Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 4
Skúrkur og hetja Reuter DANIR voru allt annað en ánægðir þegar Mogens Krogh, varamarkvörður, færði Mexíkó mark á silfurfati 20 mínútum fyrir leikslok. En hann brást þeim ekki í vítakeppninni og tryggði Evrópumeisturunum leik um gullverðlaunin í heimsálfukeppninnl í knattspyrnu. Á myndinni fagnar Michael Laudrup markverðinum eftir að hann hafði varið vítl frá Luis Garcia. Mogens varamarkvörður kom Dönum í úrslitin Reynt ad bjarga IVIHL FRESTUR til að ná samkomulagi um að halda NHL-deildina í ís- hokkí rann út klukkan 17 að ís- ienskum tíma í gær en viðræðum var haldið áfram í þeirri von að finna lausn á deiiu eigenda félag- anna og Ieikmanna sem hefur staðið yfir síðan í haust. Eigend- ur höfðu sagt að næðist ekki samkomulag í gær yrði ekkert af keppninni í vetur en þegar blaðið fór í prentun var ekki komin niðurstaða. ÚRSLIT Körfuknattleikur 1. deild kvenna UMFG-Valur...................55:33 Grindavíkurstúlkur höfðu mikla yfirburði. Stigahæstar voru Anna Dís Sveinbjöms- dóttir með 23 stig og Stefanía Ásmunds- dóttir með 10 stig en Lánda Stefánsdóttir var stigahæst hjá Val með 17 stig. Handknattleikur 2. deild karla Fylkir - Breiðablik..........28:32 Þór- Fjölnir.................29:19 Knattspyrna Heimsálfukeppni Riyadh, Saudi Arabíu A-riðill: Danmörk - Mexíkó................1:1 Peter Rasmussen (88.) - Luis Garcia (70.). 15.000. ODanmörk var.n 4:2 í vítakeppni. Danmörk: Lars Hogh (Mogens Krogh 28.), Jakop Friis Hansen, Marc Rieper, Jes Hogh, Jens Risager (Michael Schönberg 76.), Brian Steen Nielsen, Jesper Kristensen, Carsten Hemmingsen (Jacob Laursen 46.), Peter Rasmussen, Brian Laudrup, Michael Laudrup. Mexíkó: Jorge Campos, Claudio Suarez, Ignacio Ambriz, Joaquin Del Oimo, Raul Gutierrez, Ramon Ramirez (Alberto Coyote 83.), Marcelino Bernal, Álberto Garcia Aspe, Jorge Rodriguez, Luis Garcia, Luis Roberto Alves (Carlos Hermosillo 70.). Lokastaðan: Danmörk...............2 1 1 0 3:1 4 Mexíkó................2 1 1 0 3:1 4 SaudiArabía...........2 0 0 2 0:4 0 B-riðiII: Argentína - Nígería............0:0 15.000 Argentína: Carlos Bossio, Roberto Ayala, Jose Chamot, Javier Zanetti, Nestor Fabbri, Hugo Perez, Marcelo Escudero, Christian Bassedas, Ariel Ortega, Gabriel Batistuta, Sebastian Rambert. Nígeria: Peter Rufai, Austin Eguavoen, Benedict Iroha, Uche Okafor, Uche Okec- hukwu, Austin Okocha (Sam Pam 71.), Samson Siasia, Mutiu Adepoju, Emmanuel Amunike, Efan Ekoku (Mutari Momodu 76.), Daniel Amokachi. Lokastaðan: Argentína................2 1 1 0 5:1 4 Nígería..................2 1 1 0 3:0 4 Japan.....................2 0 0 0 1:8 0 Varamarkvörður Dana, Mogens Krogh, var nálægt því að færa Mexíkómönnum rétt til að leika til úrslita í álfukeppninni í knattspymu, sem nú fer fram í Saudi Arabíu. Hann „gaf“ miðheij- anum Luis Garcia mark 20 mínút- um fyrir leikslok en Peter Rasmuss- en jafnaði með skalla tveimur mín- útum fyrir leikslok. Að venjulegum leiktíma loknum tók við vítakeppni og þá gerði Krogh sér lítið fyrir og varði frá Garcia. Marcelino Bernal, sem klúðraði vítaspyrnu gegn Búlgaríu á HM í Bandaríkjun- um endurtók leikinn .pg þar með voru Danir komnir í úrslit gegn Argentínu sem gerði markalaust jafntefli við Nígeríu en það nægði. Leikur liðanna í a-riðli í gær var lítið fyrir augað. Lars Hogh, mark- vörður Dana, missti meðvitund eft- ir að hafa lent í samstuði við mið- heijann Garcia um miðjan fyrri hálfleik og Krogh fór í markið í þriðja sinn í landsleik. Hálftíma síðar mistókst honum að koma boltanum í burtu og Garcia átti ekki í erfiðleikum með að gera þriðja mark sitt í keppninni. Hins vegar gerði hann vel þegar hann varði fasta vítaspyrnu miðheijans. Farið var með Hogh á sjúkrahús en sagt að ekki væri um alvarleg meiðsl að ræða. Samkvæmt reglum keppninnar átti uppkast að ráða yrðu lið jöfn í riðlakeppninni en liðin ákváðu fyrir leik að láta vítakeppni ráða úrslitum ef staðan yrði jöfn að venjulegum leiktíma loknum. Argentína í úrslit á markatölu Argentínu, sem á titil að verja í keppninni, nægði jafntefli gegn Nígeríu í síðasta leik b-riðils og tókst ætlunarverkið. Miklar vænt- ingar voru bundnar við leikinn en liðin stóðu ekki undir þeim. Ní- geríumenn sóttu stíft fyrsta hálf- tímann en mótherjarnir vörðust vel og Carlos Bossio bjargaði tvisvar með góðri markvörslu. Eftir þetta dró af Afríkumönnum en ungir Suður-Ameríkumenn sóttu í sig veðrið og höfðu undirtökin í seinni hálfleik. Peter Rufai varði glæsi- lega frá Ariel Ortega um miðjan hálfleikinn, Hugo Perez átti skot í slá úr aukaspyrnu og Gabriel Bati- stuta var nálægt því að skora fyrir Argentínu á 68. mínútu. Þetta var fimmti leikur Argen- tínu undir stjórn Daniels Pasarellas og er liðið taplaust í þeim með markatöluna 10:1. Anthony Yeboah f rá Frankfurt til Leeds Anthony Yeboah hefur gert góða hlutl með Frankfurt og vonast Leeds til að hann haldl áfram á sömu braut í Englandi. Þýska félagið Eintracht Frank- furt hefur samþykkt að leigja enska félaginu Leeds miðheijann Anthony Yeboah og hefur Leeds forkaupsrétt á leikmanninum frá Ghana þegar leigusamningurinn rennur út að ári. Samkvæmt þýsk- um fjölmiðlum þarf Leeds að greiða sem samsvarar um 100 millj. kr. í leigu en kaupverðið er áætlað um 300 milljónir. Yeboah, sem er 28 ára, var markahæstur í Þýskalandi undan- farin tvö ár en lenti upp á kant við þjálfara Frankfurt í síðasta mánuði og var settur á sölulista í kjölfarið. Hann sagði af sér fyrir- liðastöðunni og sagðist vilja snúa aftur heim til Ghana en samningur hans við Frankfurt rennur út 30. júní 1996.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.