Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 23 Hættu- svæði í Eystra- salti FINNSKA hafrannsóknar- stofnunin hefur gefið út við- vörun um, að hafsvæðið þar sem ferjan Estonia fórst í september, sé hættulegasta siglingasvæðið í Eystrasalti. Leitt hefur verið í ljós, að öldugangur getur stundum magnast þar með þeim hætti að öldur verða helmingi hærri þar en á öðrum svæðum í kring. Dýrmætri mynd stolið SEXTÁNDU aldar málverki eftir Tizian var stolið í inn- broti í Longleat House, heim- ili markgreifans af Bath í Bretlandi, á föstudagskvöld. Verðmæti myndarinnar er fimm milljónir punda, jafn- virði 535 milljóna króna. Varað við skjálftum JAPANSKIR jarðvísinda- menn vöruðu í gær við hættu- legum eftirskjálfum, m.a. í höfuðborginni Tókíó, en þrír öflugir jarðskjálftar skóku landið á laugardag. Einn mað- ur lést og 40 slösuðust. Peter Cook Satíruhöf- undur látinn BRESKI háðsádeiluhöfundur- inn Peter Cook lést óvænt í gær af völdum innvortis blæð- inga en hann var 57 ára. Hann stofnaði satírublaðið Private Eye á sínum tíma. Flóð í Kali- forníu HUNDRUÐ manna hafa yfir- gefíð heimili sín í norðurhluta Kalifomíu vegna flóða í kjöl- far mikils úrhellis. í Sonoma- og Napasýslu, skammt norð- an við San Francisco, er vatnselgurinn sá mesti í ára- tug. Víða hafa vínekrur orðið fyrir tjóni, árnar Russian og Napa hafa flætt yfir bakka sína og aur hefur borist inn í borgirnar. Loulou Gaste látinn FRANSKI lagahöfundurinn Loulou Gaste lést af völdum krabbameins á sunnudag 88 ára að aldri. Hann samdi rúm- lega 1.000 sönglög, m.a. fyrir Yves Montand. Friðaráætlun fimmveldanna um skiptingu Bosníu Sljórn múslima í Sarajevo hafnar frekari tilslökunum Sar^jevo. Reuter. STJÓRN Bosníu, sem aðallega er skipuð múslimum, vísar því á bug að til greina komi að Bosníu-Serbar fái meira land en þeim er .ætlað í friðaráætlun fímmveldanna. Vopnahléið í landinu heldur enn ef undan er skilið Bihac-hérað þar sem Serbar og múslimar í andstöðu við Sarajevo-stjórn hafa ekki undirritað vopnahléssamningana. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fimmveldin hygðust bjóða Serbum, sem upprunalega höfnuðu friðartillögunum algerlega, stærra eða betra landsvæði til að fá þá að samningaborðinu. Richard Holbrooke, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna með ríki Austur-Evrópu á sinni könnu, hélt fréttamannafund með Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, í Sarajevo í gær. Holbro- oke sagði fimmveldin, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland, vilja að deiluaðilar sam- þykktu að halda frið næstu sex mánuði og yrði sá tími grundvöllur nýrra friðarviðræðna. Silajdzic greip þá fram í fyrir bandaríska ráðherranum. „Þetta er yðar af- staða, herra Holbrooke. En fyrir Bosníu-Herzegóvínu var um það að ræða að samþykkja áætlunina [friðaráætlun fimmveldanna um skiptingu landsins] í einu og öllu eða hafna henni“. Skilyrðislaus í upphafi Bosníuráðherrann minnti á að upphaflega hefði áætlunin verið skilyrðislaus og verið studd af Atlantshafs- bandalaginu. Krafan hefði verið að Serbar létu af hendi yf- irráð svæða sem þeir hafa hern- umið en þeir ráða nú um 70% landsins. í tillögunum er gert ráð fyrir að Bosníu-Serbar fái 49% allra landsins en múslimar og Bosníu- Króatar afganginn. Silajdzic sagði að væri áætlunin nú aðeins orðin „grundvöllur frekari samningavið- ræðna“ væri hún úr sögunni. Gert var ráð fyrir að Holbrooke færi til Parísar síðdegis í gær til fundar með öðrum fulltrúum fimm- veldanna. Síðar í vikunni munu fulltrúarnir ræða við þá Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, í Belgrad og leiðtoga Bosníu-Serba í borginni Pale. Mladic með nýjar kröfur Sáttasemjarar reyna nú ákaft að treysta í sessi vopnahléið sem náðist um jólin en Serbar hafa sett fram nýjar kröfur um að her múslima yfirgefi Igman-hæð við Sarajevo sem er mikilvæg hernðar- lega. Einnig neita Serbar að opna flutningaleiðir til borgarinnar. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að fundur sir Michaels Rose, yfirmanns gæsluliðs SÞ, og Ratkos Mladic, yfirmanns herliðs Bosníu- Serba, á sunnudag hefði borið lít- inn árangur. Silajdzic Vopnahléið á Sri Lanka virt Colombo, Ósló. Reuter. SAMKOMULAG, sem stjórnvöld á Sri Lanka hafa gert við uppreisnar- menn Tamíla í norðurhluta eyríkis- ins um tveggja vikna vopnahlé virt- ist í gær ætla að halda. Forseti Sri Lanka, Chandrika Bandarana- ike Kumaratunga, undirritaði vopnahléið ásamt Velupillai Prab- hakaran og er kveðið á að um að minnst 600 metrar séu á milli bækistöðva andstæðra herflokka. Átökin í landinu hafa staðið í 12 ár og kostað um 30.000 manns lífíð. Vopnahléið tók gildi á sunnudag og eiga norskir og hollenskir eftir- * Italski stjórnlaga- dómsstóllinn Kosninga- lög til umræðu Róm. Reuter. DÓMARAR ítalska stjórnlagadóm- stólsis ræddu í gær hvort ganga ætti til þjóðaratkvæðis um umbætur á kosningalögum. Niðurstaða dóm- stólsins, sem búist er við síðar í vik- unni, kann að hafa mikil áhrif á þá kreppu sem ríkt hefur í ítölskum stjómmálum frá því að Silvio Ber- lusconi sagði af sér forsætisráðherra- embættinu þann 22. desember sl. Berlusconi og Oscar Luigi Scalf- aro, forseti landsins, áttu í gær fund þar sem þeir ræddu stöðu mála, áður en Scalfaro hóf að nýju viðræður við leiðtoga stjórnmálaflokkanna. Við- ræðunum var frestað i siðustu viku þegar flensa lagði Scalfaro í rúmið. Berlusconi hefur barist ákaft fyrir því að gengið verði til kosninga sem fyrst. Komist stjórnlagadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um kosninga- lög, mun það seinka mjög þingkosn- ingum. Þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á tímabilinu 15. apríl til 15. júní en þingkosningar má ekki halda fyrr en sextíu dögum síðar. Samkvæmt núverandi kosninga- lögum eru 75% þingmanna kosin í beinum kosningum en 25% sam- kvæmt hlutfallskosningu. Lagt hefur verið til að hætt verði með öllu við síðarnefnda kerfið, þar sem það er talið flækja stöðu mála á þingi. Minnst 600 m verða milli bæki- stöðva herflokka stríðsaðila. litsmenn að fylgjast með því að það sé virt. Liðsmenn uppreisnarhreyfingar Tamílatígranna, eins og þeir nefna sig, beijast fyrir sjálfstjórn Tamíla sem eru minnihlutahópur í landinu, 2.5 milljónir, þeir ráða yfir borg- inni Jaffna þar sem viðræðurnar um frið fóru fram. Tamílar á Ind- landi eru um 50 milljónir, mjótt sund skilur á milli landanna. Sin- halar eru mun fjölmennari en Ta- mílar á Sri Lanka og eru ráðandi í stjórnmálalífinu og hernum. Kumaratunga lagði áherslu á að friðurinn myndi auk annars geta skipt sköpum í efnahagslegu tilliti en stríðið kostar stjórnvöld sem svarar 27 milljörðum íslenskra króna á ári. Erlendir fjárfestar sýna einnig lítinn áhuga á landinu vegna átakanna. § . | BALDÝRING | framhaldsnámskeið, y 9. jan., 6. feb., 6. mars, 3. apríl og 1. maí, kl. 17.15-19.15. • kennari - Elínbjört Jónsdóttir | ÞJÓÐBÚNINGASAUMUR f j 24. jan-28. mars þriðjudaga kl. 19.30-22.30 3*. kennari - Vilborg Stephensen HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN NÁMSKEIÐ í JANÚAR OG FEGRÚAR MYNDVEFNAÐUR FYRIR BYRJENDUR 25. jan.