Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 29 IIIWQmiÞlafrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ASTANDIÐ í H AFN ARFIRÐI UNDANFÖRNUM mánuðum hafa hvað eftir annað vaknað alvarlegar spurningar um embættisfærslur á bæjarskrifstof- um Hafnarfjarðar í valdatíð Alþýðuflokksins á síðasta kjör- tímabili. Þær athugasemdir hafa m.a. beinzt að fjármálum Listahátíðar Hafnarfjarðar og nú síðustu daga að viðskiptum Hafnarfjarðarbæjar og Hagvirkis-Kletts hf. í skýrslu, sem Löggiltir endurskoðendur hf. hafa tekið saman fyrir bæjaryfirvöld um þessi viðskipti koma fram athugasemdir, sem m.a. beinast að því, að endurskoðendur telja, að 89. grein sveitarstjórnarlaga hafi verið brotin með veitingu ábyrgða til fyrirtækisins. Þær upplýsingar, sem fram komu um samskipti Hafnar- fjarðarbæjar og Listahátíðar Hafnarfjarðar hf. sl. haust og nú um viðskipti bæjarfélagsins og Hagvirkis-Kletts hf. valda því, að draga má í efa að starfshættir og embættisfærslur í æðstu stjórn bæjarfélagsins hafi á umræddu tímabili upp- fyllt þær kröfur, sem bæjarbúar hljóta að gera til kjörinna fulltrúa sinna, sem sitja í bæjarstjórninni. Það er brýnt, að öllum efasemdum sé eytt sem fyrst, að bæjarbúum verði gerð ítarleg grein fyrir því, hvernig fjár- munum þeirra hefur verið ráðstafað og að vinnulag bæjaryf- irvalda sé nú með viðunandi hætti. Þess vegna verða forráða- menn Hafnarfjarðarbæjar að beita sér fyrir því, að niður- staða fáist í þessi álitamál sem fyrst. Það verður að liggja ljóst fyrir, hvort um brot á lögum um sveitarstjórnir er að ræða. Það verður einnig að liggja ljóst fyrir, hvað skattgreið- endur í bænum hafa tapað miklum fjármunum á viðskiptum bæjarfélagsins við einstök verktakafyrirtæki og önnur fyrir- tæki, ef um slíkt er að ræða. Það dugar ekki að fela endur- skoðendum að taka saman skýrslur. Það verður að fást niður- staða í málin, svo að bæjarbúar geti á ný treyst því að vel sé farið með fjármuni þeirra á bæjarskrifstofum. í gærkvöldi benti ýmislegt til þess, að einn af bæjarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins, Jóhann G. Bergþórsson, hygðist hætta þátttöku í núverandi meirihlutasamstarfi í Hafnarfirði og mynda nýjan meirihluta með Alþýðuflokknum. Bæjarfull- trúinn er fyrrum forstjóri þess verktakafyrirtækis, sem Lögg- iltir endurskoðendur hf. fjalla um í skýrslu sinni. Ef þessir aðilar tækju nú upp samstarf er varla við því að búast, að ofangreind málefni fengju sannfærandi afgreiðslu. Það má ekki gerast að sá grunur læðist að nokkrum manni, að nýr meirihluti sé myndaður til að koma í veg fyrir rannsókn á óþægilegum málum. Slíkt væri engum til góðs. VERÐUR KOSNINGUM TIL ALÞINGIS FLÝTT? ÞAÐ VÆRU algjör stefnubrigð núverandi stjórnarflokka að ganga til samninga sem við vissum að myndu ekki færa launþegum neinar raunverulegar kjarabætur, heldur þýða að við værum að kollvarpa grundvelli fyrir áframhald- andi stöðugleika og þar með hagvexti og framförum í þessu þjóðfélagi. Þetta eru orð Jóns Baldvins Hannibalssonar, for- manns Alþýðuflokksins, í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnu- dag. Niðurstaða hans er: „Ef ástandið verður þannig að það verði hér allt logandi í verkföllum til stuðnings slíkum kröf- um [um 25% kauphækkun] þá er einsýnt að það bæri frem- ur að efna til kosninga þannig að það verði kosið um þessar leiðir.