Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Samherji, Strýta, Söltunarfélagið og Royal Greenland undirrita samkomulag Pökkun rækju skapar at- vinnu fyrir 30-50 manns AKUREYRI Pökkunarstöð fyrir rækju í neytenda- pakkningar sett upp hjá Strýtu SAMHERJI hf., Strýta hf„ Söltun- arfélag Dalvíkur hf. og Royal Greenland A/S hafa gert með sér samkomulag um samstarf á sviði markaðsmála og vöruþróunar. Rækju verður framvegis pakkað í neytendapakkningar hér á landi og er gert ráð fyrir að fullvinnsla þess- arar framleiðslu skapi 30 til 50 störf til viðbótar í fyrirtækjunum. Pökkunarstöð fyrir rækju verður sett upp í Strýtu og áætlað er að það taki um hálft ár að koma henni upp. Viðræður fulltrúa Royal Green- land A/S við fulltrúa Samherja, Strýtu og Söltunarfélagsins hafa farið fram hér á landi og á Græn- landi undanfarna mánuði, en þeim lauk með undirritun samnings um samstarf aðila í gær. „Þetta er nokkuð stórt mál og við bindum miklar vonir við það, við stefnum að sjálfsögðu að því að láta þetta takast sem best,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmda- stjóri Samheija. Fjórðungur heimsviðskipta með kaldsjávarrækju Royal Greenland er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu, en höfuðstöðvar þess eru í Nuuk í Grænlandi. Heildarvelta fyrirtæk- issins á síðasta ári nam um 28 milljörðum islenskra króna. Fyrir- tækið er afsprengi hinnar Konung- legu grænlensku verslunar og er í eigu heimastjómarinnar. Á undan- förnum árum hefur fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg og er nú með um fjórðung heimsviðskipt- anna með kaldsjávarrækju innan sinna vébanda. Stærsti hluti þeirrar framleiðslu sem Royal Greenland annast sölu á 'fer milliliðalaust á markað. Verulegur ávinningur næst fyrir eyfirsku fyrirtækin, en með þessum samningi er tryggt að veruleg verð- mætaaukning verður hér á landi við fullvinnslu vörunnar. Þá nást beinni tengsl við neytendamarkað í þeim löndum sem kaupa fram- leiðsluna, en hann er einkum á Englandi, Norðurlöndum og í Jap- an. í þessum löndum er dreifingu stjórnað beint af sérstökum svæðis- stjórnum og fá fulltrúar íslendinga sæti í þeim. Þorsteinn Már sagði aðila samn- ingsins vænta þess að um víðtæk- ara samstarf gæti orðið að ræða i framtíðinni. „Við útilokum ekki að um vöruþróun á öðrum sviðum geti orðið að ræða líka,“ sagði hann. Áætlað er að setja upp pökk- unarstöð fyrir rækju í Strýtu á Akureyri, en fram til þessa hefur rækju verið pakkað í 10 kílóa pakkningar og henni síðan pakkað í smærri neytendapakka erlendis. Það verk verður nú flutt heim og gæti skapað um 30 til 50 störf. Þorsteinn Már sagði að stefnt væri að því að koma pökkunarstöðinni upp á næstu 6 mánuðum. Veltu fjórum milljörðum Heildarframleiðsla íslensku fyrirtækjanna á rækju á síðasta ári nam um 3.000 tonnum að verð- mæti tæplega 1,5 milljarðar króna. Samanlögð velta Samheija, Strýtu og Söltunarfélagsins á liðnu ári nam um fjórum milljörðum króna. Morgunblaðið/Rúnar Þór ÞEIR Kristján Kristinsson og Björn Sveinsson starfsmenn Slippstöðvarinnar-Odda eru byrjaðir að setja saman nýjan dráttarbát. Dráttarbátur límdur saman eins og módel „VIÐ erum byrjaðir að taka upp úr gámunum, þannig að það má segja að við séum rétt komnir upp úr startholunum," sagði Brynjólfur Tryggvason yfirverksljóri Slippstöðvarinn- ar-Odda en vinna er hafin við að setja saman nýjan öflugan dráttarbát fyrir Akureyrar- höfn. Öflugri hátur Báturinn, sem á að heita Sleipnir, er rúmlega 16 metra langur og mun öflugri en Mjölnir, sá sem fyrir er. Tog- kraftur þessa nýja hafnsögu- báts er rúmleg 11 tonn en þess gamla rúmlega 2 tonn. Einar Sveinn Ólafsson formaður hafnarsljórnar sagði að ástæða þess að nýr hafnsögubátur var keyptur sé að skip séu stöðugt að stækka m.a. komi sífellt stærri skemmtiferðaskip til Akureyrar, en ekki síst tengist öflugri bátur tilkomu flotkvíar á Akureyri. í kjölfarið þurfi að vera til staðar stór dráttar- bátur til aðstoðar við að taka