Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 C 5 LAUGARDAGUR 14/1 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson LÁDEYÐA í UÓIMADAL SPENNUMYND Lífsháski í Ljónadal („Lie Down With Lions “) k Leiksfjóri Jim Goddard. Handrit Julian Bond og Guy Andrews, byggt á sögu Ken Follets. Tónlist Carl Davis. Kvikmyndatökustjóri Eddy Van Der Enden. Aðalleik- endur Timothy Dalton, Marg Helgenberger, Nigei Havers, Jurgen Prochnov, Omar Sharif. Bandarísk stuttþáttaröð. Crafton Media 1994. Warner myndir 1994.180 mín. Aldurstakmark 16 ára. Sú var tíðin að nafn breska met- söluhöfundarins Kens Folletts (Nálaraugað, Maðurinn frá St. Pétursborg, Lyk- illinn að Reb- ekku, ofl.), stóð fyrir spennandi lesningu og góð- um afþreyingar- myndum sem fylgdu gjarnan í kjöl- farið. Uppá síðkastið hafa reyfarar hans þótt misjafnir að gæðum og svo mikið er víst að hin þriggja tíma langa Lífsháski í Ljónadal er hreint út sagt ömurleg mynd og engin skemmtun. Bókin hlýtur að vera betri. Til að byrja með er lengdin ógn- arleg, lopinn teygður síknt og heil- agt með óþörfum og langdregnum ástamálaatriðum sem koma spenn- unni fyrir kattarnef. Þá er leikara- valið með ólíkindum. í hlutverki Johns Carvers, leyniþjónustumanns hinnar alamerísku CIA, er enginn annar en hinn hábreski Timothy Dalton, afleitur leikari sem var að fá sparkið sem James Bond hinn 4. Aðalkvenhlutverkið er í höndum Marg Helgenberger (The Tommyknockers), bandarískrar sjónvarpsmyndaleikkonu, sem reynir hvað hún getur að taka af- leitt hlutverk sitt alvarlega svo út- koman verður dapurleg. Nigel Ha- vers er þó sýnu verstur í þriðja aðalhlutverkinu, og tvær, löngu útbrunnar stjörnur, Jurgen Proc- hnov og Omar Sharif, eiga síðan að hressa uppá mannskapinn. Það er því ekki fríður flokkur sem á að halda athygli áhorfandans vakandi yfír einstaklega grautarlegu hand- riti um tvo vini sem báðir elska sömu konuna. Annar handbendi KGB, hinn CIA maðurinn Carver. Myndin flakkar aukinheldur rugl- ingslega fram og aftur í tíma og rúmi en aðalsögusviðið er eitt hinna „nýfijálsu“ olíuríkja við Kaspíahaf- ið og baráttan um svarta gullið inn- tak sögunnar - að ástarvellunni slepptri. Þetta er heldur betur fréttnæmt landssvæði en allavega hefur þeim Julian Bond og Guy Andrews tekist gjörsamlega að rústa bók Folletts, ef eitthvað hefur verið í hana spunn- ið. Vafalaust mun John Le Carré takast betur upp á þessum átaka- slóðum í næstu skáldsögu sinni og fær vonandi hæfari mannskap til að skila henni í kvikmyndaformið. MÆÐGIIM í VANDA DRAMA Móðir Davíðs („David’s Mother'j k k Leiksljóri Robert Allen Ack- erman. Handrit Bob Randall. Aðalleikendur Kristie Alley, Sam Waterston, Stockard Channing, Michael Goorjian. Bandarísk sjónvarpsmynd. Hearst Ent- ertainment 1994. SAM mynd- bönd 1994. 92 mín. Öllum leyfð. Sally (Kristie Alley) er móðir einhverfs pilts, Davids (Michael Gooijian), og stendur lengi vel í þeirri trú að þetta sé afar sér- stakt og eftirtak- anlegt samband, e.k. fullkominn dúett. Hún á eft- ir að reka sig á að sá verndaði heimur sem hún hefur skapað hefur aðskilið þau bæði frá umhverfinu. Aðal þessarar dramatísku en þó gamansömu sjónvarpsmyndar er fyrst og fremst óaðfinnanlegur leik- ur Kristie Alley (sem flestir lands- menn þekkja að góðu úr Staupa- steini), sem sýnir hér og sannar að henni er treystandi fyrir aðalhlut- verki. Hinn einhverfi sonur hennar er einnig í góðum höndum og hand- ritið lipurt. Annars er þessu athygl- isverða efni gerð litt tæmandi skil, það á sannarlega veigameiri um- fjöllun skilið. MEÐ DAUÐANN í FARANGRINUM SPENNUMYND Dauðalestin („Death Train’j k k Leiksljóri og handrit (byggt á samnefndri sögu Alistairs MacLeans) David S. Jackson. Aðalleikendur Pierce Brosnan, Patrick Stewart, Alexandra Paul, Ted Levine, Christopher Lee. Bresk/Bandarísk. J&M Entertainment 1992 Skífan 1994. 