Morgunblaðið - 08.01.1995, Page 13

Morgunblaðið - 08.01.1995, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR1995 B 13 út slíkt sjálfur," segir hann og bend- ir á í framhaldi af því að eftirlit með skemmtistöðum sé orðið betra bæði hvað varði veitingaleyfi, smygl, hreinlæti og fjölda gesta. Stjórnaði Pan-hópnum Þegar talið berst að samkeppni á milli staða, sem hann teiur af hinu góða, og að öllum þeim uppátækjum sem fundin eru til, kemur í ljós, að Kiddi á skrautlegan feril að baki í þeim efnum, enda viðurkennir hann að hafa mjög _gaman af þvi að hneyksla fólk. „Eg var meðal þeirra sem stóðu að Pan-hópnum á sínum tíma og stjórnaði sýningum þeirra, sem ollu miklu hneyksli. Hópurinn sýndi í skemmtistaðnum Upp og nið- ur í heilt ár við geysilega aðsókn." Kidda datt einnig í hug að fá pör til að vera í leðjuslag og vakti sú uppákoma ekki síður athygli. Segir hann að húsfyllir hafi verið sjö daga vikunnar í hálft ár. „Það var ekki bara ungt fólk sem vildi fá að sjá leðjuslaginn heldur mætti þama líka virðulegt fólk í eldri kantinum,“ seg- ir hann og bætir við að á þessum árum hafi kjaftasögur verið mjög miklar í kringum Pan-hópinn og hann sjálfan. „Ég var sagður vera hommi og alltaf blindfullur, en ég bragðaði til dæmis ekki áfengi á þessum árum. Sögurnar hrundu yfir mig,“ segir hann og hristir höfuðið. „Á þessum árum hafði ég einnig kynnst Karólínu, konu minni, sem ég á nú tvö börn með, Alexöndru 6 ára og Hreiðar 2 ára. Það lá við hjónaskilnaði á tímabili vegna þess- ara sögusagna, en sem betur fer á ég mjög skilningsríka konu.“ Af fleiri hugdettum Kidda má nefna að hann fékk sænskan boxara til að vera með nektarsýningu. Upp úr því fékk hann einnig kvenmann í sama tilgangi og úr urðu konu- og karlakvöld. Einnig má nefna sænska klæðaskiptinga og stráka- hóp, „Berlín-dales“, sem sýndi á skemmtistaðnum Berlín. Vinnan flokkast undir áhugamál ' Ef við vendum okkar kvæði í kross og snúum okkur að sjálfum þér. Hvað gerir þú þegar þú ert ekki í vinnunni? „Hugsa um vinnuna," svarar hann að bragði og hlær við. „Áhugamál mín snúast um hvað fólk hugsar, auglýsingar og hvernig ég næ til fólks. Ég er mikill pælari. Ég hlusta mikið á útvarp og skilgreini hvetja auglýsingu sem ég heyri og velti fyrir mér hvernig hún geti orðið betri.“ - Ertu ekki orðinn þreyttur á skemmtibransanum eftir öll þessi ár? Gæti hugmyndaflug þitt ekki nýst annars staðar? „Jú, eflaust, en ég lauk varla við skyldunámið. Þegar ekkert sérnám liggur að baki er erfitt að telja vinnu- veitendum trú um að maður sé hæf- ur til ákveðinna verkefna. Ég er alls ekki orðinn leiður á skemmtibrans- anum en á eflaust eftir að gera eitt- hvað meira síðarmeir. Ég er ungur ennþá,“ segir hann og hallar sér aftur í stólnum. Hann segist halda mikið upp á Mikka mús og hafi verið aðdáandi hans í 12 ár. „Hann er pottþéttur. Hann er með konu en þarf