Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR1995 B 23 ATVIN N U A UGL YSINGA R „Au pair“ Svíþjóð Ung hjón í Lundi óska eftir stúlku (reyk- lausri) 18-25 ára til að gæta 2ja ára drengs í 5-7 mánuði. Upplýsingar í síma 654155. Starfskraftur í eldhús Þjónustufyrirtæki í austurborginni óskar eftir að ráða starfskraft í eldhús. Vinnutími er frá kl. 10.30-13.30. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 13. janúar merktar: „í - 18032“. „Au pair“ USA „Au pair“ óskast til Bandaríkjanna (Michigan) sem fyrst. Má ekki reykja. Upplýsingar í síma 624282 næstu daga. jr Ovænt happ Vanir sölumenn á lausu. Tveir sjálfstætt starfandi sölumenn eru á hött- unum á eftir seljanlegum vörum. Geta bætt við sig verkefnum núna og fram á vorið. Aðilar sem áhuga hafa sendi viðeigandi upp- lýsingar til afgreiðslu Mbl. fyrir 13. janúar merktar: „G - 18034“. Skrifstofustjóri Við leitum að skrifstofustjóra til starfa hjá Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar. Aðalverksvið skrifstofustjórans er að hafa yfirumsjón með launakerfi og launaafgreiðslu Reykjavíkurborgar og stofnana hennar. Leitað er að einstaklingi sem hefur menntun og/eða starfsreynslu til að takast á við þetta starf. Góð tölvuþekking er nauðsynleg. Launakjör samkvæmt kjarasamningi St. Rv. launaflokkur 254. Starfið er laust strax. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigs- vegi 7, Reykjavík og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 18.janúar nk. Guðni Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Administration of occupational safety and hcalth Bíldshöföa 16 ■ Pósthólf 12220 132 Reykjavík Laus staða eftirlits- manns Laust er til umsóknar starf eftirlitsmanns í Suðurnesjaumdæmi, með aðsetur í Keflavík. Starfið felst aðallega í eftirliti með ýmiskonar tækjabúnaði s.s. farandvinnuvélum, gufu- kötlum, lyftum o.fl. ásamt fræðslu, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf á reyk- lausum vinnustað. Leitað er að sjálfstæðum framtakssömum einstaklingi, konu eða karli, með staðgóða tæknimenntun, t.d. tækni- eða vélfræðimenntun, ásamt starfsreynslu. Önnur menntun getur þó komið til greina. Starfsþjálfun er í boði við upphaf starfs. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gestur Friðjónsson, umdæmisstjóri, í síma 92-11002. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Vinnueftirlits ríkis- ins, Bíldshöfða 16, fyrir 5. febrúar 1995. Vana háseta vantar á beitningavélabát frá Vestfjörðum. Upplýsingar í síma 94-1500 á skrifstofutíma og hjá skipstjóra í síma 94-1139 á kvöldin. Ferðaskrifstofa - innanlandsdeild Ferðaskrifstofa óskar eftir framtíðarstarfs- manni í vaxandi fyrirtæki. Óskum eftir starfsmanni með starfsreynslu og/eða menntun í ferðamálum. Starfið felst í skipulagningu, vinnslu og alm. skrifstofu- störfum varðandi ferðir fyrir erlenda ferða- menn hérlendis. Umsækjandi þarf að vera stundvís, traustur, skipulagður og geta unn- ið sjálfstætt. Mjög góð frönskukunnátta og enskukunnátta er nauðsynleg. Þýskukunn- átta er æskileg. Um er að ræða framtíðarstarf og þarf við- komandi að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Rétt er að taka fram að vinna er mikil yfir sumartímann og því þörf á að taka orlof út yfir vetrartímann. Skrifleg umsókn óskast send ásamt með- mælum og uppl. um fyrri störf/nám fyrir 1. febrúar 1995 til Ferðamiðstöðvar Austur- lands - Stafsmannahald, Stangarhyl 3a, P.O. Box 9088, 129 