Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráöherrafrú segir af sér Húsbréfa fyrir 100 milljónir ekki vitjað Utdráttur bara auglýstur í Lögbirtingarblaðinu ÚTDRÁTTUR húsbréfa í 4. flokki 1992 var auglýstur í Morgunblað- inu í gær. Þar var þess getið að öll númer yrðu birt í næsta tölu- blaði Lögbirtingarblaðsins. Reglugerð um birtingu auglýs- inga með númerum útdreginna húsbréfa í húsbréfahappdrætti Húsnæðisstofnunar ríkisins var breytt vegna mikils kostnaðar við auglýsingar að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar forstjóra Hús- næðisstofnunar. Þegar Sigurður var að því spurð- ur hvort stofnunin teldi með tilliti til mikilla hagsmuna eigenda hús- bréfa að þetta form dygði, sagði hann að upphaflega hefði verið kveðið á um að númer útdreginna húsbréfa yrðu auglýst í dagblaði. „Við höfum auðvitað virt regluna og í hvert skipti sem útdráttur hefur farið fram höfum við birt þetta í dagblaði og seinni árin höf- um við farið hringinn. Eftir að tvö til þrjú ár voru liðin frá því hús- bréfakerfið fór af stað sáum við síðan fram á að ef staðið yrði svona að málum yrðu auglýsingarnar MAGNÚS Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, 'segist gera sér góðar vonir um að deila sjómanna og hrað- frystihússins leysist í dag. Sjómenn ræða nýtt tilboð útgerðarinnar á fundi í dag. Skip Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Hólmat.indur og Hólmanes, hafa verið bundin við bryggju frá því fyrir jól vegna deilu sjómanna og útgerðar um fiskverð. Tilboð hafa gengið milli deiluaðila síðustu daga. Magnús sagðist telja að deilan rosalegur útgjaldaliður. Því var regiugerðinni breytt og ákveðið að þeir húsbréfaflokkar sem dregnir yrðu út eftirleiðis yrðu einvörð- ungu auglýstir í Lögbirtingarblað- inu,“ sagði hann. Hann sagði að reynt væri að halda kostnaði niðri með þessu móti. „í öðru lagi teljum við að allir sem hafi hagsmuna að gæta hljóti að vilja leggja það á sig að fylgjast með Lögbirtingarblaðinu. Tilgangur blaðsins er að birta upp- lýsingar og tilkynningar sem hafa á sér vissan lögformlegan svip. Við dreifum sérprenti líka í stórum stíl til banka, sparisjóða og lífeyris- sjóða. Reyndar er umfangið orðið svo mikið að margir aðilar, t.d. líf- eyrissjóðir og verðbréfasjóðir, nýta sér tölvutækni til að fylgjast með drættinum." Húsbréfin ávaxta vel Sigurður sagði að gefin hefðu verið út húsbréf fýrir um 60 millj- arða króna og auðvitað gæfi auga- leið að af öllum útdregnum bréfum hefði nokkurra ekki verið vitjað. væri að leysast, a.m.k. væri orðið stutt bil á milli sjónarmiða sjó- manna og útgerðar. Svanur Páls- son, talsmaður sjómanna, sagði rétt að deiluaðilar hefðu nálgast síðustu daga, en vildi ekki fullyrða að deilan leystist í dag. Það kæmi í ljós á fundi sjómanna í dag hvort þeir samþykktu nýjasta tilboð út- gerðarinnar eða hvort þeir legðu fram nýtt tilboð til lausnar deilunni. Þrír sjómenn hafa sagt upp störfum á skipunum vegna deil- unnar. „Ég hygg að hér liggi húsbréf fyr- ir um það bil 100 milljónir króna. Þau liggja hérna vaxtalaus og bíða eftir því að réttir eigendur komi með þau til innlausnar," sagði hann og bætti við að skylt væri að auglýsa númerin með jöfnu millibili. Auglýsingarnar fylgdu auglýsingum um nýjan útdrátt. Hann sagði að ef nýlegt bréf væri dregið út skilaði bréfið marg- falt betri ávöxtun en ella. „Ég hef nýlega heyrt talað um bréf sem ekki var orðið gamalt, eins til tveggja ára, og var dregið út og eigandinn taldi sig hafa fengið ávöxtun upp á 14 til 15%.