ekki allt- af að vera hjá henni. Hann getur unnið vinnu sína hvar sem er í heim- inum. Hann á mjög traustan vin, sem er Feitimúli. Og komi upp vandamál leysir hann þau á viðeigandi hátt, hvort sem er að fara til lögreglunnar eða annað. Ég er mjög hrifinn af teiknimynd- um yfirleitt og bytja daginn á því að horfa á þær með fjölskyldunni meðan við borðum morgunmat. Margar af þeim hugmyndum sem ég nota á skemmtistöðunum hef ég fengið úr teiknimyndum. Raunar á þetta einnig við um kvikmyndir, sem ég horfi vafalaust öðruvísi á en flest- ir aðrir,“ segir hann og bætir við annars hugar: „Ég er kannski talinn dálítið bilaður vegna þessa, en það skiptir máli að vera öðruvísi til þess að vekja eftirtekt." MÁNUD.a IVUÐUIKUD. ÞRIÐJUD & FIMMTUD. FÖSTUDAGAR LAUGARDAGAR Simaþión hefst kl. 08.30 Símabión.hefst kl. 11.00 Símahión.hefst. kl. 08.30 Símabjón. hefst kl. 09.00 Við leggjum aHan okkar metnað i kennsluna -þess vegna náum r ið árangri! f Arangur þinn skiptir okkur öllu máli og að þú hafir ánægju af kennslunni. í vetur bjóðum við upp á 104 tíma vikulega svo að allir finni örugglega tíma við sitt hæfi. 09.00-10.00 Fitubr.1/Tröpp. 10.00-11.00 Fitubr. lokað 10.10- 11.00 Trö+tæki 1. 12.07-13.00 Trö.hringur. 14.00-15. OflTröppur 1 15.00-16.00 Fitubr. lokaö 15 10-16.00 Trö+tæki 1 16.20- 17.20Tröppur 2 17.20- 18.20 Trö+líkamsr 17.30- 18.20 Líkamsrækt. 17.30- 18.50 Trö+tæki 2+ 18.20- 19.10 Fitubr.1 18.20- 19.40 Trö.hringur 18.40- 19.40 Fitubr.lokað 18.50-19.40 Mr&lt 19.10- 20.10 Fitubr.2 19.40- 20.40 Fitubr. iokaö 19.40- 20.40 Karlar lokað 2 20.10- 21.10 Líkamsr.hringur 20.40- 21.40 Tröppur 1 20.40-21.40 Karlar lokaö 1 AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REVKJAVÍK S. 689868 12.07-13.00Trö+tæki 2 14.00-14.50 Fitubr. 1 15.00-16.00 Trö+líkamsr. 16.30- 17.30 Tröppur 2 17.15-18.30 Trö+tæki 2 17.30- 18.30 Lfkamsrækt 18.10-19.00 Fitubr.1 18.20- 19.10 Barnshafandi 18.30- 19.20 Mr&lt 18.30- 19.30 Fitubr. 2 19.00-20.00 Lfkamsr.hringur 19.30- 20.20 Start 19.20- 20.20 Karlar lokað 19.30- 20.30 Tröppur 1 20.00-20.50 Fitubr.1 20.20- 21.20 Léttara Líf 20.20-21.20 T rö+tæki 1 20.30- 21.30 Fitubr. lokaö 2 09.00-10.00Trö+tæki 2 10.00-11.00F\\tíbr. lok 10.10- 11.00 Trö+tæki 1. 12.07-13.00 Trö.hringur 14.00-15.00 Tröppur 1 15.00-16.00 Fitubr. lokaö 15.10- 16.00 Trö+tæki 1 16.30- 17.30Tröppur 2 17.15- 18.15 Prek & Púl 17.30- 18.50 Fitubr. 2, 18.15- 19.15 Trö+tæki 2 18.50-19.40 Teygjur&slökun 19.15- 20.05 Mr&lt 09.30-10.30 Fitubr. lokaö 09.40-10.40 Karlar lokað 10.30-11.20 Start 10.30- 11.20 Fitubr. 1 10.40- 11.50 Jrö+tæWi 2 11.20- 12.20 Fitubr. lokaö 11.20- 12.30 Fitubr. 2 11.50-12.40 Mr&it 12.30- 13.30 Tröppur 2 12.40- 13.40 Karlar lokað 2 13.30- 14.30 Fitubr. lokað 2 7J.45-74.45 Karlar lokaö 14.40- 15.40 Trö+líkamsr. Upplýsingar nm tíma og skráningu í síma:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.