Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 41 FRÉTTIR MOOD Swing leikur á Kringlukránni. Mood Swing á Kringlukránni JAZZKVARTETTINN Mood Swing kemur fram á Kringlukránni 11. janúar næstkomandi en kvart- ettinn lék þar í síðustu viku við góðar undirtektir. Kvartettinn heldur héðan af landi 17. janúar nk. Mood Swing leikur í Ránni í Keflavík 12. janúar og á Hótel Borg laugardaginn 14. janúar. Þá kemur kvartettinn fram á Hótel Selfossi 15. janúar sem verða síð- Jazzsöngur í Gerðubergi SÖNGKONURN- AR Jenný Gunn- arsdóttir' og íris Guðmundsdóttir halda jazztón- leika í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld, þriðjudags- kvöld. Þær flytja þekkta jazzstand- arda í anda Ellu Fitzgerald, Sara Vaughan og fl. Íslensk-bandaríski kvartettinn Mood Swing leikur undir. Jenný stundaði nám við Söng- skólann í Reykjavík, Tónlistar- skóla FÍH og við Berklee College of Music í Boston. íris stundaði einnig nám við Tónlistarskóla FÍH og hefur sungið bæði jazz og gospel í mörg ár. Mood Swing skipa Amanda Monaco, Russell Meissner, Todd Grunder og Sunna Gunnlaugsdóttir en þau eru stödd hgér á landi við tónleikahald en halda utan 17. janúar nk. Tónleik- arnir hefjast kl. 21. ustu tónleikar hans hér á landi. Kvartettinn skipa Amanda Monaco, Russell Meissner, Todd Grunder og Sunna Gunnlaugsdótt- ir. Sunna stundar nám við jazz- deild William Paterson College í New Jersey þar sem hún kynntist meðspilurum sínum. Kvarettinn mun leika þekkta jazzstandarda og bebop og hefjast tónleikamir á Kringlukránni ki. 21.30. Athugasemd vegna „Gettu betur“ RUV greiðir kostnað í FRAMHALDI af umfjöllun í fjöl- miðlum um hinn vinsæla dag- skrárlið Ríkisútvarpsins, Útvarps og Sjónvarps, Gettu betur — spurningakeppni framhaldsskól- anna, telur stofnunin nauðsynlegt að koma nokkrum atriðum á framfæri. Ríkisútvarpið greiðir fargjald og gistingu fyrir keppnislið og liðsstjórn auk 35-70 þús. kr. styrks til viðkomandi skólafélags í hvert sinn sem keppnislið þurfa að ferðast um langan veg vegna kepjpninnar. A liðnum árum hefur sjón- varpsupptaka vegna keppninnar iðulega farið fram utan höfuð- borgarinnar, en þar eð Sjónvarpið á einungis einn upptökubíl, er ekki alltaf hægt að koma notkun hans við úti á landi vegna veðurs eða ófærðar, eða líkum á að slíkt muni teppa bílinn á viðkomandi stað. Ríkisútvarpið harmar að tíu framhaldsskólar skuli ekki sjá sér fært að taka þátt í keppninni á þessu ári, en hefur þegar stigið skref í þá átt að fyrirbyggja að slíkt þurfi að endurtaka sig á næsta ári og haft samráð við for- ystumenn Félags framhalds- skólanema og fulltrúa skólanna tíu þar að lútandi. Kynningar- dagar í Gjábakka STARFSEMI síðari hluta vetrar- ins í Gjábakka, sem er félags- og tómstundamiðstöð eldri borg- ara í Kópavogi, verður kynnt dagana 11. og 12. janúar. Kynn- ingin hefst kl. 14 báða dagana. Á miðvikudag kynnir Félag eldri borgara í Kópavogi starf- semi sína. Einnig verða kynntar utanlandsferðir á vegum Lands- sambands aldraðra. Á fimmtu- dag kynnir Frístundahópurinn Hana nú starfsemi sína. Einnig verður námskeið á vegum Gjá- bakka kynnt sama dag og byrjað að innrita á þau. Þá mun forstöðumaður Gjá- bakka kynna starfsemina í hús- inu fram til vors. Nýjar hug- myndir um starfsemina eru vel þegnar. Leiðsögn við lestur Biblíunnar FJÖGURRA kvölda námskeið á vegum Leikmannaskóla þjóð- kirkjunnar hefst í kvöld. Nám- skeiðið ber yfirskriftina: Leiðsögn við lestur Biblíunnar. Sr. Sigurður Pálsson hefur umsjón með nám- skeiðinu. Leitast verður við að kynna Biblíuna, sem safn ólíkra rita. Markmiðið er að öðlast skilning á sögusviði og aðstæðum þegar ritin eru skrifuð. Þá verða kynnt- ar ólíkar