Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D mefttnbUAih STOFNAÐ 1913 9. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sjö manns láta lífið og mikið eignatjón í Kaliforníu Gífurlegar rigningar ogflóð Los Angeles. Reuter. STORMAR, stórrigningar og flóð hafa valdið íbúum Kaliforníu þungum búsifjum síðustu daga og í gær var búist við nýrri vetrar- lægð og versnandi veðri. Var víða unnið við að gera við vegi, sem rofnað höfðu í vatnsveðrinu, og nýjum varnargörðum komið upp. AJlt að sjö manns hafa látið lífið af völdum veðursins. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, lýsti í gær Kaliforníu hamfarasvæði til að greiða fyrir opinberri aðstoð en ár er nú liðið síðan hann gaf út sams konar yfirlýsingu vegna mikilla jarð- skjálfta í ríkinu. Þá lést 61 maður í Los Angeles og tjónið var metið á 20 miUjarða dollara. Tjónið af völdum veðurhamsins síðustu daga er metið á nokkur hundruð Reuter ÞESSI maður í Santa Barbara var að huga að bílnum sínum en líklega verður hann ekkert notaður næstu daga því í gær var búist við nýrri lægð og enn meira úrfelli. miltiónir dollara nú þegar. Veðrið í Kaliforníu getur verið ýmist í ökkla eða eyra; á síðustu árum hafa verið þar miklir þurrkar. Tuttugu og fjórar sýslur í Kali- forníu hafa farið fram á aðstoð alrikisins vegna flóða, þeirra mestu í níu ár, en víða í ríkinu eru engin dæmi um annað eins úrfelli og verið hefur síðustu sex daga. Sums staðar eru íbúðar- hverfi umflotin vatni og miklar truflanir hafa orðið á rafmagns- og simasambandi. Menningarfjöl- breytni varin París. Reuter. FRAKKAR hafa ákveðið að herða baráttuna fyrir evrópskri menn- ingu og láta hana einnig ná til upplýsingahraðbrautarinnar svo- kölluðu. Ætla þeir að taka þetta mál upp á fundi sjö helstu iðn- ríkja, G-7, í næsta mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá franska menningarmálaráðuneyt- inu munu Frakkar halda því fast fram á iðnríkjafundinum, að upp- lýsingaöldin, sem nú er að ganga í garð, megi ekki verða til að grafa undan menningarlegri fjöl- breytni. „Hún má ekki leiða til þess, að menningarleg sérkenni einstakra þjóða hverfi og allir verði steyptir í sama mót," segir í vinnuskjali frá ráðuneytinu. Á iðnríkjafundinum í Brussel 25. og 26. febrúar verður sérstak- lega rætt um upplýsingasamfé- lagið, alþjóðleg tölvunet, gagna- banka og tækni, sem flytur jafnt hljóð sem mynd. í vinnuskjalinu er lögð áhersla á, að Frakkar vilji ýta undir hátækniiðnað í Evrópu en ekki til að evrópsk menning, og sérstaklega frönsk, verði ofur- seld erlendum áhrifum. Óevrópskt efni takmarkað Frakkar hafa lengi haft áhyggjur af áhrifum Hollywood- kvikmynda og bandarískra sjón- varpsþátta á menningu sína og þeir ætla að nota formennsku sína í Evrópusambandinu, ESB, næstu sex mánuði til að setja takmörk við óevrópsku efni í sjónvarpi aðildarríkjanna. Þá vilja þeir einn- ig koma á fót evrópskum marg- miðlunariðnaði í því skyni að koma evrópsku efni á framfæri. Alnæmisveiran Ónæmis- kerfið í stöðugri baráttu London. Reuter. VEIRAN, sem veldur alnæmi, skiptir sér miklu örar en áður var talið. Hefur það komið fram við rannsóknir bandarískra vísinda- manna, sem segja, að þessi upp- götvun geti flýtt fyrir gerð lyfja við sjúkdómnum. Vísindamennirnir, sem starfa við háskólann í Alabama, komust einnig að raun um, að ónæmis- kerfið brotnar ekki niður eins og fyrr var talið, heldur á það í stöð- ugu stríði við veiruna allan tím- ann. Michael S. Saag, einn vís- indamannanna, sagði, að þessai- uppgötvanir gætu haft mikil áhrif á rannsóknir á gerð