Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 1
MINNI OG BETUR ÚTBÚNIR BÍLAR - DODGE RAM PALLBÍLAR - SAAB í JEPPAFRAMLEIÐSLU? - SAMEIGINLEGUR BÍLL MITSUB- ISHI OG VOLVO - STÆRRI SUZUKI VITARA MEÐ V6 VÉL SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1995 BLAÐ Carina Catchy 1599.000 ® TOYOTA Tákn um gœði FIAT Punto, bíll ársins í Evrópu, fæst hér í tveimur útfærslum, tvennra ogfernra dyra. FIAT Punto var kjörinn bíll ársins 1995 í Evrópu af evrópskum bíla- blaðamönnum. Alls greiddu 56 blaða- menn frá 21 Evrópulandi atkvæði í kjörinu og fékk Fiat Punto 370 stig og vann kjörið með yfírburðum því VW Polo sem hafnaði í öðru sæti fékk 292 stig. í niðurstöðum kjörsins var tekið tillit til nýjunga í hönnun bíisins, þæginda, öryggisþátta, spamaðar og umhverfismála. Einnig var tekið tillit til aksturseiginleika, veggrips og afls. Nú þegar hafa 680 þúsund Fiat Punto selst í Evrópu en hann kom fyrst á markað í ársbyrjun 1994. Valið var milli 19 tegunda í kjöri evrópskra blaðamanna en aðeins voru gefin stig fyrir þá bíla sem höfnuðu í efstu sætunum. Fiat Punto fékk 370 stig, VW Polo 292 stig, en þessir bílar eru í sama stærðar- flokki, Opel Omega hafnaði í þriðja sæti með 272 stig, Audi A8 í fjórða sæti með 235 stig og Renault Lag- una í fimmta sæti með 231 stig. Fiat Punto var hannaður af Giorgi- etto Giugiaro og hönnunarmiðstöð Fiat í Tórínó. Lögð var mikil áhersla á árekstursöryggi bílsins og stenst Fiat bæði lágmarkskröfur Evrópu- bandalagsins og mun strangari kröf- ur sem Fiat verksmiðjumar gera sjálfar. Bíllinn er með krumpusvæði og sérstyrkt öryggisbúr ökumanns og farþega með styrktarbitum í gólfi. Hátt hlutfall þess efnis sem notað er til smíði bílsins er endumýtanlegt. Bíllinn fæst hér á landi í tveimur útfærslum, tvennra dyra 55 S sem er 55 hestafla og fernra dyra 75 SX sem er 75 hestafla. Bíllinn vekur athygli fyrir skemmtilegt útlit. Fram- endinn er mjósleginn og niðurbyggð- ur, hurðir og rúður allstórar og stuð- arar mjög voldugir. Punto er búinn 1100 rúmsentimetra, 55 hestafla vél og 1242 rúmsentimetra og 75 hest- afla vél en báðar eru þær fjögurra strokka og með rafeindastýrðri innsprautun. Vélamar em sérstak- lega þýðgengar og hljóðlátar. Punto er með fímm gíra handskiptingu sem er lipur. Meðal staðalbúnaðar má nefna rafhitaða afturrúðu, litað gler og rafhitað ökumannssæti og úti- speglar og í 75 SX eru samlæsingar hnakkapúðar á aftursætum og tví- skipt aftursæti einnig staðalbúnaður. Punto er arftaki Uno sem þó verður framleiddur áfram fyrst um sinn en sá bíll var einnig kjörinn bíll ársins á sínum tíma. Þess má geta að ekkert púströr er sjáanlegt undan bílnum frekar en á VW Polo en Fiat reið á vaðið með hönnunbragð af þessu tagi í Punto. Fiat Punto 55 S kostar 945.000 krónur með skráningu en utan ryð- vamarkostnaðar og 75 SX kostar 1.065.000 krónur. Ryðvörn kostar aukalega 19.000 kr. Volvobishi MIKIL leynd hvílir enn yfir nýjum bilum sem Volvo og Mitsubishi hafa smiðað í sameiningu í Hol- landi, svonefndum NedCar. Engar ljósmyndir hafa verið birtar af bílunum þótt annar þeirra verði frumsýndur á bílasýningu í Amst- erdam í næsta mánuði. Þessar teikningarnar eru frá framleið- endunúm. Blái bíllinn leysir af hólmi 400-línuna í Evrópu og sá rauði Mitsubishi Lancer, einnig í Evrópu. Mitsubishi verður frumsýndur í Amst- erdam í næsta mánuði en Volvo kemur einu ári