Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 1
L BLAÐ ALLRA LANDSMANNA IKmgraifrlafeifr 1995 JUDO FIMMTUDAGUR 12.JANUAR BLAÐ D KNATTSPYRNA Nantes óstöðvandi NANTES er með 10 stiga forskot á toppnum í frönsku deildinni eftir 3:0 sigur gegn meisturum PSG í París í gærkvöldi. Sem fyrr var spil Nantes augnayndi og eftir að miðjumaðurinn Daniel Bravo var rekinn af velli um miðjan fyrri hálfleik sáu heimamenn ekki til sólar. Bakvörðurinn Patrice Colleter fékk að sjá rauða spjaldið undir lokin en þá voru úrslitin ráðin og titilvonir PSG litlar sem engar. Þetta var fyrsta tap PSG á heimavelli í meira en ár en Nantes hefur leikið 23 leiki í röð án taps og nálgast franska met PSG frá því í fyrra sem er 27 leikir. Patrice Loko kom gestunum á bragðið eftir hratt spil upp hægri kantinn og síðan nýtti Japhet N'Dor- am sér mistök varnarmannsins Joses Cobos og bætti við tveimur mörkum eftir hlé. Eric Loussou- arn, þriðji markvörður Nantes, fór í markið skömmu eftir hlé þegar Dominique Casagrande meiddist en hann var vandanum vaxinn. Vernharð Þorleifsson fékk styrkfrá Ólympíusamhjálpinni Æfiríhálft ár á Spáni Vernharð Þorleifsson júdókappi úr KA á Akureyri hefur fengið styrk frá Ólympíusamhjálpinni til að stunda æfingar næsta hálfa árið í sérstökum æfingabúðum á Spáni. Vernharð heldur til Spánar í dag og mun vera við æfingar við Barcel- ona fram í ágúst. „Þetta er mjög ánægjulegt og virðist nokkuð spennandi. Öll að- staða þarna virðist vera eins góð og kostur er enda eru æfíngabúðirn- ar alveg nýjar og ætlaðar íþrótta- mönnum frá þriðja heiminum," sagði Vernharð í gær. Hann sagði að pláss væri fyrir 325 íþróttamenn í æfingabúðunum og að þessu sinni yrðu þar eitthvað um>50 til 75 júdó- menn, en alls væru menn úr sjö íþróttagreinum í búðunum að þessu HANDBOLTI Héðinn áfram í bikarnum Héðinn Gilsson og félagar í Diisseldorf sigruðu Gum- mersbach, lið Júlíusar Jónasson- ar 20:19 í átta liða úrslitum bik- arkeppninnar í Þýskalandi í gærkvöldi og gerði Héðinn sig- urmark heimamanna er 12 sek- úndur voru eftir af leiknum. „Þetta gekk vonum framar. Ég ætlaði bara að spila í nokkr- ar mínútur til að sjá hvernig ég væri — kom svo inná eftir tíu mínútur og lék það sem eftir var í vörninni. Ég skaust fjórum sinnum í sóknina og gerði tvö mörk," sagði Héðinn en hann og Júlíus voru báðir að leika fyrstu leiki sína eftir meiðsli. „Júlíus átti mjög góðan leik og er mikilvægur fyrir liðið því það byggir mikið á honum. Ég veit ekki hvað hann gerði mörg mörk en við áttum í vandræðum með hann," sagði Héðinn. sinni. Þeir sem komast í þessar æfingabúðir þykja efnilegir og eru taldir eiga framtíðina fyrir sér á Ólympíuleikum. Vernharði fékk styrkinn frá Ólympíusamhjálpinni í gegnum al- þjóða júdósambandið en þannig kemst í mesta lagi einn frá hverju landi að. Styrkurinn er fyrir flugfar- inu, uppihaldi, æfingagjöldum og einnig fær hann dagpeninga. „Nú verður maður bara að sýna framfar- ir því þá er hægt að sækja um fram- hald í aðra sex mánuði," sagði Vern- narð. Hann sagði einnig að trúlega væri ódýrara að gera sig út á hin svokölluðu A-mót frá Spáni en frá íslandi, enda eru mótin haldin vítt og breitt um Evrópu. „Það eru ein tíu A-möt næstu þrjá mánuðina og ég verð að fara á þau til að fá ein- hverja punkta fyrir Heimsmeistara- mótið og Evrópumótið og síðar Ólympíuleikana. Þetta