Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 14
plunkunýr ug spennandl 14 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Seðlabanki hækkar vexti til innlánsstofnana BANKASTJÓRN Seðlabanka ís- lands hækkaði vexti sem giida í viðskiptum hans við innlánsstofnan- ir um 0,3% til 0,6% á miðvikudag. Eftir þessar breytingar verða for- vextir 5,5% og ávöxtun í endur- kaupasamningum 6,3%-6,4% eftir tímalengd en ávöxtun í endursölu- samningum 5%. Vextir á viðskiptareikningum banka og sparisjóða verða eftir þessa breytingu 2,8% en vextir inn- stæðubréfa á bilinu 4,9%—5,2% eft- ir binditíma. Þessar breytingar á vöxtum Seðlabankans eru í samræmi við þær breytingar sem orðið hafa á skammtímavöxtum hér á landi að undanförnu, ekki síst í liðinni viku, þ. á m. hækkun ávöxtunar ríkis- víxla í síðasta útboði og hækkun ávöxtunar þeirra á eftirmarkaði. Hækkanir á innlendum skamm- tímavöxtum má rekja til vaxtaþró- unar erlendis og samanburðar inn- lendra og erlendra skammtíma- vaxta auk þess sem verðlagshorfur næstu mánuði eru óvissari en áður. Vaxtahækkanir undanfarinna vikna munu stuðla að jafnvægi í fjármagnshreyfingum á milli ís- lands og annarra landa, segir í frétt frá Seðlabankanum. Breytingar á alþjóðlegum skammtímavöxtum |%> 14. des. 1994 Qi?] [%> 6. jan. 1995 O Mynt IlflU Skammst. v%"r Mynt IllílFlf Skammst. 1. Sænsk króna SEK 8,00 1. Sænsk króna SEK 8,00 2. Kanadadollar CAD 7,06 2. Kanadadollar CAD 6,75 3. Evrópumynt ECU 6,38 3. Sterlingspund GBP 6,43 4. Sterlingspund GBP 6,37 4. ísiensk króna ISK * 6,27 5. Bandar.dollar USD 6,25 5. Bandar.dollar USD 6,18 6. Dönsk króna DKK 6,18 6. Evrópumynt ECU 6,06 7. Norsk króna NOK 6,01 7. Franskur (ranki FRF 5,87 8. Franskur franki FRF 5,93 8. Dönsk króna DKK 5,81 9. Finnskt mark FIM 5,62 9. Nprsk króna NOK 5,62 10. Hollenskt gyllini NLG 5,52 10. Finnskt mark FIM 5,56 11. Belgískur franki BEF 5,50 11. Belgískur (ranki BEF 5,18 12. íslensk króna* ISK 5,47 12. Hollenskt gyllifii NLG 5,11 13. Þýskt mark DEM 5,44 13. Þýskt mark DEM 5,06 14. Austurr. schill. ATS 5,00 14. Austurr. schill. ATS 4,96 15. Svlssn. (ranki CHF 4,20 15. Svissn. franki CHF 4,07 16. Japanskt jen JPY 2,25 16. Japanskt |en JPY 2,25 Reuter 14/12 ‘94. Líbor vextir, 3 mán. vaxtaboð. Reuter 6/1 ,1995. Llborvextir, 3 mán. vaxtaboð. I - *Meðalávöxtun á 3 mán. rtkisvlxlum, 14/12 '94. * Meðalávöxtun á 3 mán. ríkisvíxlum, 4/1 1995. j matseðill I kvöld kynnum vlð nýjan og spennandl matseðll með gómsætum, tramandl réttum. Littu Inn tll okkar á Laugavegl 28b og láttu eftir pér að bragða á elnhverjum þessara IJúffengu rétta. Þú verður ekkl svlklnn af helmsókn i Slanghæl Sýnishorn af matseöli Malasiskar egglarúllur. Kr. 620,- Blandaðir slðvarróttlr með Tolu. Kr. T .390,- Smokktlskur I Blrd's Nest með eplum og Chllll sósu Kr. 1.150,- Klúkllngur með kastanluhnetum að hattl Szechuanbúa. Kr. 1.590,- Pttnnustelktur humar með hvítlauk, englfer og lauk. Kr. 1.790,- Pttnnustelkt svinaklttt með hnetum og Chilll sósu. Kr. 1.490,- Snttggstelkt nautakjöt með grænmeti f Toban sósu. Kr. 1.590,- Fiskur i kryddsósu að hætti fflalasfubúa. Kr. 1.190,- Pönnustelktar Kanton núðlur með klúkllngl, sfófangf og grænmeti. Kr. 1.290,- Réttur fyrir tvo eða fleirl Kínversk sveppasúpa. Ofnstelkt lambakjöt. KJúklingur með