Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Afmælisveislan EINU sinni var Sigga í búðinni með mömmu sinni að versla fyrir afmælið sitt, en Sigga var að verða átta ára. Allt í einu sagði Sigga við mömmu: „Þú mátt alls ekki gleyma ísn- um í afmælið!" Mamma spurði Siggu, hvernig is það ætti að vera. Sigga var ekki lengi að ákveða sig: „Gíraffa- ís, froskaís og apaís.“ Svo fóru Sigga og mamma heim, en á morgun átti að halda upp á afmælið og bjóða fullt af krökk- um í veisluna. Afmælið Sigga var komin í afmæli- skjólinn sinn. Mamma var að setja krem á kökuna. Þá var dyrabjöllunni hringt. Bóel var komin, bekkjarsystir Siggu. Svo var hringt aftur og aftur. Þegar allir voru komnir, borðuðu krakkarnir góðar kökur inni í stofu. Síðan var farið í leiki. Síðast fengu allir ís. Allir fengu að velja sér tegund. Það var hægt að fá froskaís, gíraffaís og apaís. Slgga fékk sér froskaís. Þegar hún ætlaði að bíta í froskaísinn sinn, sagði ísinn: „Æ, æ, nei, ekki borða mig! Mig lang- ar að fá að sjá alla krakkana sem eru að borða froskaís. Og ég verð að fá að sjá vini mína, áður en þú borðar mig!“ ísinn fékk það og svo borðaði Sigga froskaísinn sinn með bestu lyst. Þessa sögu samdi Eydís Rós Sigmundsdóttir, Leifsstöðum II, Austur-Landeyjum, 861 Hvols- velli. Við þökkum Eydísi Rós fyrir skemmtilega sögu. Kanínufjölskyldan ANÍNUKRAKKARNIR skemmta sér vel, þegar kan- ínumamman ýtir þeim niður brekkuna í gömlum hjólaskaut- askó, sem hún fann. Kanínupabbi teiknaði myndina. Hann varð að teikna tvær myndir, af því að hann gleymdi 5 atriðum á fyrri myndinni. - Getið þið fundið hveiju hann gleymdi, krakkar? Lausn í næsta blaði. smáfuglunum! NÚ er kaldur vetur og aum- ingja litlu fuglarnir eiga erfítt með að finna mat handa sér. Mikið verða þeir glaðir, þegar góðir krakkar muna eftir að gefa þeim fuglamat út á snjóinn. Fanney Þórisdóttir, 5 ára, sem teiknar þessa mynd af stelpu að gefa fuglunum, man örugglega eftir litlu vinunum sínum. Fanney á heima í Breiðási 3, Garðabæ. LAUSN Á ÞRAUTUM Hattarnir eiga heima: 1. Ind- l^ndi; 2. Mexíkó; 3. Kína; 4. Tyrklandi; 5. Englandi; 6. Texas. Lausn á gátum úr síðasta blaði 4. janúar: 1. Mannsævin. 2. Vatnið. 3. Draumurinn. 4. Skugginn. 5. Engan. UGLAN er að væla á Alsterk í skóginum. Ef talið er frá toppnum á kúlupír- amídanum, eru kúlumar í hvetju lagi eins og hér segir: 1+3+6+ 10+15+21+28+36+45=165 kúl- ur. 06 NoHHSíGA kisUNA fJÖR-U. NÖRU ÞVKíR /VX-)ö(56AMAH IEIKA SéŒ AÐ &AK&Í PÚk£. O/H- ElNU siNNí B7ABS4P HÚH SAKBiPOkkU FfcA Þyí AÐ APVB^ASBLP'A BilSlcc/ævTS. \ í ÍOLL). KgAKtAHH IR.TfZÓA ll>r ÞVl /*E> NÖR4 HALPI At> ÞAOSeU eáðJiN hsnna^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.