki það. eftir Þórarin Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.