lestraraðferðir og ef tími vinnst til verður farið yfir í eitt ritanna að vali þátttakenda. Upplýsingar og skráning í námskeiðið fer fram á fræðslu- deild þjóðkirkjunnar, Biskups- stofu Laugavegi 31, s. 621500. Jenný Gunnars- dóttir 52 milljónír til starfsmenntunar STARFSMENNTASJÓÐUR fé- lagsmálaráðuneytisins úthlutaði á síðasta ári styrkjum að fjárhæð 52.378.602 kr. og skiptust þeir á eftirfarandi hátt milli aðila: Bílgreinasambandið: Veittur styrkur kr. 590.000. Eftirmenntun bílgreina: Veittur styrkur kr. 2.000.000. Ferðamálasamtök Vest- ljarða: Veittur styrkur kr. 645.000. Félag fótaaðgerðafræðinga: Veittur styrkur kr. 200.000. Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna: Veittur styrkur kr. 595.000. Flugvirkjafélag ís- lands: Veittur styrkur kr. 1.000.000. Fræðslunefnd félags- málaráðuneytisins vegna Starfs- mannafélags ríkisstofnana: Veittur styrkur kr. 4.442.476. 'Fræðsluráð byggingariðnaðarins: Veittur styrk- ur kr. 3.078.000. Fræðsluráð hótela- og veitinga- greina: Veittur styrkur kr. 847.000. Fræðsluráð málmiðaðarins: Veittur styrkur kr. 2.000.000. Grindavíkur- bær, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Ferðamálafélag Grindavikur: Veittur styrkur kr. 110.000. Iðn- skóiinn í Reykjavík og Landssamtök sláturleyfishafa: Veittur styrkur kr. 1.405.000. Iðntæknistofnun ís- lands: Veittur styrkur kr. 3.350.000. Leiðsöguskóli íslands: Veittur styrkur kr. 912.000. Lista- safn íslands og Þjóðminjasafn ís- lands: Veittur styrkur kr. 1.200.000. Menningar- og fræðslu- samband Alþýðu: Veittur styrkur kr. 5.300.000. Múrarasamband ís- lands, Múrarafélag Reykjavíkur og Múrarameistarafélag Reykjavíkur: Veittur styrkur kr. 498.000. Nýi hárskólinn: Veittur styrkur kr. 650.000. Prenttæknistofnun: Veittur styrkur kr. 1.912.000. Rafiðnaðar- skólinn: Veittur styrkur kr. 3.000.000. Ríkisspítalar: Veittur styrkur kr. 727.750. Samstarfs- nefnd um starfsmenntun verslunar- fólks: Veittur styrkur kr. 3.990.000. Samstarfsnefnd um verslunar- menntun: Veittur styrkur 1.790.000. Samtök iðnaðarins: Veittur styrkur kr. 440.000. Starfs- fræðslunefnd fyrir iðnverkafólk: Veittur styrkur kr. 3.248.376. Starfsmannafélag Akraness: Veitt- ur styrkur kr. 555.000. Starfs- mannfélagið Sókn: Veittur styrkur kr. 335.000. Starfsþjálfun fatlaðra: Veittur styrkur kr. 666.000. Verka- kvennafélagið Framtíðin: Veittur styrkur kr. 1.279.000. Verka- kvennafélagið Framsókn: Veittur styrkur kr. 626.000. Verkamanna- samband íslands: Veittur styrkur kr. 1.500.000. Verslunarmannafé- lag Austurlands: Veittur styrkur kr. 775.000. Vélstjórafélag íslands: Veittur styrkur kr. 2.212.000. Öku- kennarafélag íslands: Veittur styrkur kr. 500.000. -----♦—».------ Fundur um barna- verndarmál FÉLAGIÐ Fjölskylduvernd heldur borgarafund um barnaverndarmál í Langholtskirkjku í kvöld, þriðju- dagskvöld. Yfirskrift fundarins, sem hefst klukkan 20.30 er „Barnaverndarmál á íslandi og starfsemi félagsmála- stofnana að barnaverndarmálum.“ Sérstakir gestir fundarins verða Aðalsteinn Jónsson og Sigrún Gísla- dóttir. Samtökin Heimili og skóli Börnin verði ekki bitbein í kjaradeilu kennara o g ríkis LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli hafa sent frá sér ályktun þar sem lýst er „alvarlegum áhyggjum vegna yfirvofandi röskunar á skólagöngu 60 þúsunda nemenda í grunn- og framhaldsskólum. Foreldrar geta ekki sætt sig við að börn verði enn á ný bitbein í kjaradeilu kennara og ríkisvalds.