Morgunblaðið - 08.01.1995, Side 21

Morgunblaðið - 08.01.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR1995 B 21 Fulltrúi í slysavarnadeild Slysavarnafélag íslands vill ráða fulltrúa í slysavarnadeild. Tilgangur starfsins er vinna að samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og SVFÍ undir kjörorðinu „BETRI BORG FYRIR BÖRN“. Starfssvið fulltrúans er m.a.: 1. Stjórnun og skipulag átaksins. 2. Stjórnun fræðslu um slysavarnir til starfs- fólks stofnana borgarinnar, almennings og annarra þeirra er að átakinu koma. 3. Samstarf við aðra aðila er vinna að for- vörnum. 4. Starfsáætlun, skýrslugerð og gerð fræðsluefnis. Ráðningartími eru tvö ár. Starfið er laust nú þegar og umsóknarfrestur er til 17. janúar nk. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Skrifleg umsókn þarf að berast Ráðningar- þjónustu Hagvangs hf. ásamt ítarlegum upplýsingum um nám og fyrri störf. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og þær endursendar. Hagva neurhf Skeifunni 19 Reykjavík 1 Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir + RAUÐI KROSS ÍSLANDS Starfsmaður á Vesturlandi Rauði kross íslands óskar að ráða starfs- mann á Vesturland sem hluta af stuðningi RKÍ við deildirnar á svæðinu. Um heildagsstarf er að ræða. Áætlað er að helmingur tímans sé viðverutími á skrifstofu. Hinn hlutinn fer í fundi, námskeiðahald og fræðslu utan fasts viðverutíma. Helstu verkefni • Auka tengsl milli skrifstofu RKÍ og deilda á Vesturlandi. • Er framkvæmdastjóri fyrir svæðisnefnd og sinnir sameiginlegum verkefnum deilda og stuðningi við þær á svæðinu. Aðstoðar deildir við að koma upp nýjum verkefnum. • Rauða kross fræðsla á svæðinu. Aðstoð við námskeiðahald, kynningarmál og út- gáfustarf (fréttabréf o.fl.). • Stuðningur við barna- og ungmennastarf RKÍ. • Fylgja eftir skipulagi neyðarvarna RKÍ. • Verkefni fyrir RKÍ sem tengjast deildar- starfi annars staðar á landinu. Kröfurtil umsækjenda • Verður að vera lifandi í starfi, vinnusamur og hafa frumkvæði. • Hafa bíl til umráða og geta farið um svæðið. • Reynsla af störfum með félagasamtökum. • Góð ensku- og tölvukunnátta æskileg. • Gert er ráð fyrir að viðkomandi sé/verði búsettur á Vesturlandi. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „RKÍ - Vesturland" fyrir 21. janúar nk. RÁÐGARÐUR hf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17105 REYKJAVÍK SIMI616688 AUGL YSINGAR Atvinnurekendur! Forsvarsmenn fyrlrtækja, ríkisstofnana og sveitarfélaga vinsamlegast athugið, hjá okkur eru 2500 umsækjendur á skrá. Leitið frekari upplýsinga. EGÍLL G U Ð N I J Ó N S S 0 N RÁÐNINGARÞJÖNUSTA OG RÁÐGJÖF Skipholt 50c ■ 105 Reykjavík • Símar 5616661 & 562 8488 ■ Fax 552 8058 Hlutastarf Starfsfólk óskast í móttökustarf eftir kl. 16.00 á daginn og um helgar. Upplýsingar á staðnum. AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 1 08 REYKJAVlK S. 68 98 68 LANDSPITALINN .../ þágu mannúöar og vísinda... BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD DALBRAUT12 Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa sem deildarstjóri á Dagdeild Barna- og unglinga- geðdeildar nú þegar. Um er að ræða fullt starf á dagvöktum. Á deildinni er unnin grein- ingar- og meðferðarvinna með börn á aldrin- um 3ja til 10 ára ásamt fjölskyldum þeirra. Æskilegt er að umsækjandi hafi geðhjúkrun- ar- og/eða stjórnunarnnenntun. Upplýsingar veitir Anna Ásmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 602500. VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR - ENDURSKOÐUN FYRIRTÆK.BÐ er sérhæft þjónustufyrir- tæki í Reykjavík. VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR mun sinna sérhæfðum störfum á sviði reikningshalds og endurskoðunar í tengslum við þá þjón- ustu er fyrirtækið veitir. Jafnframt mun hann annast eftirlitsvitjanir og vettvangs- kannanir hjá fyrirtækjum auk ánnarra hefð- bundinna starfa. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur hafi viðskiptafræðimenntun af endurskoð- unarkjörsviði og/eða séu löggiltir endur- skoðendur. Sambærileg menntun frá erlendum háskólum áhugaverð. Áhersla er lögð á nákvæm og skipulögð vinnubrögð auk góðra samskiptahæfileika. Tungumálakunnátta nauðsynleg. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 18. janúar nk. Ráðning verður fljótlega. í boði eru áhugaverð laun, fjölbreytt starfs- svið og mjög góð vinnuaðstaða. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl. 10-16, viðtalstímar eru f rá kl. 10-13. 1 ST f. Starfsrádningar hf I Suðurlandsbraut 30 ■ 5. hæð ■ 108 Reykjavík Sími: 88 30 31 Fax: 88 30 10 Gudný Harðardóttir Sauðárkrókskaupstaður Leikskólastjóri Sauðárkrókskaupstaður óskar eftir að ráða leikskólastjóra til afleysinga í 1 ár á leikskól- ann Furukot. Um er að ræða fullt starf frá 1. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 95-36174. Umsóknir berist á Félagsmálastofnun Sauð- árkróks, Stjórnsýslushúsinu, Skagfirðinga- braut 21, 550 Sauðárkókur. Skoðunarstofa Innan skamms munum við opna nýja skoðun- arstofu fyrir allar gerðir af ökutækjum. Þess vegna leitum við að fólki sem er tilbúið til samstarfs við uppbyggingu á nýju fyrirtæki og mikla vinnu. Við leitum að bifvélavirkjum og starfsfólki í móttöku Áhugasamir leggi inn umsóknir fyrir 10. janúar 1995. Bifreiða- og tækjaskoðun hf., Klettagörðum 11, 104 Reykjavík. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í störf við neðan- greinda leikskóla: Arnarborg v/Maríubakka, s. 73090 Austurborg v/Háaleitisbraut, s. 38545 Brekkuborg v/Hlfðarhús, s. 679380 Drafnarborg v/Drafnarstíg, s. 23727 Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230 Foldakot v/Logafold, s. 873077 Funaborg v/Funafold, s. 879160 Hlíðaborg v/Eskihlíð, s. 20096 Leikgarð v/Eggertsgötu, s. 19619 Nóaborg v/Stangarholt, s. 629595 Nánari uppiýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Matartæknir óskast í leikskólann Arnarborg. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 73090. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Grafískur hönnuður Auglýsingastofan KRAFTAVERK leitar að grafískum hönnuði í sérverkefni, meðal annars í nýmiðlun. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gottvald á Quark, Free Hand, Photoshop. Þekking á gagnvirkri miðlun væri líka plús. [auglýsingastofa Mngholtsstræti 6 • sími 5 6! 92 61

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.