Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 8. JANÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ Táknmálsnámskeið Táknmálsnámskeið hefjast miðvikudaginn 11. janúar. Frekari upplýsingar og skráning í síma 627702 og 627789 milli kl. 9.00 og 12.00. Sjá einnig auglýsingu í textavarpi bls. 428. Frönskunámskeið Alliance Francaise Byrjenda-, framhalds- og barnahópar frá 16. janúar til 21. apríl. Innritun alla virka daga frá kl. 15-19 á Vestur- götu 2, sími 23870. ALLIANCE FRANCAISE V/ö K°^AÐUP-1't)b Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Námsbraut fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta í Menntaskólanum við Hamrahlíð. 1. íslenskt táknmál. 2. íslenska fyrir heyrnarlausa. 3. Enska fyrir heyrnarlausa. Innritun fer fram í M.H. 9.-11. janúar frá kl. 16-18 hjá Ágústu U. Gunnarsdóttur náms- ráðgjafa. Túlkur verður á staðnum. Kynningarfundur verður hjá Félagi heyrnar- lausra, Laugavegi 26, þriðjudaginn 10. janúar kl. 20. KENNARA- HÁSKÓU ISLANDS Viðbótar- og framhaldsnám í uppeldis- og kennslufræði Fyrri hluti: Haustið 1995 hefst fyrri hluta nám til meistaragráðu í uppeldis- og kennslu- fræði. Fyrri hluta námið er 30 einingar og lýkur með sérstakri staðfestingu (diploma). Námið verður skipulagt að hluta með fjar- kennslusniði. Allir nemendur Ijúka ákveðnum grunnnámskeiðum, en velja auk þess sérsvið innan kennslufraeði, sérkennslufræði, stjórn- sýslufræði eða uppeldis- og menntunar- fræði. Inntaka í fyrri hluta nám haustið 1995 verður takmörkuð við u.þ.b. 20 nemendur. Síðari hluti: Haustið 1995 verður einnig unnt að hefja síðari hluta framhaldsnáms til M.Ed.-prófs í uppeldis- og kennslufræði. Það er 30 eininga nám með viðamiklu rannsókn- ar- eða þróunarvekefni. Þeir sem lokið hafa t. d. 30 eininga framhaldsnámi í sérkennslu- fræðum geta sótt um að hefja síðari hluta náms til M.Ed.-prófs í uppeldis- og kennslu- fræði og þeir sem lokið hafa 60 eininga fram- haldsnámi í sérkennslufræðum geta sótt um að Ijúka M.Ed.-prófi með 15 eininga meist- araprófsverkefni. Inntaka í síðari hluta meist- aranáms haustið 1995 verður takmörkuð við u. þ.b. 10 nemendur. Inntaka í bæði fyrri og síðari hluta viðbótar- og framhaldsnáms við Kennaraháskóla ís- lands er háð fjárveitingum, aðsókn og mögu- leikum skólans á að veita leiðsögn á sérsviði umsækjanda. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 1995. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í Kennaraháskóla Islands. Rektor. •AUGLYSINGAR T rölladeigsnámskeið Trölladeigsnámskeiðin að hefjast að nýju. Kennt eitt kvöld. Litað deig. Veggmyndir og frístandandi styttur. Mikið úrval hugmynda. Upplýsingar hjá Aldísi í síma 5650829. qitarskóli ^OLAFS GAUKS Innritun hefst á morgun Innritun hefst mánudaginn 9. janúar í skólan- um, Stórholti 16, sími 552-7015. EÍMSPEKISKOLINN Kennsla hefst mánudaginn 16. janúar. Fjöl- breytt námskeið í boði fyrir 6-14 ára nemendur. Upplýsingar og innritun í síma 628283 kl. 17-19. fjDlbrautaskóunn BBEIÐHOLTI Námskeið til undirbúnings sveinsprófs í raf- virkjun verður haldið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, rafiðnadeild, í janúar 1995. Námskeiðið hefst 9. janúar nk. kl. 18.00. Innritað er á skrifstofutíma í síma 5575600. Rafiðnadeild FB. Þýskunámskeið Germaniu Námskeiðin hefjast á ný 16. janúar. Boðið er upp á byrjendaflokk, 5 framhaldsflokka og talhóp. Innritað verður á kynningarfundi í Lögbergi, Háskóla íslands, stofu 102, fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.30. