Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 C 3 SAMVINNUVERKEFNI Mercedes-Benz og Swatch úraframleiðandans, Swatehmobile. Volvo í Bandaríkjunum, segir t.a.m. að augljóst sé að 1.000 kg þungir bílar með tveggja lítra vélum sem eyða innan'við 7 lítra á hundraðið verði algengasti bíllinn í framtíð- inni. Nokkrir þessara bíla eru þegar komnir á markað. Chrysler hefur framleitt Neon í rúmt eitt ár og býður hann á afar hagstæðu verði, eða um 10 þúsund bandaríkjadoll- ara, með ríkulegum búnaði, eins og t.a.m. tölvuinnspýtingu, diska- bremsum með ABS-hemlalæsivörn og tveimur líknarbelgjum auk þess sem farþegarýmið er svipað og í ýmsum lúxusbílum. Opel hefur sett á markað tveggja sæta sportbílinn Tigra. Afturhluti bílsins er að mestu úr glerþaki en þar undir er yfrið nóg farangursrými þótt bíllinn sé aðeins 3,9 metrar á lengd. Þá er hann með öryggisbúnaði eins og * bílar í mun stærri flokki, eins og tyo líknarbelgi, hliðarárekstr- arvörn og beltast- ^ekkjara. Nú spyrja bílaframleiðendur sig grundvallarspurninga eins og hvernig bílar eigi yf irleitt að veraf hvernig eigi að smíða minni, sterk- ari og liprari bíla Sportbílar og jeppar Fleiri slíkir litlir bílar með sport- legum og jeppalegum eigindum eru að líta dagsins ljós. Mercedes-Benz kynnti SLK á Parísarsýningunni og ráðgert er að hann verði kominn á markað 1996. Hann verður dýr en Mercedes-Benz treystir á að frá- bærir aksturseiginleikar selji bílinn en hann verður með 200 hestafla vél. í jeppadeildinni er nýkominn á markað Toyota RAV4 sem er í 1.000 kg þyngdarflokknum með 2 lítra, 16 ventla vél og sítengdu al- drifi. Þessi litli sportjeppi er einnig með alls kyns aukabúnaði til að koma á auðveldan hátt fyrir skíð- um, brimbretti eða útileigubúnaði. Suzuki er með Vitara í svipuðm flokki og nú afbrigði af honum, X-90, sem á sumum mörkuðum er að verða tískubíll meðal yngri kaup- enda. Búast má við að fleiri slík afbrigði komi fram þar sem meng- unarvarnareglugerðir verða æ strangari. SUZUKI X-90 tískubíU unga fólksins. CHRYSLER Neon, ódýr en ríkulega búinn. Orbílamir Ný kynslóð minni bíla er þegar á næsta leyti. Volvo kemur með einn á markað 1996 og verður hann nokkru þyngri en meðalbíllinn, eða 1.250 kg. Ráðgert er að hann verði með 2 lítra, 4 strokka vél sem bygg- ir á 2,9 lítra, sex strokka vél úr nýjum Volvo 960. Hann verður líka með hliðarloftpúða sem Volvo hefur fyrstur framleiðenda hannað, svo- nefnda SlPS-vörn. Mercedes-Benz frumkynnti lítinn einrýmisbíl í Frankfurt fyrir rúmu ári, sem er í laginu eins og fjölnotabíll. Helsta nýjungin við hann er að vél og drif- búnaður er hafður undir gólfi bílsins sem eykur mjög á öryggi farþega við árekstur að framan. Bíllinn verður m.a. í boði með díselvél sem verið er að hanna og vonast hönnuð- ir Mercedes-Benz til að ná eyðsl- unni niður í þrjá lítra á hundraðið. Þegar fram líða stundir teljast 1.000 kg bílarnir jafnvel stórir þeg- ar þá ber við litla borgarbíla eins og Renault Twingo og Fiat Cinqu- ^ento. Volkswagen hefur tekið ákvörðun um að fjöldafram- leiða arftaka Bjöllunnar vin- sælu, Concept I, 60 árum eftir að Ferdinand Porsche i hannaði fyrsta Bjölluna. Einnig hefur vakið mikla athygli fyrirhugað sam- starf Mercedes-Benz og sviss- iieska úraframleiðandans