Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Sannleiksást Krist- jáns Péturssonar Frá Hilmari Hafsteinssyni: KRISTJÁN Pétursson skrifaði hér grein í blaðið 29. nóv. sl. og réðst þar nokkuð harkalega að Petrínu Baldursdóttur alþingismanni Al- þýðuflokks á Reykjanesi, vegna skoðana hennar á vinnubrögðum Jóhönnu Sigurðardóttur, f.v. vara- formanns og ráðherra Alþýðu- flokks. Kristján telur sig vita mætavel allt um vinnubrögð Jó- hönnu Sigurðardóttur annarsvegar og Jóns Baldvins Hannibalssonar hinsvegar. Undirritaður hefur verið í for- ystu fyrir Alþýðuflokksfélag Njarðvíkur meira og minna sl. 8 ár. Oft hefur verið á þeim tíma leitað eftir því við Jóhönnu að hún kæmi og ræddi við flokksmenn um störf og stefnu flokksins, en vara- formanni ber að rækta og efla innra starf flokksins. Aldrei, ég segi aldrei, var nokkru sinni hægt að fá Jóhönnu til að koma á fundi hjá okkur í þessi átta ár, en allt í einu fyrir sveitastjórnakosningarn- ar sl. vor kom hún til Keflavíkur þegar kratar buðu almenningi til pylsuveislu á Vatnsnestorgi, þá reyndar án þess að vera sérstak- lega boðið, kannski var það vegna þess að hana langaði til að verða formaður flokksins okkar, á kom- andi flokksþingi, varla kom hún vegna þess að pylsurnar voru ókeypis? Vafasamt húsbréfakerfi En kratar á Suðurnesjum sáu í gegnum sýndarmennskuna, þessi heimsókn var heldur seint á ferð- inni til að við færum að kjósa hana til formennsku. Að sjálfsögðu hef- ur Jóhanna komið ýmsum góðum málum til leiðar sem ráðherra og fyrir það á hún hrós skilið, en ekki treysti ég mér til að hrósa hús- bréfakerfinu hennar, sem er á góðri leið með að gera þúsundir manna gjaldþrota. En þeir sem hafa notið affallanna í því kerfi kætast vafalaust mjög. Þeir hafa fengið í sinn hlut a.m.k. 8-9 þús- und miiljónir síðan þetta „frábæra kerfi“ komst á. Vonandi verður Jóhanna maður til að taka ábyrgð þessa „skrímslis" á sig eða á Jón Baldvin að fá það líka, hann hefur nú breitt bak blessaður. Hvað varðar úrsögn Jóhönnu úr Alþýðuflokknum og allt það hatur sem hún hefur á Jóni Baldvini þá grunar mig að í hvert skipti sem Jóhanna lítur í spegil þá sjái hún Jón Baldvin, því allt það slæma sem hún hermir upp á hann á svo sannarlega við hana sjálfa, en nóg um það. Kristján Pétursson heggur í grein sinni að mönnum eins og Jóni Sigurðssyni og Karli Steinari. Við Suðurnesjamenn vitum ve’ hvað við misstum þegar Karl Stein- ar steig út úr pólitíkinni og hversu vel hann vann Suðurnesjum án þess nokkurn tímann að hugsa um hvað hann fengi í sinn hlut. Allir sem þekkja hans störf, vit'a að for- stjórastóll Tryggingastofnunar Ríkisins er mjög vel skipaður í dag. Litið yfir ferilinn En skoðum nú sjálfan feril Krist- jáns Péturssonar. Hann hóf ungur störf í Lögreglunni á Keflavíkur- flugvelli, skipaður þar pólitískt. Síðan var hann skipaður ráðning- arstjóri á Keflavíkurflugvelli að sjálfsögðu af krataráðherra og undir lok viðreisnartímabilsins var stofnuð ný deildarstjórastaða við tollgæsluembættið á Keflavíkur- flugvelli. Flestir gætu gert sér í hugarlund að farið hefði verið eft- ir starfsaldri, reynslu eða þekk- ingu, nei