Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FÁTT ER meira talað um vestan hafs en 'austan en það sem þeir félagar William Clinton og Albert Gore köll- uðu „upplýsingahraðbrautina“ í kosningabaráttu sinni fyrir margt löngu. Ekki skai hér lagt mat á hversu mikið í'ylgi þeir félagar kræktu í með því tali sínu, en framtíð- arsýnin var ljósleiðari inn á hvert heimili og endalaust flæði upplýsinga, skemmtiefnis og fróðleiks. Ein hlið á þessum fjölhliðungi, og ekki sú veigaminnsta, er Internetið, sem mjög hefur verið í fréttum, en grunnhugmyndin að áðurnefndri „hraðbraut" er álíka og netsins, nema þá allar tengingar verða um ljósleiðara, flutningsgetan milljón sinnum meiri en nú er og hvert heimili tengist netinu og greiði fyrir eftir notkun. Þannig gæti heimilisfólk deilt um hvaða mynd eigi að horfa á eða þá hver fer inn í sitt herbergi og velur sér mynd eftir smekk, og þegar skreppa þarf fram í eldhús, eða svara síma þá er einfaldlega þrýst á hnapp . og kvikmyndin, fréttimar eða hvaðeina stopp- ar í hálfu kafí og bíður þess að áhorfandinn sé aftur til í tuskið. Ekki síst horfa menn til þess að hin gríðarlega flutningsgeta geri sjón- varpið gagnvirkt, þ.e. áhorfandinn getur svara fyrirspumum, pantað pizzu, keypt sér bíl eða jafnvel tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og auðkýfíngurinn Ross Perot stakk upp á þegar hann vildi verða forseti Bandaríkj- anna. Flest snýr þetta meira og minna að sjónvarpsstöðvum, sem ætla sér stóra hluti, en einnig sjá leikjaframleiðendur miklar gróðavon og kvikmyndaframleiðendur í Holly- wood einnig tekið við sér. Hollywood vaknar til lífsins Smekkur ungmenna fyrir dægrastyttingu hefur tekið stakkaskiptum á síðustu áratugum og þá helst fyrir tilstilli tölvunnar og mynd- bandsins. Margir gráta hve prentmál hefur látið undan síga, en dægurtónlist hefur einnig átt í vök að veijast fyrir tölvuleikjum og einn- ig hafa kvikmyndaframleiðendur misst spón úr aski sínum. Gott dæmi um það er leikjasyrp- an um ítalska píparann Mario og Luigi bróður hans, sem ungmenni um allan heim þekkja í leiknum Mario Bros. Reyndar seldist leikur númer þijú í seríunni svo vel að af honum hafði framleiðandinn, Nintendo, meiri tekjur en dæmi eru um að kvikmynd hafi skilað, og svo kostaði ekki nema brot af kostnaði við B-mynd að búa hann til. Um þessar mundir veltir tölvuleikjamarkaðurinn sex milljörðum dala, 420 milljörðum króna, en bíómiðasala á heimsvísu er nokkru minni, eða um fimm milljarðar dala. Það er því eftir nokkru að slægjast og meðal þess sem Hollywood-stjórar hafa gripið til er að gera kvikmyndir með tölvuleikjafígúrum, til að mynda fengu þeir bræður Mario og Luigi að spreyta sig í mis- heppnaðri kvikmynd og væntanleg er mynd með Jean Claude Van Damme, Raul Julia sáluga og Tonyu Harding, sem byggist á slagsmálaleiknum vinsæla Street Fighter, en sá gengur út á slagsmál og aftur slagsmál. Annar leikur sem eflaust á eftir að skila sér á tjaldið er Doom, sem er líklega vinsælasti tölvuleikur heims í dag, en hann er svo of- beldisfullur og blóðugur að foreldrar og upp- alendur um.allan heim standa á öndinni. Doom er reyndar gott dæmi um leik sem er á mörk- um þess að vera gagnvirkur og má einnig spila við félaga á annarri tölvu með aðstoð mótalds, og svo er hann víst kominn út á geisladiskum og einnig fyrir leikjatölvur, til að mynda