Morgunblaðið - 10.01.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.01.1995, Qupperneq 1
64 SÍÐUR B 7. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar gefa Tsjetsjenum frest til að afvopnast Sljórnin tilkynnir vopnahlé í tvo daga Moskvu, Grosní. Reuter. Reuter RÚSSNESKA stjómin lýsti í gær- kvöldi yfir tveggja daga vopnahléi í Tsjetsjníju sem taka átti gildi klukkan fjögur í nótt. Stjórnin fyrir- skipaði jafnframt uppreisnarher Dzhokhars Dúdajevs, leiðtoga Tsjetsjníju, að hætta að beijast gegn rússneska hernum og láta vopn sín af hendi á þessum tveimur dögum. I yfirlýsingu frá stjórninni sagði að hún hefði tekið þessa ákvörðun til að skapa möguleika á friðsam- legri lausn deilunnar um sjálfstæð- isyfirlýsingu Tsjetsjníju. „Stjórn Rússlands lætur í ljós þá von að liðsmenn ólöglegra hersveita taki boðinu í þágu friðar í Tsjetsjníju." Áður hafði Sergej Júshenkov, formaður varnarmálanefndar rússneska þingsins, sagt að Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra hefði ákveðið að fyrirskipa varnar- mála- og innanríkisráðherrum Rússlands og yfirmönnum gagn- Bretland Missa trú á konung- dæminu London. Reuter. VINSÆLDIR bresku kon- ungsfjölskyldunnar hafa snarminnkað á síðustu tveim árum og flestir Bretar eru óánægðir með skilnað Karls Bretaprins og Díönu prins- essu, samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem birtar voru í gær. Meirihluti Breta telur að konungdæmið sé dauðadæmt og hverfi á næstu öld, ef marka má könnun í dagblað- inu Guardian. 49% aðspurðra töldu að konungdæmið mypdi líða undir lok innan 50 ára, en 32% sögðu að það myndj halda velli. Fyrir tveimur árum spáðu 34% falli konung- dæmsins en 42% voru á önd- verðum meiði. Óánægja með Karl Sú ákvörðun Karls Breta- prins að viðurkenna framhjá- hald og skýra frá hjúskapar- raunum sínum í bók mælist mjög illa fyrir meðal Breta, samkvæmt könnun í Today. „Hvorki meira né minna en 84% Breta telja að Kari hafi skaðað ímynd konungsfjöl- skyldunnar með því að játa framhjáhaldið með Camillu Parker Bowles,“ sagði blaðið. Aðeins 16% nefndu Karl þeg- ar spurt var hver ætti að verða næsti konungur Bret- lands. njósnaþjónustunnar, sem stjórna hernaðaraðgerðunum, að koma á vopnahléi í Grosní. Tsjernomyrdín hefur ekki vald til að gefa slík fyrir- mæli. Forsætisráðherrann tók þessa ákvörðun að beiðni Sergejs Kov- oljovs, mannréttindafulltrúa þings- ins, sem hélt til Grosní til að freista þess að tryggja vopnahlé. Júshenkov hafði eftir Kovoljov að hann vildi tveggja daga vopna- hlé til að hægt yrði að jarða rúss- neska hermenn og flytja særða á brott úr borginni. Leiðtogar Tsjetsj- ena væru hlynntir vopnahléshug- myndinni og hægt yrði að nota tím- ann til að semja um lengra vopna- hlé og hefja friðarviðræður. Hóta skæruhernaði Hermenn Dúdajevs vörðust i for- setahöllinni í Grosní í gær þrátt fyrir harðar sprengju- og vélbyssu- árásir Rússa. Vestrænn mynda- Fiðlurnar fundnar RENE Agniel frá Villefranche sýnir tvær gamlar fiðlur sem hann þekkti úr miklum fjölda fiðla sem Parísarlögreglan hafði til sýnis í Drouot-Mont- aigne uppboðshöllinni í gær. Fiðlurnar, um 1.000 talsins, eru þýfi og bauð lögreglan Agniel og hundruðum annarra tónlist- armanna sem lýst hafa eftir hljóðfærum sínum, að skoða þær. Agniel var einn þeirra heppnu sem þekktu fiðlurnar úr fjöldanum. tökumaður, sem dvaldi í forsetahöll- inni í fyrrakvöld, sagði að rússnesk- ir skriðdrekar gerðu stórskotaárásir á bygginguna af æ meiri nákvæmni í innan við kílómetra fjarlægð. „Við beijumst allir þar til yfir