Morgunblaðið - 11.01.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 11.01.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KORFUKNATTLEIKUR Booker og Bow í eins leiks bann FRANC Booker, leikmaður UMFG, og Jonathan Bow, leikmaður Vals í úrvalsdeildinni, voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann vegna brottvísunar í leik liðanna á fimmtudaginn í síðustu viku. Fulltrúar félaganna mættu fyrir aganefnd KKÍ í gær og héldu uppi vömum fyrir þá, þar sem mörfum fannst brot þeirra ekki þess eðlis að beita ætti brottvísun, en allt kom fyrir ekki. Aganefnd dæmdi þá í eins leiks bann sem tekur gildi á hádegi á föstudaginn. Franc Booker miss- ir af undanúrslitaleik Grindvíkinga og Kefivík- inga á sunnudaginn en leikurinn fer fram í Grindavík. Jonathan Bow missir hins vegar af leik Hauka og Vals í Hafnarfirði fímmtudaginn 19. janúar. KNATTSPYRNA Örebro vill fá Hlyn Birgisson Sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro, en þeir Amór Guðjo- hnesen og Hlynur Stefánsson leika báðir með liðinu, hefur boðð Hlyni Birgissyni frá Þór á Akureyri að koma til Svíþjóðar og æfa með lið- inu. „Forráðamenn liðsins höfðu samband og vildu fá mig út til æfinga. Liðið hefur verið að leita að varnarmanni og hafði áhuga á Guðna Bergssvni en buðu mér um daginn að koma og ég reikna fast- lega með að ég fari,“ sagði Hlynur í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Hlynur er meiddur sem stendur og getur því ekki farið alveg strax. „Bg er ekki leikfær eins og stend- ut', það eru tognuð liðbönd í hnéi þannig að það hefur engan tilgang að fara strax. Ég á eftir að heyra frá forráðamönnum félagsins og ef þeir sætta sig við að mér seinki örlítið þá fer ég út um mánaðamót- in,“ sagði Hlynur. Hann sagðist vera að reyna að ná sér góðum af meiðslununt og það kæmi ekki til greina að fara nema h_ann væri orðinn fullkomlega heill. „Ég á von á að það sé stutt í að ég verði góður og ég fer ekki út nema hundrað prósent heill. En ég er alveg tilbúinn í að fara og leika með Örebro, það væri gaman að hafa þtjá íslendinga í liðinu," sagði hann. Órebro kom mjög á óvart í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og varð liðið í öðru sæti. Gudmundur til AIK Guðmundur Benediktsson, landsliðsmaður úr Þór á Akureyrim, fer til Svíþjóðar á mánudaginn þar sem hann mun æfa í vikutíma með úrvalsdeildarl- iði AIK í Stokkhólmi, en félagið bauð honum á dögun- um að koma til sín til æfinga eins og skýrt hefur verið frá. „Ég ætla að skjótast aðeins til Stokkhólms, fer út á mánudaginn og æfí með liðinu út næstu viku,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Hann sagðist ekkert vita um framhald málsins, félagið hefði boðið sér að koma að æfa og það væri alveg sjálfsagt að nota tækifærið fyrst hann hefði fengið boðið og fara og æfa, enda væru aðstæður á Akureyri til æfinga þessa dagana ekki burðugar. ■■■ . J ■ !■’ ■:■: ■ ■ ■ ■ |H! Hlyni Birgissyni hefur verið boðið að koma og æfa með nafna sínum Stefánssyni, Arnðri Guðjohnsen og félögum hjá Örebro. Keegan seldi Andy Cole frá Newcastle til Manchester United fyrir metupphæð Ég ræð hér - ekki þið Andy Cole var seldur í gær frá Newcastle til Manchester Un- ited og er nú dýrsti leikmaður- inn í ensku knattspyrnunni. Andy Cole var seldur frá New- castle til Manchester United fyrir metupphæð innan Bretlands í gær. Kaupverðið var sex milljónir punda (liðlega 700 millj. kr.) auk þess sem Newcastle fékk Norður- Irann Keith Gillespie sem metinn er á milljón pund. „Ég hefði ekki farið neitt ann- að,“ sagði Englendingurinn Cole, sem er 23 ára miðheiji og hefur gert 68 mörk fyrir Newcastle síðan hann kom til félagsins fyrir 22 mánuðum. Hann gerði samning við United til fimm og hálfs árs og er 27. leikmaðurinn sem Alex Fergu- son kaupir á þeim átta árum sem hann hefur verið yfirþjálfari United, en fyrir þá hefur hann greitt um 32 milljónir punda. „Það kom okkur á óvart að fá ekki afsvar frá Kevin Keegan þegar ég talaði við hann á föstudag," sagði Ferguson. „Við hófum viðræður vegna þess að Kevin hafði mikinn áhuga á að fá Keith Gillespie. Við urðum að hug- leiða málið því hann er góður ungur leikmaður en stundum verður að fórna einhveiju fyrir annað. Hins vegar hvarflaði aldrei að okkur að við fengjum Andy en þegar verið er að ræða um enska miðherja þá fengum við þann besta.“ Cole hefur ekki skorað í síðustu níu leikjum en hann sér fram á bjartari tíð. „Þetta er frábært og ég hlakka til að sjá hvað kemur út úr þessu á næstu árum. Vissu- lega kom þetta á óvart því ég átti ekki von á að Newcastle léti mig fara til ensks félags en þegar ég vissi hug Fergusons ákvað ég að slá til.“ United sækir Newcastle heim í deildinni á sunnudag og var samið um að Cole og Gillespie yrðu ekki með í leiknum. Keegan sagði að tilboðið hefði verið of gott til að hafna því og bætti við að Gillespie gæti átt glæsta framtíð fyrir höndum. „Hann er sennilega besti leikmaður- inn sem ég hef séð á hans aldri undanfarin þijú át'. Ég hef verið að hugsa um að með framtíð félags- ins í huga yrði ég að gera breyting- ar og þetta var kærkomið tæki- færi.“ Fregnunum um söluna var ekki vel tekið hjá áköfum stuðnings- mönnum Newcastle. „Þetta er áfall fyrit' okkur öll,“ sagði David Craggs, formaður stuðningsmanna- félags Newcastle í London. „Við höfum ekki enn meðtekið að Andy Cole hefur þegar leikið síðasta leik sinn fyrir félagið. Það sem við þurf- um nú á að halda er verðugur eftir- maður, einhver eins og Stan Colly- more.“ Talið er að næsta skref Keegans verði að bjóða aftur í Chris Armstrong hjá Crystal Palace og Les Ferdinand hjá QPR. Um 30 stuðningsmenn hópuðust unt Keegan fyrir utan völl New- castle og heimtuðu skýringar á söl- unni. Mikill hiti var í mönnum en Keegan sagði að starfínu fylgdi að taka erfíðar ákvarðanir og hann vildi eyða peningum skynsamlega í rétfa leikmenn. Sumir fordæmdu söluna en Keegan sagði að stuðn- ingsmennirnir ættu ekki að segja sér fyrir verkum. „Ég ræð hér - ekki þið.“ HANDKNATTLEIKUR: AÐEINS ÞRÍR LANDSLEIKIR KLÁRIR FRAM AÐ HM í MAÍ / C2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.