Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 1
LÁNASTOFNANIR SKIPASMÍDAR FfÖLMIDLAR Hvar var besta W Hart slegist um jfmBm Ekkert lát á breska I wgpmfviMEs raunávöxtunin?/2 vonarpeninginn/4 blaöastríðinu/6 Formaður Ólafur B. Thors er nýr formaður- Landsnefndar Alþjóða verslun- arráðsins í stað Harðar Sigur- gestssonar sem nú lætur af störf- um eftir formennsku í landsnefnd- inni sl. 8 ár. Aðrir nýir í stjórn eru Jón Asbergsson Útflutnings- ráði, Sveinn Hannesson, Samtök- um iðnaðarins, Geir Magnússon, Olíufélaginu hf. og Brynjólfur Helgason, Landsbankanum. Álverð Hæsta verð á áli síðan i september 1990 fékkst á þriðjudag sl. en þá fengust í London 2,074 dollarar fyrir álið, sem var 13 dollara hækkun frá því á mánudag og tæplega 100 dollara hærra verð en í árslok 1994.1 gær lækkaði álið lítillega aftur eða í 2005,5 dollara tonnið Bílar Á sama tíma og um 1,7% samdrátt- ur varð á bílainnflutningi hingað til lands árið 1994 vegnar bílasöl- unum betur í nágrannalöndunum í Evrópu. Samkvæmt síðustu tölum jókst salan á nýjum bílum í Evrópu um 5,7% á síðasta ári eða í tæplega 12 millónir bifreiða alls. Hins vegar féll bílasalan um 15% í Evrópu árið áður eða talsvert meira en hér. SÖLUGENGI DOLLARS Niðurfelling þjónustugjalda jók viðskipti Sparisjóðs Önundarfjarðar Innlán og verðbréfaútgáfa Banka og sparisjóða 31.12.1994 (Upphæðir í milljónum kr.) Bráðabirgðatölur X SPARISJÓÐIR ÍÍT útgáfa Aukning 31.12.94 áárinu 1. Sp.sj. Reykjavíkur og nágr. 6.862 13,0% 8.026 13,3% 2. Sp.sj. í Keflavík 4.675 1,5% 5.527 3,0% 3. Sp.sj. Hafnarfjarðar 4.110 4,8% 5.112 7,2% 4. Sp.sj. vélstjóra 3.766 22,9% 4.456 21,9% 5. Sp.sj. Mýrasýslu 1.948 5,0% 2.170 8,2% 6. Sp.sj. Kópavogs 1.514 5,4% 1.879 14,5% 7. Sp.sj. Vestmannaeyja 831 7,2% 1.337 7,1% 8. Sp.sj. Bolungarvíkur 799 1,5% 1.067 6,9% 9. Sp.sj. Ólafsfjarðar 695 8,8% 1.062 22,5% 10. Sp.sj. Svarfdæla 762 1,1% 876 1,1% 11. Sp.sj. V-Húnavatnssýslu 860 10,4% 860 10,4% 12. Sp.sj. Siglufjarðar 648 -0,5% 648 -0,5% 13. Eyrasparisjóður 483 7,0% 619 9,7% 14. Sp.sj. Norðfjarðar 432 6,7% 432 6,7% 15. Sp.sj. S-Þingeyinga 420 15,5% 420 15,5% 16. Sp.sj. Glæsibæjarhrepps 371 0,9% 371 0,9% 17. Sp.sj. Þórshafnarog nágr. 326 5,0% 349 12,6% 18. Sp.sj. Hornafjarðar og nágr. 311 11,8% 311 11,8% 19. Sp.sj. Akureyrar og Arnhr. 298 4,7% 298 4,7% 20. Sp.sj. Ólafsvíkur 254 3,5% 293 8,8% 21. Sp.sj. Þingeyrarhrepps 247 6,7% 247 6,7% 22. Sp.sj. Önundarfjarðar 211 24,4% 211 24,4% Aðrir sparisjóðir 857 - 858 - Sparisjóðir samtals jr /a\ 31.680 8,2% 37.428 10,1% BANKAR MÁ \£y - Landsbanki 60.212 -1,6% 67.605 -3,1% Búnaðarbanki 34.153 4,6% 35.516 2,4% íslandsbanki 34.924 0,1% 41.373 -2,2% Mest innláns- aukning var á Flateyri SPARISJÓÐUR Önundarfiarðar á Flateyri var með hlutfallslega mestu innlánsaukningu banka og sparisjóða á síðasta ári. Alls jukust innlán spari- sjóðsins um 24,4% og námu 211 milljónum í árslok. Næstur í röðinni er Sparisjóður vélstjóra með 22,9% innlánsaukningu og námu innlánin tæplega 3,8 milljörðum í árslok. Inn- lán og verðbréfaútgáfa námu alls tæplega 4,6 milljörðum og jókst um 21,9%. Lökust varð útkoman aftur á móti hjá Landsbankanum þar sem innlán drógust saman um 1,6% og innlán og verðbréfaútgáfa