lýkur. Ef við töpum stríðinu í borg- inni beijumst við á fjöllunum. Ef við töpum þar beijumst við í Moskvu,“ sagði hermaður í Grosní. Umbætur í hættu Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, varaði við því í gær að hernaðaraðgerðir og mannrétt- indabrot Rússa í Tsjetsjníju gætu hindrað inngöngu þeirra í Evrópu- ráðið og samstarfssamning við Evr- ópusambandið. Bjorn Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, gagnrýndi „grimmi- legt framferði“ rússnesku hersveit- anna og sagði það geta stefnt um- bótum í Rússlandi í hættu og skað- að samstarfið við vestræn ríki. Lomlon. Daily Tclcgraph. _ RUPERT Allason, þingmaður íhalds- flokksins, sem skrifar njósnabækur undir nafninu Nigel West, hyggst ljóstra upp um fimm áhrifamikla stjórnmálamenn breska Verka- mannaflokksins sem hann segir að hafi verið á mála hjá sovésku leyni- þjónustunni, KGB. Talið er að mennimir fimm hafi verið á lista yfir breska samverka- menn KGB sem Oleg Gordíevskíj er sagður hafa afhent bresku leyniþjón- ustunni. Gordíevskíj er fyrrverandi yfirmað- ur KGB í London en hann bað um Fastað í 201 dag UM 100.000 manns komu í gær saman við „Hús friðarins" í Bombay þar sem Sabajmuni Maharaj, leiðtogi Jainareglunn- ar, lauk 201 dags fóstu til að „hreinsa sig af syndum og stuðla að friði út um allan heim“. Jaina- reglan, stofnuð á 6. öld f. Kr., boðar ströng meinlæti og trú á endurholdgun og sálnaflakk. Á myndinni snertir fylgismaður hennar fætur leiðtogans. pólitískt hæli þar í landi árið 1985. Tveir mannanna fimm eru í núver- andi forystusveit Verkamanna- flokksins á þingi, sá þriðji situr á þingi Evrópusambandsins, sá fjórði er fyrrverandi þingmaður og sá fimmti er látinn. Breska þingið kemur saman eftir jólafrí í dag og þá mun Allason taka málið upp í fyrirspumatíma. „Ég ætla að gefa þeim kost á að útskýra ná- kvæmlega hver tengsl þeirra við KGB vom og jafnframt að ijúfa þau. Verði ekkert um svör mun ég óska eftir fullri umræðu um málið," sagði hann. Iran brátt með kjarn- orkuvopn? Jerúsalem. Reuter. WILLIAM Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sögðust í gær telja að íranir gætu smíðað kjarnorkusprengju innan 7-15 ára. Perry áréttaði eftir fund þeirra að Bandaríkjastjórn hefði miklar áhyggjur af hættunni á því að íranir eignuðust kjamavopn. Hún hefði því hafið samvinnu við fyrr- verandi lýðveldi Sovétríkjanna til að tryggja að þau seldu ekki kjarnavopn eða tækniþekkingu til írans. ------» » ♦---- Deng sagð- ur sjúkur Tókýó. Reuter. JAPANSKT dagblað skýrði frá því í gær að Deng Xiaoping, leiðtogi Kína, væri á sjúkrahúsi vegna vanheilsu. Blaðið hafði eftir heimildar- mönnum í Peking að heilsa Dengs, sem er níræður, hefði versnað til muna og hann hefði því verið flutt- ur á sjúkrahús í byijun ársins. Jiang Zemin, forseti og líklegur arftaki Dengs, hefði farið á sjúkra- húsið en ekki heimsótt hann að ráði lækna. Fréttin fékkst ekki staðfest í Peking. Allason er sagður hafa komist yfir upplýsingar um Verkamanna- flokksmennina fimm gegnum sam- bönd sem liann hefur meðal vest- rænna leyniþjónustumanna. Þeir eru sagðir hafa verið mjög at- kvæðamiklir í baráttu vinstrimanna íyrir einhliða kjamorkuafvopnun Vest- urlanda á síðasta áratug. Hermt er að mennirnir fimm hafi vitandi vits átt samstarf við útsend- ara KGB. Sagt er að þeir hafi beitt áhrifum sínum í þagu KGB. Engar vísbendingar eru um að þeir hafi þegið greiðslur fyrir. Reuter Breskur þingmaður um starfsemi KGB í Bretlandi Hyggst afhjúpa þingmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.