Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Starfsfólk UA kannar möguleika á kaupum hlutabréfa bæjarins Umræðan veldur óvissu Morgunblaðið/Rúnar Þór ÓSKAR Ægir Benediktsson formaður Starfsmannafélags ÚA afhenti Gísla Braga Hjartarsyni varaforseta bæjarstjórnar er- indi þar sem starfsfólk vill fá að koma að málinu, verði hluta- bréf bæjarins í ÚA seld. Gjaldþrot POB 71,5 millj. af 106 millj. greiddust VIÐ meðferð á þrotabúi Prent- verks Odds Björnssonar, sem nýlega er lokið, greiddust um 71,5 milljón króna upp í viður- kenndar kröfur, sem alls námu 106,6 millj. króna. Ragnar H. Hall skiptastjóri viðurkenndi 106,6 milljóna kröf- ur. 4,5 milljóna forgangskröfur greiddust að fullu og upp í lýstar veðkröfur greiddust 59,5 milljón- ir. Almennar kröfur námu rúm- um 42,5 milljónum króna og upp í þær greiddust 7,4 milljónir eða tæp 17,5%, að frátöldum vöxtum og kostnaði. Stuðningur við HÍK og KÍ Á FÉLAGSFUNDI í kennara- félagi verkmenntaskólans á Ak- ureyri sem haldinn var í liðinni viku var lýst yfir fullum stuðn- ingi við stjórnir og fulltrúaráð HIK og KÍ í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum kennarastéttar- innar. „Fundurinn undirstrikar mikil- vægi þess að menntun og ábyrgð séu metin til launa svo vel mennt- aðir kennara hrekist ekki úr stéttinni vegna lélegra kjara. Eins og málin standa í dag eru kennarar talandi dæmi þess að menntun borgar sig ekki í ís- lensku samfélagi, hvað sem-líður fallegum ræðum fyrirmanna á tyllidögum um menntun og menningu," segir í ályktuninni. STJÓRN Starfsmannafélags Út- gerðarfélags Akureyringa, STÚA, hefur óskað eftir að fá að taka þátt í viðræðum, verði hlutabréf Akur- eyrarbæjar í félaginu seld. I erindi til bæjarstjórnar frá STÚA segir að vegna frétta um hugsanlega sölu hlutabréfa í Útgerðarfélagi Akur- eyringa óski félagið eftir að fá að koma að málinu með möguleg kaup starfsmanna í huga, ef og þegar Akureyrarbær telur sig knúinn til að selja af hlutabréfaeign sinni. Enginn einn ráðandi „Þó okkur sé vel ljóst að erfitt getur verið að hafa svo mikið fé, sem raun ber vitni, bundið í hluta- bréfum og sú aðstaða getur komið upp að nauðsyn geti verið að losa það, hefur umræðan í fjölmiðlum undanfarna daga skapað mikla óvissu og óöryggi meðal starfs- manna ÚA og þeirra hundruð fjöl- skyldna á Akureyri sem tengjast félaginu með einum eða öðrum hætti. Ef svo fer að bærinn sjái sér ekki fært að halda meirihlutaeign sinni í félaginu treystum við því að þannig verði búið um hnútana að enginn einn aðili verði ráðandi. í framhaldi af því förum við fram á að fulltrúar í bæjarstjórn Akureyrar gæti hagsmuna starfsmanna félags- ins, fyrirtækisins sjálfs svo og bæj- arbúa allra í hvívetna," segir í álykt- un stjórnar STÚA. Fyrir fundinum lá tillaga bæjar- ráðs frá því á föstudag að kjósa fimm menn í nefnd til að ræða við þá sem sýnt hafa áhuga á að eign- ast hlutabréf bæjarins í ÚA. Henni var vísað til bæjarráðs að tillögu Jakobs Björnssonar bæjarstjóra, en ráðið kemur saman á morgun, fímmtudag. Hagsmunir bæjarins og ÚA Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi sagði að Alþýðubandalag- ið myndi hafa að leiðarljósi í málinu að gæta hagsmuna annars vegar Akureyrarbæjar og þar með bæj- arbúa og hins vegar hagsmuna út- gerðarfélagsins. „Við erum kjörin í bæjarstjórn og okkur ber skylda til að gæta þessara hagsmuna,“ sagði Sigríður. „Afstaða Alþýðubanda- lagsins hefur verið sú að bærinn eigi meirihluta í ÚA, það þurfa til að koma veigamiklar ástæður til að breyting verði þar á.