Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 19 Daði sýnir í Fold og Norræna húsinu DAÐI Guðbjörnsson opnar tvær myndlistarsýningar samtímis næstkomandi laugardag, 14. jan- úar. Önnur sýningin er í Norræna húsinu þar sem Daði sýnir olíumál- verk, teikningar, skúlptúra og tréristur. Hin sýning er í Galleríi Fold, þar sem hann sýnir aquarell- ur og olíumálverk. Sýningarnar standa til 29. janúar. Daði stundaði myndlistarnám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og í Ríkisakademíunni í Amsterdam. Hann hefur kennt við báða skólana, auk þess sem hann var formaður í Félagi íslenskra myndlistarmanna um skeið og sat í safnráði Listasafns íslands. Hann hefur haldið á þriðja tug einkasýn- inga hérlendis og erlendis og tekið þátt í meira en 50 samsýningum víða um heim. Þá hefur hann skreytt bækur og unnið bækur sem myndverk. Verk hans eru í eigu fjölmargra safna og stofnana innanlands og utan. Daði er trúlega meðal afkasta- mestu núlifandi myndlistarmanna. Hann er alltaf að og hugmynda- auðgi hans virðast lítil takmörk sett varðandi listsköpun. Hann hefur ekki farið troðnar slóðir í listsköpun sinni og eru verk hans í afar persónulegum stíl, sem sjálf- sagt er angi af „nýja málverkinu" sem kom fram hér á landi um 1980 og lifað hefur góðu lífi síð- an, segir í fréttatilkynningu frá Galleríi Fold. Söngleikjadagskrá endurtekin í Hlaðvarpanum ÞAR SEM uppselt var á Söng- leikjadagskrá í Listaklúbbi Leik- húskjallarans sl. mánudagskvöld og margir þurftu frá að hverfa hefur verið ákveðið að endurtaka dagskrána í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum fimmtudagskvöld- ið 12. janúar. I fréttatilkynningu segir að söngleikir_ hafi notið mikilla vin- sælda á íslandi sem og annars- staðar. Á föstudaginn verður Kabarett frumsýndur í Borgarleikhúsinu og í lok febrúar mun Þjóðleikhúsið taka til sýninga West Side Story. í Kaffileikhúsinu á fimmtudag munu þrjár ungar og upprennandi söngkonur flytja lög úr þessum alþekktu söngleikjum ásamt öðr- um söngleikjalögum. Söngkonurn- ar eru þær Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir, Harpa Harðardóttir og Ing- veldur Ýr Jónsdóttir sem allar hafa getið sér orð fyrir söng sinn. Undleikari þeirra er Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari. Árni Blandon mun fjalla um sögulegan bakgrunn laganna og segja skemmtilegar sögur um tilurð þeirra. Dagskráin í Kaffileikhúsinu hefst kl. 21 og er aðgangseyrir 700 kr. LISTIR Nemendur sýna í Myndlistarskóla Kópavogs SÝNING á verkum nemenda verður í húsnæði Myndlistar- skóla Kópavogs, íþróttahúsinu Digranesi við Skálaheiði, laugardaginn 14.janúarog sunnudaginn 15. janúar. Fyrri daginn verðúr sýningin opin frá 10-18 og seinni daginn frá 14-18. A laugardagsmorgun, frá 10-13 er gestum gefið tæki- færi til að sjá nemendur í full- orðinshópi vatnslita, þar sem kennari er Erla Sigurðardóttir og unglinga móta í leir, en kenn- ari þeirra er Ingunn Erna Stef- ánsdóttir. Myndlistarskóli Kópavogs var stofnaður haustið 1988. Stofnendur skólans eru Sigríð- ur Einarsdóttir og Sólveig Helga Jónasdóttir og hafa þær rekið hann þar til skólafélag var stofnað við skólann, 4. apríl 1991.1 lögum félagsins kemur fram að skólinn er sjálfseignar- stofnun og er rekinn með nám- skeiðsgjöldum og styrkjum. Fyrsta árið sem skólinn var starfræktur var einungis boðið upp á kennslu fyrir börn á aldrinum 6-15 ára. í fréttatil- kynningu segir: Mikil aðsókn var að skólanum og færri kom- ust að en vildu. Þessvegna var fjölgað deildum og nú á sjö- unda starfsári skólans eru þær ellefu. Barna og unglinga- deildir eru sex og fimm deildir eru fyrir fullorðna (teiknun, módelteiknun, vantslitamálun, málun og leirmótun). Fullorð- insdeildirnar áttu miklum vin- sældum að fanga líkt og barna- deildirnar og nemendur sækja skólann ár eftir ár, þrátt fyrir erfitt ástand í þjóðfélaginu. Einnig hafa nokkrir nemendur farið í áframhaldandi nám í Myndlista- og handiðaskóla ís- lands. Sú nýbreytni hefur verið tek- in upp að nemendum Mennta- skólans í Kópavogi er boðið upp á nám í Myndlistarskólanum sem er metið til námseininga í Menntaskólanum. Vonir standa til að í framtíðinni verði þetta nám í námsvísi Menntaskólans sem ætti að geta aukið fjöl- breytni verkmennta í Mennta- skólanum og orðið um leið lyfti- stöng fyrir Myndlistarskólann. Innritun á vornámskeið skól- ans hefst 23. janúar. Innritun fer fram alla virka daga klukk- an 16-19 á skrifstofu skólans. Tvöfaldup li vhnlngurl Verður hann 100 milljónir? eiga allii* möguleika. Líka þúl Sölu í Víkingalottóinu lýkurá miövikudag kl. 16:00. Freistaðu gæfunnar - kannski er röðin komin að þér ! MERKISMENN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.