Reykjavík. * FERÐAMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS HF. rm SECURITAS Rcestingadeild SECURITAS hf. er stœrsta fyrirtæki hérlendis á sviði rcestinga- og hreingemingaþjón- ustu. Hjá rcestingadeildinni eru nú starfandi áfjórða hundrað starfsmenn er vinna við rcestingar á vegum fyrirtcekisins víðsvegar í borginni og nágrenni. VILTU VINN A ÓREGLULEGA? VERKSTJÓRI HREINGERNINGA ÓSKUM EFTIR AÐ RÁÐA verkstjóra hreingerninga. STARFIÐ felst í eftirliti og verkstjórn með ræstingum í hinum ýmsu fyrirtækjum á vegum SECURITAS hf. Verkstjóra er að taka út verk, annast undirbúning verka, koma áhöldum og tækjum á áfangastað, annast eftirlit með verkum og taka þátt í þeim auk þess að skila búnaði aftur „í hús". Jafnframt þarf starfsmaður að sinna skýrslugerð og öðru tilfallandi. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu viljugir og vinnufúsir, ábyrgir, útsjón- arsamir, liprir í mannlegum samskiptum, reglusamir og reyklausir. Töluverður burð- ur fylgir starfi. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 18. janúar nk. Ráðning verður sem fyrst. Um er að ræða ábyrgðarstarf með óreglu- legum vinnutíma. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl. 10-16, viðtalstímar eru f rá kl. 10-13. /. Starfsrábningar hf I SuBurlandsbraut 30 • 5. hæð ■ 108 Reykjavík , Sími: 88 3031 Fax: 88 3010 Guðný Harðardóttir Prentsmiður Prentsmiður óskast í litla prentsmiðju. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Einungis reglusam- ur maður kemur til greina. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 15. janúar merkt: „Prentsmiður - 15745“. Húsvörður Húsfélagið Þorragötu 5-9, Reykjavík óskar að ráða húsvörð til almennra hús- varðarstarfa. Starfið er laust strax. Leitað er að reglusömum og laghentum að- ila, (hjónum). Um 50 fm íbúð fylgir starfinu. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Fláteigs- vegi 7, Reykjavík og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 18. janúar nk. Guðni Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 (L ST. JÓSEFSSPfTALI LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar á augndeild vegna barnsburðarleyfa. Æskilegt er að viðkomandi geti líka tekið næturvaktir. Deildin skiptist í legu-, dag- og göngudeild. Lokað um helgar. Nánari upplýsingar gefa Sigurborg Sigur- jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, s. 604300, og Auður Bjarnadóttir, deildarstjóri, s. 604386. Leikskóiakennarar Viltu takast á við eitthvað nýtt? Barnadeild Landakotsspítala vantar leik- skólakennara eða starfsmann með uppeldis- menntun, frá og með 1. febrúar 1995. Stað- an er veitt til eins árs. Upplýsingar gefur Auður Ragnarsdóttir, deildarstjóri, í síma 604326. Markaðsstjóri Óskum að ráða markaðsstjóra til starfa hjá Afurðasölunni, Borgarnesi hf. Starfssvið markaðsstjóra: 1. Stjórnun, skipulagning og framkvæmd daglegrar sölu. 2. Gerð markaðs-, sölu- og auglýsinga- áætlana. 3. Efla tengsl við núverandi viðskiptavini, afla nýrra og greina þarfir þeirra um vöru- framboð og þjónustu. Við leitum að manni með reynslu af störfum við sölu og markaðssetningu. Menntun á markaðssviði nauðsynleg. Reynsla úr sams- konar/svipuðum rekstri ásamt þekkingu á landbúnaðí æskileg. Búseta í Borgarnesi eða nágrenni skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Markaðsstjóri 446“ fyrir 14. janúar nk. Hagva ngurhf Skeifunni 19 1 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.