Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lóðin sem slegin var íslandsbanka á uppboði Löginaðiir bæjarins lýsti ekki kröfu vegna gjalda LÓÐIN við Hjallahraun sem var í eigu Hagvirkis-Kletts, en íslandsbanki leysti síðan til sín. * Osammála um hvort þetta var ein lóð eða tvær HAFNARFJARÐARBÆR krafði í janúar á liðnu ári íslandsbanka um greiðslu 8,9 milljóna króna gatnagerðargjalda af lóðinni við Hjallahraun 18, sem ásamt lóð og húsi við Hjallahraun 16 hafði ver- ið í eigu Hagvirkis-Kletts þar til bankinn eignaðist hana á nauð- ungaruppboði 24. september 1992. Lögmaður Hafnarfjarðar- bæjar var við uppboðið og gerði ekki fyrirvara né lýsti kröfu vegna gatnagerðargjaldanna og telur ís- landsbanki að þar með hafi bærinn misst rétt til að halda fram slíkri kröfu. Gatnagerðagj öld bakfærð Rúmu ári eftir uppboðið, 30. nóvember 1993, voru 7,3 milljónir króna vegna gatnagerðargjalda af lóðinni bakfærðar á viðskipta- reikningi Hagvirkis-Kletts hjá Hafnarfjarðarbæ eins og fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag, án þess að bærinn fengi lóðina afhenta til endurúthlutunar, þar sem hún var þá þinglýst eign ís- landsbanka, sem eignast hafði Hjallahraun 16-18 óskipt með mannvirkjum á fyrrgreindu nauð- ungaruppboði. Lóðinni var upphaflega úthlutað árið 1974 og þá til til Vélsmiðjunn- ar Kletts, sem Hagvirki eignaðist síðan. Vélsmiðjan byggði hús, sem telst Helluhraun 16, en ekki hefur verið byggt á þeim hluta lóðarinn- ar sem telst númer 18. Jón G. Briem, yfirlögfræðingur íslandsbanka, sagði þó rétt að líta svo á að um eina lóð væri að ræða; þannig væri hún skráð í þing- málabækur, um hana hafi aðeins verið gerður einn lóðarleigusamn- ingur og engin gögn væru til um hvernig skipta bæri lóðunum milli númers 16 og 18. Bærinn rifti lóðarsamningi Bankinn hafi eignast lóðina óskipta og kvaðalaust með mann- virkjum á uppboðinu í september 1992 og þá hefði enginn fyrirvari eða krafa verið gerð af hálfu bæj- arins — en fulltrúi hans sótti upp- boðið — vegna ógreiddra gatna- gerðargjalda. „MENN hafa alltaf verið ósam- mála um það hvort lóðunum 16 og 18 hafi verið úthlutað saman eða ekki,“ sagði Ingvar Viktorsson, sem var bæjar- stjóri í Hafnarfirði þegar 7,3 milljónir króna vegna gatna- gerðargjalda vegna Hjalla- hrauns 18 voru bakfærðar á viðskiptareikning Hagvirkis- Kletts hjá bænum. Morgunblaðið náði tali af Ingvari í gærkvöldi og kvaðst hann þá ekki hafa handbær gögn um málið og treysti sér ekki til að rifja málið upp án þess að kanna þau gögn. „Þeg- ar Hagvirki-Klettur stóð ekki við sína samninga við bæinn var samningum við lóðina rift og hún endurkölluð. Þá eiga þeir allan rétt á að fá þessa peninga en þeir eru ekki endur- greiddir fyrr en löngu síðar,“ sagði Ingvar. Hann kvaðst ekki geta svar- að þvi án þess að kanna málið hvort fyrirtækið hefði verið svipt lóðinni og hún afturkölluð áður en eða eftir að sýslumaður seldi íslandsbanka lóðina á uppboði 24. september 1992 og þá hvort eða hvernig staðið hefði verið að þinglýsingu þeirrar lóðarsviptingar. Jón G. Briem sagði að það hefði síðan borið upp á sama tíma, jafn- vel sama dag, í nóvember 1994 að bankinn tók tilboði Húsasmiðj- unnar í Helluhraun 16-18 og bankanum barst riftunartilkynn- ing bæjarins vegna lóðarinnar. Jón G. Briem sagði að bankinn hefði mótmælt riftuninni harðlega við þinglýsingarstjóra í Hafnar- firði, sem hefði