“ Það kann að vera of snemmt að taka ákvörðun um það nú að flýta kosningum. Viðræður Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins eru á byjjunarstigi, en í þeim verða væntanlega lagðar meginlínur launaþróunar í landinu næstu misserin. A hinn 'bóginn hefur þegar verið boðað til atkvæða- greiðslu á vegum fjölmennra stéttarfélaga innan ríkisgeirans um verkfall til stuðnings við allt að 25% kauphækkun. Á landsvísu hlyti launastökk af þeirri stærðargráðu að höggva að grunni áframhalda'ndi stöðugleika verðlags og vaxta og tefla samkeppnisstöðu íslenskra atvinnuvega í tví- sýnu. Allir eru sammála um að einhver kauphækkun verði, en þó þannig að hún brenni ekki upp í nýrri verðbólgu heldur sé kaupmáttur launa varinn af raunsæi, en ekki með blekk- ingum. Það gengi með öðrum orðum þvert á baráttuna fyrir hag- vexti og tilurð nýrra starfa í þjóðfélaginu. Þróist málin á hinn versta veg eiga stjórnarflokkarnir alls ekki að útiloka þann kost að flýta kosningum. MALEFNI HAFNARFJARÐARBÆJAR Jóhann G. Bergþórsson ræðir við Alþýðuflokk Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði ræð- ir nú við Alþýðuflokkinn um myndun nýs meiri- hluta. Jóhann G. Bergþórsson hafnar nú bæjarverk- fræðingsembættinu, sem flokksbræður hans segja hafa valdið ágreiningi í upphafi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg HAFNARFJARÐARKRATAR ráða ráðum sínum í Alþýðuhúsinu í gær. Frá vinstri: Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi bæjarstjóri, og bæjarfulltrúarnir Ingvar Viktorsson og Árni Hjörleifsson. Viðræðum haldið áfram við Jóhann FLEST bendir tii þess að meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í Hafnarfirði sé fallinn þar sem Jóhann G. Bergþórsson bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks styður ekki lengur meiri- hlutann og á nú í viðræðum við Al- þýðuflokk um myndun nýs meirihluta. Hann segist ekki lengur sækjast eftir embætti bæjarverkfræðings en ágreiningur um það embætti olli með- al annars trúnaðarbresti milli Jóhanns og annarra bæjarfulltrúa sjálfstæðis- manna. Jóhann átti fundi með bæjarfulltrú- um Alþýðuflokksins á sunnudagskvöld og síðdegis í gærkvöldi. Eftir þann fund sagði hann að meirihlutamyndun væri mjög skammt á veg komin. „Það þarf mikið að ræða saman áfram ef niðurstaða á að nást,“ sagði Jóhann. Hann sagði fyrr um daginn að sam- komulag væri um að framkvæma það, sem í meginatriðum væri eftir stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins. „Það á að fylgja því eftir að skera niður rekstrar- útgjöld í stað þess að halda þeim óbreyttum eða auka þau eins og í núverandi fjárhagsáætlun. Einnig er gert ráð fyrir að standa við samn- inga, sem gerðir hafa verið við félög og aðila úti í bæ. Þar á ég til dæmis við skátafélagið Hraunbúa. Við það var búið að gera skriflegan samning, sem ekki er staðið við í núverandi fjár- hagsáætlun, um byggingu skátaheim- ilis,“ sagði Jóhann. Hann sagði að alltént yrði mynd- aður nýr meirihluti í bæjarstjóm Hafnarfjarðar, „hvort sem það verður meirihluti minn og