Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samþykkt í bæjarstjórn að fresta afgreiðslu fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar til mánaðamóta Morgunblaðið/Þorkell JOHANN G. Bergþórsson greiðir atkvæði með því að fresta bæjarstjórnarfundi. Samflokksmenn hans í bæjarsljórn, þau Valgerður Sigurðardóttir og Þorgils Ottar Mathiesen, greiddu atkvæði á móti. Oddvitamir segja meirihlutann fallinn Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er fallinn eftir að samþykkt var með atkvæðum alþýðu- flokksmanna og Jóhanns G. Bergþórssonar að fresta afgreiðslu fj árhagsáætlunar fram tii 31. janúar. Meirihlutaviðræður Jóhanns og Alþýðu- flokksins halda áfram. EIRIHLUTI Sjálfstæðis- flokks og Alþýðu- bandalags í bæjarstjórn Hafnarfjarðar féll í gær, er Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, og bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins greiddu atkvæði með tillögu um að fresta afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins til 31. október. Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn, segist líta svo á að með þessu hafi Jóhann sagt sig úr flokknum. Bæði Magnús Gunnarsson og Magnús Jón Árna- son bæjarstjóri viðurkenna að meirihlutinn sé fallinn. Meirihluta- viðræður Jóhanns og Alþýðuflokks- ins_ héldu áfram í gærkvöldi. í byijun fundarins las Lúðvík Geirsson, sem stýrði fundinum í fjarveru Ellerts Borgars Þorvalds- sonar, forseta bæjarstjórnar, upp svohljóðandi tillögu sem undirrituð var af bæjarfulltrúum Alþýðu- flokksins og Jóhanni G. Bergþórs- syni: Bæjarstjóri hætti „Undirritaðir bæjarfulltrúar leggja fram eftirfarandi dagskrár- tillögu í upphafi bæjarstjórnarfund- ar sem verði afgreidd án frekari umræðu eins og fundarsköp segja til um. Bæjarstjóm samþykkir að fresta 1. lið og 2. lið dagskrár bæjarstjóm- arfundar 10. janúar til 31. janúar nk., þar sem ljóst er að ekki er meirihluti fyrir framlagðri tillögu bæjarstjóra um fjárhagsáætlun. Jafnframt er bæjarendurskoð- anda og bæjarlögmanni falið að fara yfir samskipti og skila greinar- gerð vegna viðskipta bæjarsjóðs og eftirfarandi fyrirtækja: Byggða- verks,' Drafnar, Fjarðarmóts,_ Hag- virkis og Hagvirkis/Kletts, Istaks, Miðbæjar, Núnataks, SH-verktaka, Sjólastöðvarinnar, Skerseyrar og Þórs op- annarra helstu viðskiptaað- ila bæjarins síðustu árin fram til dagsins í dag. Þá samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóri láti nú þegar af störfum þar sem Ijóst er að hann nýtur ekki meirihlutafylgis í bæjarstjórn en fjármálastjóri gegni því starfi þar til nýr bæjarstjóri sem nýtur meiri- hlutatrausts verður ráðinn.“ Aðeins greidd atkvæði um frestun Lúðvík sagðist líta svo á að þarna væri komin fram dagskrártillaga um frestun á framlagðri dagskrá fundarins þar sem fara átti fram síðari umræða um gjaldskrá vegna hundahalds og síðari umræða um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnar- fjarðar og stofnana hans. Því væri ekki annað hægt en að taka eingöngu fyrir til atkvæða fyrsta lið tillög- unnar, þ.e. tillögu um frestun á umræddum dagskrárliðum til 31. jan- úar. Tillagan var svo samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa Alþýðuflokks- ins og Jóhanns G. Bergþórssonar gegn 5 atkvæðum annarra bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa Alþýðubandalagsins. Að atkvæðagreiðslu lokinni