Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B ffrgtmMiifeife STOFNAÐ 1913 7. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar gefa Tsjetsjenum frest til að afvopnast Stjórnin tilkynnir vopnahlé í tvo daga Moskvu, Grosní. Reuter. RÚSSNESKA stjórnin lýsti í gær- kvöldi yfír tveggja daga vopnahléi í Tsjetsjníju sem taka átti gildi klukkan fjögur í nótt. Stjórnin fyrir- skipaði jafnframt uppreisnarher Dzhokhars Dúdajevs, leiðtoga Tsjetsjníju, að hætta að berjast gegn rússneska hernum og láta vopn sín af hendi á þessum tveimur dögum. I yfirlýsingu frá stjórninni sagði að hún hefði tekið þessa ákvörðun til að skapa möguleika á friðsam- legri lausn deilunnar um sjálfstæð- isyfirlýsingu Tsjetsjníju. „Stjórn Rússlands lætur í Ijós þá von að liðsmenn ólöglegra hersveita taki boðinu í þágu friðar i Tsjetsjníju." Áður hafði Sergej Júshenkov, formaður varnarmálanefndar rússneska þingsins, sagt að Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra hefði ákveðið að fyrirskipa varnar- mála- og innanríkisráðherrum Rússlands og yfirmönnum gagn- Bretland Missa trú á konung- dæminu London. Reuter. VINSÆLDIR bresku kon- ungsfjölskyldunnar hafa snarminnkað á síðustu tveim árum og flestir Bretar eru óánægðir með skilnað Karls Bretaprins og Díönu prins- essu, samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem birtar voru í gær. Meirihluti Breta telur að konungdæmið sé dauðadæmt og hverfi á næstu öld, ef marka má könnun í dagblað- inu Guardian. 49% aðspurðra töldu að konungdæmið mypdi líða undir lok innan 50 ára, en 32% sögðu að það myndj halda velli. Fyrir tveimur árum spáðu 34% falli konung- dæmsins en 42% voru á önd- verðum meiði. Óánægja með Karl Sú ákvörðun Karls Breta- prins að viðurkenna framhjá- hald og skýra frá hjúskapar- raunum sínum í bók mælist mjög illa fyrir meðal Breta, samkvæmt könnun í Today. „Hvorki meira né minna en 84% Breta telja að Karl hafi skaðað ímynd konungsfjöl- skyldunnar með því að játa framhjáhaldið með Camillu Parker Bowles," sagði blaðið. Aðeins 16% nefndu Karl þeg- ar spurt var hver ætti að verða næsti konungur Bret- lands. njósnaþjónustunnar, sem stjórna hernaðaraðgerðunum, að koma á vopnahléi í Grosní. Tsjernomyrdín hefur ekki vald til að gefa slík fyrir- mæli. Forsætisráðherrann tók þessa ákvörðun að beiðni Sergejs Kov- oljovs, mannréttindafulltrúa þings- ins, sem hélt til Grosní til að freista þess að tryggja vopnahlé. Júshenkov hafði eftir Kovoljov að hann vildi tveggja daga vopna- hlé til að hægt yrði að jarða rúss- neska hermenn og flytja særða á brott úr borginni. Leiðtogar Tsjetsj- ena væru hlynntir vopnahléshug- myndinni og hægt yrði að nota tím- ann til að semja um lengra vopna- hlé og hefja friðarviðræður. Hóta skæruhernaði Hermenn Dúdajevs vörðust í for- setahöllinni í Grosní í gær þrátt fyrir harðar sprengju- og vélbyssu- árásir Rússa. Vestrænn mynda- tökumaður, sem dvaldi í forsetahöll- inni í fyrrakvöld, sagði að rússnesk- ir skriðdrekar gerðu stórskotaárásir á bygginguna af æ meiri nákvæmni í innan við kílómetra fjarlægð. „Við berjumst allir þar til yfir lýkur. Ef við töpum stríðinu í borg- inni berjumst við á fjöllunum. Ef við töpum þar berjumst við í Moskvu," sagði hermaður í Grosní. Umbætur í hættu Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, varaði við því í gær að hernaðaraðgerðir og mannrétt- indabrot Rússa í Tsjetsjníju gætu hindrað inngöngu þeirra í Evrópu- ráðið og samstarfssamning við Evr- ópusambandið. Bjern Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, gagnrýndi „grimmi- legt framferði" rússnesku hersveit- anna og sagði það geta stefnt um- bótum í Rússlandi í hættu og skað- að samstarfið við vestræn ríki. Reuter Fastað í 201 dag UM 100.000 manns komu í gær saman við „Hús friðarins" í Bombay þar sem Sahajmuni Maharaj, leiðtogi Jainareglunn- ar, lauk 201 dags föstu til að „hreinsa sig af syndum og stuðla að friði út um allan heim". Jaina- reglan, stofnuð á 6. ðld f. Kr., boðar ströng meinlæti og trú á endurholdgun og sálnaflakk. Á myndinni snertir fylgismaður hennar fætur leiðtogans. íran brátt með kjarn- orkuvopn? Jerúsalem. Reuter. WILLIAM Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sögðust í gær telja að íranir gætu smíðað kjarnorkusprengju innan 7-15 ára. Perry áréttaði eftir fund þeirra að Bandaríkjastjórn hefði miklar áhyggjur af hættunni á því að íranir eignuðust kjarnavopn. Hún hefði því hafið samvinnu við fyrr- verandi lýðveldi Sovétríkjanna til að tryggja að þau seldu ekki kjarnavopn eða tækniþekkingu til írans. ? ? ? Deng sagð- ur sjúkur Tókýó. Reuter. JAPANSKT dagblað skýrði frá því í gær að Deng Xiaoping, leiðtogi Kína, væri á sjúkrahúsi vegna vanheilsu. Blaðið hafði eftir heimildar- mönnum í Peking að heilsa Dengs, sem er níræður, hefði versnað til muna og hann hefði því verið flutt- ur á sjúkrahús í byrjun ársins. Jiang Zemin, forseti og líklegur arftaki Dengs, hefði farið á sjúkra- húsið en ekki heimsótt hann að ráði lækna. Fréttin fékkst ekki staðfest í Peking. Reuter Fiðlurnar fundnar RENE Agniel frá Villefranche sýnir tvær gamlar fiðlur sem hann þekkti úr miklum fjölda fiðla sem Parísarlögreglan hafði til sýnis í Drouot-Mont- aigne uppboðshöllinni í gær. Fiðlurnar, um 1.000 talsins, eru þýfi og bauð Iögreglan Agniel og hundruðum annarra tónlist- armanna sem lýst hafa eftir hljóðfærum sínum, að skoða þær. Agniel var einn þeirra heppnu sem þekktu fiðlurnar úr fjöldanum. Breskur þingmaður um starfsemi KGB í Bretlandi Hyggst afhjúpa þingmenn London. Daily Telegraph. RUPERT Allason, þingmaður íhalds- flokksins, sem skrifar njósnabækur undir nafninu Nigel West, hyggst ljóstra upp um fimm áhrifamikla stjórnmálamenn breska Verka- mannafiokksins sem hann segir að hafi verið á mála hjá sovésku leyni- þjónustunni, KGB. Talið er að mennirnir fimm hafi verið á lista yfir breska samverka- menn KGB sem Oleg Gordíevskíj er sagður hafa afhent bresku leyniþjón- ustunni. Gordíevskíj er fyrrverandi yfirmað- ur KGB í London en hann bað um pólitískt hæli þar í landi árið 1985. Tveir mannanna fímm eru í núver- andi forystusveit Verkamanna- flokksins á þingi, sá þriðji situr á þingi Evrópusambandsins, sá fj'órði er fyrrverandi þingmaður og sá fimmti er látinn. Breska þingið kemur saman eftir jólafrí í dag og þá mun Allason taka málið upp í fyrirspurnatíma. „Ég ætla að gefa þeim kost á að útskýra ná- kvæmlega hver tengsl þein'a við KGB voru og jafnframt að rjúfa þau. Verði ekkert um svör mun ég óska eftir fullri umræðu um málið," sagði hann. Allason er sagður hafa komist yfir upplýsingar um Verkamanna- flokksmennina fímm gegnum sam- bönd sem hann hefur meðal vest- rænna leyniþjónustumanna. Þeir eru sagðir hafa verið mjög at- kvæðamiklir í baráttu vinstrimanna fyrir einhliða kjarnorkuafvopnun Vest- urlanda á síðasta áratug. Hermt er að mennirnir fimm hafi vitandi vits átt samstarf við útsend- ara KGB. Sagt er að þeir hafi beitt áhrifum sínum í þagu KGB. Engar vísbendingar eru um að þeir hafi þegið greiðslur fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.