Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 15 VIÐSKIPTI Valdabaráttan hjá auglýsingarisanum Saatchi og Saatchi tekur enn nýja stefnu London. Reuter. Þrír hætta að dæmi Saatchi VALDABARÁTTAN í auglýsingafyrirtæk- inu Saatchi og Saatchi hefur náð nýju hámarki með uppsögnum þriggja fram- kvæmdastjóra, sem fylgja Maurice Saatchi fyrrverandi stjórnarformanni að málum — viku eftir afsögn hans vegna andstöðu fjár- festa í Bandaríkjunum. Að sögn blaða í Bretlandi er hætta á þvi að auglýsingafyrirtækið missi mikil- væga viðskiptavini. Financial Times hermir að Charles og Maurice Saatchi, bræðurnir sem stofnuðu fyrirtækið fyrir um 20 árum, hafi selt síð- ustu hlutabréf sín í fyrirtækinu, 1.8 milljón- ir að tölu, í byijun síðustu viku. Þeir sem nú hafa sagt af sér eru starf- andi stjórnarformaður, Jeremy Sinclair, og framkvæmdastjórar fyrirtækisins í Banda- ríkjunum og Bretlandi, Bill Muirhead og David Kershaw. Geta misst viðskipti Maurice varð að láta af störfum vegna andstöðu bandarískra fjárfesta undir for- ystu Davids Herro frá Harris Associates í Chicago. Kunnugir leiða getum að því að fleiri valdamiklir menn í fyrirtækinu láti af störfum og að það muni missa mikil- væga viðskiptavini, sem vilji láta í ljós vanþóknun sína. Bandaríski sælgætisframleiðandinn Mars og flugfélagið British Airways hafa formlega gefið til kynna.að viðskipti þeirra við fyrirtækið hafi verið tekin til endurskoð- unar að sögn Financial Times. Hlutabréf lækka í verði Mannabreytingarnar hafa valdið nokkru umróti. Fyrir viku seldust hlutabréf í fyrir- tækinu á 138-146 pens. Á mánudag lækk- uðu þau um 16 pens í 124. Framkvæmdastjórnarnir þrír sem hafa sagt upp hafa allir gagnrýnt áhrif Herro, sem barðist fyrir því að Maurice Saatchi yrði rekinn. Hugsanlegt er talið að þeir stofni nýtt auglýsingafyrirtæki ásamt Maurice og laði til sín viðskiptavini Saatchi & Saatchi. Flugfélög 11,5% fleirí farþegar í V-Evrópu Briissel. Reuter. FLUGFÉLÖG í Vestur-Evrópu fluttu 11.5% fleiri farþega í nóvem- ber en ári áður að sögn sambands evrópskra flugfélaga, AEA. Fraktflutningar jukust um 14.9% á sama tíma. Farþegum fjölgaði mest á Suður- Atlantshafsleiðum eða um 18.1%. Farþegum á leiðum innan Evrópu ijölgaði um 14.8% og farþegum á Norður-Atlantshafsleiðum um 12.2% samkvæmt tilkynningu frá AEA. Á sama tíma fjölgaði lausum sætum um 5.2% og sætanýting jókst um 3.6% í 64.3% Á Norður- Atlantshafi jókst sætanýtingin í 66.6%, enda heldur færri sæti í boði. „Niðurstaðan er uppörvandi," sagði framkvæmdastjóri AEA, Karl-Heinz Neumeister, í yfirlýs- ingunni. „Vonandi gefa þessar tölur til kynna að langþráður bati fái raunverulega vind í seglin. Gengismál Líra og pe- seti ínýrri lægð vegna umróts London. Reuter. SPÆNSKI pesetinn og ítalska líran náðu nýrri lægð í gær vegna pólití- skra erfiðleika og ástandið minnir á vandkvæðin vegna gengissam- starfs Evrópu (ERM) 1993. Líran lækkaði gagnvart markinu í sama mund og Oscar Luigi Scalf- aro forseti átti að hefja viðræður um lausn stjórnarkreppunnar á ítal- íu. Kunnugir sögðu að mikils óró- leika gætti á markaðnum og enginn vildi kaupa vegna óvissunnar. Um tíma var staðan gagnvart markinu 1,057 lírur. í Madrid var staðan gagnvart marki 87.85 pesetar og sá orðrómur komst á kreik að Spánveijar mundu draga sig út úr ERM-samstarfinu. Sjónvarpsviðtal við Felipe Gonzalez forsætisráherra dró ekki úr óróleik- anum, þótt hann neitaði því að stjórnin hefði verið viðriðin leynileg- ar aðgerðir gegn baskneskum hryðjuverkamönnum ETA. Sænska krónan veik Sænska krónan hefur átt í vök að veijast í sama mund og sænska stjórnin hefur gripið til víðtækra aðhaldsráðstafana til þess að draga úr ríkisskuldum og halla á fjárlög- um. Um leið hefur hækkun marks- ins gagnvart evrópskum gjaldmiðl- um aukið erfiðleika dollarans. ACO • ACO • ACO ■ ACO • ACO 0 • ACO • ACO • ACO • ACO • ACO • ACO • ACO • ACO msala Tölvur, tölvubúnaður og margt fleira á einstöku verði 16 bita hljóðkort frá Creative Labs Verðfrákr. 7.990 m/vsk cWseagate Harðir diskar Ýmsar stæröir. Verödæmi 260 MB COMPAO Presario CDS 720 .... - "■ Verð kr, 14.900 nVvsk Primera Litaprentarar 39.900 Verð kr. OKI 400 ex Geislaprentarar Verð frá kr. 43.900 m/vsk Heimilistölva með öllu • 420 MB harður diskur • Hljóðkort • Hátalarar • Hljóðnemi • „Faxmodem" með innbyggðum símsvara • Geisladrif og margs konar annar margmiölunar hugbúnaður Verðkr. 176.900 m/vsk COMPACl Ferðatölvur Contura Aero, vegur aðeins 1,6 kg! 109.900 Verð frá kr. m/vsk -20°/°gS aítöWW<*sWaWO Útsalan stendur aðeins miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Nú er tækifærið. SKIPHOLT117 -105 REYKJAVÍK SpeedJET200 Bleksprautu- prentarar Verð frá kr. 22.900 m/vsk MICROTGK Litskyggnu- skannar Verð frá kr. 39.000 m/vsk Sjóðsvélarl CE-2300 Verð kr. 33.900 m/vsk SÍMI: 562 7333 • FAX: 562 8622 Traust og örugg þjónusta —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.