vísað riftun bæjar- ins frá þar sem ekkert lægi fyrir um annað en það að um eina lóð væri að ræða sem væri eign bank- ans með réttu. Ólögleg riftun „Ég tel að þetta sé algjörlega ólögleg riftun," sagði Jón G. Bri- em. Hann sagði að í framhaldi af riftunartilkynningunni’hefðu hann og Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri hjá íslandsbanka, átt fund með bæjarstjóra, bæjar- verkfræðingi og bæjarlögmanni í Hafnarfirði þar sem bankinn hafi á ný mótmælt riftuninni harþa- lega. Engin niðurstaða hefði orðið af fundinum og kvaðst Jón ekki hafa heyrt síðan í bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði þrátt fyrir að hafa sent viðbótarbréf þar sem mót- mælin voru ítrekuð. Rætt við Húsasmiðjuna Jón G. Briem sagðist ekkert vita um ástæður þess að gatna- gerðargjöld vegna Hjallahrauns 18 voru bakfærð á viðskiptareikn- ing Hagvirkis-Kletts hjá bænum en sagðist ekki telja að enginn annar en þinglýstur eigandi lóðar gæti krafist endurgreiðslu gatna- gerðargjalda og þá jafnframt skil- að lóðinni inn til bæjarins. Guðmundur Benediktsson, bæj- arlögmaður í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að bærinn ætti nú í viðræðum við Húsasmiðjuna um áform hennar um að byggja á lóðinni og væru nú miklar líkur á að það fyrirtæki byggði á lóðinni. Meðan á þeim viðræðum stæði hefði ■ viðræðum við íslandsbanka vegna gatnagerðargjaldanna verið ýtt til hliðar og vildi hann lítt tjá sig um þá hlið málsins. Lögfræð- i ingar sam- mála um lagatúlkun í . SAMI maður getur ekki gegnt starfí | bæjarverkfræðings Hafnarfjarðar- bæjar og samtímis setið þar sem bæjarfulltrúi. Þetta er mat Eiríks Tómassonar prófessors í lögfræði og er samhljóða áliti tveggja lögfræð- inga sem formaður bæjarráðs og bæjarstjóri Hafnarfjarðar leituðu til. Eiríkur Tómasson var formaður nefndar sem samdi ný stjómsýslulög er tóku gildi í fyrra. Hann sagði að við samanburð mætti lesa áður- greinda reglu út úr stjómsýslulögun- um og sveitarstjómarlögunum. „í stjómsýslulögunum var lögfest sú regla að sá sem fjallað hefur um mál sem lægra stjórnvald geti ekki fjallað um málið sem æðra stjórn- vald. í þessu tilviki getur sá sem fjall- að hefur um mál sem bæjarverkfræð- ingur ekki fjallað um það í bæjar- stjóm. Á grundvelli þessarar reglu hefur verið sett fram sú óskráða rétt- arregla, að ef það er fyrirsjáanlegt að menn verði oft vanhæfír af þessum sökum geti menn ekki samtímis tek- ist á hendur þessi tvö störf. Þessi regla var sett fram á málþingi Lög- fræðingafélags íslands í haust, sem fjallaði einmitt um vanhæfi, og ég varð ekki var við að þeirri reglu væri andmælt þar,“ sagði Eiríkur. Hann sagði að í sveitarstjómarlög- um væri ákvæði um að maður sem veitti stofnun forstöðu gæti ekki set- ið í stjóm eða ráðum sem stofnunin heyrði undir. Hins vegar tækju lögin ekki á því hvort forstöðumaður stofn- unar megi sitja i sveitarstjóm. „Það væri hins vegar í hæsta máta óeðli- legt að önnur regla gilti þar.