eru einu mótin þar sem maður getur aflað sér nauðsynlegra punkta," sagði Vernharð. . Annar júdókappi, Halldór Haf- steinsson, er nýfarinn til Kanada þar sem hann mun æfa í mánuð, en júdósambandið hefur verið að reyna að koma honum líka inn hjá Ólympíusamhjálpinni og vonast menn þar á bæ til þess að það takist. ÞOLFIMI FRJALSAR Morgunblaðið/Arni Sæberg Vernharð Þorleifsson verður við æfingar á Spáni næstu mánuði. Móti umboðsmanns IAF f restað fram í mars Islandsmótið í þolfími fer fram í Háskólabíói nk. laugardalskvöld og verður það í fyrsta sinn haldið undir merkjum Fimleikasambands íslands en keppt verður eftir nýjum reglum Alþjóða fímleikasambands- ins. Keppnin hefur farið fram á vegum umboðsmanns Alþjóða þol- fimisambandsins, IAF, árlega síðan 1992 og ætlaði hann að halda sitt mót annað kvöld en fáar þátttöku- tilkynningar bárust og hefur því móti, svo nefndu Suzuki-móti, verið frestað fram í mars. ^ Metþátttaka er á íslandsmótinu að þessu sinni en keppt verður í einstaklingskeppni karla og kvenna, parakeppni, tvenndar- keppni og hópakeppni auk þess sem keppt verður í flokki unglinga í fyrsta sinn., Alþjóða fímleikasambandið og IAF hafa ákveðið að vinna saman í framtíðinni og er stefnt að því að reglurnar verði sameiginlegar eftir tvö ár. Fyrsta heimsmeistaramótið á þeirra vegum verður í París í haust og öðlast íslandsmeistari þar þátttökurétt sem og á Evrópumót- inu eftir nokkrar vikur þar sem Magnús Scheving, fþróttamaður ársins 1994, stefnir á að verja Evr- ópumeistaratitilinn. Okeke aftur fallinn ályfja- prófi Norski spretthlauparinn Aham Okeke, sem var meinuð þátt- taka í Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í fyrra eftir að hafa fallið á lyfjaprófi sem tekið var á stigamóti skömmu áður, féll aftur á slíku prófi í desember. Norska frjálsíþróttasambandið tilkynnti þetta í gær. Norska íþróttasambandið hreins- aði Okeke vegna lyfjamálsins frá því á stigamótinu í Stokkhólmi fyr- ir EM — taldi hann ekki hafa neytt óleyfilegra lyfja viljandi. En hlaup- arinn var svo fyrirvaralaust tekinn í lyfjapróf 5. desember síðastliðinn, í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann stundar nám og niðurstaðan var sú sama og í fyrrasumar. „Það er enginn vafi á því að hér er um að ræða jákvæða niðurstöðu úr lyfjaprófi," sagði Lars Martin Kaup- ang, forseti Norska frjálsíþrótta- sambandsins. Kaupang sagði að mikið magn af hormóninu testósterón hefði mælst að þessu sinni og ætti hlaup- arinn fjögurra ára bann ýfir höfði sér en niðurstöður úr seinna sýninu eiga að liggja fyrir á morgun. Al- þjóða frjálsíþróttasambandið gagn- rýndi Norðmenn fyrir að hafa hreinsað Okeke, sem segist vera saklaus, að sögn Kaupangs. Okeke flutti frá Nígeríu til Nor- •egs 1982 og fékk norskan ríkis- borgararétt sex árum síðar. Þegar hann var 16 ára hljóp hann 100 metrana á 10,4 sekúndum. Fyrir tveimur árum fór hann í nám til Texas og bætti sig, fékk tímann 10,33, en hljóp best á 10,19 í fyrra. Þegar hann féll fyrst sagðist hann hafa tekið inn meðal sem hann hefði fengið frá sjúkraþjálfara sín- um vegna meiðsla en tilkynnti Frjálsíþróttasambandi Noregs ekki frá því eins og hann hefði átt að gera. Þá trúðu Norðmenn honum en nú er annað upp á teningnum. KÖRFUKNATTLEIKUR: 257 STIG ÞEGAR ÞÓRSARAR SIGRUÐU SKAGAMENN / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.