-15. mars miðvikudaga kl. 19.30-22.30 kennari - Unnur Jónsdóttir HNAKKTÖSKUR leðurvinna, 25. jan.-22. feb. miðvikudaga kl. 19.30-22.30 kennari - Arndis Jóhannsdóttir BARNAFÖT OG FLÍSFATNAÐUR 25. jan.-1. mars miðvikudaga kl. 19.30-22.30 kennari - Herdís Kristjánsdóttir ALMENNUR VEFNAÐUR 26. jan.-16. feb. mánud.-fimmtud. kl. 19.30-22.30 kennari - Herborg Sigtryggsdóttir KNIPL 26. jan.-16. mars fimmtudaga kl. 19.30-22.30 kennari - Anna Sigurðardóttir LITUN Á HANDUNNUM PAPPÍR 26. jan-9. feb. þriðjud. og fimmtud. kl. 19.30-22.30 kennari - Þorgerður Hlöðversdóttir AÐ SAUMA SAUÐSKINNSSKÓ 28. jan-4. feb. laugardaga kl. 13-16 kennari - Helga Þórarinsdóttir ÚTSKURÐUR 30. jan.-27. feb. mánudaga kl. 19.30-22.30 kennari - Bjarni Kristjánsson BÚTASAUMUR 30. jan-27. feb. mánudaga kl. 19.30-22.30 kennari - Bára Guðmundsdóttir LOPAPRJÓN 7. feb.-7. mars þriðjudaga kl. 20-23 kennari - Ragna Þórhallsdóttir kennt í versluninni Islenskum heimilisiðnaði, Hafnarstræti 3 TÓVINNA 16.feb.-23. mars fimmtudaga kl. 19.30-22.30 kennari - Elínbjört Jónsdóttir J Kennsla fer fram í húsnæði Heimilisiðnaðarfélags íslands ÍLaufásvegi 2. Skráning og frekari upplýsingar í síma 55-17800 milli kl. 13 og 17. mstkiJtme' m VI á” ■A Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, simi 671800 MMC Lancer GLX ’89, brúnsans., sjálfsk., ek. 74 þ. km Gott eintak. V. 675 þús. MMC COIt GLX ’90, blár, sjálfsk., ek. 45 þ. km V. 780 þús. Ford Explorer XL V-6 '91, grænsans., 5 g., ek. 65 þ. mílur. Vandaður jeppi. V. 2.290 þús. Mercedes Benz 190 E ’85, hvítur, ABS, sjálfsk., ek. 211 þ. km. V. 880 þús. Sk. ód. VW Golf Camp ’89, 5 dyra, blár, 5 g., ek. 110 þ. km., álfelgur, sportinnrétting. V. 590 þús. MMC L-300 ’89, 4x4 minibus, 5 g., ek. 126 þ. km. V. 1.190 þús. Fallegur bfll. MMC Pajero langur háþekja bensín ’85, 5 g., ek. 140 þ. km. Mjög gott eintak V: 800 þús. Sk. ód. Suzuki Geo Metro ’92, hvítur, 5 dyra, 5 g., ek. 50 þ.km. V. 620 þús. MMC Pajero Mondeo V-6 (U.S.A. týpa ’89), svartur, sjálfsk., ek. 160 þ. km. Fal- legur jeppi. V. 1.490 þ. Nissan Sunny SLX Sedan ’93, steingrár, sjálfsk., ek. 32 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. V. 1.080 þús. Renault 19 RN ’95, 4ra dyra, silfurgrár, 5 g., ek. 3 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.200 sþús. Renault 19 Chamade ’91, grænn, 5 g., ek. 40 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús. Bílar á tiiboðsverði Peugeot 309 ’87, 4ra dyra, hvítur, 5 g., ek. 44 þ. km. á vél. V. 280 þús. stgr. Citroén AX 11 TRS ’88, 5 dyra, 5 g., ek. 88 þ. km. V. 250 þús. Citroén BX 16 TRS ’85, 5 g., ek. 130 þ. km. V. 195 þús. Nissan Sunny ’85, 5 dyra, 5 g., ek. 107 þ. km. V. 170 þús. stgr. Honda Accord ’82, 4ra dyra, blár, 5 g., ek. 190 þ. km. V. 70 þús. Mazda 323 ’83, 4ra dyra, 5 g., ek. 155 þ. km. V. 130 þús. stgr. M. Benz 230 E ’81, sjálfsk., sóllúga o.fl. Góður bfll. V. 390 þús. Vantar góða bíla á skrá og á stdðinn. Ekkert innigjald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.