Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGRÚN STURLA UGSDÓTTIR + Sigrún Stur- Iaugsdóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1914. Hún lést á Landspítal- anum 2. janúar 1995. Foreldrar hennar voru Hall- fríður Guðmunds- dóttir frá Ófeigs- firði á Ströndum, f. 28. júlí 1893, d. 8. maí 1977 í Reykja- vík, og Sturlaugur Sigurðsson, skip- stjóri og síðar skipasmiður, f. 29. nóvember 1890 í Sauðeyjum á Breiðafirði, d. 18. september 1975 í Reykjavík. Systkini Sig- rúnar eru: Hrólfur, f. 15. ágúst 1916, d. 3. maí 1983; Þorbjörg, f. 11. október 1918, d. 15. febr- úar 1982; Sigríðilr Lilja, f. 17. ágúst 1921; Asa Guðrún, f. 20. janúar 1924; Anna Soffía, f. 10. desember 1932; Hjördís, f. 28. maí 1936; og Edda, f. 18. júní 1938. Útför Sigrúnar fór fram í kyrrþey. EG VIL með nokkrum orðum minn- ast móðursystur minnar, Sigrúnar Sturlaugsdóttur, er fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1914 og var fyrsta barn foreldra sinna af átta börnum þeirra hjóna. Ársgömul fluttist hún með foreldrum sínum til Isafjarðar þar sem faðir hennar starfaði með skipstjóri á bátum. Árið 1919 varð faðir hennar fyr- ir slysi, er hann féll niður í bát af bryggju og átti hann iengi í þeim meiðslum. Á þessum tíma voru bömin orðin þrjú og annaðist móðir hennar hjúkrun manns síns og umönnun bamanna og vann jafn- framt við saumaskap til að afla tekna til heimilisins,' því þá voru engar tryggingar eins og nú á dög- um. Þegar faðir hennar náði aftur sæmilegri heilsu hélt hann áfram að stunda sjóinn, en þá sem vél- stjóri. Þegar þetta gerðist var Sigrún fimm ára og má vel ímynda sér að þá þegar hafí mótast hjá henni hin ríka ábyrgðartilfínning og hjálpfýsi, sem einkenndi hana ætíð síðan. Árið 1929 þegar Sigrún er 14 ára flytur ijölskyldan aftur til Reykjavíkur. Þegar hér er komið sögu hafa foreldrar hennar eign- ast fímm böm. Fjótlega eftir komuna til Reykjavíkur keyptu foreldrar hennar íbúð á Hringbraut 86 og bjuggu þar til æviloka. I Reykjavík starfaði faðir hennar við skipa- smíðar hjá Slippfélag- inu til 75 ára aldurs. Ávallt var bjart yfír minningum Sigrúnar um bemskuárin á ísafírði, þar bundust vináttubönd, sem entust út lífíð og geymum við með okkur margar skemmtilegar frásagnir hennar frá þessum áram. í Reykja- vík gekk Sigrún í unglingaskóla Ingimars Jónssonar og lauk þar námi með frábæram árangri, og víst var að móður hennar þótti sárt alla tíð að hafa ekki getað sent hana til frekari mennta, en þetta vora erfíð- ir tímar fyrir bammargar fjölskyld- ur. Sigrún Starfaði á ýmsum stöðum næstu tíu árin að námi loknu. Á þeim áram bættust þrjú börn í systkinahópinn. Sigrún lagði metnað sinn í að aðstoða og styrkja systur sínar og bróður til framhaldsnáms o.fl., sem ekki hefði verið unnt án hennar hjálpar. Hún var ætíð boðin og búin að bæta hag fjölskyldunnar og annarra, ef hún mögulega gat. Sigrún var alla tíð mjög barngóð og var alltaf tilbúin að hjálpa systk- inum sínum og systkinabörnum með lærdóminn, enda var hún vel lesin og fróð. Hún óskaði þess að sem flestir gætu gengið mennta- veginn. Á stríðsáranum dvaldi hún oft langdvölum í Ófeigsfírði á Strönd- um hjá móðursystkinum sínum með yngstu systur sínar og hélt hún ávallt mikilli tryggð við þann stað og fólkið sem þar bjó. Um 1943 réðst Sigrún til starfa hjá Atvinnudeild Háskóla íslands - + Systir okkar, GUÐRÚN VERNHARÐSDÓTTIR,. Norðurbrún 1, lést í Landspítalanum 4. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Systkini hinnar látnu. + Ástkœr eiginkona mín og móðir okkar, LOVÍSA JÓNSDÓTTIR, Merkigerði 2, Akranesi, lést að kvöldi 9. janúar. Axel Sveinbjörnsson, Jóna Alla Axelsdóttir, Gunnur Axelsdóttir, Lovisa Axelsdóttir. Ástkaer eiginmaður minn, REIMAR ÁGÚST STEFÁNSSON leigubifreiðastjóri, Hörðalandi 12, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 13.30. Oddný Guðnadóttir. Fiskideild, sem í dag heitir Haf- rannsóknastofnun, og starfaði þar óslitið til 72 ára aldurs, eða í u.þ.b. 43 ár. Hún starfaði sem aðstoðar- maður við fískirannsóknir og hafði ætíð mikinn áhuga á starfi sínu þar. Margir starfsfélagar Sigrúnar urðu góðir og tryggir vinir hennar, bæði innan sem utan vinnustaðar- ins. Fyrir um 30 áram eignaðist Sig- rún íbúð að Ásvallagötu 39 og bjó þar ætíð síðan í nágrenni við for- eldra sína, sem hún annaðist af ástúð til æviloka þeirra. Sigrún var eins og áður sagði mjög vel greind kona, en það sem einkenndi hana einkum var hennar ljúfa skaphöfn, fágun í framkomu og hógværð. Hún var vönduð til orðs og æðis. Hún hafði yndi af málaralist og góðum bókmenntum og ekki síst af blómarækt. Hún ferðaðist margoft til Bandaríkjanna til systra sinna sem þar búa, hún starfaði um tíma í Skotlandi í tengslum við starf sitt og einnig ferðaðist hún til Danmerkur. En fyrst og fremst naut hún þess að ferðast um sitt eigið land, sem hún þekkti . vel. Sigrún ræktaði sína barnatrú alla tíð og mörg systkina- barnanna fóru sínar fyrstu kirkju- ferðir með henni. Sigrún var sameiningartákn fjöl- skyldu sinnar og henni var mikils virði að hafa mikið og náið sam- band við systkini sín og aðra ætt- ingja. Ég veit ég mæli fyrir munn allra systkinabarna hennar, er ég flyt henni hjartans þakkir fyrir allt sem hún var okkur í lífi sínu og biðjum við henni Guðs blessunar. Eg og fjölskylda mín sendum systrum Sigrúnar innilegustu sam- úðarkveðjur og megi Guð varðveita ykkur um ókomna framtíð. Stefán Ágúst Stefánsson. Ég kynntist Sigrúnu Sturlaugs- dóttur fyrst veturinn 1958/59, en þá réðst ég til starfa sem rannsókn- armaður á Hafrannsóknastofnun sem þá hét raunar Fiskdeild At- vinnudeildar Háskólans. Mér var fengin vinnuaðstaða í stóru her- bergi þar sem fyrir vora þrír aðrir starfsmenn. Einn þeirra var Sigrún eða Rúna eins og hún var ævinlega kölluð í okkar hóp. Enn er mér þessi vetur minnisstæður fyrir margra hluta sakir og ekki síst vegna Rúnu og Egils Jónssonar, sem lést fyrir um hálfu þriðja ári. Þau tóku nýliðanum opnum örmum, kenndu honum það sem þurfti og þarna í þröngbýlinu tengdust vin- Sérfraeöingar í l)lóm;iskr«‘Y<iii“iim lil) »11 litkÍI'ilTÍ blómaverkstæði Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Erfidrykkjur Glæsileg kafíi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIÐIR HÁTEL LOFTLEIDIR áttubönd sem ekki rofnuðu. Rúna var einstakur persónuleiki fyrir sakir gæsku sinnar og góðvild- ar og mátti ekki vamm sitt vita. Jafnframt var hún gamansöm í bestu merkingu þess orðs og átti auðvelt með að sjá hinar spaugilegu hliðar mannlífsins. Sama má segja um Egil heitinn og líklega okkur Hannes Wöhler líka, en Hannes var fjórði maður kvartettsins. Var því oft glatt á hjalla í „hoselló“ þennan vetur. Vorið 1959 hvarf ég til starfa austur í Mjóafjörð og hélt síðan til náms við háskólann