Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter ILLA særður drengur í Grosní hrópar á hjálp, við hliðina á honum er félagi hans, einnig stórslasaður. Staða Gratsjovs er talin tvísýn Moskvu, Grosní, Vín. Reuter. VJATSJESLAV Kostíkov, aðaltals- maður Borísar N. Jeltsíns Rúss- landsforseta, sagði í gær að ekkert væri hæft í fregnum um að rúss- neska herráðið yrði tekið undan yfir- stjórn varnarmálaráðuneytisins og fært undir beina forsetastjórn. Þetta væri aðeins ein af mörgum hug- myndum sem ræddar hefðu verið. Heimildarmenn telja þó fullvíst að gripið verði til skipulagsbreytinga vegna hrakfara rússneska hersins í Tsjetsjníju og segja stöðu Pavels Gratsjovs varnarmálaráðherra mjög veika. Rússar gerðu í gær hörðustu stórskotaliðsárásir sínar á Grosní frá upphafi og draga nú saman lið til iokasóknar gegn borginni. Þeir sem gagnrýnt hafa hernað- inn gegn Tsjetsjenum á þeim for- sendum að honum sé illa stjómað benda á að alger skortur virðist hafa verið á sameiginlegri yfirstjóm sveita landhersins og vopnaðra sveita innanríkisráðuneytisins, sem heyra undir yfirmann gagnnjósna- þjónustunnar. Mikil þörf sé því á uppstokkun í yfirstjórninni. Vladímír Sjúmeiko, forseti efri deildar þingsins og náinn samverka- maður Jeltsíns, fullyrti á miðviku- dag að ákvörðun hefði verið tekin um æðstu völd forseta yfir herráðinu á fundi Jeltsíns, Viktors Tsjerno- myrdíns forsætisráðherra og forset- um beggja þingdeilda. Gangi þetta eftir yrði það mikil hneisa fyrir Gratsjov sem á sínum tíma fullyrti að nokkur hundmð fallhlífahermenn gætu tekið Grosní á sólarhring og bælt niður uppreisn Tsjetsjena. Vopnin skilin eftir Moskvustjómin gerði misheppn- aða tilraun til að bijóta á bak aftur sjálfstæðistilburði Tsjetsjena haust- ið 1991. Er rússneska setuliðið í héraðinu yfirgaf það síðan 1992 stjómaði Gratsjov undanhaldi liðsins og skildi eftir megnið af vopnabún- aði þess, þ. á m. mikið af skriðdrek- um og háþróuðum tæknibúnaði sem liðsmenn Dzhokars Dúdajevs, leið- toga héraðsins, nota nú gegn innrás- arliði Rússa. Dúdajev kom fram opinberlega í fyrsta sinn í þrjár vikur á miðviku- dag, hann hélt þá blaðamannafund í vesturhluta Grosní og hvatti Rússa til að semja um frið. Rússneska fréttastofan Interfax sagði í gær að lest rússneskra brynvagna væri á leið frá grannhéraðinu Ingúsetíu áleiðis til Grosní. Stjómvöld í Moskvu hefðu einnig sent úrvalslið úr landgöngusveitum flotans, er haft hefði bækistöðvar á Kyrrahafs- ströndinni, til Tsjetsjníju. Mönnun- um væri ætlað að beijast með öðrum flotasveitum sem sendar hafa verið á vettvang frá Eystrasalti og Norð- ur-Rússlandi. ÖSE miðlar ekki málum Fulltrúi Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, ÖSE, Ungveijinn Istvan Gyarmati, sagði í gær að stofnunin myndi ekki með beinum hætti reyna að koma á sáttum í deilu Rússa og Tsjetsjena á þessu stigi málsins. Bandaríkjamenn sök- uðu á miðvikudag Moskvustjórnina um að bijóta reglur ÖSE með fram- ferði sínu í uppreisnarhéraðinu. Farþegaþota sprakk á flugi í Kólumbíu Níu ára stúlka fannst lífandi í mýrlendi NÍU ára stúlka fannst lifandi við brak kólumbískrar farþegaþotu af gerðinni DC-9 sem fórst í innan- landsflugi í Kólumbíu í fyrrakvöld. Talið var að allir aðrir sem um borð voru hefðu farist eða 51 mað- ur. Þotan var í eigu flugfélagsins Intercontinental de Aviacion og var á leið frá höfuðborginni Bogota til Cartagena á Karíbahafsströndinni. Flugmennirnir höfðu ekki gefíð neitt til kynna sem bent gæti til þess að við bilun hefði verið að etja. Ekkert heyrðist til þotunnar eftir að flugmennirnir óskuðu eftir því að fá að lækka flugið úr 19.000 fetum í 8.000 fet. Var hún þá að nálgast áfangastað. Fullvíst þykir að sprenging hafi orðið í þotunni á flugi en brak henn- ar kom niður í mýrlendi skammt frá bænum Maria La Baja i Bolivar- héraði, í 550 km ljarlægð frá Bo- gota. Talið er að það hafi orðið stúlk- unni, Erica Delgado, til happs, að hún kom niður í votlendi. Hlaut hún aðeins handleggsbrot. „Hún lá í mýrinni og hrópaði „hjálp, hjálp“ þegar við nálguð- umst,“ sagði vinnumaður á sveitabæ í nágrenni slysstaðarins sem fann stúlkuna. Foreldrar henn- ar og bróðir fórust með þotunni. Mikil leit fór fram í þeirri von að fleiri farþegar fyndust á lífi. Leituðu menn á eintijáningum með luktir en í gær var talið útilokað að fleiri hefðu komist lífs af. Hryðjuverk? Talsmaður kólumbískra flug- málayfirvalda vildi ekki tjá sig um hvort hugsanlega hefði verið um hermdarverk að ræða. Af hálfu al- þjóðlegra