Swatch að smíði örbíls. Markmiðið með samstarfinu er að hefja framleiðslu á róttækum borgarbíl árið 1997. Bíllinn verður tveggja dyra og að- eins 2,5 metrar á lengd og yfirbygg- ingin verður úr endurvinnanlegu plasti. Vélin verður 1.000 rúmsenti- metrar, eða eins og stór mótorhjóla- vél. ¦ Markaðshlutdeild kóreskra bfla í Evrópu Bandaríkin Kórea Austur Evrópa Onnur ríki Bandaríkin Kórea Austur Evrópa 1993 Hlutdeild í innflutningi á nýjum bifreiðum til Vestur-Evrópu.... Kóreu, Hyundai Motors, sem var eini bílaframleiðandinn í Kóreu með bíla á Evrópumarkaði allt frá '88 fram til '94, Kia Motors og Daewoo Mot- or. Ssangyong Motor, sem framleiðir létta pallbíla og jeppa, mun leika minna hlutverk en þess má geta að fyrirtæki hér á landi hefur verið í viðræðum við Ssangyong um að taka við umboði þess. Hyundai seldi 85.882 bíla í Evrópu á síðasta ári. Sérfræðingar telja líklegt að Kóreumenn Ieggi áherslu á að ná fótfestu á evrópskum markaði í því_ tómarúmi sem er í lægsta verð-* flokknum og þegár þeir hafi komið sér þar fyrir hefji þeir innreið á dýr- ari verðflokkana. Framleiðsla Kóreu- manna er lík þeirri japönsku fyrir nokkrum árum, þ.e. ódýr og fjöl- breytileg. Japanir hafi hins vegar horfið af markaðnum með ódýrustu bílana þegar þeir fengu aukinn tækniútbúnað og með hækkandi gengi jensins. Kóreumenn eiga eftir að leysa stórt vandamál áður en þeir fara að láta að sér kveða að ráði í Evrópu, en það er umboðsnet. Sérfræðingar segja að það muni taka þá að minnsta kosti tíu ár að koma upp umboðsneti í Evrópu og það muni hamla sölunni á meðan. Daewoo hefurtekið ákvörð- un um að veita sem svarar 24,6 milljörðum króna til að koma upp versluhum og eigin þjónustustöðvum í Bretlandi. Gœðamálin Gæðamál hamla einnig vexti kór- esks bílaútflutnings til Evrópu að mati sérfræðinga. Þrátt fyrir miklar framfarir á þessu sviði benda menn á að evrópskir bílakaupendur eru þeir gagnrýnustu í heimi. Lök gæða- ímynd Hyundai í Bandaríkjunum á síðari hluta níunda áratugarins leiddi til söluhruns. 1988 seldust í Banda- ríkjunum 264 þúsund Hyundai bílar en í fyrra aðeins 108 þúsund bílar. Þar varð Hyundai í næst neðsta sæti 1 árlegri gæðakönnun J.D. Power. I samskonar könnun sem J.D. Power gerði í Evrópu lenti Hyundai í 12. sæti af 27. ¦ Saab með jeppa á teikniborðinu BLENDINGUR sportjeppa og fjöl- notabíls er líklegur til að verða fyrir valinu sem þriðja fram- leiðslulína Saab-verksmiðjanna í Svíþjóð. Sögur herma að hug- myndin að þessum fjórhjóladrifna jeppa njóti meiri hylli í bækistöðv- um Saab en ný kynslóð af litlum Saab 96 og stórum fólksbíl sem eru á teikniborðinu. Jeppinn er sagður verða óvenju- lega léttur og ágætlega straum- línulagaður. Hönnuðir eru sagðir hafa lagt ofuráherslu á gott veg- grip bílsins jafnt á vegum sem í ófærum. Líklegt þykir að Saab hanni eigin vélar verði bíllinn sett- ur í framleiðslu en jafn líklegt er að drifbúnaðurinn verði fenginn annars staðar frá, hugsanlega frá Steyr-Daimler-Puch, fyrirtæki sem átti samstarf við Saab um jeppa sem aldrei komst á fram- leiðslustig og átti að byggjast á 900 bílnum. Einnig er hugsanlegt að leitað verði til fjölskyldufyrir- tækjanna innan General Motors, Isuzu eða Chevrolet. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.