Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kraftmikill Dodge Ram með ýmsum þægindum QS DODGE Ram pallbíll frá S) Chrysler verksmiðjunum með ^ aldrifí, voldugri bensínvél og S styrktri fjöðrun er með öflugri jeppum sem fáanlegir eru á S íslenskum bílamarkaði fyrir j rétt tæjiar þijár milljónir Vk króna. A því verði er hann 3E þó aðeins með þriggja manna húsi en verðið hækkar um nærri 200 þúsund ef hann er tekinn með sex manna húsi. Þessir pallbílar frá Crysler hafa notið mikilla vinsælda og hér- _ lendis eru talsvert margir í umferð enda eru þetta fjölhæfír bflar sem nota má í ýmsum tilgangi: Sumir eru notaðir í fískflutn- inga, aðrir til ferða- laga og þá sett svefnhús á pallinn og enn aðrir eru notaðir sem venjulegir jepp- ar. Vissulega er lengri gerðin af þess- um bflum nokkuð löng, eða hátt í sex metr- ar en þrátt fyrir það er Ram merki- lega lipur og þægilegur viðureign- ar jafnvel í þéttbýlisumferðinni. Við skoðum í dag Dodge Ram með tíu strokka bensínvél. Dodge Ram er eiginlega smækk- uð mynd af vörubfl og er með nýju lagi orðinn eins konar blanda af nýrri og gamalli hönnun. Framend- inn er breiður og voldugur og þar leikur krómi slegin vatnskassahlífín aðalhlutverkið og stuðarinn sömu- leiðis. Aðalluktimar eru næstum því of fínlegar miðað við þennan volduga framenda. Vélarhlífín þek- ur nær allan framhlutann en yst taka brettin við og allt er þetta með ávölu lagi og mjúku. Farþega- húsið og pallurinn eru með hefð- bundnu sniði og frekar slétt og felld nema hvað bretti yfír aftur- hjólum eru með ofurlítið kúptu lagi. Tvískipting á lit gefur bflnum ágæt- an heildarsvip og líflegra yfírbragð. Bíllinn sem var prófaður var á fremur litlum hjólbörðum og væri mun verklegri í útlit ef settir væru undir hann 35 þumlunga hjólbarð- ar sem er mögulegt án nokkurra breytinga. Ljóst er að þessi bfll er mjög áhugaverður fyrir þá sem kjósa öflugan ferðabíl sem þeir geta aðlagað þörfum sínum eftir því sem hugur þeirra girnist. Ágætur aðbúnaður Að innan vekur fyrst athygli ágætur aðbúnaður í alla staði þótt hér sé kannski fyrst og fremst o Morgunblaðið/Þorkell DODGE Ram er voldugur og fjölhæfur aldrifsbíll. hugsað um vinnubíl - en einmitt þeir ættu kannski að vera vel bún- ir þægindum fyrir þá sem þurfa að sitja þar löngum stundum. Mælaborðið ásamt miðstöðvarrof- um og útvarpsstæði er allt á einu stóru bretti sem þekur um helming mælaborðshillunnar og framan eða ofan við hana er allstórt og mikið rými fram að rúðunni. í þriggja manna húsinu eru sætin stillanleg með hefðbundnum stillingum nema miðjusætið og fer einna síst um þann sem þar situr vegna lítils fótarýmis. Hinir tveir geta hins vegar haft það mjög gott og þolað langar setur ef svo ber undir nema hvað hliðarstuðn- ingur þyrfti að vera betri í öku- mannssætinu. Stjórntæki eru með hefðbund- inni staðsetningu, gírstöng við stýri á þessum sjálfskipta bíl og drifskipting á gólfí fyrir miðju. Til þæginda er hraðafesting og eru rofar hennar í stýrinu og á miðju mælaborðinu má draga út hillu eða sæti fyrir glös eða flösku. Allt er þarna rúmgott og stefndu hönnuð- ir og tæknimenn að því að ná sem mestu olnbogarými fyrir þá sem nota bílinn sem vinnubfl. Þannig segir í upplýsingum frá framleið- anda að fótstigin séu þannig úr garði gerð að gert sé ráð fyrir að menn séu hugsanlega í vinnukloss- um við aksturinn. Öflug vél Vélin í Dodge Ram er trúlega ein öflugasta sem undirritaður hefur kynnst. Hún er 5,9 lítra, 10 strokka og 300 hestöfl. Hún á ekki í neinun vandræðum með að þeysa bflnum á fleygiferð úr kyrr- stöðu og virðist alltaf geta bætt við sig þegar ekið er á ferðahraða á þjóðvegi - hún á alltaf nóg eftir fyrir framúraksturinn. Hún