Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 9 FRÉTTIR Hátíðarsalur Háskólans færður í upprunalegt horf Salurinn gegni hlut- verki sínu að nýju VÍGSLUATHÖFN Háskóla íslands á Melunum 17. júní 1940 fór fram í hátíðarsalnum. Morgunblaðið/Kristinn HÁTÍÐARSALURINN eins og hann er í dag. HÁSKÓLAYFIRVÖLD vilja að há- tíðarsalur í aðalbyggingu Háskóla Islands verði færður nær uppruna- legu horfi og notaður til kennslu og við hátíðlegar athafnir eftir um sex ára hlé. Hátíðarsalnum var að ósk Háskólabókasafns breytt í hand- bóka- og lestrarsal árið 1988. Við flutning Háskólabókasafns í Þjóðar- bókhlöðu hefur safnið ekki lengur þörf fyrir salinn. Sveinbjörn Björnsson, háskóla- rektor, sagði að háskólayfirvöld væru sammála um að færa salinn nær upprunalegu horfi. Salurinn var upphaflega hannaður fyrir hátíðar- samkomur, s.s. útskriftir, og voru húsgögn hönnuð af arkitekt hússins, Guðjóni Samúelssyni. Fimmtán stakir stólar eru geymdir í Skólabæ sem nýttur hefur verið fyrir smærri móttökur en bekkir í svipuðum anda eru flestir horfnir. Sveinbjörn kvaðst hins vegar hafa frétt að einn til tveir væru enn til. Ekki er ætlunin að nota bekkina því nýta á salinn fyrir kennslu á kennslutíma og þykja lausir stólar henta nemendum betur en fastir bekkir. Sveinbjörn sagði að leitað yrði ráða arkitekts við breytingarnar og reynt að láta lausu stólana falla sem best inn í myndina. Ýmsar við- gerðir þarf þar að auki að gera á salinum og má þar nefna að hann þarf að mála. Þar að auki sagði Sveinbjörn að taka þyrfti ákvörðun um hvað kæmi í stað veggteppis frá árinu 1974. Veggteppið er nú í Þjóð- arbókhlöðunni. Kennsla að hefjast í salnum Sveinbjörn sagði að gert væri ráð fyrir að salurinn tæki 130 nemend- ur. En alls hefðu 180 manns hlýtt á doktorsvörn Árna Björnssonar í hátíðarsalnum síðastliðinn laugar- dag. Doktorsvörnin væri eins konar tilraun því gert væri ráð fyrir að doktorsvarnir færu í framtíðinni fram í salnum. Hið sama væri að segja um aðrar hátíðir og samkomur sem áður hefðu farið fram í litlu húsnæði í Skólabæ. Aðalbygging Háskóla íslands var vígð við hátíðlega athöfn 17. júní árið 1940. Alexander Jóhannesson, þáverandi rektor, sagði meðal ann- ars við vígsluna að allmargar til- raunir með íslenskt byggingarefni hefðu verið gerðar við byggingu þessa veglegasta húss landsins. Nefna má sem dæmi að hvelfing anddyris er úr silfurbergi og loftið í kring lagt hrafntinnumolum á blá- leitum grunni. Gólf í anddyri er þak- ið hellum úr íslenskum grásteini og sömuleiðis stigar úr anddyri. Sveinbjörn sagði líklegt að meira rými myndaðist í aðalbyggingunni vegna flutninganna. Margir hefðu lýst yfir áhuga sínum á því rými. Stúdentar hefðu óskað eftir félags- aðstöðu, kennarar þyrftu á betri aðstöðu að halda og til greina kæmi að fjölga kennslustofum. Greiðslur vegna listahátíðar í Hafnarfirði Skattstjórar óska skýringa SKATTYFIRVÖLD á Reykjanesi og víðar leita nú skýringa frá þeim sem hafa fengið greiðslur í tengsl- um við listahátíð í Hafnarfirði vor- ið 1993 sem virðast ekki bera sam- an við skattframtöl. Sigmundur Stefánsson skatt- stjóri Reykjanesumdæmis sagði að embættið væri að athuga hvort þeir sem þegið hafí greiðslur vegna listahátíðar í Hafnarfirði hefðu talið þær fram. Þeir sem búa í Reykjanesumdæmi og virð- ast ekki hafa talið rétt fram hafa fengið bréf frá skattstofunni þar sem skýringa er óskað. Öðrum skattstjórum hefur verið sendur listi yfir nöfn og fjárhæðir ef við- komandi búa utan Reykjaness. Sigmundur sagði að þegar svör bærust kæmi nánar í Ijós hversu vel menn hefðu talið greiðslurnar fram. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur ákveðnum þátt- um málsins verið vísað til Skatt- rannsóknarstjóra ríkisins. Sig- mundur sagðist ekki geta upplýst hvort um slíkt væri að ræða. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsókn- arstjóri vildi hvorki staðfesta né synja að slíkt mál hefði borist embættinu. Næstu sýningar 21. jan Matsedill Koníakstóneruö humarsúpa meö rjómatopp Lamba-piparsteik meö gljáöu grænmeti, kryddsteiktum jarðeplum og rjómapiparsósu. Grand Marnier ístoppur meö hnetum og súkkulaöi karamellusósu og ávöxtum. Verd kr. 4.600 - Sýningarverð kr. 2.000 Dansleikur kr.800 Sértilboð á gistingu, sími 688999. Bordapantanir i 8ima 687111 Hótel Island kynnir skenimtidagskrána BJORGVIN HALLDORSSON - 25 ARA AFMÆLISTONLEIKAR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON lítur.yfír dagsverkid sem dægurlagasöngvari «í hijómplötum í aldaríjóröung, og vió heyrum nær 60 lög í‘r«í glæstum ferli - frá 1069 til okkar daga Gestasöngxari: SIGRÍÐUR BEINTEINSUÓ' Leikmynd og leikstjórn: BJÖRN G. BJÖRNSSON Hljónisveitarstjórn: GUNNAR ÞÓRDARSON :isaint 10 nmnnu hl,jómsveit Kynnir: , JÓN AXEL ÓLAFSSON IsIíiihIs- og Noröiirlundnineistiirnr i snmkiu’iiiisclönsiiiii Irii Dnnsskoln \uónr llnrnlUs smiu Uuiis. 5. miifmlHr l<»«W tF.-RIK Í.fiJD 1<N4 1 Ar Sr Ci <*x>.U4 Kr. 500.000 L J..h £; EOJ-IBNGT SFAUSKÍKIHNl. FIMM HUNDRliI) mjsuno krOnur tm M «: > Uk -*f\. <ím íwWi l:«v.V.rl v: .**, n:yw<« «,im «<4Mý)l«i<«i)MKwiwi:V:* ECU spariskírteini með erlendri vaxtaviðmiðun • Þú þarft ekki að kaupa erlendan gjaldeyri með tilheyrandi kostnaði. • Þú þarft ekki að taka árlega við vaxtamiðunum og hafa fyrir því að fjárfesta þá aftur. • Þú getur alltaf selt skírteinin þegar þörf krefur, á þínum heimamarkaði. • Það er auðvelt að innleysa skírteinin. • Þú greiðir engin há þjónustugjöld. • Þú nýtur ákveðins skattfrelsis. • Þú fjárfestir erlendis hér heima á þægilegan og öruggan máta. Útboð á ECU-tengdum spariskírteinum fer fram í dag kl. 14:00. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa með tilboð í vexti ECU-tengdra spariskírteina. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Ráðgjafar Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa veita þér upplýsingar um ECU-tengd spariskírteini. Síminn er 562 6040. ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA MeðECU-tengdum spariskírteinum ríkissjóðs fjárfestir þú í sameiginlegri mynteiningu Evrópuríkja, með erlendri vaxtaviðmiðun, rétt eins og þegar þú Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) fjárfestir i erlendum skuldabréfum. Munurinn er sá að með ECU-tengdum spariskírteinum ertu á þínum eigin heimamarkaði og þú þekkir skuldarannl SÍUlÍ 562 6040, fax 562 6068 Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.