Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Evrópuþingið efins um hæfni væntan- legra framkvæmdastjórnarmanna N or ðurlandabúar of hreinskilnir? Brussel, Kaupmannahöfn, London. Reuter. EVRÓPUÞING- MENN hóta að samþykkja ekki nýja fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, sem á að taka við völdum 25. jan- úar, nema Jacques Santer, verðandi forseti _ fram- kvæmdastjórnar- innar, geri á henni breytingar. Þing- menn gera athugasemdir við frammistöðu ýmissa framkvæmda- stjórnarmanna, einkum þeirra nor- rænu, í yfirheyrslum þingnefnda. Látið er að því liggja að menningar- munur ráði þarna einhveiju um — Norðurlandabúarnir séu of hrein- skilnir í svörum sínum við spurning- um þingmanna. Pauline Green, formaður hóps sósíalista, segir að fjölmennasti flokkahópurinn á Evrópuþinginu muni eiga erfítt með að samþykkja framkvæmdastjórnina. Leiðtogi græningja hefur tekið í sama streng. EÞ hefur vald til að samþykkja fram- kvæmdastjórnina eða hafna henni í einu lagi, en getur ekki lýst van- trausti á einstaka fulltrúa í henni. Atkvæðagreiðslan er á dagskrá á miðvikudag í næstu viku. Forseti EÞ, Klaus Hansch, sagði á blaðamannafundi að þingið gerði athugasemdir við fímm af tuttugu væntanlegum framkvæmdastjóm- armönnum. Frakkinn Yves-Thibault de Silguy, sem á að fara með efna- hags- og peningamál, var sagður of mikill teknókrati og ekki nógu opinn fyrir vaxandi hlutverki þingsins. Fé- lagsmálanefnd þingsins leggur til að Padraig Flynn frá Irlandi verði svipt- ur ábyrgð á jafnréttismálum, þar sem hann hafí ekki skilning á þeim. Erkki Liikanen frá Finnlandi var gagnrýndur fyrir að svara ekki spumingum þingmanna og Anita Gradin frá Svíþjóð og Ritt Bjerrega- ard frá Danmörku voru sagðar illa undirbúnar. Bjerregaard sagði á blaðamanna- fundi að það væri greinilegt að Norð- urlandabúar, sem væru vanir að svara spurningum með já eða nei, féllu ekki í kramið hjá Evrópuþing- mönnum. Sænska blaðið Dagens Nyheter hafði eftir ónefndum Evr- ópuþingmanni að um menningar- árekstur væri að ræða: „Sá norræni háttur vera stuttorður og lofa ekki upp í ermina á sér stangást á við rómanskari hefð Evrópuþingsins fyrir mælgi og loforðum um gull og græna skóga.“ Þjáðir af minnimáttarkennd Poul Schliiter, fyrrverandi forsæt- isráðherra Danmerkur og núverandi forsætisráðherra EÞ, sagði að Evr- ópuþingmenn hefðu allir blásið út áður en yfirheyrslur yfir verðandi framkvæmdastjórnarmönnum hóf- ust. „Þetta ber aðeins vott um að margir þeirra þjást af minnimáttar- kennd,“ sagði Schluter. „Ég veit að allir norrænu framkvæmdastjómar- mennirnir eru mjög alvörugefíð og hæft fólk. Það er rangt að refsa framkvæmdastjórnarmönnum, sem ekki vilja segja þinginu það, sem því líkar að heyra.“ Að sögn þingmanna lét Jacques Santer ekki í ljósi mikinn áhuga á að breyta framkvæmdastjórninni á fundi með fulltrúum EÞ á miðviku- dag. „Ég er viss um að þingið nær sönsum þegar þar að kemur,“ sagði Schliiter. „Og þá munu þingmenn þurfa að spyija sig til hvers allt þetta rugl hafí verið.“ Danskar deilur um valdskiptingu innan ESB Uffe Ellemann-Jensen styður stóru löndin Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UFFE Ellemann-Jensen formaður Vinstriflokksins danska og fyrrum utanríkisráðherra hefur lýst sig hlynntan hugmyndum um aukið vald til stóru landanna innan ESB í kjölfar þess að löndunum muni fjölga úr fímmtán í 26, með aðild ríkja í Mið- og Austur-Evrópu. Formælandi danska íhaldsflokks- ins í málefnum ESB hefur harðlega mótmælt hugmyndinni og hún gengur einnig þvert á stefnu dönsku stjórnarinnar. Með hug- myndum sínum hefur EUemann- Jensen tekið afstöðu með löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi, sem beijast fyrir svipuðum hug- myndum. Valdskipting landanna verður eitt meginverkefnið og um leið átakaatriðið á þjóðaráðstefnu ESB 1996. Uffe Ellemann-Jensen hefur löngum verið mun afdráttarlausari varðandi ESB en flestir aðrir danskir stjórnmálamenn og tekið mjög undir þýskar hugmyndir um þróun sambandsins. Afstaða hans nú um aukið vald stóru landanna kemur því ekki á óvart. Frakkar og Þjóðveijar óttast að með ein- földum meirihluta geti stóru löndin orðið undir í mikilvægum málum. Kent Kirk formælandi íhalds- flokksins í ESB-málum segir að tryggja þurfi stóru löndunum ein- hvers konar neyðarbremsu, en lýs- ir sig með öllu ósammála Elle- mann-Jensen. Þó hagræða þurfi ýmsu innan ESB í kjölfar fleiri aðildarríkja megi sambandið ekki verða einkaleikvangur stóru land- anna. Ein af þeim hugmyndum, sem þegar hafa komið fram, er að í stað þess að hvert land eigi full- trúa í framkvæmdanefndinni komi ríkjahópar sér saman um einn full- trúa. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra Svía hefur þegar léð máls á að Norðurlöndin deili fulltrúa og Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra Dana hefur tekið undir það. Hvorki danska né sænska stjórnin hefur lagt fram hugmynd- ir sínar varðandi ríkjaráðstefnuna 1996, þar sem án efa verður tekist hart á um valdskiptingu innan ESB. UTSALA -fierra- GARÐURINN Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.