Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 8. JANÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ o g Rósenbergkj allarann ásamt félögum sín- um í Pizza 67 hefur átt þátt í að breyta ímynd margra skemmtistaða gegnum tíðina. Um jólaleytið bættist Casablanca í hópinn sem á að verða unglingastaður. í viðtali við Hildi Fríðriksdóttur segir hann aðeins frá sjálfum sér og ferli sínum. Kiddi „bigfoot" eða Kristján Þór Jónsson er einn þekktasti plötusnúður iandsins, enda eru skemmtistaðirnir fáir í höfuðborginni, þar sem hann hefur ekki gefið sig allan til að ná upp stemmningu. „Bigfoot“ eins og hann er nefndur í daglegu tali hefur öðrum fremur tekist að rífa upp staði, þar sem aðsókn er dræm og gera þá eftirsóknarverða. Sagan segir að Kiddi hafi yfirgef- ið staðina þegar hæst stóð vegna þess að hann hafi ekki fengið laun sín greidd. Fyrir nokkru gafst hann upp á að vinna fyrir aðra og keypti rekstur Dejá vú, Tunglsins, Rósen- bergkjallarans og Casablanca í fé- lagi við eigendur Pizza 67. Sjálfur á hann þó engan hlut í pizzarekstr- inum. Yfirtaka á rekstri þessara staða hefur gerst á tiltölulega skömmum tíma og á eftir að koma , í ljós hvort þeir félagar hafi færst of mikið í fang eða þeim takist að halda öllum fjórum skemmtistöðun- um gangandi án áfalla. Við hittumst einn morguninn á skrifstofu hans, sem minnir einna helst á ódýra einkaspæjaraskrifstofu í bandarískri kvikmynd. Þegar ég gat ekki orða bundist yfir óreiðunni afsakaði hann sig með því að verið væri að taka Tunglið í gegn og óhreinindin bærust upp. „Fyrst verð- um við að ljúka við þær framkvæmd- ir og síðan getum við snúið okkur að skrifstofunni,“ sagði hann til út- skýringar. Þegar fullyrðingin um launin var borin undir hann kinkaði hann kolli og sagði: „Já, yfirleitt hefur það verið þannig. Margir eigendur veit- ingastaða hafa verið í einhveijum smárekstri þar sem veltan er ekki eins mikil og á skemmtistöðunum. Þegar þeir sjá alla þessa peninga eftir eina helgi eru fyrstu viðbrögðin oft þau að fara og kaupa dýra bíla eða setja peningana í annan einka- rekstur. Þetta er ekki svona einfalt, því menn verða að eiga peninga í rekst- ur næstu helgar. Það er líka aldrei að vita hvort eða hvenær dragi úr aðsókn og þá verða að vera til pen- ingar fyrir föstum kostnaði eins og launum starfsfólks." Ólst upp í Svíþjóð Kiddi fluttist 10 ára til Svíþjóðar með fjöiskyldu sinni, þar sem meiri- hluti hennar býr ennþá. Sjálfur flutti hann aftur til íslands 17 ára gam- all. „Viðurnefnið „bigfoot" kemur ekki bara til af því hversu stór ég er,“ segir hann þegar blaðamaður telur sig vita hvaðan nafngiftin er komin, enda er maðurinn tveir metr- ar á hæð. „Nafnið festist við mig þegar ég var 11 ára. Þá var ég ekki orðinn neitt sérstaklega stór en not- aði skóstærð 44. Þegar ég fluttist aftur til íslands voru plötusnúðar hér einungis þekkt- ir undir eigin nöfnum þannig að ég ákvað að vekja á mér athygli með því að halda viðurnefninu." Hann var ekki nema 14 ára þegar hann gerðist plötusnúður undir leið- sögn grísks plötusnúðs, Sanny X, sem er hátt skrifaður víða erlendis. „Hann tók mig í gegn á þremur árum. Ég vann kauplaust fyrir hann öll árin en fékk góða reynslu í stað- inn. Eftir það fékk ég vinnu á ýms- um diskótekum i Gautaborg." Mætti í sundskýlu á ball Þegar Kiddi flutti heim árið 1983 gerðist hann plötusnúður í Glæsibæ og síðan í Sigtúni. Hann var ekki sáttur við að fólk þekkti ekki nafnið og mætti því meðal annars í sund- UPPÁHALDSSTAÐUR Kidda er Dejá vú meðal annars vegna þess að þar sleppir fólk fram af sér beislinu, fer úr að ofan og dansar uppi á borðum. skýlu með sundhettu og „lét alveg eins og fífl“ eins og hann orðaði það. Eftir það fór fólk að kannast við kauða og í nokkur ár flakkaði hann á milli staða. Hann var fyrsti plötusnúðurinn í Casablanca og LA Café þegar þeir staðir voru opnaðir og tókst ásamt starfsfélögum sínum að gera þá báða vinsæla. Fyrir tveimur árum fór hann svo í samstarf við eiganda Berlínar. „Eftir V/j ár seldum við Berlín-og keyptum Casablanca, þar sem aðsókn hafði verið lítil í langan tíma. Eftir tvo mánuði