í Glasgow um haustið. Atvikin höguðu því svo að ég gat ekki komið til starfa á Haf- rannsóknastofnun fyrr en sumarið 1961. Var þá upp tekinn þráðurinn sem frá var horfið í nýjum húsa- kynnum á Skúlagötu 4. Það fór jafn vel á með okkur Rúnu og áður og smám saman varð mér ljóst hvílíkur afbragðs starfsmaður hún var. Gilti einu hvort um var að ræða úrvinnslu síldarsýna og grein- ingu fisklifra svo tvennt eitt sé nefnt af því fjölþætta rannsókna- starfi sem hún fékkst við. Hefi ég aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð unnið að jafn mikilli alúð og ná- kvæmni og mun ekki ofsagt að samantekt Rúnu á hinum ýmsu gögnum í töfluformi hafi verið nær alveg, ef ekki fullkomlega villulaus. Á 7. og 8. áratugunum taldi Rúna fyrir mig hryggjarliði í mörg þúsund loðnum til þess að við gæt- um borið meðalfjölda hryggjarliða í íslensku loðnunni saman við aðra stofna og séð hvort samgangur gæti verið milli þeirra. Slík talning er ákaflega seinleg og hið mesta vandaverk enda loðnan smávaxin og fjöldi hryggjarliða breytilegur milli h.u.b. 67 og 72. Þurfti að flaka hvern fisk, þurrka, skafa og telja síðan undir smásjá. Nýlega fór ég yfír talningarnar hennar Rúnu og bar saman einstök sýni til þess að útiloka mistök sem kynnu að hafa átt sér stað. Er skemmst frá því að segja að ekki þurfti að fjarlægja eitt einasta sýni úr safninu, þau voru öll jafngild. Á löngum starfsferli á Hafrann- sóknastofnun fór Rúna mér vitan- lega aðeins tvisvar til sjós. í fyrra skiptið var hún þátttakandi í leið- angri á gamla Ægi til rannsókna í Grænlandshafi á 6. áratugnum. Leiðindaveður mun hafa verið mest- an hluta tímans og heyrði ég Rúnu sjaldan ræða þá sjómennsku. Sjálf- um heppnaðist mér aðeins einu sinni að plata hana með í svokallaðan seiðaleiðangur á Árna Friðrikssyni í ágústmánuði á fyrri hluta áttunda áratugarins. Við fengum blíðuveður og vinnuaðstöðu ágæta. Rúna var í sýnaúrvinnslu og lét ekki sitt eft- ir liggja þar fremur en endranær. Þegar líða tók á leiðangurinn var farið að vinna frekar úr sýnum, reikna afla á togmílu, meðaltöl og því um líkt. Þá kom í ljós að eftir hafði orðið reiknivél Rúnu og ekki í önnur hús að venda en handsnúna margföldunar- og deilingarvél sem Rúnu var ekki tamt að nota. Þótti henni súrt í broti og undi því illa er henni fannst á sig og vakt slna halla. En allt leystist þetta farsæl- lega. Ungur sonur minn hafði feng- ið að fara með og fylgdist hann grannt með öllu eins og krakka er siður. Kom hann fljótlega að máli við okkur og kvaðst fullfær um að snúa vélinni ef Rúna segði sér töl- umar. Við settum stráksa í próf sem hann stóðst með prýði. Unnu þau Rúna saman sem einn maður það sem eftir var. Líklega varð þetta þó til þess að Rúna fékkst ekki framar til sjós og þótti mér það miður því betur er borguð sjóvinna en skrifstofustörf. Hins vegar var Rúna tekin að reskjast þegar þama var komið sögu og hefur það vafa- Vandaðir legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN IBrautarholti 3,105. R Sími 91-621393 lítið einnig haft sitt að segja af hennar hálfu. Rúna giftist aldrei en átti stóra fjölskyldu sem hún lét sér afar annt um. Nú bar svo til síðla vetrar 1962 að Rúna hélt erlendis til þess að kynna sér greiningu fisklifra við hafrannsóknastofnunina í Aber- deen í Skotlandi. Um þetta leyti var ég í Glasgow og hafði mat og hús- næði hjá austurrískri