aldeilis ekki. í starfið var ráðinn Kristján nokkur Pétursson sem aldrei hafði í tollinn komið, nema e.t.v. sem ferðamaður. Þetta eru víst vinnubrögð í lagi. Hvað önnur störf þessa annars ágæta manns varðar, svo sem löggæslu- mál, þá minna þau oft á söguhetj- una Ketil Skræk „sáuð þið hvernig ég tók hann drengir“ sjaldnast kom hann að málum nema í felum, aðr- ir þurftu að taka á sig ábyrgð. En væri einhver heiður í veði birtist snillingurinn, enda víst að gefa út bók um afrekin fyrir þessi jól. Að lokum, Kristján þú vitnar í Sókrat- es um lygina. Hafðu það að leiðar- ljósi, að segja satt og koma fram eins og þú ert klæddur og ekki að væna aðra um það sem þú ert sjálf- ur og sagan ber gleggst vitni. HILMAR HAFSTEINSSON, Hæðargötu 13, Njarðvík. Svar við opnu bréfi Guðríðar M. Jónsdóttur til fjármálaráðherra Frá Friðriki Sophussyni: í MORGUNBLAÐINU í gær, 10. I janúar, skrifar Guðríður M. Jóns- dóttir, kt. 051142-7999, Víkur- bakka 8, Reykjavík, kennari við I Seljaskóla í Breiðholti, mér opið bréf og lætur fylgja launaseðil sinn. Umræddur launaseðill er nokkuð villandi miðað við texta lesendabréfsins, þar sem ætla má að launaseðillinn eigi að spegla endurgjald fyrir vinnu bréfritara. Sú er ekki raunin, þar sem 1. jan- ; úar er einungis greidd fyrirfram 3 dagvinna en eftirvinnan er greidd ( skömmu fyrir jól. Ekki er venja | að birta laun einstakra starfs- manna. Guðríður Margrét hefur hins vegar kosið að birta launaseð- il sinn með þessum hætti og því er nauðsynlegt að fleiri staðreynd- ir komi fram. Þegar skoðaður er launaseðill hennar fyrir allt árið, kemur í ljós, að meðallaunin á mánuði eru u.þ.b. 150.000. Taka á þarf fram að þessi laun fást með mikilli kennslu og þátttöku í skóla- I starfinu, m.a. leiðsögn kennara- ( nema, og launin eru töluvert yfír meðallaun í Kennarasambandinu. í opna bréfinu til mín segir Guðríður Margrét ennfremur orð- rétt: „Við- kennarar viljum ekki verkfall en getum ekki lifað af þessum launum.“ Reynslan kennir okkur að verkföll hafa ekki skilað raunhæfum kjarabótum þegar til lengri tíma er litið. Þess vegna tel ég það misráðið, ef kennarar efna til verkfalls, sem staðið getur vik- um og jafnvel mánuðum saman öllum til tjóns. Ótímabær undir- búningur verkfalls kennara og hugsanlegt verkfall í framhaldi af því, getur tafið samningaviðræður bæði við kennara og einnig milli annarra aðila á vinnumarkaði. Ég tel því að tímanum sé þess vegna betur varið til að ræða sérmál kennara, eins og t.d. vinnutíma og starfstíma skóla og freista þess að ná samkomulagi um þá þætti, þannig að hægt sé að fella þá í kjarasamning ástamt öðrum kjara- atriðum þegar frekari vísbendingar liggja fyrir um framvindu samn- ingsmála og tímabært að semja um almennar launabreytingar. FRIÐRIK SOPHUSSON, fjármálaráðherra. Heilsuvakning Rafiðnaðarsambands íslands dagana 11. og 12. janúar Á síðasta ári stóð Rafiðnaðarsambandið fyrir heilsuvakningu félagsmanna á nokkrum stöðum á landinu, ( samstarfi við forvarnar- og líkamsræktarstöðina Mátt. Nú erkomið að Reykjavík. Heilsuvakning rafiðnaðarmanna í Reykjavík og ntaka þeirra. í félagsmiðstöð rafiðnaðarmanna að Háaleitisbraut 68,3 hæð, miðvikudaginn 11. janúar og fimmtudaginn 12. janúar n.k. frá kl. 17:00 til 20:00, báða dagana. Fagmenn munu mæla þol, blóðþrýsting og blóðfitu þátttakenda ásamt þvf að veita einkaráðgjöf um þjálfun og bættan lífsstíl. Pantið tíma í síma: 5681433. - Mæling og ráðgjöf tekur u.