farþegasamtaka og flug- mannafélaga hefur ástand flugör- yggismála í Kólumbíu ítrekað verið gagnrýnt. Þar sé einna hættulegast i heiminum að ferðast með áætlun- arflugi vegna ófullnægjandi flug- umferðarstjórnunar, lélegs flugleið- sögubúnaðar á jörðu niðri og stöð- ura brota á öryggisreglum. Rándýr ullarballi Canberra. Reuter. EINN einasti ullarballi, 116 kg, var seldur á rúmar 63 milljónir ísl. kr. á uppboði í borginni Geelong í Ástr- alíu á miðvikudag. Er það hæsta verð, sem um getur, en um var að ræða afar fína ull af hreinu og fram- ræktuðu Merino-fé. Var kaupand- inn japanskur fataframleiðandi. Ian Appledore, bóndinn, sem seldi ullina, trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hann heyrði verðið, sem boðið var í hana, og stóð nokkra stund gapandi af undrun. Bað hann síðan uppboðshaldarann að endurtaka verðið og það stóð heima, rúmar 63 millj. kr. „Ég bjóst ekki við að fara héðan sem milljóna- mæringur,“ var það eina sem hann sagði. Kaupandinn, japanska klæða- gerðin Aoki International, hefur keypt ull af Appledore í sex ár og fötin, sem unnin eru úr ullinni, eru seld á milljónir kr. Gert er ráð fyr- ir, að úr ullarballanum verði unninn fatnaður á 30 manns. Deilt um afdnf flaksins af Estóníu Hópur aðstandenda vill láta bjarga líkum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HOPUR ættinga þeirra sem fórust með feijunni Estóníu í haust hyggst safna peningum til að láta kafa niður að feijunni og bjarga þeim líkum, sem hægt er. Einnig er ætl- unin að bjarga þeim hlutum, sem hugsanlega gætu freistað ræningja. Þessi ásetningur gengur þvert á ætlun sænsku og eistnesku stjórn- arinnar um að steinsetja flakið, en láta björgun eiga sig. Deilur meðal ættingjanna um hvað gera eigi skipta þeim í tvennt. Annars vegar eru þeir sem eru sam- þykkir áætlunum stjórnarinnar um að steinsetja flakið, án þess að hreyfa við innihaldi þess. Áætlað er að það kosti um tvo milljarða íslenskra króna. Einnig er ætlunin að setja lög, sem tryggja friðhelgi skipsins. Hins vegar eru þeir, sem ekki mega til þess hugsa annað en að þess verði freistað að bjarga þeim líkum, sem hægt er að ná í. Hópur aðstandenda, sem óskar björgunar, vill að stofnun þeirra, sem komið var á fót eftir slysið, sjái um björgunaráætlanir og safni inn því fé, sem þarf. Sænskt köfun- arfyrirtæki hefur áætlað að hægt sé að bjarga um 400 líkum og muni það kosta um 300 milljónir íslenskra króna. Einnig óska að- standendur eftir að bjarga hlutum, sem gætu freistað ræningja. Ef stofnunin heldur áætlunum sínum til streitu stefnir í deilur við stjórn- völd, sem gætu þá hugsanlega sett lög, er banna köfun við flakið. Steinsetningin á að hefjast í rnars og lagasetning um friðhelgi flaksins er í undirbúningi. Díana vill ekki að Camilla umgangist prinsana tvo London. Reuter. DIANA prinsessa hefur heitið því að Camilla Parker Bowles, fyrrum ástkona eiginmanns hennár, Karls prins, taki aldrei við móðurhlutverki hennar. Hefur hún lagt bann við því að prinsarnir dveljist um helgar hjá Karli sé Camilla þar líka. Þetta hafði blaðið Today í gær eftir heimildum innan bresku hirðarinnar. „Hún held- ur að frú Parker Bowles sé óhæf stjúp mamma,“ hafði Sun eftir öðrum heimildarmanni úr röðum kóngafólksins. Camilla og Andrew Parker Bowles tilkynntu á þriðjudag að þau myndu sækja um skiln- að. Gátu fjölmiðlar sér strax til að hugsanlega myndi hann binda fljótt enda á hjónaband þeirra Díönu og þar með opna fyrir þann möguleika að kvæn- ast konunni sem hann hefur þrisvar átt í ástarsamböndum með. í hjónabandi var Díana sögð ákaflega afbrýðissöm í garð Camillu Parker Bow- les. Nú hefur hún þó sætt sig við að vin- skapur þeirra Karls haldi áfram en muni gera allt til þess að halda sonum sínum frá henni. Myndi tryllast „Hún myndi tryll- ast af bræði ef hún sæi Karl og Camillu að leik með drengjun- um eins og um samhenta og hamingjusama fjölskyldu væri að ræða. Slíkt þyldi hún aldrei,“ sagði vin- ur hennar í blaðavið- tali. í fyrra brást Díana ókvæða við fréttum þess efnis að að- stoðarkona Karls, Tiggy Legge-Bourke, gegndi nokkurs kon- ar móðurhlutverki fyrir Wilhjálm, sem er 12 ára, og Harry, sem er 10 ára, þegar þeir dveldust hjá föð- ur sínum. „Þeir eru synir mínir,“ áminnti Díana hjálparhelluna. Blaðið Daily Mail sagði þó í gær, að Díana bæri mun minni kala til Legge-Bourke en til Camillu. Díana prinsessa UTSALA NYTT KORTATÍMABIL Sí beneffon LAUGAVEGI 97 & SÍMI 55 22 555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.