kastaniuhnetum í Chilll sósu. Súrsætt svinaklöt. Snöggstelkt nautakjöt með Kang Koeng. Verð: Kr. 1.390 á mann -KINVERi'KH veitingahúsið á Islandi Laugavegi 28b Sími 551 6513 - 552 3535 - Fax 62476 Islendingar færast ofar SKAMMTÍMAVEXTIR hérlendis eru nú orðnir hærri en víðast þekk- ist á alþjóðlegum markaði. Vextir af ríkisvíxlum hafa farið ört hækk- andi undanfarið og eru nú 6,27% af þriggja mánaða víxlum. Nálgast vaxtastigið á skammtímamarkaði ört sambærilega vexti í Bretlandi sem eru 6,43% um þessar mundir, Auglýsingar samkvæmt upplýsingum úr fjár- reiðudeild Landsbankans. Á töflunni hér fyrir ofan sést að skammtímavextir hérlendis eru hinir fjórðu hæstu af 16 sam- anburðarlöndum en Svíþjóð er sem fyrr með hæstu vextina. Hefur ís- land færst úr 12. sæti frá miðjum desember. Saatchi missir viðskiptavini og hlutabréf falla London. Reuter. TVEIR virtir viðskiptavinir auglýs- ingafyrirtækisins Saatchi & Saatchi hafa snúið við því baki ög hlutabréf í fyrirtækinu hafa hríðfallið í verði. Hvert hlutabréf var rúmlega 50 punda virði á velgengnisárum Saatchi, en þau lækkuðu um 14 pens í 93.5 pens í gær þótt þau seldist síðar á um 98 pens. Sérfræðingar segja of snemmt að kveða upp dauðadóm yfir Saatchi, sem eitt sinn var öflugasta auglýs- ingafyrirtæki heims, en enginn telur að erfiðleikum þess sé lokið. BA og Mirror segja upp Rétt eftir að Maurice Saatchi fyrrum stjórnarformaður tilkynnti á miðvikudag að hann hygðist koma á fót eigin fyrirtæki bárust fréttir um að flugfélagið British Airways og Mirror-blaðasamsteypan mundu segja upp samningum sínum við Saatchi. Samningurinn við BA hljóðaði upp á 125 milljónir dollara á ári og félagið ákvað að segja honum upp vegna óvissu samfara glundroðan- um hjá fyrirtækinu. Mirror kvartaði yfir því að hæfileikamenn í fyrirtæk- inu, sem samsteypan hefði skipt við, væru hættir störfum. Brezka verzlanakeðjan Dixons hyggst einnig hætta að skipta við Saatchi. Ef bandaríski sælgætis- framleiðandinn Mars bætist í hópinn kann hagnaður Saatchi 1995 að minnka um 16% að sögn sérfræð- inga. Hagnaðurinn í fyrra, sá fyrsti um fimm ára skeið, nam 19.2 milljónum punda. Sérfræðingar höfðu spáð um 42 milljóna hagnaði 1995 áður en umrótið hófst. Halda voldugum viðskiptavin Voldugasti viðskiptavinur Saatc- hi, bandaríski neytendavörufram- leiðandinn Procter & Gamble, hefur hins vegar heitið áframhaldandi við- skiptum. Greiðslur hans nema 6% af tekjum Saatchi. Uppreisn hluthafa gegn Maurice Saatchi hefur orðið til þess að sjö aðrir ráðamenn hjá fyrirtækinu hafa sagt upp störfum í vikunni. Sumir sérfræðingar telja að Maurice kunni að kaupa aftur hluta « gamla fyrirtækislns, ef Saatchi- hlutabréf lækka svo mjög í verði að óhjákvæmilegt verður að leggja fyrirtækið niður. Hann og Charles, bróðir hans, hafa þegar selt hluta- bréf sin. Saatchi verst allra frétta um hið nýja fyrirtæki, sem hann hyggst koma á fót. Hann hefur aðeins sagt að hann hyggist ráða þá starfs- menn, sem hættu á eftir honum hjá gamla fyrirtækinu. VIRKA Bútasaumssýning Amerísk teppi frá 1850 til 1930 og ný teppi af ólíkum gerðum eftir íslenskar konur. Sýningin er opin alla daga frá Id. 13-18 til 15. janúar. VIRKA MÖRKINNI 3, SÍMI 687477 (við Suðurlandsbraut).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.