Sega, sem tengdar eru við sjórívarp. Fjáraustur Blaðamenn vestan hafs og austan hafa valið nýju samstarfi Hollywood risanna og leikjaframleiðenda nafnið Sillywood, sem er samtímis samsett úr heitum Silicon Valley, „tölvuborgar“ Bandaríkjanna, og Hollywood, en einnig má skilja forliðinn Silly sem kjána- skap, því margur telur að þar séu Hollywood- liðar, sem vanir eru að ausa fé eins og vatni, að eyða miklu fyrir lítið. Þannig náði til að mynda fyrirtækið Rocket Science að safna fjórum milljónum dala í áhættufé á einum degi, en fyrirtækið hefur helgað sig fram- Ieiðslu leikja fyrir CD-ROM geisladiska. Grunnhugmyndin er einskonar sambland af hefðbundnum tölvuleik með skotbardaga og látum og kvikmyndahandriti, því samtímis og leikurinn er settur saman er gerð stutt kvikmynd, myndir af leikurunum síðan skannaðar inn í tölvu og þar breytt í stafræn- ar upplýsingar sem nota má í leiknum sjálf- um. Sem vonlegt er að söguþráðurinn al- mennt ekki beysinn, enda aðalatriðið að ná að magna sefjun þess sem leikur með hraða og tæknibrellum og þá skiptir þunnur sögu- þráður litlu máli, eins og sannaðist svo eftir- minnilega í Júragarðinum. Leikararnir sem „leika“ í þessari gerð tölvuleikja eru og flest- ir b-leikarar, þ.e. leikarar sem fá ekki lengur hlutverk í stórmyndum, eða hafa jafnvel aldr- ei fengið slíkt hlutverk. Þannig leikur Mark Hamill, sem sló í gegn sem Logi Geimgengill í Stjörnustríðsmyndunum og síðan ekki sög- una meir, í leiknum Wing Commander III, LEIKNIR LEIKIR T ölvuleilg amarkaðurinn er þó nokkru stærri en kvik- myndamarkaðurinn og Ami Matthíasson komst að því að nú hyggjast kvikmyndaverin fá sneið af þeirri köku með því að færa hasarmyndir í tölvuleikj abúning. EINS og sjá má á skjámyndum af Doom er leikurinn ekki fyrir taugaveiklaða eða viðkvæmar sálir, enda eru mótherjarnir úr hófi ógeðfelldir. ATRIÐIÐ úr Loadstar, sem Rocket Science hannaði og gefur út. sem reyndar er framhald af leik sem flestir tölvufíknir þekkja, Tia Carrere, sem lék í Veröld Waynes býr sig nú undir að leika í leiknum Daedalus kynnin og Margot Kidder, sem lék Lois Lane í myndunum um Ofur- mennið Clark Kent, leikur í framtíðartryllin- um Under a Killing Moon. Byrj unarörðugleikar Eins og áður er getið byggir þessi tækni á CD-ROM tölvugeisladiskum, enda myndu leikir sem þessir fylla 500 3“ 1,44 Mb diskl- inga, sem flestir þekkja. Sem stendur má koma á geisladiskinn hátt í 700 Mb af gögn- um og allt bendir til þess að enn megi pakka á diskana eftir því sem fram líður. Þeir verða þó snemma of litlir og reyndar eru sumir leikjanna sem verið er að þróa á fleiri en einum geisladisk og einnig hyggjast framleið- endur setja saman sérstakar útgáfur fyrir útsendingu, þ.e. sjónvarpáhorfandi, sem er orðinn leiður á kjaratafsi eða kosningabrölti getur með því að þrýsta á hnapp á fjarstýring- unni sínni paritað leik eða haldið áfram með leik, sem er margfalt stærri en koma má á geisladisk og þá í raun verið sem þátttakandi í kvikmynd, barist við ófreskjur og ómenni og jafnvel fallið í valinn, risið upp og haldið áfram. Líklegt er reyndar að mörgum þyki fýsilegra að leika á þennan hátt en að vera bundinn af CD-ROM drifinu, því þau eru afskaplega hægvirk. Ekki bætir úr skák að til að koma hreyfimyndunum og hljóðinu fyriruneð leiksforritinu sjálfu þarf að þjappa öllum upplýsingunum saman og það