þ.b. 20 mín. og kostar kr. 1000,-. Mataræði og heilsurœkt, frœðslukvöld. Fimmtudaginn 12 janúar kl. 20:30 mun m.a. Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur flytja erindið "BARIÐ Á BUMBUR", þar sem hann fjallar um hvernig hvernig við getum náð kjörþyngd og haldið henni. Boðið verður upp á léttar veitingar. Ókeypis aðgangur fyrir félagsmenn og gesti þeirra. 2 c VIIHMUVEITEMDUR I vm M Imfta nám og/eða starfsreynsla er forscnda einstakra starfsheita. Vjtið |rit Itvaða krófur ent cperðar til |>eirra sem bera starfsheitið ''Vétfræðinqur''. jií. m!:.- ■ starfsheitið "véHræðingur"bera þeir einir sem hafa lokiS 4.stigi vélstjóranóms aS viSbættu sveinsprófi í viSurkenndri málmiSnaSargrein. ■ miSaS viS eSlilegan námshraSa tekur námiS 6.5 námsár, sem skiptist í 5 bókleg námsár 10 annir og 19 mánaSa samningsbundna starfsþjálfun í vélsmiSju. bóklegt nám til almenns stúdentsprófs er 140 námseiningar, en til iklegt nam til almenns _ _ 1 Ix _LX — venræomgspfOTs 208 námseiningar eSa 50%lengra. ---------------------------------1 ■ véffræðingurmeS atvinnuréttindi VFl hefur aS baki minnst 36 mánaSa siglingatíma og þar af a.m.k. 12 mánuSi sem 1 .vélstjóri á 1500 kW vél eSa stærri. ■ véffraeðíngurmeS atvinnuréttindi VFl má vera yfirvélstjóri á skipi meS ótakmarkaSa vélarstærS. ■ véffræðtngorhafa mjög víStæka tækniþekkingu á t.d. vél-og rafmagnsfræSi, stýri- og stillitækni og kælitækni svo eitthvaS sé nefnt, auk starfsreynslu sem er ekki síst mikilvæg. Ef borið er Mfflan nám véffrwðmga, vétvirkja og rafvirkjo, út frá eimtökum námsgreinum, kemur í Ijós, hve víötæk vélfræðimenntunin er. Einingafjöldi einstakra námsgreina Vélfrasði SmiSar Rafmagn ■ Slýritækni Kælitækni Þjálfunar og námstimi i árum 111» Vélfræft- ingur Raf- virkjun Alm. stúdent ■■VélfræSingur Hagnýt ■Vélvirkjun wsRafvirkjun 2 4 6 8 iNámstími ■■Þjálfunartimi Einingar tæknibekking og reyn sem yfirvélstjórar o stærri sl Vélfræáingar starfa t.d.: ■ sem yfirmenn viðhaldsmála i fyrirtækjum og sjá um stýrt viðhald á vélum og tækjabúnaði. ■ við stjórnun, eftiriits- og viðhaldsstörf er tengjast vélbúnaði raforkuvera og verksmiðja, frystibúnaði frystitogara og frystihúsa eða tækjabúnaði veitustofnana, t.d. á sviði raf- og vatnsveita. ■ við þjónustustörf á sviði vél- og tækjabúnaðar t.d. við ráðgjöf um val á réttum vélum og vélbúnaði og tengd sölustörf. ■ vélsmiðjum og á vélaverkstæðum i landi og sinna þá t.d. verkstjórn, viðhaldi skipa og almennum vélaviðgerðum, auk nýsmíði. isla vélfræáinga veldur því, aö þelr starfa ekki eingöngu skipum heldur einnig vio fjolbreytilegustu störf í landí. Vinnuveitandí: ef þú ert að leita að traustum starfskrafti með víðtæka menntun, bóklega og verklega á tæknisviði, þá ertu að .eit. ae vélf ræðingi. Vélstjórafélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.