Alþýðuflokksins, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks eða núverandi sjálfstæðismanna og Al- þýðuflokks, það veit ég ekkert ura." Jóhann sagðist þó telja líklegra en ekki að hann myndaði meirihluta með Alþýðuflokknum. Aðspurður hvaða skiiyrði hann hefði sett fram í viðræðunum, sagðist Jóhann vilja að þau mál fengju braut- argengi, sem sjálfstæðismenn settu á oddinn, og að fylgt yrði eftir þeim kröfum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði sett fram í viðræðum við Alþýðu- bandalagið á sínum tíma. Bæjarverkfræðingsstaðan Jóhann sagðist ekki lengur sækjast eftir bæjarverkfræðingsembættinu í Hafnarfirði, þrátt fyrir að hafa áður í samtölum við fjölmiðla haldið því fram að hann væri hæfur til að gegna því. „Þegar endurskipulagningu á starfínu er lokið verður staðan bara auglýst og reynt að ráða í hana hæf- an mann. En það verður ekki ég,“ sagði hann. Aðspurður um ástæðuna sagði Jó- hann: „I samkomulagi núverandi meirihluta er kveðið á um að ég hafi kost á að fara í þetta ef ég óski eft- ir, að lokinni endurskoðun. Það var ekki að mínu frumkvæði. Ég er nú tímabundið atvinnulaus, þannig að ég óskaði eftir því. Því var hafnað að standa við þetta samkomulag, og það var í prinsippinu þess vegna sem ég sagði nei. Eg hef aldrei hugsað mér að vera einhver embættismaður ti! langframa." Gangi Jóhann til samstarfs við Al- þýðuflokkinn verður hann að hafa varamann, svo að nýr meirihluti verði starfhæfur. Þann varamann má hann velja af lista Sjálfstæðisflokksins. Jó- hann sagði að ekki væri búið að ganga frá því að neinn af D-lista myndi fylgja honum. „En það eru allar líkur á að það geti orðið ef til þess kemur,“ Tók þátt í gerð fjárhagsáætlunar Magnús Gunnarsson oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar segir það koma á óvart að Jóhann G. Bergþórsson sé andvígur þeirri fjárhagsáætlun sem hefur verið í undirbúningi. Jóhann hafi tekið þátt í gerð tekjuhliðar fjárhagsáætlunar- innar, sem var samþykkt í byijun desember. „Hann tilkynnti mér síðan, eftir að hafa gert um það kröfu að fá staðfest- ingu á að hann yrði bæjarverkfræð- ingur, að hann myndi ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi, þar á meðal vinnu að fjárhagsáætlun, fyrr en þessi mál hans varðandi bæjarverkfræðing- inn yrðu ljós. Hann hefur aldrei gert ágreining við okkur um fjárhagsáætl- unina,“ sagði Magnús. Ágreiningur hefur verið milli Jó- hanns og annarra bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um hvort Jóhann gæti gegnt embætti bæjarverkfræðings og verið fulltrúi í bæjarstjóm og bæjar- ráði á sama tíma. „Við tókum þá ákvörðun að það gengi ekki, og við styðjumst þar við lögfræðiálit sem ég hef undir höndum. Ég held að við í Sjálfstæðisflokknum séum ekki tilbúnir til að selja sannfær- ingu okkar fyrir áhrif og völd og erum því tilbúnir að fara í minnihluta,“ sagði Magnús. Samið var um það við myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags í vor, að Jóhann fengi embætti bæjarverkfræðings. Magnús Gunnarsson sagði að það hefði alla tíð verið skýrt í sínum huga, að Jó- hann gæti ekki jafnframt verið bæjar- fulltrúi og Jóhann hefði ekki haft til- efni til að halda annað. „Það var