var bæjar- stjórnarfundinum slitið og hafði hann þá staðið í þtjár mínútur. Hefur yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn Magnús Gunnarsson oddviti Sjálfstæðismanna sagði í samtali við Morgunblaðið að loknum fund- inum að ekki mætti bera tillögu af þessu tagi fram, þar sem um væri að ræða dagskrártillögu þar sem eingöngu ætti að fjalla um dagskrá fundarins, en væntanlega hefði for- seti gengið svo langt sem raun ber vitni vegna lýðræðisins. „Ég lít auðvitað þannig á að meirihlutinn sé fallinn, en hins veg- ar er þessi meirihluti, þ.e. samstarf Alþýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks, enn við völd og stjórn í Hafnarfirði," sagði Magnús. „Jó- hann Gunnar er greinilega búinn að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn. Framhaldið á næstu dögum hlýtur að ráðast af því hvernig vindar blása. Við gefum okkur góðan tíma til þess að huga að stöðunni og skoða hana. Við förum áfram með stjórn bæjarins, það er að segja nema þeir myndi formlegan meiri- hluta, Jóhann Gunnar og Alþýðu- flokkurinn, og þá kemur það auðvit- að til að nýr meirihluti Jóhanns Gunnars og Alþýðuflokksins sé bú- inn að sjá dagsins ljós.“ Bara venjulegur bæjarfulltrúi Jóhann G. Bergþórsson sagði eftir bæjarstjórnarfundinn að hann myndi áfram ræða við Alþýðuflokk- inn. í viðræðum við alþýðuflokks- menn hefði hann lagt áherzlu á að nýr bæjarstjóri kæmi ekki úr röðum bæjarfulltrúa, heldur yrði ráðinn fagmaður. „Ég er sarnt ekki að segja að viðkomandi eigi ekki að hafa pólitíska skoðun,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann myndi sjálfur gera kröfu um eitthvert af embættum bæjarstjórnarinnar, sagði Jóhann: „Ég ætla ekki að sækjast eftir neinu embætti. Ég reikna með að ég verði bara venju- legur bæjarfulltrúi.“ Morgunblaðinu er kunnugt um að ýmsir áhrifamenn úr Sjálfstæðis- flokknum hafa haft samband við Jóhann og reynt að fá hann til að sættast við samflokksmenn sína í bæjarstjórn. Aðspurður hvort for- ysta Sjálfstæðisflokksins hefði þrýst á hann að skipta um skoðun, sagði Jóhann svo ekki vera. Ekki hefði verið haft beint samband við sig af hálfu forystumanna flokks- ins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er nú fast lagt að öllum, sem skipuðu framboðslista Sjálf- stæðisflokksins fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar í Hafnarfirði að svíkja ekki lit með því að ganga í lið með Jóhanni. Aðspurður sagðist Jóhann ekki geta nefnt nafn neins á listanum, sem gæti orðið vara- maður hans, ef hann myndaði meiri- hluta með Alþýðuflokknum. Hann sagðist hafa rætt við ýmsa sjálf- stæðismenn í Hafnarfirði, en ekki væri búið að negla það niður. „Það er í þessu máli eins og öðrum, að ekkert er frágengið fyrr en búið er að innsigla það með undirskrift," sagði Jóhann. Höfum ekkert að fela „Nú er það skjalfest að meirihlut- inn er fallinn," sagði Ingvar Vikt- orsson, oddviti Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, að lokn- um bæjarstjórnarfundinum. „Það, sem' er inni í myndinni hlýtur nú að vera meirihlutaviðræður Alþýðu- flokksins við einhvern af þeim þremur, sem nú er um að ræða, þ.e.a.s. Jóhann Gunnar, Alþýðu- bandalagið og það sem eftir er af Sjálfstæðisflokknum." Ingvar sagði að áfram yrði rætt við Jóhann, það lægi í hlutarins eðli, þar sem hann hefði verið óánægður í meirihlutanum og haft