Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR , Úttckt á aðgengi fatlaðra um gönguatíga Reykjavikur Lagfæringar þarf á tæplega 2.000 stöðum rGMurib' — Rekstur í húsaþyrpingu á mótum Lækjargötu og Austurstrætis Veitinga- og skemmti- staðirfyrir 1.500 manns VEITINGA- og- skemmtistaðir í húsaþyrpingunni á mótum Lækjargötu og Austurstrætis rúma nú um 1.300 gesti. Að um hálfum mánuði Iiðnum bætist enn einn veitingastaðurinn við á þessu svæði, Jazzbarinn, sem verður til húsa í Lækjargötu, þar sem söluskrifstofur Flug- leiða voru í áratugi. Sá staður á að taka um 200 gesti, svo alls verður leyfilegur gestafjöldi staðanna 1.500 manns. Hvergi annars staðar komast jafn margir gestir að á sama svæði, að Hótel íslandi einu undan- skildu, en sá skemmtistaður rúmar um 2.000 manns. Ef byrjað er að fara yfir veit- ingastaði á svæðinu við Kaffi Læk, í „nýja“ húsinu við Lækjar- götu, þá rúmar sá staður 80 gesti. Þar eru léttar veitingar og léttvínsleyfi. Jazzbarinn verður þar við hliðina og rúmar 200 manns, eins og áður sagði. Þar verða smáréttir og vínveit- ingaleyfi. Þá tekur við skemmti- staðurinn Tunglið, sem rúmar 500 gesti og í sama húsi er skemmtistaðurinn Rósenberg, þar sem leyfilegt er að hafa 165 gesti. Næst er veitingahúsið Ópera, ásamt barnum Romance og Bistro ájarðhæðinni, við Lækjargötu 2. Þeir staðir rúma samtals um 190 manns. Handan við hornið, í Austurstræti, er svo skemmtistaðurinn Berlín, sem hefur heimild fyrir 300 gestum, og loks er veitingahúsið Pisa að finna þar á bakvið, en það rúm- ar 60 manns. Upplýsingar um leyfilegan fjölda gesta fékk Morgunblaðið hjá Iögreglunni í Reylqavík. Lifandi jazztónlist Nýjasti staðurinn í þyrpingunni í miðbænum er Jazzbarinn við Lækjargötu. Eigandi hans, Barði Barðason, rak áður Bíó- barinn í félagi við Guðjón Pét- ursson. Barði sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann ætlaði að bjóða upp á létta rétti og lifandi jasstónlist flest kvöld vikunnar. Jazzbarinn yrði því eini staðurinn sem eingöngu væri jassbar. „Ég stefni að því að opna staðinn eftir 10-14 daga og hann á að rúma 200 manns," sagði Barði, sem kvaðst hafa trú á að góður grundvöllur væri fyrir rekstri jassbars. Morgunblaðið/Kristinn NÆST stærsta veitingastað Reykjavíkur má kalla húsaþyrpinguna á horni Austurstrætis og Lækjargötu. ■ðnfræðsluátakið IIMIM í grunnskólum Kroppum í viðhorfið NEMENDUR 9. bekkjar í ijórum grunnskólum í borginni — Álftamýrar- skóla, Fellaskóla, Tjarnar- skóla og Vogaskóla — hafa í vetur tekið þátt í iðn- fræðsluátakinu INN í sam- starfi við skólamálaráð og Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur, Aflvaka Reykjavík- ur og helstu samtök vinnu- veitenda og launafólks í iðnaði. Markmið átaksins er að stuðla að breyttu við- horfi til iðnnáms og iðnað- arstarfa. Ingi Bogi Boga- son fræðslu- og upplýs- ingafuiltrúi Samtaka iðn- aðarins, var beðinn að lýsa hvers vegna til átaksins væri efnt, að hveiju væri stefnt með því og í hveiju átakið fælist. „Átakið hófst ,í haust með því að við fengum til liðs við okkur ijóra grunnskóla sem voru afhent ákveðin gögn sem eiga að nýtast nemendum i 9. bekk í verkefna- vinnu. Kassagerðin framleiddi fyrir okkur kassa sem líta út eins og töskur og í þeim er að finna lýsingu á því hvað iðnmenntaðir gera, hver í sinni iðngrein. Nem- endur vinna með þetta í sam- starfi við kennara sína og í næstu munum við beina nemendum að því að lesa blöð, horfa á sjónvarp og kynna sér þannig hvað er að gerast í íslenskum iðnaði. Við munum einnig kanna við- horf nemenda til iðnaðar og þessu lýkur í apríl með hugmyndasam- keppni, sem væntanlega nýtist beint tilteknum iðnaðarfyrirtækj- um. Samtök iðnaðarins munu verðlauna bestu hugmyndina, sem getur t.d. verið hugmynd að framleiðsluvörum eða tillaga um lausn á ákveðnum vanda í fyrir- tækjunum. - Hvers vegna er ráðist íþetta? „Til að vekja ungt fólk til um- hugsunar um iðnnám og benda á það sem raunhæfan valkost í sam- bandi við menntun og framtíðar- starf. Hér sækja um 70% unglinga í bóknám og um 30% í verknám en í nágrannalöndunum, t.d. í Þýska- landi, snýst hlutfallið við.