“ ----------»44------- Háskóli íslands Reykinga- bann á ný eftir próf ÁRNI Finnsson, prófstjóri í Háskóla íslands, segir að reykingabann hafi gengið í gildi í skólanum á ný, eftir að slakað var á reglum þar að Iút- andi á meðan próf stóðu yfir í des- ember. Margar kvartanir bárust frá nem- endum, sem töldu sig ekki geta geta einbeitt sér í löngum prófum ef nema geta fengið sér smók. Árni segir að nemendum í prófum hafi verið leyft að reykja á ákveðn- um stöðum í þeim byggingum, þar sem þeir komust ekki út fyrir hús eða í anddyri. „Það, að leyfa reyk- ingar á slíkum stöðum á meðan á prófum stóð, var I raun skyndi- ákvörðun, til að bjarga málum fyrir horn í bili. Mér þykir líklegt að há- ■skólaráð, sem setti reykingabannið, hugi að því hvernig eigi að leysa þennan vanda fyrir næstu próf.“ Deila sjómanna og útgerðar á Eskifirði Deilan er að leysast Ómar Ragnarsson fer afturtil RUV Heillandi verk- efni sem bíða Ómar Þ. Ragnarsson OMAR Ragnarsson hefur sagt upp störf- um á Stöð 2, þar sem hann hefur starfað frá 1988, og mun frá og med 1. febr- úar hefja’ að nýju störf við dagskrárgerð hjá Ríkissjón- varpinu þar sem hann er hagvanur eftir 19 ára fjöl- breyttan starfsferil innan þeirrar stofnunar. Hann mun fyrst um sinn koma fram sem umsjónarmaður spurninga- keppni framhaldsskólanema. Hvernig komu þessi vista- skipti til? „Þegar ég fór frá Ríkis- sjónvarpinu fyrir sex árum fannst mér ég þurfa að breyta til. Það kostaði mikið átak því ég fór frá allmörg- um verkefnum sem voru komin mislangt á veg og í sum hefði þurft að leggja litla vinnu til að klára þau. Síðan hef- ur stundum verið orðað við mig hvort ég ætlaði ekki að fara að klára að vinna úr þessu efni. I september kom upp sú staða að ég varð að gera það upp við mig eftir sex ár á Stöð 2 hvort ég ætlaði að breyta til og raða í for- gangsröð því sem ég vildi koma í verk áður en ég hætti í þessu. Ég hef yfirleitt skipt um gír á sex ára fresti og niðurstaðan varð sú að það sem beið mín niðurfrá væri svo heillandi verkefni að það væri rétt að ég söðlaði um og færi að sinna því. Hvað er svona heiliandi sem bíður þín? „Það kemur í ljós. Ég vil ekki upplýsa það núna. Þetta kom til tals um mánaðamótin septembér- október og var gert í samráði við mína yfirmenn á Stöð 2. Ég hef ekkert upp á Stöð 2 að klaga, þar á ég mjög góða vini og yfirmenn og ég sé ekki eftir einu augna- bliki sem ég hef verið þarna uppfrá.“ Verðurðu á fréttastofunni hjá Ríkissjón varpin u ? „Nei, ég verð starfsmaður á skrifstofu framkvæmdastjóra. Þar af leiðandi verður hægt að nýta mig á báðar deildirnar.