Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 30

Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 30
30 B SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ HEILSURÆKT Morgunblaðið/Árni Sæberg Margir nota upphaf nýs árs sem hvatningu til að drífa sig í líkams- rækt. Hildur Friðriks- dóttir komst þó að því að þeim fer sífellt fjölg- 'andi sem iðka líkams- rækt reglulega. FÆSTIR hugsa um það þegar þeir sitja í vellyst- ingum yfir hátiðamar og úða í sig konfekti, kökum og jólamatnum ^að innan tíðar komi að skuldadögum. Aðeins örfáir hafa undirbúið sig og dregið úr fæðuinntöku í desember. Margir hinna sitja uppi með sam- viskubit og strengja það áramóta- heit að nú skuli líkamsþjálfun tekin með trompi. Þar með hefst gósentíð líkamsræktarstöðvanna, enda má reikna með að landsmenn hafi sam- anlagt bætt á sig í það minnsta 100 tonnum af fítu í desember. íslendingar mega þó eiga það að sífellt fleiri stunda reglubundna lík- amsrækt, þrátt fyrir að nú megi sjá fleira digurt fólk en áður en jafn- framt fleiri mjög granna. „Öfgarnar eru oft of miklar. Annaðhvort er fólk á kafí í líkamsrækt eða það gerir ekkert fyrir sjálft sig,“ sagði einn þeirra sem blaðið ræddi við. Allir voru þó sammála um að heilsu- bylgjan sem hófst fyrir um það bil áratug hafí hjá mörgum breyst í lífsstíl. Samkeppni stöðvanna Alltaf má fínna fólk sem á erfítt með að drífa sig af stað og keppast líkamsræktarstöðvarnar við með ýmsum slagorðum og setningum að hitta mismunandi manngerðir beint í hjartastað. Vinsælasta orðið eftir auglýsing- um að dæma um þessar mundir virð- ist vera „fítubrennsla", enda hljómar það ákaflega traustvekjandi. Maður sér ljóslifandi fyrir sér hvernig fítan lekur af líkamanum. Á einum stað má einnig lesa setningu sem hljómar mjög sannfærandi, en hún snertir annan og viðkvæmari streng: „Við gerum ekki kraftaverk - en þú get- ur það!“ Það var og! Það ætlar sem sagt enginn að sjá um þetta fyrir mann! Þeir heppnu fá vinning Alltaf eru einhverjir sem þurfa meiri keppni en aðrir til að ná tak- markinu og þeir fá líka eitthvað við hæfi: „Vinningar í hverri viku. 3 heppnir og samviskusamir fá 3ja mánaða kort í Iokin.“ „Frítt 3ja mánaða kort fyrir þær 5 samvisku- sömustu!" og „Þeir sem missa 8 kíló eða meira [á átta vikum. innsk. blm.] fá frítt mánaðarkort". „Þetta er ekki vegna samkeppn- innar eingöngu heldur er þetta örv- andi fyrir fólkið,“ sagði Hallgrímur Jónsson framkvæmdastjóri Rækt- arinnar. „Ég hef þurft að láta tíu mánaðarkort úr 25 manna hópi eftir eitt slíkt námskeið. Fólk tekur sig taki og stefnir jafnvel á þennan kílóafjölda. Annaðhvort gengur ekki neitt í fítubrennslunámskeiðunum eða vel. Það er enginn millivegur." Varðandi samkeppni milli stöðva tók Ágústa Johnson hjá Studíó Ág- ústu og Hrafns í sama streng. „Þetta er fyrst og fremst til að auka að- hald einstaklingsins, þannig að árangur náist,“ sagði hún. Við hæfi hvers og eins Sífellt færist í aukana að boðið sé upp á lokaða tíma sem höfði til ákveðinna hópa. Er aðhald þar í fyrirrúmi eins og vigtun, ýmsar mælingar og lögð er áhersla á breytt mataræði til frambúðar. Má meðal annars nefna Frá toppi til táar hjá Líkamsrækt JSB, unglinganámskeið af ýmsum toga sem nokkrar stöðvar bjóða upp á og fítubrennslunám- skeið, sem standa víða til boða. Rafn Líndal læknir hefur haldið utan um slík námskeið hjá Rækt- inni. „Fitubrennslunámskeið hentar fólki sem er að byija í líkamsrækt, því almennt byggjast þau á því að farið er hægt af stað. Hins vegar virðist vera