Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bókanír gengu á víxl á fundi bæjarráðs í Hafnarfirði í gærdag Óskað eftir athugun á við- skiptum við ýmis fyrirtæki Á BÆJARRÁÐSFUNDI í Hafnar- fírði í gær gengu bókanir á víxl um athuganir á viðskiptum Hafnarflarð- arbæjar og ýmissa fyrirtækja, eink- um þó Hagvirkis-Kletts. í upphafi fundar var skýrsla Lög- giltra endurskoðenda hf. um við- skipti bæjarsjóðs og Hagvirkis-Kletts lögð fram. Að því loknu lögðu Magn- ús Jón Árnason bæjarstjóri, sem situr í bæjarráði án atkvæðisréttar, og Magnús Gunnarsson formaður bæj- arráðs fram bókun þar sem þeir „upp- lýsa að þeir hafa leitað eftir úrskurði og áliti félagsmálaráðuneytisins á eðli og lögmæti viðskipta bæjarsjóðs og Hagvirkis-Kletts.“ Þessu næst lögðu fulltrúar Alþýðu- flokksins í bæjarráði, þeir Ingvar Viktorsson og Tryggvi Harðarson, fram bókun, þar sem þeir fara þess á leit við félagsmálaráðuneytið „að það skoði sérstaklega samskipti bæj- arráðs og bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og Hagvirkis og Hagvirkis-Kletts frá upphafi og fram til dagsins í dag og skeri úr um hvort eitthvað í þeim kunni að bijóta í bága við lög.“ Skoða þarf ýmis mál betur Jóhann G. Bergþórsson lagði fram bréf vegna skýrslu Löggiltra endur- skoðenda hf. Hann segist telja að betur þurfi að fara yfir ýmis mál áður en skýrslan gefí raunsanna mynd af viðskiptum Hagvirkis- Kletts og bæjarsjóðs. Meðal annars vill Jóhann að bornar verði saman dagsetningar reikninga og greiðslna í bókhaldi beggja aðila, en verulegr- ar tímaskekkju virðist gæta þar, sem hafí áhrif á stöðu viðskiptanna hverju sinni. Þá telur hann að nokkr- ar færslur í skýrslunni, sem sagðar eru beingreiðslur til fyrirtækisins, séu í raun millifærslur vegna fasteig- nagjalda þess eða jafnvel vegna skulda Hagvirkis hf., sem hafi verið orðið gjaldþrota. Sannreyna þurfi þessa þætti með samanburði. Jóhann vill einnig að könnuð verði fylgiskjöl og baktryggingar við fyrir- framgreiðslur til fyrirtækisins hVeiju sinni og bókanir í bæjarráði þar að lútandi. Hann tek«r fram að hann GÍFURLEG aðsókn er að ráðstefn- unni um viðreisn þorskstofnins, sem haldin verður í dag. Kynning og markaður, KOM, sem sér um fram- kvæmd ráðstefnunnar fyrir sjávar- útvegráðuneytið, varð að grípa til þess ráðs um hádegi í gær, að stöðva skráningu þátttakenda, enda voru þeir þá orðnir tvöfalt fleiri en gert var ráð fyrir í upphafí. Alls höfðu rúmlega 200 manns skráð sig um hádegið í gær og flest- ir með góðum fyrirvara, en stjórn- endur ráðstefnunnar höfðu gert ráð hafí alltaf vikið af fundi við þær af- greiðslur. Jóhann biður um að lóðaviðskipti við fyrirtæki sitt verði könnuð betur og vill jafnframt láta skoða kröfur fyrirtækisins um bætur vegna breyttra forsendna við byggingu safnaðarheimilis og tónlistarskóla og vegna upphafsframkvæmda og und- irbúnings við gerð skolpútrásar. „Undirritaður telur eðlilegt að skýrsluhöfundar annist þessa viðbót- arvinnu og býður fram þá aðstoð, sem yrði óskað eftir í því efni,“ segir Jó- hann í bókuninni. „Að þessari skoðun fyrir 80 til 100 þátttakendum. Ráð- stefnan