“ Hvor átti frumkvæðið að þessu, þú eða Ríkissjónvarpið? „Það var Ríkisútvarpið. Ég hef oft hitt þessa menn síðan ég hætti og þeir hafa nefnt við mig hvort ég ætlaði ekki að vinna úr öllu því efni sem ég skildi eftir mig. í september var það svo orð- að við mig sem ákveðinn mögu- leiki." Viltu upplýsa hvað þeir buðu þér í laun? „Nei, þetta snýst miklu frekar um aðstöðu en laun. Þessir tveir fjölmiðlar eru með ólíka aðstöðu. Ríkissjónvarpið hefur í sínu safni, og því safni sem ég var búinn koma mér upp áður en ég fór þaðan, heilu kassastaflana af myndefni, sem geymir ákveðinn part af þjóðlífinu og ég finn til ábyrgðar — orðinn 55 ára gamall — að láta það ekki ónýtast." Þú ert þekktur fyrir að vera á eilífum þeytingi út um allt kind. Ætlarðu að fara að hægja á þér núna hjá Ríkisútvarpinu? „Nei, ég geri mér engar grillur um að það verði neitt rólegra á Ríkissjónvarpinu. Ég mun ein- henda mér í það 1. febrúar að ganga í þær hugmyndir sem uppi eru í samráði við deildarstjórana þar, dagskrárstjóra og frétta- stjóra, um það hvernig mínir starfskraftar verði best nýttir. Hjá Ríkissjónvarpinu eru eins og ég sagði til heilir kassastaflar af spólum og efni og sumt af því þarf að leggja sáralítla vinnu í að klára. Ég mun jöfnum höndum ÓMAR Þ. Ragnarsson er 54 ára, fæddur 16. september 1940. Hann hóf störf sem íþrótta- fréttamaður hjá Ríkissjónvarp- inu árið 1969 og starfaði síðar sem frétta- og dagskrárgerðar- maður hjá RUV til 1988 er hann réðst til starfa á fréttastofu Stöðvar 2. Frá um 1960 hefur Ómar verið landsfrægur skemmtikraftur. Hann hefur gefið út fjölda hljómplatna og samið fjölda laga og hundruð texta sem sungnir hafa verið á hljómpiötum hans og annarra. Ómar er kvæntur Helgu Jó- hannsdóttur, varaborgarfull- trúa, og eiga þau sjö börn. klára að vinna úr því og nota það sem stökkpall í frekari þáttagerð. Úti í Vestmannaeyjum hefur til dæmis hangið jakki á snaga hjá Árna Johnsen í sjö ár. Við byijuð- um á prógrammi sem átti ekki eftir nema einn dag til að klára og Árni hefur geymt jakkann sem ég var í. Þegar þetta prógramm verður sýnt þá verð ég í sama jakkanum ailan tímann þótt ég verði ýmist með tennur eða ekki með tennur og ýmist með hár eða ekki hár.“ Þú byijar á spurningakeppni framhaldsskólanna. „Já, það er mál sem ég á mjög auðvelt með að ganga inn í en mun væntanlega færa með mér smábreytingu frá því sem verið hefur. En til mánaðamóta er ég harður starfsmaður Stöðvar 2. Ég hef tekið gríðarlega mikið af myndefni fyrir Stöð 2 og er núna að ganga frá skráningu og flokk- un á því svo það nýtist stöðinni sem best. Þetta er að miklu leyti landslagsmyndir en á Ríkissjón- varpinu er meira af þjóðlífsmynd- urp.“ Þú berð Stöð 2 vel söguna en er það tilviljun að áberandi menn þar eins og þið Heimir Karlsson hætta nánast samtímis og fara til RÚV? „Já, það er algjör tilviljun. Mér hefur fundist vera mikill og góður vinnuandi á Stöð 2 og í þyí sam- bandi þarf ekki annað en að líta á fréttastofuna. Ég hef kunnað vel við þær breytingar sem Elín Hirst hefur verið að gera. Þær hafa flestar verið til mikilla bóta.“ Þannig að uppsögn þína og Hcimis má ekki skilja sem und- anfara atgervisflótta frá Stöð 2? „Það get ég ekki ímyndað mér. Sjáðu það atgervi sem hefur bæst í hópinn: Stefán Jón Hafstein, Ólafur Friðriksson, Mörður Árna- son og Hannes Hólmsteinn. Hæfi- leg hreyfing á fólki milli sjón- varpsstöðva er eðlileg og ef litið er til t.d. Bretlands þá mætti vera meiri hreyfing á fólki milli stöðva.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.