“ - Af hverju stafar þessi munur? „Að hluta til af því að við eigum ekki jafnmikla verkmennta- og iðn- aðarhefð og þjóðirnar á meginlandi Evrópu. Við bjóðum nær eingöngu nám í svokölluðum löggiltum iðn- greinum en t.d. í Þýskaiandi er óhemjumikið í boði af stuttu starfs- námi. Þar læra menn t.d. að af- greiða í konfektverslunum og að starfa sem móttökustjórar á hótel- um og fleira sem við höfum ekki ennþá tekið upp. Ef þetta litla samfé- lag ætlar í framtíðinni að halda uppi jafníjöl- _______ breytilegu þjóðfélagi og við gerum núna og standast sam- keppni við aðrar þjóðir í öllu tilliti þá hljótum við m.a. að þurfa að auka fjölhreytni starfs- og iðnn- áms; koma upp stuttum starfs- menntabrautum og reyna að fjölga þeim sem sækja í iðn- og starfs- menntanám. - En er byrjað á réttum enda með því að leggja áherslu á að laða nemendur í iðnnám þegar framboðið er svo lítið og talað er um að t.d. aðstaða nemenda í Iðn- skólanum sé mjög bágborin? „Þarna er um ákveðinn vanda að ræða sem við ætlum okkur ekki að skilgreina í botn áður en við Ingi Bogi Bogason INGI Bogi Bogason upplýsinga- og fræðslufulltrúi Samtaka iðn- aðarins, sem varð fertugur í gær, hefur starfað í þágu iðnað- arins frá 1992 en kenndi áður íslensku við Háskólann í Kiel og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann hefur skrifað um bók- menntir í Morgunblaðið og ritað í íslensk og erlend tímarit um bókmenntir. Eiginkona hans er Hallgerður Bjarnhéðinsdóttir. Þau eiga 3 börn. Hefðbundið menntaskóla- nám er beina brautin heljumst handa. Við byijum þarna en höfum margoft rætt að það væri jafnverðugt að fara neðar í grunnskólana og jafnvel inn í leik- skólana eða reyna að hafa áhrif á heimilin. Viðhorfsmótunin á sér stað í gegnum allt uppeldið. Við hljótum að auka nýsköpun hér með því að efla þá verkmennt- un sem fyrir er um leið og við aukum ijölbreytni. Sjávarútvegur er auðvitað mikilvægur og ferða- þjónusta er vaxandi en þar sem iðnaður og sjávarútvegur tengjast hefur verið um gríðarlega merki- lega nýsköpun að ræða í hátækni- framleiðslu. Fiskurinn einn væri lítils virði ef verðmæti hans marg- faldaðist ekki með iðnaði. Meginmarkmiðið er að láta þetta viðtekna viðhorf gagnvart iðn- og tækninámi ekki í friði. Okkar er að kroppa í viðhorfið, breyta því og benda unglingunum á þennan möguleika sem kennararnir benda stundum ekki á. Við erum ekki að segja: „krakkar mínir, farið öll í iðnnám" en viljum að í fijálsu samfélagi sé ungu fólki gerð sem best grein fyrir öllum kostum sem bjóðast. Hjá okkur hallar á iðnnám. Beina brautin Iigg- ur í gegnum hefðbundið mennta- skólanám. Eftir það sit- ur fólk oft uppi með stúdentspróf án þess að vita hvað það vill.“ - Stendur ekki upp á ______ Samtök iðnaðarins að auka fjölbreytni starfs- náms með því að reka skóla og bjóða nýjar namsbrautir? „Við höfum haldið námskeið fyrir okkar fólk og eigum t.d. að- ild að fræðsluráði málmiðnaðarins, Prenttæknistofnun o.fl. Það er einnig mikill áhugi á að stofna hér iðnmenntastofnun, sem beiti sér fyrst og fremst fyrir endurmennt- un en hugi jafnframt að menntun- armálum fámennra iðngreina í virku samstarfi og tengslum við önnur Norðurlönd eða jafnvel í evrópsku samstarfi. Það er rætt um að á þeim vettvangi verði til iðnsetur fámennra iðngreina víða um Norðurlönd. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.