“ Bæjarstjórar með sérstöðu Bæjaryfírvöld í Hafnarfirði leituðu álits tveggja lögfræðinga á þeirri stöðu sem gæti komið upp ef Jóhann G. Bergþórsson væri ráðinn til starfa sem bæjarverkfræðingur hjá Hafnar- íjarðarbæ og sæti jafnframt sem full- trúi í bæjarstjórn og bæjarráði. Lög- fræðingamir komust báðir að þeirri niðurstöðu að Jóhann væri vanhæfur til að gegna báðum embættunum samtímis. Jóhann hefur sagt í fjölmiðlum að á þessum forsendum gætu kjömir bæjarfulltrúar ekki gegnt embætti bæjarstjóra eða borgarstjóra. Eiríkur Tómasson sagði þetta misskilning því í sveitarstjórnarlögunum væri sérá- kvæði um framkvæmdastjóra sveit- arfélags. Þar væri tekið fram að þeir eigi sæti á fundum sveitarstjóma og hafi þar bæði málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt nema þeir séu líka kjömir fulltrúar. Andlát Davíð Oddsson forsætisráðherra ÞÓRARINN ÓLAFSSON ÞÓRARINN Ólafsson kennari Iést á Akranesi 8. janúar síðastliðinn. Hann fæddist 23. maí 1912 á Nauteyri við Isafjarðardjúp en foreldrar hans voru Sigriður Guðrún Samúelsdóttir, fædd 12. nóvember 1893 í Skjaldarbjarnarvík, og Ólafur Pétursson frá Hraundal, fæddur 5. janúar 1875 á Dröng- um. Þórarinn var við nám í Héraðsskóla Reykjaness 1935-37, íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar 1937-38 og Statens Gymnastik Institut í Kaupmannahöfn 1939-40. Einnig sótti hann dómaranámskeið í dýfingum í Kaupmannahöfn árið 1940 og var við nám í Handíða- skóla íslands árið 1941. Árið 1942 var Þórarinn á íþrótta- námskeiði á Laugar- vatni og kenndi hjá knattspyrnufélögum Vals og Víkings í Reykjavík. Hann var íþróttakennari við Mið- bæjarskólann í Reykja- vík 1942-43 ogkennari á Eiðum 1943-45. Hann kenndi við Iðn- skólann á Akranesi frá 1946-1963, Gagn- fræðaskólann frá 1946-1977 og Fjöl- brautaskólann frá 1977-79. Loks starfaði hann á bókasafni Fjölbrautaskólans til 1991. Eftirlifandi eiginkona er Rannveig Hálfdánardóttir, fædd 9. janúar 1917 en börn þeirra Þórarins eru Ólafur Hálfdán, Þórgunna, Kristín Sigríður og Þórunn Rann- veig. Jóhann getur ekki orðið bæj arverkfræðingur DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að sér þyki mjög miður hvern- ig komið er í bæjarmálum í Hafnar- firði. Ljóst sé að reyna verði að ná sáttum innan núverandi meirihluta, en ekki sé hægt að semja um mál, sem bæjarfulltrúar geti ekki sætt sig við, eins og það að Jóhann G. Bergþórsson verði bæjarverkfræð- ingur og jafnframt bæjarfulltrúi. „í mínum huga kemur slíkt ekki til álita. Ég minni á að þegar ég var borgarstjóri í Reykjavík var það aldrei leyft að menn úr okkar flokki eða öðrum, sem voru aðal- eða varamenn í bæjarstjórninn'i, gegndu starfi á vegum bæjarins. Því var fast fylgt eftir, ég tala nú ekki um ef það er eitt af allra stærstu embættum í bænum," sagði Davíð. Reginmunur Hann sagði að reglum þessum hefði verið ruglað saman við þær, sem giltu um störf bæjarstjóra og borgarstjóra, en þeir hefðu atkvæð- isrétt í sveitarstjórnunum. „Þeireru pólitískir leiðtogar. Þeir fara um leið og meirihlutinn brestur, hver sem hann er á hveijum tíma og hvort sem hann fer í kosningum eða öðruvísi. En embættismenn eru ráðnir sepi slíkir, ekki sem stjórn- málamenn. Á þessu er reginmunur, sem allir hljóta að sjá í hendi sér,“ sagði forsætisráðherra. Gengur ekki Davíð var spurður álits á því þegar einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, sem tengdist ásökunum á hendur fyrri meiri- hluta í bæjarstjórninni vegna með- ferðar fjármála bæjarins, leitaði samstarfs við liðsmenn þess meiri- hluta. „Ég er ekki sáttur við þetta, en málið er ekki útkljáð og ég vona að af þessu verði ekki. Mér fínnst það ekki geta gengið,“ sagði hann. Davíð sagðist hafa fylgzt með málinu, en „ekki verið neinn örlaga- valdur í því“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.