Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 4
KÖRFUKNATTLEIKUR Ævintýraleg- ur körfuboKi Steíán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri Það var hálfgerður NBA-körfu- bolti sem leikinn var í íþrótta- höllinni á Akureyri í gær, a.m.k. eftir stigaskorinu að dæma. Þórsarar fengu Akumesinga í heimsókn og sigraði með 25 stiga mun, 141:116. Þar með náði Þór Borgnes- ingum að stigum en Skallagrímur fer einmitt norður næstkomandi sunnudag. Eins og tölurnar bera með sér var fátt um vamir í Ieiknum. ÍA byrjaði betur og náði fljótlega þriggja stiga forystu en Þórsarar sigu síðan jafnt og þétt fram úr. Leikurinn var afar hraður og strax ljóst að hinir áköfu leikmenn höfðu um margt annað að hugsa en spila vöm; t.d. nýttu sumir leikinn sem æfmgu í 3ja stiga skotum. Staðan í leikhléi var. 69:47 fyrir Þór og ekki á hveijum degi sem svo mikið er skorað í einum hálfleik. Keyrslan hélt áfram í seinni hálf- leik og Þórsarar skomðu þá 72 stig gegn 69 stigum ÍA, en eins og sjá má líkjast þessar tölur frekar lo- kaúrslitum. Leikmenn ÍA mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp og þeir skomðu t.d. 16 stig í röð þegar staðan breyttist úr 104:68 í 104:84. Nær komust gestirnir ekki, Þórsarar vom einfaldlega sterkari og breiddin hjá þeim öllu meiri. Lokatölurnar 141:116 sem fyrr segir. Liðin léku skemmtilegan sóknar- leik á köflum og sérstaklega vom það Þórsarar sem buðu upp á flétt- ur og tilþrif. Leikur ÍA byggðist á einstaklingsframtaki B.J. Thomp- sons og Haraldar Leifssonar, en þeir sýndu báðir frábæra takta. Thompson skoraði 46 stig og Har- aldur 40. Það var ekki síst gaman að fylgjast með Haraldi, en þeir félagamir höfðu ekki nægilega sterka Ieikmenn með sér og Þórsar- ar unnu leikinn á breiddinni. Kristinn Friðriksson er ævintýra- legur leikmaður. Hann setti 9 þriggja stiga skot niður og skoraði samtals 49 stig. Sandy Anderson var líka frábær, sterkur í vöm og óvenju góður í sókninni og uppskar 32 stig. Konráð var sömuleiðis traustur og skoraði 21 stig. Þórsar- ar skomðu úr 14 þriggja stiga skot- um en ÍA aðeins úr 3 og það er fljótt að telja. Þórsarar era væntanlega öruggir í úrslitakeppnina en ÍA verður að herða sig ef Iiðið á ekki að sitja eftir. Því fer þó fjarri að öll nótt sé úti. Konráð Óskarsson skorar eftlr eltt af mörgum hraðaupphlaupum HANDKNATTLEIKUR FOl_K ■ NEWCASTLE er á eftir hin- um og þessum leikmönnum í kjöl- far sölunnar á Andy Cole sam- kvæmt enskum fjölmiðlum í gær. Hins vegar virðast umræddir leik- menn hvorki vita af nefndum áhuga Kevins Keegans né vera til sölu. ■ KEEGAN er með sex milljónir punda í vasanum eftir söluna á Cole og blöðin keppast um að eyða þessum peningum. Daily Mail sagði að ekkert væri óyfirstíg- anlegt og að hollenski landsliðs- maðurinn Dennis Bergkamp hjá Inter væri efstur á lista Keegans. ítalska félagið sendi þegar frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að Bergkamp væri ekki til sölu. ■ BERGKAMP sagðist ekkert hafa heyrt frá Newcastle en blöðin kæmu með nýja sögu á hverjum degi. ■ KEEGAN kaupir Matt Le Tissier frá Southampton fýrir fimm milljónir punda til að róa stuðningsmennina að sögn Express en Southampton segir að leik- maðurinn sé ekki til sölu. ■ SEX leikmenn koma til greina hjá Keegan samkvæmt Daily Mirr- or. Ferdinand hjá QPR, Barmby hjá Tottenham, Dean Holdsworth hjá Wimbledon, Le Tissier og Collymore hjá Nottingham For- est. Morgunblaðið/Kristinn LEIKUR Ármenninga og Stjöm- ustúlkna í Laugardalshöllinni í gærkvöldi var ekki rishár, þó ágæt- um köflum brygði fyrir, en sigur Garðbæinga, 15:22, var aldrei í hættu. „Jólaspikið situr enn í okkur þvi við gátum ekkert æft um jólin þegar fótboltinn var í öllum húsum. Við spmngum á þolinu eftir ágæta byij- un,“ sagði Ema Eiríksdóttir mark- vörður Ármenninga eftir leikinn. Hún hélt liði sínu inní leiknum fram- an af með góðri markvörslu því í sóknarleiknum gekk lítið