Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Fiskaflinn af íslandsmiðum í desember síðastliðnum Frystiskipin auka hlut sinn en minna fer óunnið utan Ráðstöfun aflans í desember 1993/94 Samtals: 34.905 tonn Samtals: 32.951 tonn 1993 1994 NV~ Almenn löndun 58,0% \ 54,0% \ \ 28,3% / \ 38,7% / p|\ /'-Vinnsluskip —Erlendir markaðir gámar og siglingar BOTNFISKAFLI í desember síð- astliðnum varð alls tæp 33.000 tonn, sem er um 2.000 tonnum minna en í desmber árið áður. Mestu munar að þorskafli nú varð 15.600 tonn á móti 18.300 árið áður, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Mismunurinn er þó minni en svarar til samdráttar á aflaheimildum, enda voru afla- brögð nokkuð góð í desember síð- astliðnum. Nokkrar breytingar hafa orðið á ráðstöfun aflans milli þessara mánaða. Heldur lægra hlutfalli hans var nú landað til vinnslu, enda juku frystiskipin hlut sinn út 9.900 tonnum í 12.700 þrátt fyrir að heildarafli minnkaði um 2.000 tonn. Hluti þeirra skýringar er sá að frystiskipum hefur fjölgað á kostnað hinna, sem landa til vinnslu. Þá hefur orðið verulegur samdráttur í útflutningi á ísuðum físki. Nær engin loðnuveiði Fyrstu íjóra mánuði fiskveið- iársins varð heildaraflinn 308.744 á móti 452.522 tonnum sama tíma árið áður. Botnfiskafli er nú 16.000 tonnum minni en í fyrra, en reyndar eru tölur um afla úr Barentshafi ekki þar inni og skekkir það myndina nokkuð. Alls skilaði Barenthafið okkur 35.000 tonnum, mest þorski sá afli að að miklu leyti tekinn fyrir upphaf núverandi fiskveiðiárs. Munurinn á afla milli þessara fískveiðiára liggur fyrst og fremst í loðnu, sem varla er hægt að segja af hafí veiðzt á haustmánuðum nú. Alls öfluðust 12.713 tonn af loðnu umrætt tímabil nú, en 175.687 tonn í fyrra. Afli af ýsu og karfa er meiri nú en í fyrra, en minna veiddist af ufsa, kola, grálúðu og steinbít. Síldarafli nú varð 127.000 tonn, 26.000 tonnum meiri en í fyrra. Þá veiddust 23.240 tonn af úthafsrækju í haust, sem er rúmlega 9.000 tonn- um meira en á sama tíma árið áður. Heildarafli nýliðið almanaksár, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu, varð 1.490.130 tonn. Þar af varð þorskafli 177.281 tonn og hefur ekki verið minni síðan í síðari heimstyijöldinni. UTSALAN er hafin Ótrúlegt verð necessity. Á ISLANDI Borgarkringlunni Morgunblaðið/Rúnar Þor Rif kaupir Súlnafell EA RIF hf. í Hrísey hefur keypt togar- ann Súlnafell EA 840 af Kaupfé- lagi Eyfírðinga. Súlnafellið hefur að miklu leyti séð fiskvinnslu KEA í hrísey fyrir hráefni, en vinnslunni þar hefur verið trygður fiskur til vinnslu með öðrum hætti. Kaupverð Súlnafellsins, sem er 218 tonn að stærð, var 90 milljónir króna, en skráð tryggingamat er 125 milljón- ir. Skipið var selt með veiðarfærum en án aflaheimilda, sem eru 1.593 þorskígildistonn. Ari Þorsteinsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs KEA, segir að verið sé að leita annars skips í stað Súlnafellsins, sem verður afhent nýjum eigendum innan nokkurra vikna. Hann segist ekki vilja tjá sig um hvaða skip komi þar til greina, en unnið sé í málinu. Rif á fyrir rækjubátinn Eyrúnu EA 155 og hefur fengizt úreldingar- styrkur frá Þróunarsjóði sjávarút- vegsins að upphæð 27 milljónir króna fyrir bátinn. Eyrún hefur landað rækjunni hjá Strýku á Akur- eyri og Söltunarfélagi Dalvíkur. Kvóti hennar, um 536 þorskígildis- tonn, verður fluttur yfir á Súlnafell- ið og gert ráð fyrir því að landað verði á sömu stöðum áfram. Eyrún EA hét áður Frosti II og er 132 tonna yfirbyggður eikarbát- ur. Hún var smíðuð 1970 í Hafnar- firði og yfirbyggð árið 1983. Súlna- fellið er 218 tonn og hét áður Skjöldur. Það var byggt í Noregi 1964 og yfirbyggt 20 árum síðar. er hafin Allt að 50% af okkar lága verði NÝTT KORTATÍMABIL ÞORPll) Borgarkringlunni Opið mán.-fim. kl. 12.00-18.30 Fös. kl. 12.00-19.00, laugard. kl. 10.00-16.00, sun. 15. jan. kl. 13.00-17.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.