ekk- ert í þessu samkomulagi sem kveður á um að hann skuli jafnframt vera bæjarfulltrúi,“ sagði Magnús. Ótal dæmi Jóhann sagði að ef beita ætti lög- fræðimati um að bæjarverkfræðingur mætti ekki vera í bæjarstjórn, færi að þrengja að bæjarstjórum, sem sætu í bæjarstjórnum og greiddu atkvæði um öll sín eigin mál. „Það eru ótal dæmi um að bæjarverkfræðingar sitji í bæjarstjórn. A síðasta kjörtímabili var það í Höfn í Hornafirði, það hefur verið í Kópavogi, á Akureyri og vítt um landið. Bæjarritarar og aðrir stjórnendur hafa setið í bæjarstjórn- um. Hér hefur yfirmaður skólasviðs bæjarins, Ellert Borgar Þorvaldsson, setið í bæjarstjórn. Við höfum haft skólastjóra, sem sækja allt, sem lýtur að rekstri skólanna, til bæjarins þótt þeir þiggi laun frá ríkinu og sitja samt í bæjarstjóm athugasemdalaust. Ég hugsa að ef Magnús Gunnarsson hefði verið verkfræðingur og sótt um stöð- una, hefðu engar athugasemdir verið gerðar við það. Þetta virðist fyrst og fremst vera spurning um persónur. Það er það eina persónulega í þessu,“ sagði Jóhann. Hótað með skýrslu Aðspurður hvort afstaða hans réð- ist að einhveiju leyti af tregðu sam- flokksmanna hans að samþykkja að hann yrði bæjarverkfræðingur, jafn- framt því að sitja í bæjarstjórn, sagði Jóhann: „Hin raunverulega saga máls- ins er sú að í meirihlutaviðræðunum lágu fyrir umsóknir um bæjarverk- fræðingsembættið frá níu aðilum. Það hafði ekki tekist að úthluta því starfi á tíma fyrri meirihluta. Alþýðubanda- lagsmenn vildu nota það sem söluvöru í samningaviðræðum, en ég hafnaði því alfarið. Þarna er verið að ráða sérfræðing, en ekki verið að setja kennara eða bókara í framkvæmda- stjórastöðu, eins og varðandi ráðningu í bæjarstjóraembætti. Þeir hefðu hvort sem er ekki komið til greina í starflð. Ég lagði megináherslu á að farið yrði í endurskoðun á þessu starfi, rekstri áhaldahúss og öðru, og síðan yrði staðan auglýst. Að frumkvæði bæjar- fulltrúa úr báðum flokkum var settur inn sá valkostur að ég mætti, ef ég vildi, taka starfíð, og það var byggt á því að það liggja fyrir auglýsingar og umsóknir. Þar var ég metinn hæfastur til starfans af allra flokka kvikindum, held ég. Þegar á þetta reynir, eins og annað, víkjast menn undan. Það má því segja að þetta sé dropinn, sem fyllti mælinn. Það sem olli því að út úr flóði var þegar átti að fara að sýna mér einhveija skýrslu, sem yrði birt ef ég yrði ekki góður.“ Jóhann vísar þarna í skýrslu sem Löggiltir endurskoðendur hf. unnu fyrir bæjaryflr- völd Hafnarfjarðar um viðskipti Hagvirkis-Klétts hf. sem var í eigu Jóhanns, og Hafnarfjarðarbæ á síðasta kjörtímabili. „Mér var sýnd skýrsla og sagt að hún yrði birt ef ég yrði ekki góður, þótt það væri ekki nákvæmlega með þessum orðum. Ég hef ekkert að fela í þessari skýrslu og læt ekki kúga mig þannig,“ sagði hann. Magnús Gunnarsson vísaði þessu á bug og sagði af og frá að reynt hafí verið að hóta Jóhaanni með umræddri skýrslu. Jóhann sagði að skýrslan um við- skipti bæjarsjóðs og Hagvirkis-Kletts hefði engin áhrif á sig. „Þetta er ein- hliða skýrsla, þar sem vantar alveg sjónarmið fyrirtækisins, sem ég reyndar stýri ekki lengur því að það er gjaldþrota og í höndum skipta- stjóra. Mér finnst