Morgunblaðið - 13.01.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.01.1995, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C/D wgtaitlMtejÍfcife STOFNAÐ 1913 10. TBL. 83. ARG. FOSTUDAGUR 13. JANUAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter MYNDIN af Deng, sem birtist í dagblaði í Shanghai. Hún var tekin 1. október sl. Harðar tekið á andófsmönnum Seattle. Reuter. OFSÓKNIR á hendur kínverskum andófsmönnum hafa aukist sam- fara óvissunni um eftirmann hins aldraða leiðtoga, Dengs Xiaopings. Kom það fram hjá Winston Lord, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna í málefnum Asíu- og Kyrrahafsríkja. Lord sagði á fundi alþjóðavið- skiptaráðsins í Washington, að samskiptin við Kína vasru „dálítið erfið“ um þessar mundir vegna Þrýst á um friðar- viðræður í Bosníu Múslimar mótfallnir breytingu á samningi Sartyevo. Reuter. FULLTRÚAR fimmveldanna, sem leita nú leiða til að koma á friði í Bosníu, reyndu í gær að knýja fram viðræður á grundvelli íjögurra mán- aða vopnahlés sem komið var á um áramótin. Múslimar eru því mótfalln- ir, vilja ekki að gerðar verði breyting- ar á síðustu friðartillögu til að koma til móts við Bosníu-Serba. Fulltrúar Bandaríkjamanna, Rússa, Þjóðveija, Breta og Frakka áttu í gær viðræður við embættis- menn Sameinuðu þjóðanna í Zagreb áður en þeir héldu til Sarajevo og Pale, sem er á yfirráðasvæði Serba. Á miðvikudag áttu þeir fund með Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, þar sem þeir Iögðu til að viðræður yrðu á grundvelli vopnahléssam- komulagsins. Bosníustjórn er afar ósátt við þetta tilboð. Ejup Ganic, varaforseti Bos- níu, sagði stjórnina hafa gengið að síðasta friðarsamkomulagi fimmveld- anna í trú um að ekki yrði hægt að semja um það frekar. Stjórnin væri ekki reiðubúin að ganga til samninga ef breyta ætti samkomulaginu til að koma til móts við Bosníu-Serba. Það kveður á um að múslimar og Króatar fái 51% Bosníu en Serbar 49%. aukinna ofsókna á hendur andófs- mönnum. Rakti hann þær til óviss- unnar um eftirmann Dengs og sagði, að svo virtist sem nokkur hópur frammámanna stýrði ríkinu frá degi til dags. Orðrómur hefur verið um, að Deng, sem stendur á níræðu, sé á sjúkrahúsi en í gær var birt af hon- um fyrsta myndin í næstum eitt ár á forsíðu dagblaðs í Shanghai og sagt, að hann væri við góða heilsu. Rússar um gagnrýni vegna mannréttindabrota í Tsjetsjníju Málflutningnr í stíl kalda stríðsins Moskvu, Grosní, Bonn, London. Reuter. TALSMAÐUR rússneska utanrík- isráðuneytisins, Grígorí Karasín, segir gagnrýni vestrænna þjóða á hernað Rússa í Tsjetsjníju van- hugsaða og setta fram í fljótræði, hún minni á kalda stríðið. „Með sorg í huga tökum við eftir mál- flutningi sem minnir á afleit sam- skipti okkar við Vesturveldin í fortíð sem ekki er svo langt að baki,“ sagði Karasín. Hann sagði gæta hlutdrægni hjá mannrétt- indahópum þegar þeir gagnrýndu mikið mannfall í röðum óbreyttra borgara. Karasín minntist í þessu sam- bandi sérstaklega á þá ákvörðun Evrópuráðsins í vikunni að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða aðildarumsókn Rússa. Hann sagði óhjákvæmilegt að átökin í Tsjetsjníju hefðu mannlegan harmleik í för með sér, aðstæður allar væru með þeim hætti en Rússar teldu mannréttindi „einn af mikilvægustu þáttum“ málsins. Borís Gromov, aðstóðarvarnar- málaráðherra og hetja úr Afgan- istanstríðinu, fordæmdi innrásina Þjóðveijar segja Rússa eiga skilda „harða gagnrýni“ í Tsjetsjníju í gær, sagði að beitt væri „villimannslegum aðferðum" og stjórnvöld reyndu stöðugt að ljúga að þjóðinni. Yfirherstjórnin væri í molum, innrásin