95 mín. Aldurstakmark 16 ára. Lest dauðans brunar eftir teinun- um í Þýskalandi með helsprengju. innanborðs. Rús- sneskur hers- höfðingi (Chri- stopher Lee) er við stjórn og hef- ur tekið stefnuna á írak. Vill end- urvekja Kalda stríðið. Glæpa- varnarsveit SÞ treystir einum ofurhuga til að bjarga heimsfriðnum, Pierce Brosn- an. Þokkalega gerð kapalmynd en fyrirsjáanleg og fátt um frumlega drætti. Allt hefur þetta sést marg- sinnis áður, oftast betur gert. Það vekur nokkra furðu að B-mynda leikarinn Brosnan hefur verið valinn Bond framtíðarinnar, en hann fetar jú í fótspor Lazenbys og Daltons (sjá aðra umsögn á síðunni). Hann sýnir það ekki hér að þessu sinni að hann sé fær um að fara í fötin hans Connerys. Kannski passar hann betur við þá ímynd sem Rog- er Moore skóp því gamanleikur Brosnan í Mrs Doubtfire kom skemmtilega á óvart. Annars segja myndir á borð við Dauðalestina, þar sem allt miðast við meðalmennsk- una en metnaðnum ýtt til hliðar, lítið um getu manna. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Herra Jones („Mr. Jones'j k k Grunn mynd um alvarlegan sjúk- dóm, geðhvarfasýki, sem lýsir sér þannig að sjúklingurinn sveiflast annarsvegar milli þunglyndis og örvæntingar og óstjórnlegrar bjart- sýni og glaðbeitni hinsvegar. Aldrei þessu vant er það enginn annar en Richad Gere sem stelur senunni og bjargar myndinni frá glötun. Hann nær sér einkar vel á strik sem hinn fjallhressi Hr. Jones, sem elskar uppsveifluna sína öðru fremur og gerir myndina þess virði að horft sé á hana. Drama. 110 mín. Aidurs- takmark 16 ára. Smælki Vilja Björk óbleikta EKKI eru allir á eitt sáttir um fatasmekk Bjarkar Guðmunds- dóttur eins og fram kemur í breska blaðinu OK!. Þar er greint frá nýlegum frumsýningum í London, í Odeon kvikmyndahús- inu á Leicester torgi og bíóhúsi við Shaftesbury Avenue, á kvik- myndum Kenneths Branaghs og Quintins Tarantino og var Björk gestur á þeirri síðamefndu. Þykir blaðamanni Björk föl og fá í bleik- um fötum og henni ráðlagt að láta kyrrt liggja eftirleiðis. Meðal gesta á frumsýningu Branaghs var stórsjarmörimi Anthony Andrews ásamt eiginkonunni Ge- orgínu og Christopher Lee hryll- ingskóngur, loðbrýndur sem fyrr. Auk Bjarkar á Reyfara Tarantinos voru Jonathan Ross þáttastjóm- andi og kona hans Jane. Skartaði hann Hálandaklæðum á meðan hún tjaldaði því sem til er. UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir 6.50 Bæn: Séra Kjartan Örn Sig- urbjörnsson flytur. Snemma á laugardagsmorgni Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veður- fregnir 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Með morgunkaffinu. Létt lög á laugardagsmorgni. 10.03 Frá liðnum dögum Tónlist eftir Skúla Halldórsson. - Sönglög Svala Nielsen, Jóhann Konráðsson og fleiri syngja. Höfundur leikur með á pianó. - Dimmalimm, ballettsvíta í sjö þáttum. Skúli Halldórsson leikur á píanó. 10.45 Veðurfregnir 11.00 í vikulokin Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins 12.45 Veðurfregnir og auglýsingar 13.00 Fréttaauki á laugardegi 14.00 Hringiðan Menningarmál á líðandi stund. Umsjón: Halldóra Friðiónsdóttir. 16.05 Islenskt mál Umsjón: Guð- rún Kvaran. (Endurflutt nk. miðvikudagskvöld kl. 21.50) 16.15 Islensk sönglög - Úr lagaflokknum Gunnari á Hlið- arenda eftir Jón Laxdal við ljóð Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur Jónsson, Þorsteinn Hannesson og Ásgeir Hallsson syngja; Fritz Weisshappel leikur SviAsmynd úr Orfoili, 6p«ru Claudios Monteverdi. með á pianó. 