er haldin á Hótel Sögu og hefst á hádegi með borðhaldi og ræðu Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra. Þá mun Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, ávarpa fundarmenn og Doug Butt- erworth, prófessor í stærðfræði við Háskólann í Höfðaborg í Suður-Afr- íku, sömuleiðis. Fjöldi íslendinga kemur einnig við sögu, bæði við flutning erinda og pallborðsumræður. lokinni er unnt að fella réttan úr- skurð um viðskiptin en fyrr ekki.“ Jóhann fagnar rannsókn á málinu, en þá afstöðu sína gat hann ekki bókað í bæjarráði, þar sem málið er honum of skylt. Athugun á fleiri fyrirtækjum samþykkt Bæjarráðsmenn Alþýðuflokksins lögðu fram að nýju hluta tillögu sinnar frá því á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag, þar sem þeir leggja til að bæjarendurskoðandi og bæjarlög- maður geri úttekt á viðskiptum Hafnarfjarðarbæjar og ýmissa fyr- irtækja í bænum. Tillagan var sam- þykkt með atkvæðum alþýðuflokks- manna, en Jóhann, Magnús Gunn- arsson og Lúðvík Geirsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins, sátu hjá. Magnús Gunnarsson, Magnús Jón Árnason og Lúðvík Geirsson óskuðu bókað við þá afgreiðslu: „Með bréfi dags. 4. ág. 1994 var þess farið á leit að Löggiltir endurskoðendur hf. tækju til athugunar fjárhagsleg samskipti bæjarsjóðs og nokkurra stórra viðskiptaaðila hans. Þar á meðal eru nokkur fyrirtæki sem nefnd eru í tillögu bæjarráðsmanna Alþýðuflokks og er því ekki ástæða til að greiða atkvæði gegn henni. Hins vegar er ljóst að tillaga bæjar- ráðsmanna er lítt grunduð og fyrst og fremst til þess fallin og til þess hugsuð að drepa málum á dreif og draga athygli frá þeim alvarlegu hlutum sem við er að fást í samskipt- um Hagvirkis-Kletts og bæjarsjóðs." Ráðstefnan „Viðreisn þorskstofnsins“ Skráðir þátt- takendur um 200 Tilvísanakerfið Læknafé- lög mót- mæla FÉLAGSFUNDIR sem haldnir hafa verið nú í vikunni í Fé- lagi íslenskra húðlækna, Fé- lagi háls-, nef- og eyrnalækna og Félagi íslenskra þvagfæra- skurðlækna mótmæla harð- lega áformum heilbrigðisráð- herra um að koma á tilvísana- skyldu til sérfræðinga. í ályktunum fundanna kem- ur fram að sérfræðingar í þessum félögum muni ekki starfa fyrir sjúkratrygging- arnar verði áform heilbrigðis- ráðherra að veruleika. í ályktun Félags íslenskra þvagfæraskurðlækna segir m.a. að tilvísanskylda leiði ein- ungis til skertrar þjónustu við sjúklinga og með kerfinu sé vegið að eðlilegu valfrelsi fólks. Háls-, nef- og eyrna- læknar telja að engin rök hafi komið fram sem sýni að breytt fyrirkomulag leiði til sparnað- ar, og tilvísanaskyldan skerði starfsréttindi læknis og svipti sjúklinga fijálsum aðgangi að ódýrri og góðri sérfræðiþjón- ustu. Uppsögn samnings Húðlæknar segjast sam- stundist segja upp samningi sínum við Tryggingastofnun ríkisins, verði sett reglugerð um tilvísanaskyldu, þar sem þeir treysti sér ekki til að starfa samkvæmt reglugerð- inni, sem þeir álíta að muni ekki leiða til spamaðar við heilbrigðisþjónustu, auk þess að valda sjúklingum miklu óhagræði. Andlát STEFÁN JÓNSSON STEFÁN Jónsson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Prent- smiðjunnar Eddu er iátinn, á 95 aldursári. Stefán fæddist í Beru- firði Reykhólahreppi 13. mars 1904 og lést 10. janúar á Landspít- alanum. Eftirlifandi eiginkona hans er Salome Pálmadóttir. Stefán var mennt- aður frá Núpskóla og Samvinnuskólanum lauk hann með prófi 1929. 