misbrestur á því á flest- um stöðum - og í sjálfu sér ekkert síður hjá okkur en öðrum - að mjög erfítt er að stjórna því að álagið verði ekki of mikið til að byija með. Ástæðan er sú að fólk er mjög mis- munandi vel á sig komið." Það borgar sig þó ekki að fara of geyst af stað eins og oft vill brenna við hjá þeim sem ætla virki- lega að taka sig taki og eru fullir áhuga. Flestir viðmælendur blaðsins voru sammála því og sögðu að kraft- urinn færi fljótlega úr viðkomandi og þeir gæfust upp eftir mjög skam- man tíma. Sameiginleg niðurstaða þeirra sem Morgunblaðið ræddi við var sú að ætli fólk að halda sér í formi verði það að huga að mataræði sínu frá degi til dags og stunda líkams- rækt reglubundið allan ársins hring. „90% þeirra sem reyna að megra sig fitna strax aftur ef ekkert er gert til frambúðar. Fólk sækir kannski átta vikna námskeið og grennist. Þegar námskeiðinu lýkur hefst gamla góða rútínan og allt fer í sama horf aftur. Fólkið sem nær árangri er það sem breytir lífsstfl sínurn," sagði einn viðmælandi blaðsins. Hjá Studíó Ágústu og Hrafns hefur verið tekin upp nýjung hér á landi fyrir þá sem hafa gert líkams- rækt að lífsstíl sínum, að sögn Ág- ústu Johnson. Um er að ræða Bónus- klúbb, þar sem fólk bindur sig í 6 eða 12 mánuði. „Frá því í september hafa 300 manns skráð sig í klúbbinn og það eru mun fleiri en við bjugg- umst nokkum tima við.“ Konur duglegri að mæta í leikfimi en karlar Samkvæmt könnun Hagvangs sem gerð var fyrir tímaritið Heilbrigðis- mál og birt er í nýútkomnu hefti blaðsins kemur fram að 55% kvenna í aldurshópunum 15-19 ára og 40-49 ára stunda Iíkamsrækt reglulega. Til samanburðar er hlutfallið 46% hjá körlum 15-19 ára en ekki nema 28% hjá körlum í aldurshópnum 40-49 ára eins og sést á meðfylgjandi töflu. í könnuninni, sem gerð varð í septem- ber, fengust svör frá 1.037 einstakl- ingum á aidrinum 15-89 ára. . Þá kemur einnig fram í Heilbrigð- ismálum að í september 1989 hafí verið spurt sams konar spumingar og þá sögðust 32% íslendinga stunda líkamsrækt reglulega. Aukningin er því 9% á fímm áram. í tíu spurninga könnun sem Fé- lagsvísindastofnun gerði í mai 1994 fyrir Heilsueflingu - en svo nefnist samstarfshópur heilbrigðisráðuneyt- is og Landlæknisembættis um for- varnir og bætta lífshætti - kemur fram að 74,6% úrtaksins segjast hreyfa sig einu sinni til þrisvar í viku þannig að þeir mæðist, hjart- sláttur aukist eða þeir svitni. Stuðst var við slembiúrtak sem náði til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára af landinu öllu. Auk þess var gerð könnun meðal íbúa Hafnarfjarðar, Húsavíkur, Hafnar og Hveragerðis. Eins og sést á meðfylgjandi töflu kemur í ljós að þeir sem hreyfa sig mest telja sig ekki endilega búa yfír bestu líkam- legu heilsunni. Hins vegar virðist andleg líðan og hreyfíng frekar fylgjast að. Odýrasta líkamsræktin, en jafn- framt sú sem hefur minnsta utanað- komandi aðhaldið, er að stunda göng- ur eða skokk. Vilji fólk hins vegar stunda líkamsræktarstöðvar er ekki óalgengt að það kosti 4-5.000 kr. á mánuði en upphæðin Iækkar yfírleitt ef tekin era námskeið sem standa yfír þijá mánuði í senn. í langflestum tilfellum getur fólk sótt stöðvarnar eins oft í viku og vilji er fyrir hendi, Fyrir hina sem blása á líkamsrækt eða nenna ekki að leggja á sig að losna við aukakflóin vill svo heppilega til að útsölur era að hefjast. Þeir geta keypt sér nýjar og stærri flíkur fyrir sömu upphæð og hinir eyða í líkamsræktina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.