skipin upp í kvína. Brynjólfur sagði að verkið við hafnsögubátinn yrði kjöl- festuverkefni stöðvarinnar næstu þijá mánuði en afhenda á bátinn 31. mars næstkom- andi. Báturinn kom niðurbút- aður í fimm gámum frá Hol- landi, en þaðan var hann keypt- ur fyrir 41 milljón króna. „Við erum að lesa þetta í sundur, það er hvert stykki númerað frá 1 upp í 1.390 og við röðuð þessu saman,“ sagði Brynjólf- ur, en starfsmenn líma stykkin saman og mála. Að því leytinu er þetta verk ekki ósvipað því að raða saman módeli. Til sölu eða leigu Vel staðsett 550 fm verslunar- og iðnaðarhúsnæði á Akureyri. Stór lóð. Viðbyggingarréttur. Hugsanlegt að selja eða leigja í smærri einingum. Bh o t.t fasTeígnasTl* Upplýsingar gefa: Víkingur Antonsson, s. 91-656703. Strandgötu 13, Akureyri, Guðmundur Óskar Guðmundsson, s. 96-21441. sími 96-13095 Bæjarstjóri um ÚA-málið Hagsmuna Akureyrmga fyrst og fremst gætt JAKOB Björnsson bæjarstjóri á Akureyri sagði á bæjarstjórnar- fundi á þriðjudag við umræðu um hugsanlega hlutabréfasölu bæjar- ins í ÚA að hagsmuna Akur- eyringa yrði fyrst og fremst gætt. „Það er engin ástæða til að ætla að sú ógæfa hafi dunið yfir Akureyringa að fólk með svo iága greindarvísitölu hafi valist til for- ystu í bænum að það gæti ekki fyrst og fremst hagsmuna bæj- arfélagsins," sagði bæjarstjóri og bætti við að þeir hagsmunir yrðu fyrst og fremst hafðir að leiðar- ljósi í málinu. Hann sagði menn mjög hafa fundið fyrir hver ábyrgð hvíldi á þeim í málinu, Útgerðarfélag Akureyringa væri í lykilhlutverki í atvinnulífi bæjarins „og með það leika menn sér ekki,“ sagði Jakob og benti á að farsælast yrði að sem best samstaða næðist um málið, Sýning á kyrralífs- myndum NEMENDUR málunardeild- ar Myndlistarskólans á Akur- eyri opna sýningu á kyrra- lífsmyndum í Deiglunni á morgun, laugardaginn 14. janúar kl. 14.00. Á sýningunni verða um fjörutíu málaðar myndir eftir þrettán nemendur á fyrsta, öðru og þriðja ári. Einnig sýna nemendur frumdrög að verkunum sem eru teikning- ar og litatilraunir. Þetta er árangur af fjögurra vikna önn þar sem verkefnið var að velja hluti til að raða upp og búa til einhvers konar umgjörð. Þessir uppstilltu hlutir voru síðan teiknaðir og málaðir. Sýningin verður opin laug- ardag og sunnudag frá kl. 14.00 til 18.00. Jafnframt verður kynning á fyrirhuguð- um námskeiðum Myndlistar- skólans á vorönn. Leikmanna- skóli kirkj- unnar LEIKMANNASKÓLI kirkj- unnar sem er samstarfsverk- efni Fræðsludeildar kirkj- unnar og Guðfræðideildar HÍ hóf starfsemi í Glerár- kirkju á Akureyri í vetur og hafa verið haldin þijú nám- skeið. Nú eftir áramót verða haldin fimm námskeið og stendur hvert þeirra einn laugardag, byijar kl. 10.30 og lýkur kl. 18.00. Fyrsta námskeiðið hefst næstkom- andi laugardag, 14. janúar, síðan verður námskeið 28. janúar, 11. febrúar^ 25. febr- úar og 11. mars. I boði eru eftirfarandi námskeið; Inn- gangsfræði Gamla testa- mentisins, kennari Gunn- laugur A. Jónsson, Kirkju- saga, kennari dr. Hjalti Hugason, Inngangsfræði Nýja testamentisins, kennari Gunnar J. Gunnarsson, Sið- fræði, kennari dr. Björn Björnsson, og Þjónusta leik- mannsins í kirkjunni, kennari Halla Jónsdóttir. Upplýsingar og innritun á námskeiðin er hjá Fræðslu- deild kirkjunnar, Biskups- stofu eða í Gierárkirkju. Iþróttamaður Þórs valinn ÍÞRÓTTAMAÐUR Þórs verður útnefndur í hófi í fé- lagsheimilinu Hamri á morg- un, laugardaginn 14. janúar, en það hefst kl. 13.30. Jafn- framt verða bestu íþrótta- menn félagsins í einstökum greinum útnefndir. Keppt er undir merki Þórs í fjórum greinum, handbolta, körfubölta, fótbolta og skíð- um og voru tveir menn til- nefndir í hverri grein. Þeir eru Birgir Örn Birgisson og Konráð Óskarsson, körfu- knattleik, Guðmundur Bene- diktsson og Þórir Áskelsson, knattspyrna, Jóhann Samú- elsson og Sævar Árnason, handknattleikur, Jóhann Þórhallsson algreinar og Rögnvaldur Daði Ingþórsson skíðaganga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.