seinna. Bifreidaskodun íslands með nýja þjónustu Seljandi fari með bíl í ástands- skoðun á notuðum bílum BIFREIÐASKOÐUN íslands tók upp um síðustu áramót nýja gerð skoðunar fyrir bíla, svonefnda ástandsskoðun. Óskar Eyjólfsson fjármálastjóri Bifreiðaskoðunar seg- ir að hugmyndin sé að seljendur bíla láti skoða þá fyrir sölu og greiði kostnað af því. Vonast hann til að það verði með tímanum ófrávíkjan- leg regla við sölu á notuðum bílum að þeir haft farið í ástandsskoðun. Bifreiðaskoðun mun taka upp sér- staka skoðunarbraut í þessu skyni. Jafnframt verður biðtími eftir aðal- skoðun styttur verulega m.a. með því að lengja opnunartímann. Bifreiðaskoðun hefur kynnt ástandsskoðun fyrir starfandi bíla- sölum og hafa undirtektirnar verið góðar, að sögn Óskars. Stefnt er að því að anna tveimur bílum á klukk- stund og 16 bílum á dag með fullri nýtingu. „Við reynum að stilla þessu þannig upp að seljandi bíls láti skoða hann áður en salan fer fram og kaupandinn sé þar með tryggður fyrir hlutlausri skoðun á bílnum," segir Óskar. Allt að 180 atriði skoðuð Hann segir að einnig fáist með þessu ferilskrá bílsins, fjöldi fyrri Morgunblaðið/Emilía GUNNAR Sigfússon skoðunarmaður þjá Bifreiðaskoðun íslands kann- ar suðustig bremsuvökva en í bakgrunni er vélargreinir Bifreiðaskoð- unar, eitt fullkomnasta tæki sinnar tegundar á landinu. Á minni mynd- inni mælir Gunnar lakkþykkt bílsins með tæki sem mælir frá lakki inn að stáli með nákvæmninni einn þúsundasta úr millimetra. eigenda, hverjir hafi átt bílinn, þ.e. fyrirtæki eða einstaklingar, hvort skráningu hafi verið breytt t.a.m. úr bílaleigubíl eða leigubíl í einka- bíl. Einnig kemur fram hvort veð hvíli á bílnum þá stundina sem skoð- unin fer fram. Um er að ræða þrjár gerðir skoð- unar. í fyrsta lagi ástandsskoðun sem tekur til allra atriða auk aðalskoðun- ar og kostar hún 5.000 krónur. í öðru lagi ástandskoðun sem tekur til allra atriða en án aðalskoðunar og kostar hún 3.700 krónur. í þriðja lagi er ástandsskoðun á vél og kostar hún 2.500 krónur. Settur verður miði í framglugga þess bíls sem hefur fengið ástandsskoðun og henni fylgir einnig ítarleg skoðunarskýrsla. Þar eru tekin fyrir 180 atriði og merkt við þau þar sem athugasemdir eru gerð- ar. I þessu skyni hefur Bifreiðaskoðun komið sér upp handbók um hvernig framkvæma eigi skoðunina og með því vill fyrirtækið fyrirbyggja að bílar fái mismunandi skoðun eftir starfs- mönnum. Skoðunin er afar yfirgrips- mikil. Farið er yfir skynbúnað, þ.e. Ijós, þurrkur og spegla, vélina þar sem kveikjutími er mældur með stillitölvu, útblástur mældur og leitað eftir olíuleka og torkennilegum vélar- hljóðum. Einnig er skoðaður stýris- búnaður og upphengjur, yfirbygging, burðarvirki, aflrás, tengibúnaður, hemlabúnaður og hjólabúnaður. Skráð verður niður kílómetrastaða bílsins og skoðanaferill bílsins fylgir með en þar eru tilgreindar allar dag- setningar skyldubundinna skoðana a.m.k. 3 ár aftur í tímann, hvar bíll- inn var skoðaður og niðurstaða skoð- unarinnar. „Fyrir kaupandann sýnir þessi skoðun ástand bílsins. Við teljum að það verði krafa markaðarins að svona skoðun verði framkvæmd af seljandanum," segir Óskar. Bifreiðaskoðun stefnir að því að bjóða ástandsskoðun með stuttum fyrirvara, þ.e. á sama degi og tímap- öntun berst. Bíll ársins í Evrópu Fiat Punto

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.