1930 fluttist hann til Reykjavíkur og var gjaldkeri og aðalbókari ríkis- spítalanna 1930-1937, skrifstofu- stjóri gjaldeyris-, viðskiptanefndar og innflutningsskrif- stofu 1937-1960. Framkvæmdastj óri Prentsmiðjunnar Eddu var Stefán frá 1960 til starfsloka sinna. Stefán var for- maður sóknarnefndar Nessóknar í 20 ár, frá 1951. Hann sat í Verðlagsnefnd í 10 ár, frá 1960. Stefán var virkur félagi í Fram- sóknarflokknum og Samvinnuhreyfing- unni alla sína tíð. Síðasta æviár sitt dvaldist hann á elliheimilinu Grund. Útför Stef- áns fer fram frá Neskirkju 18. janúar. Andlát ÞORUNN . , _ _ _ Morgunblaðið/RAX RÁÐHERRABILL Þorsteins Pálssonar af Mercedes-Benz gerð var fyrsti bíllinn sem skoðaður var hjá Aðalskoðun hf. Þorsteinn og Björn Þór Hannesson, skoðunarmaður. YALDIMARSDÓTTIR Aðalskoðunin hf. tók til starfa í gær Ekki rætt um ÞÓRUNN Valdimars- dóttir, fyrrverandi for- maður verkakvenna- félagsins Framsókn- ar, lést í St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði að kvöldi 9. janúar, tæplega 81 árs að aldri. Þórunn fæddist þann 14. febrúar árið 1914 á ísafirði, dóttir hjónanna Valdimars Eggertssonar sjó- manns og Þórunnar Sveinsdóttur. Hún fluttist frá ísafirði til Reykjavíkur árið 1947. Þórunn hóf störf hjá verkakvennafé- laginu Framsókn sem framkvæmdastjóri fé- lagsins árið 1954 og starfaði þar óslitið til 1987. Frá 1962 til 1974 var hún varafor- maður félagsins og formaður þess frá þeim .tírna til ársins 1982. Árið 1953 giftist Þórunn Bjarna Páls- syni, sjómanni. Þau skildu. Þau eignuðust eina dóttur, Kristínu. Ráðherrabíllinn fór fyrstur í gegn AÐALSKOÐUNIN hf., nýtt fyrir- tæki sem hefur á hendi skoðun á bifreiðum, tók til starfa í Hafn- arfirði í gær. Fjölmenni fyldist með er fyrsti bíllinn var skoðað- ur, en það var ráðherrabíll Þor- steins Pálssonar dómsmálaráð- herra. Aðalskoðunin býður 6% lægra verð en Bifreiðaskoðun íslands hf. og fyrirtækið mun annast al- menna skoðun ökutækja á höfuð- borgarsvæðinu. Aðalskoðunin hf. var stofnuð 13. september sl. og lýstu for- svarsmenn fyrirtækisins þá yfir að starfsemin hæfist í byijun árs 1995. Allar áætlanir hafa gengið eftir. Stjórnarformaður Aðal- skoðunar hf. er Gunnar Svavars- son og framkvæmdasljóri er Bergur Helgason. breyting'u á prófum EKKI er farið að huga að mögu- legri frestun eða niðurfellingu sam- ræmdra prófa í grunnskólum í vor vegna hugsanlegs verkfalls kennara, að sögn Hrólfs Kjartanssonar, deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu. „Við verðum fyrst að sjá hvort þetta verkfall skellur á, sem við von- um auðvitað í lengstu lög að gerist ekki. Samræmdu prófin eru í lok apríl, svo hér í ráðuneytinu erum við ekki farin að huga að þeim sér- staklega,“ sagði Hrólfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.