Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- VIÐSKIPTI í Vísitala framfærslukostnaðar hefur hækkað um 0,8% undanfarna þrjá mánuði Jafngildir 3,1% verðbólgu á ári Holræsagjald lelddi til 0,23% hækkunar vísitölunnar í janúar VÍSITALA framfærslukostnaðar hefur hækkað um 0,8% undan- farna þijá mánuði og jafngildir það 3,1% verðbólgu á ári. Sam- bærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu vöru og þjónustu svarar til 1,4% verðbólgu á ári skv. því sem fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Hagstofu íslands. Framfærsluvísitala í janúar, reikn- uð miðað við verðlag í janúarbyij- un, er 172,1 stig sem er hækkun um 0,8% frá desember 1994. Vísi- tala vöru og þjónustu í janúar er 175,3 stig og hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði. Árið 1994 var vísitala fram- færslukostnaðar að meðaltali 1,5% hærri en árið áður, en sambærileg meðalhækkun 1993 var 4,1% og 3,7% árið 1992. Vísitala vöru og þjónustu var árið 1994 1,7% hærri en að meðal- tali árið áður, en sambærileg með- alhækkun 1993 var 4,9% og 4,1% 1992. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 1,7% og vísitala vöru og þjónustu um 1,0%. Framfærsluvísitalaníjanúari9ðs 072,1) Ferðir og flutningar (20,3) Húsnæði, rafmagn og hiti (18,3) Matvörur (16,0) Tómstundaiðkun og menntun (11,7) Húsgögn og heimilisbún. (6,6) Föt og skófatnaður (5,9) Drykkjarvörur og tóbak (4,3) Heilsuvernd (2,8) Aðrar vörur og þjónusta (14,1) I 0,1 % 0,29% 0,29% 0,0% i -0.01% Breyting 0■0% frá fyrri manuði I -0,01% 1 0,05% FRAMFÆRSLUVISITALAN 10,76% Verðhækkun á mat og drykk Eftir tæplega 2,0% verðlækkun á mat- og drykkjarvörum í nóvem- ber og desember 1994 hækkuðu þessar vörur um 1,8% í janúar 1995 og leiddi það til 0,29% hækk- unar framfærsluvísitölunnar. Kjöt og kjötvörur hækkuðu um 2,0% sem olli 0,07% vísitöluhækkun og 8,9% hækkun á grænmeti og ávöxtun leiddi til 0,17% hækkunar vísitölunnar Húsnæðisliður framfærsluvísi- tölu hækkaði um 2,0% í janúar og hækkaði vísitöluna um 0,30%. Fasteignagjöld hækkuðu um 15,8%, aðallega vegna álagningar sérstaks holræsagjalds í Reykja- vík, sem hafði í för með sér 0,23% hækkun vísitölunnar. Hækkun á markaðsverði á húsnæði olli 0,07% vísitöluhækkun. Verð á nýjum bifreiðum hækk- aði um 1,1% í janúar og hafði í för með sér 0,09% hækkun fram- færsluvísitölunnar. vrosHPn ins, fimmtudaginn 19. janúar nk, Á þeim tíma sem liðinn er frá þvífyrsta blaðið kom út hefur það unnið sér fastan sess meðal lesenda sinna á fimmtudögum. í afmælisútgáfunni verður íyrst og fremst horft fram á veginn og leitast yið að varpa ljósi á j með að þróast á næstu árum. Einnig Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í afmælisútgáfunni er bent á að hafa samband við Rakel Sveinsdóttur og Dóru Guðnýju Sigurðardóttur, . í audýsingadei, i síma 569 1171 eða með sírabréfi 569 1110. kjarni málsins Verðbólga í nokkrum ríkjum Hækkun neysluverösvísitölu írá nóv. 1993 til nóvember 1994 Ríki Austurríki* Bandarfkin Svíþjóð Noregur Finnland Japan** g> Sviss D Kanada fsland m l1 J0,8 0,5 \0,2 | -0,1 :k!and Spánn ortúgal ítalfa* * ikaland Bretland Holtand l'rland Danmörk Belgía Lúxembúrg Frakkland** Meðalt. ESB' 3,1 M 4,4 4,0 4,0 Mi 10,6 *Októbertðlur u * ‘Bráðabirgðatölur 8 10% Eurostat. Nýálverí athugun við Persaflóa Doha. Reuter. HÆKKAÐ verð á áli hefur að sögn sérfræðinga hleypt nýju lífi í fyrir- ætlanir Persaflóaríkja um að reisa ný álver. Að minnsta kosti þijú ver eru í athugun, eitt í Qatar og tvö í Saudi-Arabíu. Fyrirætlanir um þessi ver voru á dagskrá fyrir 3-4 árum, en