samband við Alþýðuflokkinn. Hann sagði að ekki hefði verið haft sam- band við Alþýðubandalagið eða Sjálfstæðisflokkinn, fyrst yrði reynt til þrautar að mynda meirihluta með Jóhanni. „Það væri ekki heiðar- legt að ræða við tvo í einu,“ sagði hann. Ingvar sagði að Jóhann hefði ekki sett fram í viðræðum við Al- þýðuflokkinn kröfur um að bæjar- stjóri yrði ekki úr hópi bæjarfull- trúa. „Við höfum verið að fara í gegnum fjárhagsáætlun og ýmis önnur mál, sem við vorum mjög sammála um á síðasta kjörtímabili, og þær viðræður hafa gengið vel. Hitt er annað mál að þetta hlýtur að fara að bera á góma hjá okkur.“ Hann sagðist ekki óttast athugun á fjárhagstengslum Hafnarfjarðar- bæjar og fyrirtækja í bænum, enda hefðu alþýðuflokksmenn lagt til að þau yrðu athuguð. „Við viljum að þetta komi ailt saman upp og höfum ekkert að fela,“ Eiginhagsmunir ofar öllu öðru Magnús Jón Árnason bæjarstjóri sagði eftir bæjarstjórnarfundinn að tillaga Jóhanns Bergþórssonar og Alþýðuflokksins, um að leysa bæj- arstjóra frá störfum og láta gera úttekt á tengslum bæjarins við fyr- irtæki, hefði ekki verið tæk. Dag- skrártillaga gæti aðeins varðað dagskrá fundarins. Niðurstaða fundarins væri því sú að meirihlut- inn væri fallinn, en það breytti því ekki að Sjálfstæðisflokkuj/ og Al- þýðubandalag yrðu áfram við völd, þar til nýr meirihluti yrði myndaður. „Og ég sé ekki þann meirihluta myndaðan," sagði Magnýs Jón. „Hér kemur ekki fram nejnn nýr meirihluti. Það eina, sem Jóhann Gunnar Bergþórsson og alþýðu- flokksmenn eru sammála um, er að reka mig.“ Magnús Jón sagðist ekki útiloka neina möguleika í meirihlutasam- starfi, ekki þann heldur að Alþýðu- bandalag myndaði meirihluta með Alþýðuflokkr.um ef eftir því yrði leitað. Hins vegar hefðu Alþýðu- flokksmenn ekki haft samband. „Mér finnst þessar aðferðir afar kúnstugar, ef þeir ætluðu að ræða við mig. Þetta bendir til einhvers annars,“ sagði hann. Bæjarstjórinn sagði að áfram væri verið að skoða hvort samskipti Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækis Jóhanns Bergþórssonar, Hagvirkis- Kletts, á síðasta Iqortímabili yrðu kærð til félagsmálaráðuneytisins. „Hins vegar er furðulegt að í tillög- unni fólst líka að rannsaka viðskipti við ljölda fyrirtækja. Það eru Al- þýðuflokksmenn, sem sátu við völd síðastliðin íjögur ár, sem biðja um þá athugun. Það er eins og þeir, sem stóðu í þessum viðskiptum, viti ekki hvað þeir hafa verið að gera. Þeir mega bezt vita það. Enn furðulegra er að Jóhann Gunnar Bergþórsson var búinn, innan meirihlutans, að samþykkja athugun á flestum þess- ara fyrirtækja líka.“ Magnús Jón sagði að ekki bólaði á neinum breytingartil- lögum við fjárhagsáætl- un Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags, hvorki frá Jóhanni né Alþýðu- flokknum. „Ég hef ekki heyrt neinar tillögur frá Jóhanni Gunnari um fjármál, atvinnumál eða annað af því, sem hann hefur verið að telja upp sem ástæður þess að hann styður ekki meirihlutann," sagði Magnús. „Það er augljóst hvað hér býr að baki. Maðurinn setúr ímyndaða eiginhagsmuni ofar öllu öðru og Alþýðuflokkurinn hefur glapizt til að stökkva á þann vagn. Það er kannski til að skemmta mönnum, en þetta er ekki til heilla fyrir Hafn- arfjörð." Vilja úttektá tengslum við fyrirtæki Krafa um ut- anaðkomandi bæjarstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.