afbragðskonu, frú Abraham, ekki fjarri háskólan- um. Samdist okkur þremur svo að Rúna kæmi við í heimleiðinni, gisti hjá frú Abraham í 2-3 nætur og ég hjálpaði henni að versla dálítið fyrir fjölskylduna. Þetta gekk eftir og hittumst við á járnbrautarstöð- inni á tilsettum tíma. Rúna hafði talsverðan farangur að hætti full- orðins fólks og auk þess í farteski sínu gríðarlegan rósavönd sem henni hafði verið gefínn í Aberdeen að skilnaði. Frú Abraham tók Rúnu með kostum og kynjum og urðu þær strax hinir mestu mátar. Við versl- uðum síðan eins og til stóð, aðal- lega yfirhafnir kvenna og barna- fatnað auk fleira smálegt, og gekk ágætlega. Minnisstæðastur er þó seinasti leiðangurinn. Við vorum stödd í stórmarkaði, sem nú myndi kallað, klukkan var sex að kvöldi og búið að breiða yfir afgreiðslu- kassana. Eitthvað höfðum við keypt þarna, en við útganginn stóð mikið úrval regnhlífa og ágirntist Rúna eina þeirra. Afgreiðslufólkið aftók hins vegar með öllu að selja okkur gripinn, enda búið að loka eins og ljóst mætti vera. Ekkert sá ég at- hugavert við þetta enda kunnugur starfsháttum þarna. Hins vegar kunni Rúna ekki þessa latínu og gerði boð fyrir verslunarstjórann sem seldi henni regnhlífina orða- laust. Sjálfur glápti ég forviða á framgang þessarar hógværu vin- konu minnar og skildi þá að Rúna lét ekki segja sér fyrir verkum nema svona rétt mátulega. Um kvöldið var pakkað niður til íslandsferðar næsta dag. Þegar við svo hittumst við morgunverðinn var Rúnu sjáanlega brugðið. Mér líst ekkert á þetta, Hjalli minn, sagði hún. Ég er með svo mikið af drasli að tollurinn tekur það ábyggilega allt af mér. Þessi hugsun hafði raunar hvarflað að mér líka, en ég reyndi að láta á engu bera og sagði sem svo að hvorki væri hún í utan- landsferðum á hveijum degi né heldur ræki hún verslun svo þetta hlyti að blessast. Rúna hafði fengið nokkrar rósir til viðbótar frá frú Abraham, en ég veitti því athygli að engin blóm voru eftir I herbergi hennar við brottför og var engu lík- ara en þau hefðu gufað upp. Að nokkrum dögum liðnum fékk ég bréf frá Rúnu. Við heimkomuna hafði farið sem hana grunaði. Toll- gæslumönnum þótti farangur í meira lagi og vildu athuga málið nánar. Var vitanlega byijað á stærstu töskunni sem var jú alveg úttroðin. Þegar taskan var opnuð blöstu við rósavendirnir góðu, orðn- ir heldur þvældir og lítt fyrir aug- að. Lýsti Rúna í bréfí sínu á for- kostulegan hátt svipbrigðum toll- varðar sem um stund glápti ýmist ofan í töskuna eða framan í hana. „Loks hristi aumingja maðurinn hausinn, lokaði kofforti mínu og hætti við frekari skoðun. Honum fannst ég víst í meira lagi skrýtinn fugl sem óþarft, eða jafnvel óráð- legt, væri að taka til frekari með- ferðar," sagði Rúna í bréfslok. Væntanlega er óþarft að taka fram að Rúna var ekki að skreyta töskur sínar fyrir íslenska tollgæslu. Hún fékk einfaldlega ekki af sér að skilj- ast strax við góðar gjafir hinna skosku vina sinna. Fleiri sögur kann ég af Rúnu vinkonu minni í líkum dúr. En þessi verður að nægja enda finnst mér hún fela í sér lýsingu þess manns sem allra vanda vildi leysa og alls staðar kom sér vel. Og þannig var sú Rúna sem hér er kvödd með þakklæti og söknuði. Ég sendi ættingjum og vensla- fólki Sigrúnar Sturlaugsdóttur mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Hjálmar Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.