Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja, Vorsabæ, Austur-Landeyjum, lést á heimili sínu 10. janúar. Jón Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Bóel Guðmundsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Erlendur Guðmundsson, Jarþrúður Guðmundsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Erna Árfells, Ólafur Guðmundsson, Ólafur T ryggvason, Ásta Guðmundsdóttir, Helgi B. Gunnarsson, Kristjana Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN SIGURLÁSDÓTTIR, Boðahlein 20, Garðabæ, sem lést á heimili sínu þann 4. janúar sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 13.30. Guðjón Örn Jóhannesson, Þór Ostensen, Inga L. Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR H. SIGURJÓNSSON fyrrverandi leigubifreiðastjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. janúar kl. 13.30. Guðný Nikulásdóttir, Svava Sigríður Gestsdóttir, Trausti Gislason, Sigurjón Gestsson, Svanborg Guðjónsdóttir, Rósa Guðný Gestsdóttir, Kristján Jón Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÁSGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR, sem lést 4. janúar, verður jarðsungin frá Digraneskirkju fimmtu- Gissur I. Geirsson, María Einarsdóttir, Eygló Óskarsdóttir, Örn Bragason, Haraldur Guðmundsson, Kristfn Magnúsdóttir, Vilma Ágústsdóttir, Stefnir Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. daginn 12. janúar, kl. 15.00. Ásdis L. Sveinbjörnsdóttir, Hannes Sveinbjörnsson, Ingvar Sveinbjörnsson, Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Elín Hallveig Sveinbjörnsdóttir, lyar Sveinbjörnsson, Ólafur Hrafn Sveinbjörnsson, Ásgerður Maria Ragnarsdóttir, Bjarni Ólafsson, t Móðir mín, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Bröttugötu 4a, Borgarnesi, sem lést 5. janúar sl. verður jarðsungin frá Borgarneskirkju á morgun, fimmtudaginn 12. janúar kl. 14.00. Ólöf Finnbogadóttir, Finnbogi Gunnlaugsson, Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, Jóhanna Sigríður Gunnlaugsdóttir, Haraldur Gunnlaugsson, Tinna Finnbogadóttir, Andri Kristinn Ágústsson, Ólöf Ragna Sigurðardóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÁSTRÁÐSSON fv. loftskeytamaður, Ljósheimum 16b, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 13. janúar kl. 15.00. María Helgadóttir, Anna Guðmundsdóttir, Inga Á. Guðmundsdóttir, Þorsteinn B. Á. Guðmundsson, Þrúður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GÍSLIJÓNSSON •4- Gísli Jónsson ’ fæddist í Lægsta-Hvammi Dýrafirði 21. sept- ember 1911. Hann lést á Landspitalan- um 3. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Gísladóttir og Jón G. Jóhannsson. Systkini Gísla eru: Sigrún, Jóhanna Þorbjörg (látin), Jóhannes Helgi (látinn), Björn (lát- inn), Sigríður, Guð- mundur (látinn), Elísabet Stein- unn, Jóhannes Helgi, Osk og Asta. Hálfsystir Gísla var Guð- munda Jónsdóttir, hún er látin. Gísli kvæntist fyrstu konu sinni, Onnu Þuríði Krisfjáns- dóttur, 11. desember 1937 og eignuðust þau einn son, Gylfa Steinar, 23. maí 1938, en hann lést af slysförum 11. júlí 1940. Anna lést 13. maí 1945. Önnur kona Gísla var Þuríður Jónas- dóttir frá Lokinhömrum í Am- arfirði, f. 14. janúar 1922, d. 4. apríl 1967. Dóttir Gísla og Þuríðar er Guðrún, gift Gunn- ari Guðjónssyni og eiga þau fjögur börn: Þuriði, Gísla, Gunn- ar og Kolbrúnu. Eft- irlifandi eiginkona Gísla er Sigríður Sveinsdóttir, f. 26. júní 1921. Þau Gísli giftust 23. febrúar 1973. Börn Sigríðar frá fyrra hjónabandi eru Jóhanna Mar- grét, búsett í Þýska- landi, og Hjalti, sem er búsettur í Bandaríkjunum. Gísli stundaði sjómennsku á sínum yngri árum en var síðan verksljóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og starfaði þar í yfir 36 ár eða þar til hann lét af störfum 70 ára. Gísli Jóns- son var heiðursfélagi hjá Verk- sljórafélagi Reykjavíkur og einnig