þarf lík- lega öflugri tölvu en er á færi almenns not- anda til að ná að lesa úr slíkum upplýsingum jafnharðan. Þannig er lítið varið í leik þar sem þú þarft skyndilega að bíða í hálfa mín- útu eða meira, einmitt þegar þú ert að koma banahögginu á óþokkann, eða að komast undan ófreskjunni. Sumir hafa leyst þetta með því að bjóða upp á leiki sem byggja ein- mitt á því að lítið gerist, til að mynda Myst, sem er gríðarlega vinsæll leikur. I þeim leik er viðkomandi á plánetu sem er ein samfelld eyðimörk og hvergi sálu að sjá, en leikurinn er einmitt að komast að þvi hvar allir eru. Myst er einskonar sambland af bók og gesta- þraut og mikill tími fer í að velta fyrir sér aðstæðum og vísbendingum því lítið er á seyði og engum leikurum bregður fyrir. Þann- ig getur sá sem leikur brugðið sér frá með leikinn í gangi og komið að honum aftur eftir nokkrar vikur án þess að nokkuð mark- vert hafi hent á meðan. Annað vandamál sem framleiðendur glíma við er að tölvurnar sem notaðar verða við leikinn eru af grúa ólíkra gerða, PC-sam- hæfðar, Macintosh, Nintendo, Sega Mega- CD, Sega Saturn, 3DO og Sony Playstation. Lausn á því að er að grunnvinna leikinn í einhveiju þægilegu umhverfi og keyra þá síðan um forrit sem breytir þeim eftir því sem við á. Áðurnefnt fyrirtæki, Rocket Sci- ence, hefur leyst flest þessi vandamál og er líklega lengra komið í leikjaþróun en flest önnur, enda styðja það flestir leikjatölvufram- Ieiðendur heims og kvikmyndaver í Holly- wood. Sem dæmi þá þykir það gott í dag að tölva geti sýnt 12 ramma á sekúndu af CD-ROM diski, en með nýrri tækni sem fyrir- tækið kallar Rocket Vision er hraðinn kominn upp í 30 ramma á sekúndu. Hvað vilja áhorfendur? Leikafíklar gefa lítið fyrir samstarf eins og það sem rakið hefur verið, enda vilja þeir helst leiki sem venjulegt fólk getur ekki skil- ið, eða vill ekki skilja. Kvikmyndafíklar láta sér líka fátt um finnast, því þeir telja að áhorfendur kæri sig kollótta um gagnvirkar kvikmyndir, þeir vilji láta skemmta sér en ekki hafa fyrir hlutunum sjálfir. Framleiðend- ur leikjanna láta líka stundum í ljós efasemd- ir; ekki er víst að leikjafíknir hafi yfirleitt nokkurn áhuga á að sjá venjuiegt fólk í leikj- um sínum, hvað þá að þurfa að eiga við það einhver samskipti, þó það séu bara stafrænir leikarar, og víst benda vinsældir Doom, þár sem er bara einn góður karl og svo bara ófreskjur, til þess að þeir vilji bara leika í Terminator án þess að fást um einhveija ástarvæmni eða persónusköpun. Fyrir þá sem vilja eitthvað meira en bara blóð og eld eru svo leikir eins og Sónata, sem byggir á magn- aðri smásögu Levs Tolstojs, Kreutzer-sónöt- unni, en í leiknum má taka þátt í sögunni, sem segir af manni sem sturlast af afbrýði og myrðir eiginkonu sína; hægt er að sjá söguna í gegnum augu eiginmannsins, eða eiginkonunnar, vera báðir aðilar samtímis, breyta atburðarás, fella úr og auka við að vild. Öll sú öra þróun sem á sér stað í tölvuheim- inum um þessar mundir er ekki síst möguleg fyrir látlaust fjárstreymi frá kvikmyndaver- unum í Hollywood, eins og áður er rakið, en leikjahönnuðir finna vel fyrir þ'ví að tíminn er naumur, því kvikmyndaverin eru vön að sjá skjótan ávöxt erfiðis síns, á meðan þeir þurfa að fóta sig í nýrri tækni og taka í raun þátt í að búa hana til samtímis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.