16.30 Veðurfregnir 16.35 Ný tónlistarhljóðrit Rikisút- varpsins Umsjón: Dr. Guðmund- ur Emilsson. 17.10 Króníka Þáttur úr sögu mannkyns. (Endurfluttur á mið- vikudagskvöldum kl. 21.00) 18.00 Djassþáttur Jóns Múla Ámasonar. (Einnig útvarpað á þriðjudagskvöld kl. 23.15.) 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og veðurfregnir 19.35 Óperukvöld Utvarpsins Or- feifur eftir Claudio Monteverdi Flytjendur: Orfeifur: Anthony Rolfe Johnson Evridls: Julianne Baird Múslka: Lynne Dawson Sendiboði Anne Sofie von Otter Nymfa Nancy Argenta Karon: John Tomlinson Prosperína: Diana Montague Plútó Willard White Ekkó: Mark Tucker Ap- polló: Nigel Robson Mary Nic- hols, Michael Chance, Simon Birchall, Howard Milner, Nic- holas Robertson, John Tomlin- son, Monteverdikórinn og Ensku Barrokkeinleikararnir; John Eli- ot Gardiner stjórnar Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. Orð kvöldsins flutt að óperu lokinni: Karl Benediktsson flytur. 22.35 íslenskar smásögur: Dag- bók hringjarans eftir Sindra Freysson. Lesarar: Jóhann Sig- urðarson og Þórarinn Eyfjörð. (Áður á dagskrá i gærmorgun) 23.40 Dustað af dansskónum 0.10 RúRek. Djasshátið Frá tón- leikum danska fiðlusnillingsins Svend Asmussen á RúRek- hátíðinni ( maí 1993. Umsjón: Vernharður Linnet. (Áður á dag- skrá í gær) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Fréttir a RAS I 09 RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 oj 24. RAS 2 FM 98,1/99,9 8.05 Barnatónar. 9.03 Laugar- dagslíf. Umsjón: Hrafnhildur Hall- dórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Páls. 16.05 Heims- endir. Margrét Kristín Blöndal og Sigurjón Kjartansson. 17.00 Með grátt ( vöngum. Gestur Einar Jón- asson. 19.30 Veðurfréttir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu BBC. Umsjón: Andrea Jónsdóttir. 22.10 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Hennings- son. NJETURÚTVARPID 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt rás- ár 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 3.00 Næturlög. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturlög halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með David Byrne. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsam- göngur. 6.03 Ég man þá tið. Her- mann Ragnar Stefánsson. (Veður- fregnir kl. 6.45 og 7.30). Morgun- tónar. ADALSTÖDIN 90,9/ 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 Jenný Jóhannsdótir. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiriki Jónssyni og Sig- urði L. Hall. 12.10 Ljómandi laug- ardagur. Halldór Backman og Sig- urður Hlöðversson. 16.00 íslenski listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugar- dagskvöld á Bylgjunni. Umsjón: Halldór Backman. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Nætur- vaktin. FréHlr kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRÐI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Slminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 10.00 Lára Yngvadóttir. 12.00 Ókynnt tónlist. 13.00 Böðvar Jóns- son og Ellert Grétarsson. 17.00 Ókynnt tónlist. 22.00 Næturvakt- in. 3.00 Næturtónar. IM 957 FM 95,7 9.00 Steinar Viktorsson. 11.00 Sportpakkinn. Hafþór Sveinjóns- son og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Sigvaldi Kaldalóns og Haraldur Daði. 17.00 American top 40. 21.00 Ásgeir Kolbeinsson. 23.00 Á lifinu. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Ragnar Blöndal. 14.00 X- Dómfnóslistinn. l7.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.03.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.