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 10705 kl. 11.30-13.00 eða kl. 17.00-19.00. Nýir þátttakendur velkomnir í alla flokka. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaniu. v*\ VllÐSKIPTASKÓLI Stjórnunarféiagsins og Nýherja Viðskiptaskóli Stjórnunarfélagsins og Ný- herja (VSN) fer af stað með nýtt námskeið eftir áramót sem ber yfirskriftina „Rekstur og áætlanagerð smáfyrirtækja". Tilgangurinn með námskeiði þessu er að fara á markvissan hátt í gegnum helstu þætti sem snúa að daglegum rekstri smáfyr- irtækja eða einstaklinga. Helstu efnisþættir eru: Samskipti á vinnustað, stofnun og eignar- form fyrirtækja, markaðsfræði sem stjórn- tæki, fjárhagsbókhald, virðisaukaskattur og launaútreikningar, tölvunotkun, gerð við- skiptaskjala og áætlanagerð fyrirtækja. Námskeiðið er öllum opið og það hefst 16. janúar nk. Kennslufyrirkomulag er á þann veg að kennt verður að jafnaði tvö síðdegi í viku frá kl. 16.00-19.00 og annan hvern laugar- dag frá kl. 9.00-14.00. Gert er ráð fyrir að námskeiðinu Ijúki þann 12. apríl nk. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans að Ánanaustum 15. Síminn er 621066. Söngskólinn í Reykjavík KVÖLDNÁMSKEIÐ Nýtt 12 vikna kvöldnámskeið hefst 16. janúar. Innritun lýkur 13. janúar. Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri. Kennt er utan venjulegs vinnutíma. Kennslugreinar: Raddbeiting, túlkun, tónmennt. Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 27366, frá kl. 13-17 daglega. Skólastjóri Tónlistarkennsla Get bætt við mig byrjendum og lengra komn- um nemendum á fiðlu og einnig píanónem- endum. Tónfræðikennsla innifalin. Stella Reyndal, sími 13035. Kjölbátar og siglingar Fundur fyrir alla þá sem áhuga hafa á kjölbátum og siglingum almennt. Fundarstaður: Hótel SAGA, A salur, kl. 20.30,9. janúar 1995. Fund- arefni: „Spjall um hnattsiglingar", Þorbjörn Magnússon. Aðgangur kr. 500 (kaffi/meðlæti). Stjórn K.B.Í. Frá Tölvuskóla Stjórnun- arfélagsins og Nýherja Tölvunotkun ífyrirtækjarekstri - fyrri hluti Innritun er hafin í þetta vinsæla tölvunám, fyrstu 11 námsvikurnar. Kennsla hefst 6. febrúar. Unnt er að stunda námið með vinnu. Seinni hluta námsins má taka næsta skóla- ár. Þetta er einstakt tækifæri til að öðlast yfirgripsmikla þekkingu á einkatölvubúnaði fyrirtækja fyrir mjög hagstætt verð. Nánari upplýsingar í síma 697769, 697770 eða 621066. Til leigu á Skúlagötu 63 3. hæð: Öll 3. hæðin (460 fm) í verslunar- og skrif- stofuhúsinu Skúlagötu 63, rétt hjá Hlemmi. Á hæðinni eru níu skrifstofuherbergi, flest mjög stór og rúmgóð. Auk þess er mjög stór fundarsalur, tvær ritaramóttökur, kaffi- stofa og salerni. Öll hæðin í mjög góðu standi. Leigist í einu lagi eða hlutum. (Fyrr- verandi húsnæði Varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins 1987-1994). 2. hæð: Þrjú samliggjandi skrifstofuherbergi ásamt góðri geymslu, samtals 80 fm. 1. hæð (jarðhæð): 80 fm verslunar- og þjónusturými. Mikil loft- hæð, stórir sýningargluggar út að götu. Ofangreint húsnæði er mjög miðsvæðis, samt ávallt næg bílastæði. Allar nánari upplýsingar: G.J.Fossberg véla- verzlun hf., sími 561-8560.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.