það ekki bera vott um trúnað að starfa svona,“ sagði Jóhann. Engin þversögn Hann sagðist ekki telja neina þver- sögn í því fólgna að ná fram stefnu- miðum Sjálfstæðisflokksins með því að ganga til samstarfs við alþýðu- flokksmenn. „Þegar meirihlutavið- ræðurnar voru í gangi, þar sem odd- viti okkar afhenti Alþýðubandalaginu bæjarstjórastólinn án þess að þörf væri á því, var ljóst á fundi okkar Magnúsar með fulltrúum Alþýðu- flokksins að þeir gáfu okkur betri skilyrði til að framfylgja okkar stefnu- málum, fleira nefndafólk og hvaðeina. Það var þara ekki vilji fyrir samstarfí við þá af því að það var búið að gefa einhver loforð fyrirfram." Jóhann sagðist því telja sig eiga heima í Sjálfstæðisflokknum. „Ég held reyndar að það sé álit margra sjálfstæðismanna hér í Hafnarfirði að það sé ekki meiri sjálfstæðismaður í bænum en ég. Það er alveg ljóst að á þessum fundum sjálfstæðismanna, sem mér hefur náðarsamlegast verið boðið að koma á, hefur það sýnt sig að ég hef ekki minna fylgi en hinir.“ Magnús Gunnarsson vísaði því á bug að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki komið stefnumálum sínum á framfæri í meirihlutasamstarfinu með Alþýðubandalagi. „Við höfum for- mann bæjarráðs og forseta bæjar- stjórnar. Við erum með formennsku og fleiri fulltrúa en Alþýðubandalagið í öllum þungaviktarnefndum og ég sé ekki að Jóhann vinni stefnumálum Sjálfstæðisflokksins betur með því að vera einn í samstarfi við Alþýðuflokk- inn,“ sagði Magnús. Tilgangslaust karp Fundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Hafnarfirði, sem haldinn var á sunnudag, ræddi þá stöðu, sem upp var komin, að Jóhann G. Bergþórsson sagðist hættur stuðningi við núver- andi meirihlutasamstarf. Á fundinum, þar sem mættir voru 42 fulltrúar, lagði Árni Sverrisson fram tillögu um stuðning við Magnús Gunnarsson, oddvita flokksins í bæjarstjóm. Ellert Borgar Þorvaldsson bæjarfulltrúi lagði fram breytingartillögu, sem var samþykkt og er svohljóðandi: „Fundarmenn lýsa yfir eindregnum stuðningi við áframhaldandi meiri- hlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalags í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar og við þau áform meirihlut- ans að koma reglu á fjármál og rekst- ur Hafnarfjarðarbæjar. Fundurinn skorar á bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að þetta meirihlutastarf megi halda.“ Þórarinn Jón Magnússon, formaður fulltrúaráðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að fráleitt væri að túlka ályktun fundarins sem stuðningsyfir- lýsingu við Jóhann Bergþórsson eða sem svo að ekki væri stuðningur við oddvita listans. „Það segir þama bara skýrt að við styðjum áframhaldandi samstarf meirihlutans eins og hann er skipaður í dag,“ sagði hann. „Það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi." Þórarinn Jón og formenn sjálfstæð- isfélaganna fjögurra í Hafnarfírði gengu að fundinum loknum á fund Jóhanns G. Bergþórssonar og afhentu honum ályktunina. „Við vildum að fram kæmi að flokkurinn vildi halda áfram sáttaviðræðum við hann. Að lokum höfðum við velt upp okkar mati á öllum möguleikum í stöðunni, án þess að við hefðum þó umboð til að semja við Jóhann,“ sagði Þórarinn. „Það var sama hvað nefnt var, hann lýsti því alltaf yfír að hann treysti sér ekki til að setjast niður ineð öðrum bæjarfulltrúum, af því að hann treysti þeim ekki lengur. Hann blés af allt, sem borið var á borð fyrir hann sem hugsanlegar sáttaumleitanir. Eins og hann tók til orða: „Frekara karp er tilgangslaust.““ Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins hittist í gær á fundi og var það að sögn Þórarins hefðbundinn fundur til undirbúnings bæjarstjórnarfundi, sem boðaður er í dag. FUNDUR aðal- og varabæjarfull- trúa Alþýðuflokksins í Hafnar- firði, sem haldinn var í gær, sam- þykkti að halda áfram viðræðum flokksins við Jóhann G. Berg- þórsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Ingvar Viktorsson, oddviti Alþýðu- flokksins í bæjarstjórninni, segir [jóst að ekki sé starfhæfur meiri- hluti í bænum og það sé skylda Alþýðuflokksins að reyna að mynda nýjan. „Ef málið er eins og talað hef- ur verið um, að Jóhann muni ekki vinna með Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðubandalag- inu, er enginn grundvöllur fyrir meirihluta í Hafnarfirði nema Alþýðuflokkurinn komi þar ná- lægt,“ sagði Ingvar. „Jóhann Gunnar hafði við okkur sam- band, en Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur hafa ekki haft samband, að minnsta kosti ekki ennþá.“ Ingvar sagði að samtöl alþýðu- flokksmanna við Jóhann gæfu tilefni til að ætla að þeir gætu náð saman. „Ég held að það sé ekkert í veginum fyrir því,“ sagði hann. Að loknum fundi þriggja efstu manna á lista Alþýðuflokksins með Jóhanni í gærkvöldi sagði Tryggvi Harðarson, bæjarfull- trúi, að áfram hefði verið rætt saman og því yrði haldið áfram á næstu dögum. Alþýðuflokkur- inn væri ekki að kanna aðra möguleika á meirihlutamyndun en með Jóhanni. Tryggvi sagði að á þessum fundi hefði ekki verið rætt um annað varðandi embætti bæjar- verkfræðings en að það yrði aug- lýst að nýju. Ljóst væri að Jóhann G. Bergþórsson sæktist ekki eftir því. Guðmundur Árni bæjarstjóri? Sá orðrómur var á kreiki í Hafnarfirði í gær að Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, myndi taka við bæjarsljóraemb- ættinu að nýju ef Alþyðuflokkur- inn myndaði meirihluta með Jó- hanni Bergþórssyni. Guðmundur Árni sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði ekki heyrt þetta og vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi það koma til greina. Hann sat fund forystu- manna Alþýðuflokksins í gær og sagðist koma að málinu eins og hver annar flokksmaður. * Magnús Jón Arnason bæjarstjóri um breytingarnar í bæjarpólitíkinni Bæri skylda til að taka þátt í nýjum meirihluta MAGNÚS JÓN Árnason bæjarstjóri Hafn- arfjarðar segir að Alþýðubandalaginu hafi ekki verið boðið upp á samstarf við Alþýðuflokk en bæjarfulltrúum beri skylda til að þjóna sveitarfélaginu og skylda til að mynda starf- hæfan meirihluta. „Það gæti þar af leiðandi kom- ið til þess á seinni stigum að rætt verði um þessa hluti,“ sagði hann. í dag er boðaður aukafundur í bæjarstjórn, þar sem taka á fjárhagsáætlun bæjarins til afgreiðslu en búist er við að borin verði upp tillaga af hálfu Alþýðuflokks um að fresta fundinum. Magnús Jón segir það sorglegt hvernig komið sé fyrir Jóhanni