Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 53
u I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 53 I I I J I I j I » I ) « I I 3 j ' I? » » 9 » ÍÞRÓTTIR UNGLINGA/ ÞOLFIMI ... * m&SBm ] 1 l , Þolfimihópurinn hjá Aerobic sport sem æffr að kappl fyrir íslandsmótið. Fremst á myndinnf er þjálfarinn Unnur Pálmarsdóttir. Þurfum að æfabetur Við erum búnar að fullklára æfing- arnar okkar en við þurfum að æfa hana betur. Þetta verður í fyrsta skipti sem við sýnum einar og við eigum örugglega enga sigurmögu- leika," sagði Guðrún Elfa Gunnars- dóttir sem var ásamt vinkonu sinni Öldu Ægisdóttir að æfa fyrir íslands- mótið í þolfimi. „Við erum búnar að æfa í flóra mánuði en við vorum átta eða níu stelpurnar úr Hamrahlíðarskólanum sem byijuðum á svipuðum tíma. Vinkonurnar sögðu að líklega væri hægt að telja eróbikk dýrt sport en unglingaþolfimin væri á góðu verði. „Við borgum 2900 krónur fyrir mán- uðin og höfum æft nær daglega að undanförnu." Það þarf að huga að mörgu þegar tekið er þátt í íslandsmóti og stúlk- urnar sögðu að flestir fengu plötu- snúða til að finna fyrir sig lög til að sýna eftir. Hugmyndir af æfingunum geta sem komið með ýmsu móti, t.d. með því að horfa á myndbönd frá erlendum mótum. - En skyldi þeim finnast vera einhver munur á kynjunum í þessari íþrótta- grein? „Jú, strákarnir eru mikið sterkari en stelpurnar eiga miklu betra með að ná sporum og takti. * íþróttagrein sem nýtur sífellt meirí vinsækla ÞOLFIMI er íþróttagrein sem er að sækja í sig veðrið ekki síst hjá unglingunum. Um þrjá- tíu unglingar hafa æft stíft sfð- ustu mánuðina í líkamsræktar- stöðinni Aerobic sport og margir þeirra ætla sér að keppa á íslandsmótinu um næstu helgi. Morgunblaðið leit við á æfingu hjá hópnum sl. laugardag og ræddi við unglinga og leiðbein- andann Unni Pálmarsdóttir sem hefur haft í nógu að snúast síðustu mánuði við að aðstoða áhugasama keppendur við æfingar. Unnur þekkir mjög vel til í þol- fimi og hún varð íslandsmeistari kvenna í þessari grein á síðasta ári. Hún tekur ekki þátt í mótinu um næstu helgi vegna meiðsla í hné. Mikill áhugi „Segja má að þetta hafi verið hálfgerðar æfingabúðir á síðustu tveimur vikum. Æft hefur verið nær daglega frá tólf til fjögur á daginn og áhuginn er mikill. Krakkarnir eru líka mjög skemmti- legir og tímarnir eru oft á léttu nótunum. Stundum snúast þeir upp í grín og þá getur verið erfitt að einbeita sér,“ sagði þjálfarinn. Stutt er þó í alvöruna enda ligg- ur mikil vinna að baki sýningu í þolfimi. Keppendur þurfa að finna upp fjölbreyttar æfingar og láta þær falla að tónlistinni sem þeir velja sér með æfingunum. Góð útrás „Það eru margir sem vilja ekki vera í boltaíþróttunum og þau geta fengið góða útrás í þolfiminni. Flestir krakkarnir eru mjög efnileg- ur og nokkrir eiga framtíðina fyrir sér. Hver veit nema einhveijir þeirra eiga eftir að keppa á Ólymp- íuleikunum síðar meir,“ sagði Unn- ur en þolfimin verður líklega sýn- ingargrein á Ólympíuleikunum á næsta ári. Mætti skípta í tvo hópa Margir hafa náð góðri leikni í þessari íþrótt og það fer því að verða nauðsynlegt að bjóða upp á grunntíma því það getur verið erf- itt fyrir þá sem eru nýbyijaðir að standast þeim vanari snúning. Nokkuð er um að fólk sem byijar í þessari íþrótt gefist upp en aðrir hafa þolinmæði og komast yfir byijunarörðugleika. Fré Sýningu þolfimlhóps Aerobic-sport í Laugardalshöll Helga Slf Halldórsdóttlr með frumlegar armbeygjur. Sérkennilegar armbeygjur Ólafur Pálsson, Halldór Óskar Gestsson og Birkir Hjálmarsson. íþrótt sem krefst snerpu „Þetta er góð íþrótt til að koma sér í form en hún kallar á mikla snerpu ef maður ætlar að verða góður í henni,“ var samdóma álit félaganna Ólafs Pálssonar, Halldórs Óskars Gestssonar og Birkis Hjálmarssonar, sem æfa þolfimi hjá Aerobíc sport. Strákamir ætla allir að keppa á fyrsta íslandsmótinu sem haldið verð- ur fyrir unglinga S þessari íþróttagrein um næstu helgi og þegar Morgunblaðið leit við voru þeir í óða önn að fínpússa þær æfingar sem þeir ætluðu að bjóða uppá á íslandsmótinu. Við verðum að minnsta kosti fjórir 5 piltaflokknum á þessu móti en hugsanlegt er að þeir verði fleiri. Við reynum að koma með erfið atriði eins og armbeygur með annarri hendi. Félagarnir eru orðnir vanir að sýna og hafa meira að segja farið út á land. Það reynir örugglega me:ra á taugamar að sýna æfingar undir vökulum augum dómara sem gefa þeim einkunn fyrir frammistöðu. Pilt- arnir vom þó hvergi smeykir, sögðust gera sitt besta en voru ekki tilbún-_ ir til að spá neinu um úrslit. „Þetta er ekki erfift æfing. Fóturinn er settur uppá öxlina og síft- an gerir maður armbeygur. Æfingin er mjög létt þó hún geti reynt svolrtift á þegar maður gerir hana með einni hendi,“ sagði Helga Sif Halldórsdóttir, stúlka úr unglingaflokki sem gerir æfingar sem flestar stúlkur á hennar aldri áttu eflaust erfitt meft að gera. Það eru fjórir mánuðir síðan ég byijaði að æfa en ég kom þá með vinkonu minni. Mér fannst erfitt að ná krökkunum til að byija með og mikið var um spor sem ég þurfti að læra. Nú er ég hins vegar farin aðjiekkja alla og kann mjög vel við mig“ sagði Helga sem ætlar að keppa á Islandsmótinu. „Eg var í tvær vikur að búa til „prógrammið" og mætti á hveiju degi. Ég fékk mikla hjálp frá Unni [Pálmarsdóttir] og Magnúsi [Scheving] og það gekk vel að setja saman æfinguna þó að það hafi tekið mikinn tíma. - Hvað með íslandsmótid. Áttu möguleika á verðlaun'asæti? „Ég veit það ekki. Mótið verður örugglega spennandi. Ég held að við förum tólf héðan en veit ekki hve margar við verðum í heildina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.