virtist hafa verið ákveðin í skyndingu og án nokkurs undirbúnings. Umbótasinninn Jegor Gajdar, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands og núverandi forystu- maður eins stærsta stjórnmála- flokksins, Valkosts Rússlands, segir Borís Jeltsín forseta geta misst alla stjórn á hernum taki hann ekki þegar í taumana. Ef forsetinn vilji raunverulega stöðva átökin geti hann það enn þá. Valkostur Rússlands var tekinn í Alþjóðasamtök hægriflokka, IDU, á fundi í London í gær en Carl Bildt, formaður sænska Hægriflokksins og IDU, sagði samtökin á hinn bóginn andvíg því að Rússland fengi aðild að Evróp- uráðinu. Eiga skilda „harða gagnrýni" Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að Rússar ættu skilda „harða' gagnrýni" vegna framferðis síns í Tsjetsjníju. Á hinn bóginn gætu lýðræðisríkin ekki gert neitt verra en að segja Rússum að samstarf þeirra við Atlantshafsbandalagið og Evrópu- sambandið yrði ekki að veruleika. Hann lagði ennfremur til að Rúss- ar fengju aðild að Evrópuráðinu; fulltrúar þeirra myndu þá neyðast til að útskýra og réttlæta stefnuna gagnvart öðrum löndum. ■ Staða Gratsjovs tvísýn/18 Reuter Páfa fagnað í Manila Manila. Reuter. MILLJÓNIR Filippseyinga fögn- uðu I gær Jóhannesi Páli II páfa við komuna til Manila, en liún var upphaf cllefu daga ferðar hans um Asíu og Kyrrahafseyjar. Páfi studdist við staf við komuna og kraup ekki niður til að kyssa filippeyska jörð eins og hann hefur jafnan gert. Á leið til Manila gerði páfi hins vegar að gamni sínu við fréttamenn, sagðist þurfa að styðj- ast við staf sem vel mætti nota á fréttamennina, þyrfti þess með. Mikil öryggisgæsla er vegna komu páfa og starfa um 20.000 öryggisverðir í tcngslum við komu hans. Þrír voru handteknir í gær, þar af reyndi einn að nálgast páfa vopnaður skammbyssu. Aður höfðu þrír öfgasinnaðir múslimar verið handteknir og komið upp um sainsæri um að koina fyrir sprengju í bandarískri flugvél. Ekki var vitað hvort það tengdist komu páfa. Þetta er önnur ferð páfa til landins, hann fór þangað fyrst árið 1981. Hún er jafnframt 63. utanlandsferð Jóhannesar Páls II í embætti. Papandreou Vaxtalaust lán hjá samráð- herrum Aþenu. Reuter. ANDREAS Papandreou, for- sætisráðherra Grikklands, var í gær harðlega gagnrýndur á þingi er upplýst var að hann hefði fengið vaxtalaust lán að upphæð 42,6 milljónir hjá vinum sínum, til að byggja einbýlishús handa eiginkon- unni, Dimitru Liani. Þar af fékk hann hann 12,3 milljónir að láni hjá samráðherrum sín- um. Stjórnarandstæðingar segja það ótækt með öllu að forsætisráðherra eigi í per- sónulegum viðskiptum við opinbera embættismenn. Spyrja þeir hvernig hann geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir og tekið afstöðu til þeirra sem hann skuldi háar fjárhæðir. Berlusconi fær ekki að mynda stjórn Róm. Reutcr. OSCAR Luigi Scalfaro, forseta ítal- íu, og Silvio Berlusconi, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu, tókst ekki að finna lausn á stjórnarkreppunni, sem staðið hefur í þijár vikur, á fundi í gær. Að sögn heimildarmanns, sem ekki vildi láta nafns síns getið, þrýsti Berlusconi á um að fá tækifæri til að mynda nýja stjórn en Scalfaro neitaði því, nema að Berlusconi gæti sýnt fram á að slík stjórn nyti meirihlutafylgis. Talið er að Ber- lusconi skorti 10-20 atkvæði til þess. Talsmenn flokks Berlusconis, Áfram Ítalía, sögðu að flokkurinn hefði óskað eftir fundinum með Scalfaro vegna orðróms um að Irene Piretti, þingforseti, sæktist eftir embætti Berlusconis. Enginn árang- ur varð hins vegar af fundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.