gegn sterkri vöm Stjömunnar, sem var eins og skrúfstykki. Efsta lið fyrstu deildar sýndi síðan sitt rétta andlit með 11 mörkum gegn tveimur á 15 mínútum en slakaði á klónni í lokin. Þyngslalegt í Höllinni Ema í markinu var best Ármenn- inga en Guðrún Kristjánsdóttir, Svanhildur Þengilsdóttir og Kristín Pétursdóttir gerðu heiðarlegar til- raunir gegn vöm Stjömunnar. Hjá Stjömunni átti Fanney Rún- arsdóttir góðan kafla og Herdís Sig- urbergsdóttir var dijúg en samstillt vömin skóp sigurinn. Liðið gerði 7 mörk úr hraðaupphlaupum. GóAur endasprettur KR Leikur KR og FH var vægast sagt sveiflukenndur. Hafnfirðingar kom- ust í 4:8 en KR-ingar jöfnuðu og komust síðan 9:8 yfir en jafnt var í leikhléi, 9:9. í síðari hálfleik skiptust liðin um foiystu, FH til dæmis yfir 14:15, en jafnt var í 17:17 og Vest- urbæingar gerðu síðustu fjögur mörkin. KR-stúlkur vom seinar í gang enda ungar og óreyndar. Þeim óx þó ásmegin og áttu góðan enda- sprett sem tryggði stigin. Miklu munaði um markvörslu Vigdísar og einnig áttu Sæunn, Ágústa og Brynja góðan leik. Hjá FH var Guðný Agla góð í markinu og þær Björk og Selma léku vel. Á myndinni er Brynja Stein- sen, KR-ingur, sem lék vel. Til vam- ar em FH-ingamir Björk Ægisdóttir og Lára B. Þorsteinsdóttir. ■ Úrsllt / D2 KNATTSPYRNA Rush kom Liverpool áfram Ian Rush tryggði Liverpool sæti í undanúrslitum ensku deildarbik- arkeppninnar í knattspymu með marki eftir aukaspymu um miðjan seinni hálfleik gegn Arsenal á Anfi- eld í gærkvöldi. John Barnes og Neil Ruddock lögðu á ráðin með aukaspyrnuna eftir 59 mínútna leik og Rush var réttur maður á réttum stað — þmmaði í netið með vinstra fæti. Arsenal hafði ekki tapað í síð- ustu 25 útileikjum í bikarkeppni en hefur nú tapað þremur af síðustu leikjum. Hins vegar er Liverpool taplaust í síðustu 11 leikjum. Crystal Palace átti ekki í erfið- leikum með Manchester City og vann 4:0 en öll mörkin voru gerð á síðasta hálftímanum. 1. deildar lið Bolton vann úrvals- deildarlið Norwich 1:0 með marki Davids Lees. Norwich virtist leggja áherslu á að halda jöfnu til að fá heimaleik en Lee gerði vonir mót- heijanna að engu þegar hann fékk boltann nálægt miðlínu, fór í gegn- um fjórar tæklingar og lét síðan vaða rétt utan vítateigs. Norwich sótti stíft eftir markið en vörn heimamanna var þétt sem fyrr. Swindon leikur í undanúrslitum i fyrsta sinn í 15 ár eftir 3:1 sigur gegn Millwall. Andy Mutch gerði tvö mörk fýrir Swindon og Norð- maðurinn Jan Fjortoft eitt en hann lagði upp hin tvö. Ástralíumaðurinn Dave Mitchell minnkaði muninn fjórum mínútum fyrir leikslok. ÚRSLIT Knattspyrna England Deildarbikarkeppnin Átta liða úrslit: Bolton - Norwich.................1:0 (Lee 66.). 17.029. Crystal Palace - Manchester City.4:0 (Pitcher 60., Salako 80., Armstrong 84., Preece 87.). 16.668. Liverpool - Arsenal.............1:0 (Rush 59.). 35.026. Swindon - Millwall.................3:1 (Mutch 26., 61., Fjortoft 36.) - (Mitchell 86.). 11.772. Frakkland PSG - Nantes.......................0:3 - (Patrice Loko 45., Japhet N’Doram 61., 75.). 45.000. ítalfa Milan - Reggiana...................2:1 (Simone 2., Savicevic 89.) - (Simutenkov 68.). 48.752. Körfuknattleikur NBA-úrslit Þriðjudagur: Cleveland - Charlotte........108:116 iEftir framlenginu. Detroit-NewJersey.............98:84 Washington - Atlanta...........96:99 Ninnesota - Sacramento.........85:98 New York - Indiana..........117:105 Chicago - Orlando.............109:77 San Antonio - LA Clippers....108:97 Golden State - Seattle.......118:128 Eftir framlengingu. íslandsmótið í blaki ABM deild karla: Föstud. 13. janúar. KA-heimilið 19.30 KA-ÞrótturR. Neskaupstaður 21.30 Þróttur N.-HK Laugard. 14. janúar. Asgarður 15.30 Stjarnan-ÍS ABM deild kvenna: Föstud. 13. janúar. KA-heimilið 21.00 KA-Víkingur Neskaupstaður 20.00 Þróttur N.-HK VIKINGALOTTO: 3 9 11 41 42 45 + 12 15 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.