voru lagð- ar á hilluna vegna offramboðs á áli og verðlækkunar á þeim tíma. Málið komst aftur á dagskrá þegar helztu álframleiðslulönd sömdu um að draga úr afköstum og verð á áli hækkaði úr 1,040 dollurum tonnið í 1,840 dollara í nóvember (og um 2,000 dollara nú). Fjallað var um ráðagerðina fyrir nokkrum dögum á fundi samtaka í Qatar um samráð Persaflóaríkja í iðnaðarmálum, GOIC. Þar voru sam- an komnir fulltrúar álframleiðenda og annarra hagsmunaaðila, meðal annars í Qatar og Saudi-Arabíu. Erlendir bakhjarlar í Qatar er um að ræða sameigin- legt átak um að framleiða 300,000 tonn á ári. Brezku fyrirtækin British Aerospace Plc, Glynwed Intemation- al Plc og Trafalgar House og banda- ríska fyrirtækið Southwire Co. sam- þykktu að taka þátt í átakinu 1991. Fyrirtækið Saudi Basic Industries Corp (SABIC) stendur að fyrirætlun- um um álver sem á að framleiða 240,000 tonn á ári. Einkaðilar, að því er virðist undir forystu Alujain Corp, stefna að því að reisa álver sem á að framleiða 180,000 tonn. Tvö starfandi álfyrirtæki Persa- flóaríkja, Aluminium Bahrain (Alba) og Dubai Aluminium (Dubal), hyggj- ast auka framleiðslugetu sína í 845,000 tonn úr 705,000 tonnum. í fyrra framleiddu þau 692,000 tonn, eða 3.6% heildarframleiðslunnar í heiminum, og fluttu út 518,000 tonn til landa utan Persaflóa. Framleiðslan við Persaflóa kann að minnka um 4% í ár vegna sam- komulagsins um að takmarka fram- leiðsluna, sem Alba tók þátt í. Á árunum 1995-97 er vonað að eftir- spum eftir áli muni aukast um 2.5-5% og verðið hækki. NBC með fréttir um viðskipti í Evrópu BANDARÍSKA „risarásin“ NBC Su- per Channel hefur hafið fyrstu sjón- varpsútsendingar sínar á evrópskum viðskiptafréttum og þar með tryggt sér forskot í baráttu við keppinauta á markaði, sem hefur ekki verið reyndur til þessa. Super Channel hyggst hefja út- sendingar á asískum viðskiptafrétt- um um miðjan maí og mun því sjón- varpa viðskiptafréttum á þremur helztu fjármálasvæðum heims. Gerð evrópsku dagskrárinnare, European Money Wheel, er í höndum höndum sjónvarps Financial Times í London. I boði verður fjögurra tíma dagskrá með fréttum um viðskipti og fjármálamarkaði í Evrópu og henni verður sjónvarpað til 64 millj- óna heimila í álfunni um kapla og gervihnetti. Byrja varlega MEIRIHATTAR HEILSUEFNI POLBAX eykur andlegt og líkamlegt UNIK ANTIOXIDANT med SOD Ökar þol. Fólk kaupir POLBAX aftur og aftur. Fœstí heilsu- búðum, mörgum apótekum og mörkuðum Að sögn stjómarformanns NBC Super Channel, Patricks Cox, verður farið gætilega í sakirnar í Evrópu, því að ekki sé ljóst hvort evrópskir áhorfendur séu tilbúnir að meðtaka meira viðskiptaefni. Framsæknari stefnu verður fylgt í Asíu að sögn Cox og sjónvarpað í 11 1/2 tíma frá Hong Kong. „Þar ríkir allt önnur menning," sagði hann. „Þar situr fólk og horfir á við- skiptafréttir heilu nætumar." Að sögn FT Television munu um 30 blaðamenn starfa við nýju stöð- ina. FT Television framleiðir nú þeg- ar tvo hálftíma fréttaþætti á dag fyrir Super Channel. Einnig verður stuðzt við blaðamenn Financial Ti- mes. Samkeppni harðnar BIO-SELEN UMBOÐIÐ • SIMI 76610 Samkeppni á þessum vettvangi harðnar í næsta mánuði þegar hafín verður starfræksla á evrópsku við- skiptakaplasjónvarpi fyrirtækisins Dow Jones, European Business News. Sjónvarp BBC World Service mun einnig hefja útsenmdingu evrópskra viðskiptafrétta síðar í þessum mán- uði. CNN-sjónvarpið sést einnig víða. í l » s I I L __ Nær forskoti í samkeppninni London. Reuter. l l l \ E L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.