er líka merkilega hljóðlát. Þessi öfluga vél er góð fyrir þennan burðarmikla bíl en hann getur borið allt að þremur tonnum. Burðargetan er gefín upp 1.500 kg en það er allt að þvi regla að menn tvöfalda hana þegar mikið liggur við og óhætt er að leggja það á þennan volduga bfl. Hann hentar því t.d. ágætlega í fiskflutninga í vissum tilvikum og með réttum aðbúnaði fyrir matvælin enda nokkuð notað- ur þannig eða í öðrum atvinnu- rekstri sem þarf burðarmikinn bíl án þess að vera heill vörubíll eða flutningabíll. Dodge Ram er með blaðfjöðrum að aftan en gormum að framan og er öll fjöðrun slaglöng (átta þumlungar að framan og ellefu að aftan) og fjaðrablöðin eru löng og mikil. Fjöðrunin er samt nokkuð stíf og fremur er bíllinn laus í rá- sinni að aftan þegar ekið er án hleðslu. Víst er þó að með hlassi verður hann rásfastur og nokkuð góður viðskiptis á malarbornum þjóðvegi. Umfangsmiklll í akstri er Dodge Ram vissulega stór og umfangsmikill og hefur næstum því vörubílahreyfíngar. Það tekur samt sem áður ekki langa stund að ná áttum og læra á umfang bílsins, hægra framhom- ið og lengdina á pallinu og hann er í raun furðanlega lipur og með- færilegur þegar menn hafa aðeins áttað sig á hónum. Vökvastýri og hefðbundin sjálfskipting gera aksturinn næsta auðveldan í þétt- býlinu enda situr ökumaður hátt sem gefur góða yfirsýn í þéttbýlis- umferð. Helst mætti fínna að ökumanns- sætinu, þrátt fyrir ágætar stilling- ar er hætt við að ökumaður skriki í sætinum í beygjum þar sem hlið- arstuðningur er ekki nægilega góður. En vitanlega verður ekki á allt kosið og ekki endalaust hægt að sameina þægindi fólksbíla í hvaða vinnubíl sem er. Þrátt fyrir sæmilega ríkulegan búnað sakna ég samlæsingar því hún væri til mikilla þæginda fyrir ökumann sem verður annað hvort að opna utan frá fyrir farþega sín- um eða teygja sig æði vel úr sæti sínu til að opna innan frá! Þeir sem nota Ram sem vinnubíl geta líka Dodge Ram í hnotskurn Vél: 8 lítrar, 10strokkarog 300 hestöfl. Aldrif, hátt og lágt eða eingöngu afturdrif. Vökvastýri - veltistýri. Sjálfskipting. Líknarbelgur. Styrktarbitar í hurðum. Lengd: 5,69 m. Breidd: 2,02 m. Hæð: 1,83 m. Hjólhaf: 3,43 m. Beygjuhringur: 12,37 m. Þyngd: 2.500 kg. Bensíneyðsla: 14 tit 25 lá 100 kmeftir aðstæðum. Hraðafesting. Útvarp. Staðgreiðsluverð kr.: 2.990.000. Umboð: Jöfur hf., í Kópavogi. fengið hann búinn skrifstofuáhöld- um, þ.e. í stað miðsætis má koma þar fyrir tölvu, faxi, farsíma eða öðrum búnaði sem vel má ímynda sér að nútíma verkstjórinn eða verktakinn gæti notfært sér við verk sín út og suður á bíl sem þessum. Kostar undlr þremur mllljónum Eins og fyrr segir er verðið á Ram rétt tæpar þrjár milljónir króna, eða kr. 2.990.000 og 100 þúsund krónum lægra sé hann tekinn með fímm gíra handsskipt- ingu. Sé hann tekinn með sex manna húsinu sem þá er um 50 cm lengra er verðið á handskipta bílnum 3.070 þús. kr. Útgáfan með tvöfalda húsinu verður fáan- leg á næstu vikum, líklega um miðjan febrúar. Sé bætt í bílinn ýmsum fleiri þægindum eins og rafstillanlegu ökumannssæti, samlæsingu, vandaðra útvarpi og fleiri hátölurum, hemlalæsivöm og fleim hækkar verðið nokkuð eða uppí kringum 3,3 milljónir króna. Það er því ljóst að Ram á fullt erindi á jeppamarkaðinn hérlendis enda þótt hann sé í nokkurri yfír- stærð ef svo má segja því þetta er fyrst og fremst fjölhæfur, kraft- mikifl og vel búinn bíll. ■ Jóhannes Tómasson PALLURINN er nærri 2,50 m á lengd en heildarlengd Dodge Ram er 5,69 metrar. AÐBÚNAÐUR er ágætur i farþegarýminu og Ram er búinn ýmsum þægindum eins og hraðafestingu og öryggistækjum eins og liknarbelg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.