lyfja við al- næmi og sýndu, að nauðsynlegt væri að ráðast gegn veirunni snemma og af mikilli hörku. Vegna þess hve veiran skipti sér ört, ætti virkni hugsanlegra lyfja að koma í ljós eftir þrjár til sex vikur. Mörg Iyf saman Simon Wain-Hobson hjá Past- eur-stofnuninni í París, þar sem alnæmisveiran fannst fyrst, hefur fagnað þessum tíðindum. Segir hann rannsóknirnar sýna, að al- næmisveiran hagi sér eins og aðrar veirur. Hvetur hann til Iyfjameðferðar á öllum stigum sjúkdómsins og segir, að aðeins mörg lyf saman geti komið að gagni. Reuter RÚSSNESKUR þingmaður hvetur Sergej KovaHov, formann mannréttindanefndar þingsins, sem barist hefur hart gegn innrásinni í Tsjetsjiiíju, til að láta „Rússland og rússneska hermenn í friði". Sund- garpurí vanda París. Reuter. FRANSKI ofurhuginn Guy Delage, sem freistar þess að synda yfir Atlantshaf, sagði í viðtali í gær að minnstu hefði munað að fleki sem hann dregur á eftir sér sykki. Delage var tæplega hálfn- aður í gær. Hann hefur lent í margs konar erfiðleikum, m.a. þjáðst af sjóveiki og átt erfitt með að festa svefn. Hákarl reyndi að bíta í rek- ankeri flekans og Delage skarst illa á fingri við að opna niðursuðudós á nýársdag. Hann syndir í u.þ.b. tíu stund- ir á dag en hvílist á milli á flekanum. Jeltsín forseti treystir tök sín á æðstu stjórn hersins Moskvu, Grosní, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. RÚSSNESKAR hersveitir gerðu sprengjuárásir á forsetabygginguna í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, í gær og herflugvélar þeirra flugu yfir borgina, óbreyttir borgarar leituðu skjóls í ofboði af hræðslu við að loftárásir yrðu hafnar á ný. Dzhok- ar Dúdajev Tsjetsjníjuleiðtogi hvatti á frétta- mannafundi til friðarsamninga og sagði 18.000 óbreytta borgara hafa týnt lífi í átökunum. Borís Jeltsín Rússlandsforseti ákvað á fundi í gær með forsetum beggja þingdeilda og Viktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra að rússneska herráðið yrði framvegis ekki hluti varnarmálaráðuneytisins heldur undir beirini forsetastjórn. Þessi ákvörðun eykur mjög völd forsetans í öryggismálum en forseti herráðsins lýsti yfir undr- un sinni og varaði við fljótræði í ákvörðunum. Ráðamennirnir fjórir samþykktu ennfremur að afvopna skyldi alla ólöglega hópa, þ. á m. varðlið ýmissa einkabanka og annarra einkafyrirtækja í Moskvu, Pétursborg og víðar. Talið er Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra verði senn látinn fjúka og gerður ábyrgur fyrir mistökunum í hern- aði Rússa í Tsjetsjníju. Honum er m.a. kennt um að rússneski herinn skildi á sínum tíma eftir mik- ið af hergögnum í héraðinu 1992, þau hafa dugað Tsjetsjenum vel. Skipuð var nefnd í gær til að kanna málið. 1.500 Rússar fallnir? Þingmaður, nýkominn frá Grosní, sagði i gær að um 1.500 Rússar væru fallnir í Tsjetsjníju en stjórnvöld í Moskvu segja þá aðeins um 260. Fulltrúi Dúdajevs á fundi Samtaka þjóða án ríkis í Haag, Aslambek Kadíev, telur hugsanlegt að leysa megi deiluna með því að Tsjetsjníja verði áfram í efnahagslegu og hernaðarlegu ríkjabanda- lagi við Rússland en fái að öðru leyti fullt sjálfstæði. Tillögu umbótasinna á bráðafundi neðri deildar þingsins, Dúmunnar, um að koma í veg fyrir hernaðinn gegn Tsjetsjenum með lagasetningu var vísað frá í gær. Rithöfundurinn Alexander Solzhenítsyn Iagði í gær til að Tsjetsjníja fengi sjálfstæði en jafnframt að nyrsti hluti héraðsins, sem væri gamalt, rúss- neskt kósakkaland, yrði áfram rússneskur. Harma mannréttindabrot/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.