“ I máli Sigurðar J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, kom fram að flokkurinn hefði verið reiðubúinn að selja af hlutabréfum bæjarins til að minnka skuldir en Framkvæmda- sjóður skuldaði um 600 milljónir króna og stæði ekki undir skuldbind- ingum. Líta mætti svo á að hlut- verki Akureyrarbæjar í rekstri ÚA væri lokið, enda hefði féiagið alla burði til að standa sig vel á mark- aði. Samstarfsflokkar Sjálfstæðis- flokks síðustu tvö kjörtímabili, Al- þýðubandalag og Alþýðuflokkur, hefðu verið afhuga sölu á hlutabréf- um í ÚA. Hann sagði öllu skipta hvernig staðið yrði að sölu á bréfun- um ef til þess kæmi, það yrði til að mynda slæmt ef hún yrði að verslunarvöru sem sneri að þriðja aðila. Pólitískir hagsmunir Björn Jósef Arnviðarson, Sjálf- stæðisflokki, kvaðst ævinlega hafa verið fylgjandi því að bærinn minnk- aði eignarhluta sinn í félaginu, en það væri ekki sama með hvaða hætti það yrði gert. Fyrir hlutabréf- in yrði að fást rétt og sanngjarnt verð. Hann sagðist hafa átilfínning- unni, eftir að hafa lesið bréf KEA til bæjaryfirvalda þar sem óskað eftir viðræðum um kaup á hlutbréf- unum, að pólitískir hagsmunir væru settir á oddinn. „Einnig þarf ÍS, það er íslenskar sjáyarafurðir, trygg- ingu fyrir því að ÚA verði ekki flutt úr viðskiptum við ÍS ef breytingar verða á eignarhaldi bæjarins á ÚA eða ef breytingar verða á meirihluta innan bæjarstjórnar," segir í um- ræddu bréfi sem Björn Jósef las á fundi bæjarstjórnar. „Ég bara vil ekki trúa því að félagið verði haft að pólitískum leiksoppi,“ sagði hann „en ég get ekki lesið annað út úr bréfi KEA en að pólitískir hagsmun- ir ráði en ekki hagsmunir félagsins." Möguleikar Guðmundur Stefánsson, Fram- sóknarflokki, benti á atvinnuleysis- skrána með 590 manns og sagði að kjark þyrfti og þor til að takst á við svo mikið vandamál, því væri mikilvægt að vinna vel í þessu máli, möguleikarnir væru fyrir hendi til atvinnusköpunar. Viðreisn þorskstofnsins Hótel Sögu - föstudaginn 13. janúar 1995 Sjávarútvegsráðuneytið gengst fyrir ráðstefnu um langtímanýtingu fiskistofna 13. janúar nk. Ráðstefnan er ætluð forystumönnum í sjávarútvegi, stjórnmálamönnum, vísindamönnum, opinberum aðilum og áhugafólki um sjávarútvegsmál. Innritun Hádegisverður í Arsal. Avarp: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra Hrun og uppbygging þorskstofnsins við Kanada: Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada Fyrirspumir Hagkvæm nýting fiskistofna. I. Fiskifrœðilegur grunnur aflareglu: Gunnar Stefánsson, tölfræðingur og formaður veiðiráðgjafarnefndar Hafrannsóknastofnunarinnar Hagkvœm nýting fiskistofna. II. Hagfræðilegur þáttur aflareglu: Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar Fyrirspumir Kaffihlé - veitingar Stjórnunarhættir - besta leiðin til þess að tryggja framtíðar hagsmuni vegna nýtingarfiskistofna: Doug Butterworth, prófessor í stærðfræði við University of Cape Town,Suður-Afríku Fyrirspumir Arangursríkasta leiðin til að ná hámarksafrakstri fiskistofna til lengri tíma Pallborðsumræður: Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Guðrún Marteinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni Kristján Halldórsson, skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Corp. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka hf. Þorvaldur Garðarsson, skipstjóri 17:15 Ráðstefnulok 17:30 Móttaka í boði Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra fyrir ráðstefnugesti Ráðstefnustjóri: Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf. og stjómarformaður Hafrannsókna- stofnunarinnar Ráðstefnugjalder krónur 3.500. Innifaliðí verðinu er hádegisverður, kaffi og fundargögn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrirkl. 16:00 I2.janúarnk. til KOM hf. í síma(91)6224 11 eðameðfaxi (91)62 34 11. Ræðurerlendra ræðumanna verða túlkaðar samtímis af ensku á íslensku. Skipuleggjendur ráðstefnunnar áskilja sér rétt til að breyta dagskrá vegna ófyrirsjáanlcgra atvika. Umsjón og skipulagning KOM hf. _ v__________________________________________________________________________________________y 11:30 12:00 13:30 13:50 14:00 14:20 14:40 15:00 15:20 15:50 16:00 107 milljóna tap á gjaldþroti Híbýlis SKIPTUM í þrotabúi Híbýlis hf, sem var úrskurðað gjaldþrota 12. október 1989 er nýlega lokið. 20,2 milljónir króna greiddust upp í 127,6 milljóna króna kröfur. I Lögbirtingablaðinu er nýlega greint frá skiptalokum í þrotabúi Híbýlis á Akureyri. Eignir búsins hrukku fyrir fulln- aðargreiðslu forgangskrafna, sem voru samþykktar 17 milljónir króna og jafnframt til greiðslu rúmra 3,2 milljóna af 110,6 millj- óna króna samþykktum almennum kröfum. Almennir kröfuhafar fengu því greitt um 2,9% af höfuð- stóli krafna sinna. Gjaldskrá leikskóla hækkar um 2 prósent SAMÞYKKT hefur verið 2% hækkun á gjaldskrá leikskóla á Akureyri og tekur hún gildi 1. febrúar næstkomandi. Leikskólanefnd hefur sam- þykkt tillögu um að greitt verði að fullu fyrir aðlögunartíma, en fram að þessu hafa fyrstu þrír dagarnir verið án gjald- töku. Jafnframt leggur nefndin til að veittur veri 50% afsláttur á þriðja systkin í leikskólum bæjarins og einnig er lagt til að foreldrum verði gert að greiða sérstaklega hálftíma vistgjald, eins konar hliðrunar- tíma. Þá hefur leikskólanefnd lagt til að gerð verði sú breyting á reglum um afslætti á vistgjöld- um, að ekki verði veittur af- sláttur af vistgjaldi barns námsmanns þegar foreldrar eru í sambúð og annað stundar nám. Á fundi leikskólanefndar fyrir áramót var samþykkt að nýr leikskóli í Giljahverfi skuli heita Kiðagil. Jón Gauti fer að Flúðum ATVINNUMÁLANEFND hef- ur samþykkt að ganga að til- boði Auglits hf. um endurút- gáfu á Akureyrarbæklingi sem gefin er út I 50 þúsund eintök- um á fimm tungumálum. Á fundi nefndarinnar fyrir skömmu var greint frá því að Jóni Gauta Jónssyni starfs- manni nefndarinnar sem verið hefur starfsmaður nefndarinn- ar síðustu ár hefði verið boðin staða hótelstjóra á Hótel Flúð- um í Hrunamannahreppi sem hann hefði þegið. Hann mun því láta af störfum á Akureyri innan tíðar. Atvinnumálanefnd taldi sér ekki fært að verða við tveimur styrkbeiðnum sem borist höfðu, annars vegar vegna kynningar á náttúrulegum snyrtivörum frá Purity Herbs og hins vegar vegna kaupa á stofnbúnaðar á flutningafyrirtæki. Samþykkt var á fundi nefndarinnar að greiða ígulkeri hf. lokagreiðslu styrks, 500 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.