G. Bergþórssyni. Hann segir að núverandi meirihluti að undanskildum Jóhanni G. væri enn að stýra bænum eftir bestu getu en berlegt væri að Alþýðuflokkurinn og Jóhann G. Bergþórsson væru að ræða saman. „Þetta er sjálfsagt ósköp venjulegur sölusamn- ingur,“ sagði hann. „Ég á alveg eins von á að þeir myndi meirihluta en ég á eftir að sjá hvaða maður af lista Sjálfstæðisflokksins er tilbúinn til að verða varamaður Jóhanns Gunnars. Ég get ekki séð að um klofning sé að ræða í Sjálfstæðis- flokknum. Þetta er einn maður sem er farinn. Við því er ekkert að gera. Hann setur hagsmuni sína ofar hagsmunum flokksins og reyndar offrar hann hagsmunum Hafnfirðinga.“ Löggiltir endurskoðendur hf. hafa skilað skýrslu um viðskipti Hagvirkis-Kletts og Hafn- arfjarðarbæjar árin 1992-1994 meðan Alþýðu- flokkurinn var við stjórn í bænum. Telja endur- skoðendurnir meðal annars að sveitarstjórnarlög hafi verið brotin þegar bærinn veitti Hagvirki- Klett ábyrgðir sem ekki voru nægilega tryggðar. íhuga að kæra Magnús Jón Árnason sagði að eftir væri að meta hvort leggja bæri fram kæru til félagsmála- ráðuneytisins vegna ábyrgðanna sem Hagvirki- Klettur fékk. Ef slík kæra yrði lögð fram teldi hann eðlilegt að Rannveg Guðmundsdóttir félags- málaráðherra viki sæti þegar dæma ætti í málinu. Magnús Gunnarsson formaður bæjarráðs Hafn- arfjarðar segir að menn muni gefa sér góðan tíma til fara vel yfir endurskoðunarskýrsluna. „Við förum síðan þá leið sem við teljum réttasta." sagði Magnús. „En það er ljóst, að það sem við höfum verið að fá upp á borðið undanfarið er óskaplegur áfellisdómur á stjórn Alþýðuflokksins í bæjarfélaginu,“ sagði hann. Eftir að hafa lesið skýrslu endurskoðendanna sagðist Magnús Jón Árnason ekki sjá betur en að nýta ætti þau tengsl á ný sem þar kæmu fram. Það ætti ekki að koma neinum á óvart ef af myndun slíks meirihluta yrði að Verkfræðiþjón- usta Jóhanns G. Bergþórssonar yrði þá í allnokkr- um verkum fyrir bæinn. „Miðað við skýrslu End- urskoðenda hvarflar að mér að þarna sé líkur að sækja líkan heim,“ sagði Magnús Jón. „Það hefur og vakið furðu niína hversu áberandi 22. maður á lista Alþýðuflokksins hefur verið og 3. maður haft' sig mikið í frammi. Það er ekki fyrr en núna í seinni tíð sem örlar & fyrsta manni á listan- um,“ sagði Magnús Jón. í 22. sæti á lista Alþýðu- flokks var Guðmundur Árni Stefánsson fyrrver- andi bæjarstjóri. Engin mótmæli við fjárhagsáætlun Magnús Jón sagði að þegar fjárhagsáætlunin hafi verið lögð fram hafí Jóhann G. Bergþórsson ekki hreyft mótmælum en Ingvar Viktorsson hafi boðað breytingatillögur Alþýðuflokksins sem væri eðlilegt. „Eins og Friðrik Sophusson hefur réttilega bent á þá var Jóhann Gunnar búinn að samþykkja alla tekjuliði fjárhagsáætlunarinnar og hann var einnig búinn að sitja fyrstu fundi við gerð fjárhagsáætlunar þar sem við lögðum meginlínur,“ sagði Magnús Jón. „Nú talar hann um að spara frekar til þess að geta fengið aukn- ar tekjur til framkvæmda. Ég sé það ekki ganga upp.“ Jóhann G. Magnús Bergþórsson Gunnarsson Innanflokksátök Var hótað að skýrsla Seljum ekki sann- yrði birt ef ég yrði færingu okkar fyrir ekki góður áhrif og völd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.