var búið að vinna hann upp. Ég fékk hins vegar mjög iítið út úr þessu samstarfi og var- orðinn illa stæður fjárhagslega," segir hann. „Ég hafði átt góð samskipti við eigendur Pizza 67 og kannaði hvort þeir hefðu áhuga á samstarfi, sem þeir höfðu. Við keyptum því rekstur Borgarvirkisins í Bankastræti og breyttum staðnum í Dejá vú fyrir um það bil átta milljónir króna. Það hefði kannski borgað sig að kaupa húsnæðið, en við áttum ekki fyrir því. Staðurinn varð að standa undir sér og við sáum fram á að það tæk- ist með því að kaupa bara rekst- urinn. Sú fjárfesting hefur staðið fyrir sínu og höfum við náð að standa við skuldbindingar okkar. Við erum þó ekki orðnir neinir mill- ar,“ segir hann og gefur símanum engan gaum þótt hann hringi án afláts. Villti tryllti Villi endurvakinn „Okkur bauðst síðan Rósenberg- kjallarinn og breyttum honum í rokkstað. Þegar Tunglið kom til sög- unnar keyptum við reksturinn aðal- lega vegna ögrunar. Okkur var sagt að vonlaust væri að rífa staðinn upp. Mér fínnst rosalega gaman að taka við verkefnum sem aðrir telja vonlaus eins og þegar ég tók við Berlín, Casablanca og Dejá vú og nú síðast Casablanca. Fólk sagði líka að tæki ég við Tunglinu myndi Dejá vú tæmast, en það er fullt á báðum stöðum og ég er mjög stoltur af því.“ - Og nú segja menn að rekstur Casablanca og Tunglsins fari ekki saman. Hveiju svarar þú því? „Ég hef trú á að staðurinn geti gengið, annars væri ég ekki að fara út í þennan rekstur. Þetta verður unglingastaður með 16 ára aldurs- takmarki og ég hef fengið leyfí til að nota nafnið Villti tryllti Villi. KRISTJÁN Þór Jónsson, bet- ur þekktur sem Kiddi „big- foot“, kom fyrst nálægt plötusnúðastarfinu 14 ára gamall og hefur sinnt því meira og minna síðan. Hér velur hann tónlist fyrir gesti Tunglsins. Hingað til hafa verið settir upp nokkrir unglingastaðir, en mér finnst ekkert hafa verið lagt í þá.“ - Hvenær verður staðurinn opn- aður? „Við stefnum á næstu helgi.“ - Reynirðu markvisst að hafa staðina fyrir hvern sinn aldurshóp? „Ég reyni að hafa mismunandi tónlistarstefnu sem gerir það að verkum að viss aldurshópur er á hveijum stað. Tónlistin fer líka eftir því hveijir eru í húsinu. Það sést á klæðaburði fólks og hreyfingum. Það eru miklar pælingar á bak við þetta,“ segir Kiddi og hlær við. - Þú segir þá „sýndu mér hvern- ig þú dansar og ég skal segja þér hver þú ert“ í stað orðtaksins „segðu mér hveijir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert“? „Já, nákvæmlega. Mest gaman hef ég að sjá hvað höfðar til fólks og þegar það fer að dilla sér í takt við tónlistina þarf ekki nemá þijú lög áður en það er farið að dansa.“ Gott starfsfólk er lykillinn Kiddi hefur þá stefnu að ráða vini sína til starfa, því hann segir að það eigi við skemmtistaði eins og önnur fyrirtæki að keðjan sé ekki sterkari en veikasti hlekkurinn. Nauðsynlegt sé að finna gott fólk í allar stöður til að ná góðri heild. Hann segist ganga í öll störf sjálfur þegar hann er ekki að spila til þess að ganga úr skugga um að allt sé í lagi. „Ég væri ekki neitt í dag nema vegna þess að ég hef gott starfsfólk með mér eins og til dæmis aðstoðarmenn á þessum þremur skemmtistöðum," segir hann og bætir við að hugmynd- ina að stöðunum, uppsetning þeirra og ímynd sjái hann sjálfur um, en meðeigendur hans haldi utan um bókhaldið og fjárhagslegu hliðina. Að duga eða drepast Kiddi viðurkennir fúslega að hann sé vinnufíkill. „Mín reynsla er sú að taki maður eitthvað að sér og geri það ekki af fullum krafti sé eins gott að sleppa því. Þó að Tunglið gangi rosalega vel og sé alltaf fullt hef ég áhyggjur af rekstrinum. Þess vegna læt ég breyta stöðunum og Iaga þá áður en þeir drabbast nið- ur,“ segir hann. - Standa allir veitingamenn í því að kaupa smyglað vín og selja und- ir borðið? „Við tókum strax þá ákvörðun að standa ekki í því. Ef menn hugsa með raunsæi um þann tíma sem fer í að velta fyrir sér hvernig fara eigi að þessu og mismuninn sem menn græða kemur í ljós að það borgar sig ekki. Ég hef séð of mikið af þessari starfsemi til þess að fara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.