Verksljórasambandi ís- lands. Útför Gísla verður gerð frá Fossvogskirkju í dag. ÞANN þriðja janúar sl. lést Gísli Jónsson, fyrrverandi verkstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, eftir rúmlega tveggja ára baráttu við erfið veikindi. Gísli var fæddur í Lægra-Hvammi í Dýrafirði, en sjö ára gamall var hann sendur í fóstur að Hamraendum í Borgarfirði og þar var hann síðan í vinnumennsku þar til hann sneri aftur vestur til foreldra og systkina seytján ára gamall og fór til sjós. Kynni okkar sem ritum þessa minningargrein hófust þegar Gísli kvæntist inn í íjölskyldu okkar eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigríði Sveinsdóttur, sem ættuð er úr Vestur-Skaftafells- sýslu. Þegar þau hjónin hófu sam- búð áttu þau bæði hjónabönd og börn að baki. Gísli hafði misst tvær elskaðar eiginkonur og tveggja ára son sinn frá fyrsta hjónabandi, en færði Sigríði dóttur sína Guðrúnu sem þá var á unglingsaldri til umönnunar og var hún sameigin- legur augasteinn þeirra beggja. Börn Sigríðar og fyrra eiginmanns hennar, Guðmundar heitins Hjalta- sonar skipstjóra, þau Jóhanna Mar- grét og Hjalti, voru þá uppkomin og sest að erlendis. Þrátt fyrir lang- ar vegalengdir milli landa naut Gísli þess að eiga samvistir við stjúpbörn sín oft þessi ár, bæði komu þau oft í heimsókn og hann ásamt konu sinni og dóttur hafði tök á að njóta dvalar með þeim erlendis. Gísli var mannkostamaður, fríður heiðursmaður og einstakt prúð- menni. Systkini hans sem kennd voru við Lækjartungu í Dýrafirði þóttu hið mesta sómafólk. Af þeim eru enn á lífi Sigrún, Sigríður, El- ísabet, Jóhannes Helgi, Ósk og Ásta. Hugur Gísla stóð ætíð til heimahaganna fyrir vestan og var hann sjóður af fróðleik heim að sækja að hvetju einu er þeim við- kom; mönnum og málefnum, at- vinnulífi, skemmtanahaldi og tíðar- anda. I tæpa tvo áratugi, frá 1927 til stríðsloka, er Gísli vestfirskur sjómaður, fiskimaður sem sigldi einatt með aflann á erlendan mark- að. Við vinnu okkar í leikhúsinu nutum við oft góðs af reynslu Gísla. Þegar undirbúin var leikstjórn að leikritinu „Uppreisn á ísafirði“ eftir Ragnar Arnalds við Þjóðleik- húsið, kom það sér heldur betur vel að Gísli hafði verið samtíða og þekkti persónulega suma þeirra ein- staklinga, sem þar koma við sögu. Af Sigurði skurði gat hann gefið betri og fullkomnari lýsingu en annars staðar er að finna. Þeir höfðu verið saman í skipsrúmi. Hafði Sigurður reynst Gísla ákaf- lega vel og verið honum unglingn- um ómetanlegur stuðningur. Þegar leikritið „Ég hef lifað í þúsund ár“ var sett saman fyrir Flateyringa, voru lýsingar Gísla af árunum fyrir stríð óspart notaðar. Kynni okkar af Gísla hófust ekki fyrr en á seinni hluta ævi hans og rekjum við þess vegna engan veginn æviferil hans en hér viljum við minnast hans með þakklæti fyrir þau ár, sem við nutum þess að eiga hann að vini. Gísli var heilsuhraustur maður, en tvö síðustu árin voru honum veikindaár. Hann talaði oft um gæfu sína að eiga ástúð og um- hyggju Sigríðar konu sinnar; ljós- geislar þeirra barnabörnin fjögur voru honum afar kær. Guðrún dótt- ir hans og börn Sigríðar, Jóhanna og Hjalti, stóðu vörð um hann og Sigríður sinnti honum veikum nótt sem dag. Fólkið hans Gísla vill þakka ungu konunni Önnu Jakobínu Hilmars- dóttur, dóttur bestu vinkonu Sigríð- ar, fyrir nærveru og einstaka hjálp þessi síðustu ár sem stuðlaði að því, að Gísla gat orðið að ósk sinni að fá að liggja banaleguna á heim- ili sínu. Við sendum öllum aðstandendum GÍsla okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Brynja Benediktsdóttir, Erlingnr Gíslason. Föðurbróðir minn Gísli Jónsson er látinn. Þegar ég 16 ára gömul kom vest- an af fjörðum til Reykjavíkurdval- ar, tóku þau Gísli og Þuríður kona hans mér nánast sem dóttur. Þau voru þá enn að byggja húsið sitt við Laugarnesveginn, en létu sig samt ekki muna