Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 41 Litskrúðugur leikferill ► JULIETTE Lewis skaut fyrst upp á stjörnuhimininn í myndinni „Cape Fear“ þar sem hún lék á móti Robert De Niro og var tilnefnd til Óskarsverð- launa. Síðan þá hefur frægðar- sól hennar stöðugt farið hækk- andi. Síðasta mynd hennar, Fæddir morðingjar eða „Natural Born Killers", vakti gífurlega sterk viðbrögð og naut mikilla vinsælda. Þá mun hún fara með aðalhlutverk í væntanlegri mynd, „Strange Days“. Kastljósið beinist því að Lew- is, sem er aðeins 21 árs og virð- ist hafa gaman af að spreyta sig á fjölbreyttum hlutverkum. Það má kannski segja að hlut- verkavalið endurspeglist í hára- lit og greiðslu leikkonunnar sem hefur verið með fjölskrúð- ugasta móti síðan árið 1991. Keppir Rauður um Óskarinn? ► MIRAMAX-kvikmyndaverið hefur farið af stað með átak til þess að reyna að koma Rauðum Krysztofs Kieslofskis í kapp- hlaupið um Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Kvikmyndin var framlag Sviss til keppninnar, en kvikmynda- akademían tók hana ekki inn vegna þess að hún þótti ekki vera nógu svissnesk. Samkvæmt, talsmanni Miram- ax eiga reglur kvikmyndaaka- demíunnar ekki við í þessu til- viki, þar sem það hafi legið fyrir frá upphafi að Rauður ætti að vera svissnesk mynd. Safnað hef- ur verið 50 til 75 undirskriftum meðlima í kvikmyndaakadem- iunni sem vcrða afhentar forseta kvikmyndaakademíunnar, Art- hur Hiller. Ef Rauður verður tekinn inn IRENE Jacob í Rauðum. í keppnina eiga dreifingaraðilar hennar vinnu fyrir höndum, því unnið hefur verið við að kynna þær 45 myndir sem keppa um Óskarinn fyrir bestu erlendu kvikmynd, þar á meðal Bíódaga Friðriks Þórs Friðrikssonar, al- veg síðan 7. desember. Bókhalds- og tölvunám Kennslugreinar: Almenn tölvunotkun - Windows - gluggakerfiö og MS-DOS Töflureiknirinn EXCEL Gagnagrunnurinn ACCESS Ritvinnslukerfiö WORD for Windows 6.0 Bókfærsla Tölvubókhald (Opus-Alt) 208 kennslustundir. Verð kr. 39.000. Kennsla hefst 16. janúar og náminu lýkur með prófum í maí. VR og mörg önnur stéttarfélög og starfsmenntasjóöir styrkja þátttöku félagsmanna sinna. Upplýsingar og innritun til 12. janúar kl. 08.30-18.00 á skrifstofu Verzlunarskólans, Ofanleiti 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.