“ í ályktuninni segir: „Helsta hags- munamál foreldra og barna er góður skóli. Eitt af frumskilyrðum til þess að bæta skólastarfið er að endur- skoða frá grunni löngu úrelt fyrir- komulag s.s. kennslutíma skóla, starfsdaga kennara og hámarks- Ijölda í bekkjardeildum. Krafa okkar er einsetinn grunn- skóli þar sem kennari hefur umsjón með einum bekk og getur helgað sig kennslustarfinu eingöngu enda er það ein helsta forsenda fyrir árangri í skólastarfi. Reynsian sýnir að á þeim slóðum þar sem tekist hefur að einsetja skóla, m.a. með tilheyrandi breyting- um á vinnutíma kennara og fjölgun kennsiustunda, ríkir almenn ánægja hjá foreldrum og nemendum. Ríkisstjórnin hefur mótað menntastefnu í takt við kröfur nú- tímans og lagt fram lagafrumvarp um einsetinn skóla. Þessu hafa for- eldrar fagnað en jafnframt spurt hvernig því frumvarpi yrði fylgt eft- ir. Stjórnvöld geta nú sýnt vilja sinn í verki með því að stíga þau skref sem nauðsynleg eru s.s. að semja um breyttan vinnutíma kennara. Kennarar verða að ganga með opnum hug til slíkra samninga enda er þeim að fullu ljóst að það óbætan- lega tjón sem getur orðið á skóla- göngu þúsunda barna ef til verkfalla kemur. Öll umræða um verkföll í skólum hefur neikvæð áhrif á skólastarfið og skapar kvíða og óróleika hjá nem- endum. Málið þolir enga bið, samn- ingaaðilar þurfa að vinna hratt og skipulega til þess að koma megi í veg fyrir óbætanlegan skaða. Landssamtökin Heimili og skóli taka undir áskorun frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, um að stjórnvöld setji menntamálin i forgang. Þetta mál er prófsteinn á þann vilja.“ VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA 3. 4af 5 135 4. 3of 5 4.106 UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 4.811.760 70.500 6.300 480 Heildarvinningsupphæð: 8.126.640 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR VINNINGASKRÁ BINGÓLOTTÓ Útdráttur þann: 7. janúar, 1995 Bingóútdráttur: Ásinn 50 69 73 38 13 57 53 24 33 63 25 1 20 31 55 46 52 7 EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA ÍOOO KR. VÓRUÚTTEKT. 10173 10533 11036 11514 11750 12116 12275 13194 13540 13899 14053 14176 14634 10206 10537 11156 11569 11903 12162 12435 13412 13590 13909 14122 14259 14672 10343 10586 11193 11666 12004 12170 12984 13425 13593 13971 14123 14556 10372 10911 11196 11741 12053 12250 12991 13509 13733 14034 14147 14557 Bingóútdróttur: Tvisturinn 69 37 52 43 14 66 44 28 35 36 65 53 10 41 26 60 22 8 EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10149 10668 10934 11442 11820 12426 12485 12773 1324113683 14216 14384 14878 10264 10873 11106 11508 12275 12466 12607 12798 13319 13726 14341 14488 14909 10512 10888 11216 11669 12318 12467 12721 12811 13327 13918 14372 14572 10649 10898 11220 11732 12380 12481 12751 13053 13612 14087 14381 14796 Bingóútdrlíttiir: hristurinn 59 7 11 53 75 8 36 28 69 24 31 43 3 9 6 72 25 50 EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10062 10514 11307 11564 11951 12203 12765 13316 13617 14094 14607 14736 14845 10188 10586 11321 11665 11999 12473 12911 13434 13872 14310 14618 14771 14898 10235 10620 11457 11704 12019 12556 13143 13441 13906 14526 14692 14772 10393 11008 11529 11929 12055 12632 13229 13612 14073 14555 14699 14778 Lukkunúmen Ásinn VINNNINGAUPPIIÆÐ ÍOOOO KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ HABITAT. 13312 12503 13460 Lukkunúmen Tvisturinn VlNNNINGAUPI’llÆI) 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ JC l’ENNEY. 13960 13985 13607 Lukkunúmer: I’risturinn VINNNINGAUPI’UÆO ÍOOOO KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ NÓATÚN. 11163 14557 10652 Aukavinningur VINNNINGAUPPIIÆI) 60000 KR. FERÖAVINNINGUR FRÁ FLUGLEIÐUM. 14733 Lukkutúólið Röð-,0195 Nr:14212 Bflastiginn Röö:0193 Nr: 14906 Vinningar greiddir út frá og mcö þriöjudegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.