um að skjóta skjólshúsi yfir bæði mig og Sigrúnu Ragnarsdóttur. Þetta var fyrir daga sjónvarpsins og löngum gestkvæmt á heimilinu, mikið spilað og spjallað. Ekki spillti það fyrir að húsmóðir- inn var myndarleg í allri matargerð og húsbóndinn greiðvikinn og lag- hentur. Frændi minn var alla tíð einstakt snyrtimenni og báru heim- ilið og garðurinn þess glöggt vitni. Þegar Þura dó um aldur fram, dvöldu bæði Gísli og Guðrún Jóna dóttir hans langdvölum á heimili mínu. Gísli lá þá ekki á liði sínu, byijaði oft eldsnemma á morgnana að dytta að ýmsu sem aflaga fór. Söm var ræktarsemi hans við Kol- brúnu systur mína, en þau voru nábúar í mörg ár. Systkinin frá Lækjartungu voru mörg og þau og afkomendur þeirra voru alltaf vel- komin á Laugarnesveginn. Gísli minn, nú þegar erfiðri sjúk- dómslegu er lokið hefur þú fengið hvíldina. Ég er viss um að þínir nánustu fyrir handan taka vel á móti þér. Eg og fjölskylda mín erum þakklát fyrir að hafa átt svo góðan vin og við höfum notið margra ánægjustunda saman, bæði hjá ykkur Sigríði og í heimsóknum þín- um austur. Móðir mín, Nína, vill einnig þakka þér mikla vinsemd alla tíð í sinn garð. Við Júlíus og börnin sendum Sigríði, Guðrúnu Jónu og fjölskyldu og öðru venslafólki okkar dýpstu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Birna Björnsdóttir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Skráning hafin í tví- menning og sveita- keppni á Bridshátíð Fjórtánda Bridshátíð Bridssam- bands Islands, Bridsfélags Reykja- víkur og Flugleiða verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 10.-13. febrúar nk. Keppnin verður með sama sniði og undanfarin ár, tví- menningur föstudagskvöld og laug- ardag með þátttöku 48 para og svei- takeppni sunnudag og mánudag, 10 spila, 10 umferða Monrad. Sveita- keppnin er opin og er miðað við að 80 sveitir komist að og verður skrán- ingu því lokað þegar þeirri tölu er náð. Eins og undanfarin ár áskilur Bridssambandsstjórn sér rétt til að velja pör í tvímenning Bridshátíðar. Keppt verður um einhver sæti í tví- menning Bridshátíðar í Vetrar- Mitchell BSÍ föstudagskvöldið 3. febrúar. Keppnisgjald er óbreytt, 10.000 á par í tvímenninginn og 16.000 á sveit í syeitakeppnina. Verðlaun verða einnig óbreytt, en þau eru samtals 15.000 doilarar. 6 erlendum pörum heur verið boðið til keppninnar, þar á meðal Zia Mahmo- od með sveit og breska unglinga- landsliðinu en gestalistinn verður tilbúinn fljótlega. ‘Skráning er á skrifstofu Brids- sambands Islands í síma 587-9360 og er skráningarfrestur í tvímenning Bridshátíðar til miðvikudagsins 1. febrúar nk. Vetrarmitchell BSÍ Föstudaginn 6. janúar var spilað- ur eins kvölds tölvureiknaður mitch- ell með forgefnum spilum. 26 pör spiluðu 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 270 og efstu pör: NS Magnús Sverrisson - Guðlaugur Sveinsson 356 María Ásmundsd. - Steindór Ingimundar. 301 Magnús Torfason - Guðni Kolbeinsson 300 Andrés Ásgeirsson - Helgi Bogason 288 AV Eggert Bergsson - Alfreð Kristjánsson 342 Stefán Ólafsson - Hjalti Bergmann 325 Jón V. Jónmundss. - Aðalbjöm Benediktss. 295 Eyþór Hauksson - Daníel M.Sigurðsson 293 Vetrarmitchell BSÍ er spilaður öll föstudagskvöld í húsnæði BSÍ í Þönglabakka 1. Spilaður er eins kvölds tvölvureiknaður mitchell með forgefnum spilum. Spilamennska byijar stundvíslega kl. 19. Félagsstarf verka- lýðsfélaganna Brids verður spilað á fimmtudags- kvöldum kl. 19.30 að Suðurlands- braut 30, 2. hæð í vetur. Spilað verð- ur eftirfarandi kvöld: 12. og 26. janúar. 9. og 23. febrúar. 9. og 23. mars. 6. apríl. Stjórnandi er Kristján Hauksson. Þátttökugjald er kr. 150. Spilað verður til verðlauna og verður keppt á einhveijum ofantalinna daga. Verðlaunabikarar eru: Bikar Félags járniðnaðarmanna, BYKO-bikarinn og bikar frá Ræsi hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.