dróst sam- an um 3,1%, eins og sést á töflunni hér til hliðar. Eins og greint var frá í fréttum ákvað Sparisjóður Önundarfjarðar á síðasta ári að innheimta ekki færslu- gjöld vegna debetkorta og tékka. Aðrir bankar og sparisjóðir hófu þá að innheimta 9 krónur fyrir hvetja færslu á debetkorti og 19 krónur fyrir hvetja tékkafærslu. Sömuleiðis er ekki innheimt 45 króna gjald fyr- ir útskrift yfirlita hjá sparisjóðnum. Miðað við meðalfærslufjölda ein- staklinga má gera ráð fyrir að við- skiptavinir sparisjóðsins spari 12-18 þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum sínum þangað. Ægir E. Hafberg, sparisjóðsstjóri, segir að niðurfelling gjaldanna hafi tvímælalaust aukið innlánin en aðrar sérstakar aðstæður skýri hluta af aukningunni. Bæði hafi nýir við- skiptavinir á Vestfjörðum bæst í hópinn svo og nýir aðilar annarsstað- ar af landinu. „Þrátt fyrir þessa nið- urfellingu á tekjum sýnist mér að afkoman verði bærileg og ívið betri en árið á undan. Við ætlum okkur að komast af án þessara gjalda." Ægir sagði ekkert því til fyrir- stöðu að aðilar í Reykjavík gætu hafið viðskipti við sparisjóðinn og opnað þar tékkareikning. Það hefði raunar gerst í töluverðum mæli. Góð þjónusta og gott starfslið „Sparisjóður vélstjóra hefur verið með mestu innlánsaukninguna flest undanfarin ár,“ sagði Hallgrímur Jónsson, sparisjóðsstjóri. „Það er sjálfsagt vegna þess að við höfum lagt okkur mikið fram um að veita góða þjónustu og höfum gott og sam- hent starfslið. Eg held að það geri gæfumuninn. T.d. höfum við opið til klukkan sex á föstudögum í tveimur afgreiðslum og höfum sett upp hrað- banka í öllum okkar afgreiðslum." Aðspurður um hvort mikil innláns- aukning skýrðist hugsanlega af góð- um vaxtakjörum af innlánum benti Hallgrímur á að þrátt fyrir að spari- sjóðurinn hefði greitt hæstu vexti af sparifé undanfarin ár hafi hann einnig skilað mestum hagnaði banka , og sparisjóða í krónum talið árin 1992 og 1993. „Það bendir ekki til þess að við séum að laða til okkar viðskiptavini með háum vöxtum þó við séum ætíð tilbúnir til samninga. Eg reikna ekki með því að afkoma síðasta árs verði jafngóð og árið 1993 því vaxtamunur hefur minnk- að.“ Núna er hagstætt að ávaxta peninga í skamman tíma. Hefur þú kynnt þér bankavíxla Islandsbanka og ríkisvíxla? Ef vextir hækka eða verðbólga eykst getur verið ráðlegt að kaupa nú verðbréf til skamms tíma og eru því víxlar Islandsbanka og ríkisvíxlar til skamms tíma góður kostur. BANKAVÍXLAR ÍSLANDSBANKA: • Tímalengd: 45-120 dagar. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar • Lágmarlcsfjárhæð: 500.000 krónur. um bankavíxla íslandsbanka og • Hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð ríkisvíxla í afgreiðslunni í Ármúla 13a sem er þar yfir. eða í síma 560 89 00. • Enginn kostnaður við kaup og sölu. Jafnframt er hægt að fá upplýsingar • Ókeypis innheimta víxlanna. í útibúum íslandsbanka um allt land. • Þjónustufulltrúar íslandsbanka veita Verið velkomin í VIB. ráðgjöf og upplýsingar. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR fSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • ÁrmúLi 13a, simi: 91 - 560 89 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.