Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Borgarleikhúsið Kabarett frumsýndur SÖNGLEIKURINN Kabarett verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu á föstudag. SÖNGLEIKURINN Kabarett verður frumsýndur hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur í dag föstudag. Verður það stærsta sýning leik- ársins í Borgarleikhúsinu. Það er Guðjón Pedersen sem setur sýninguna á svið, Gretar Reynis- son er höfundur leikmyndar en Elín Edda Arnadóttir hannar búninga. Hijómsveitarstjóri er Pétur Grétarsson og annast hann einnig útsetningar, en sjö manna hljómsveit annast undir- leik í sýningunni. Dansahöfund- ur er Katrín Hall en hún hefur um langt skeið starfað sem dans- ari í Þýskalandi. Lýsingu ánnast Lárus Björnsson. í fréttatilkynningu segir: „Kabarett var frumfluttur á Broadway í nóvember 1966 og naut þar mikillar hylli og var verðlaunaður sem besti söng- leikur þess árs, bæði af gagn- rýnendum og leikhúsfólki. Hef- ur söngleikurinn síðan verið tíð- um á sviðum smærri og stærri leikhúsa austan hafs og vestan. Á sínum tíma braut Kabarett með nokkrum hætti blað í gerð söngleikja og er talinn fyrstur svokallaðra „konsept“-söng- leikja þar sem frekar er lýst samfélagslegu ástandi en bein- línis sögupersónum ogþræði. Höfundarnir, John Kander, tón- list, Fred Ebb, textar, og Joe Masteroff sóttu efni söngleiks- ins í sögukafla bresks rithöfund- ar, Christophers Isherwoods, sem skrifaði lýsingar á fólki og fyrirbærum í Berlín um það leyti sem nasistar komusttil valda í Þýskalandi. í Kabarett eru þeir ekki einungis að lýsa tveim von- lausum ástarsamböndum heldur eru þeir ekki síður að bregða spegli á samfélag sem er hallt undir ofstæki í sljórnmálum og kynþáttaofsóknir. í heimi söng- leiksins hverfist sú saga um heim kabarettsins, skemmtibúll- unnar þar sem skemmtanastjór- inn ræður ríkjum og allt er falt.“ Söngleikurinn hefur áður ver- ið settur á svið á íslandi og er ekki síður þekktur í kvikmynda- gerð Bobs Fosse frá 1972. Að þessu sinni hefur Karl Ágúst Úlfsson þýtt tal og söngtexta verksins á nýjan leik. Stór hópur leikara, söngvara og dansara kemur fram í sýningunni. Þau Ingvar E. Sigurðsson og Edda Heiðrún Bachman koma nú aft- ur til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur eftir nokkurt hlé og fara með hlutverk skemmt- anastjórans og Sally Bowles. Aðrir leikarar eru: Ari Matthías- son, Magnús Jónsson, Hanna María Karlsdóttir, Þröstur Guð- bjartsson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug E. Olafsdóttir, Harpa Arnardóttir, Helga Braga Jóns- dóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Kjartítn Bjargmundsson, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir og Pétur Einarsson. Dansarar eru: Auður Bjarnadóttir, Birgitta Heide, Guðmunda Jóhanesdótt- ir, Hany Hadaya, Lára Stefáns- STRAX eftir áramótin hófust æfing- ar í Þjóðieikhúsinu á söngleiknum West Side Story, Sögu úr vestur- bænum, sem fyrirhugað er að frum- sýna í loka febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi söngleikur er sýndur hérlendis og það eru á fjórða tug leikara, söngvara og dansara sem taka þátt í uppfærslunni. Með helstu hlutverk fara m.a. Felix Bergsson, Marta Halldórsdótt- ir, Valgerður Guðnadóttir, Garðar Thór Cortez, Hilmir Snær Guðnason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Balt- STYRKTARFÉLAG íslensku óper- unnar stendur fyrir sínum fyrstu tón- leikum á þessu ári, sunnudaginn 15. janúar. Þar koma fram fiðluleikarinn Sif Margrét Tulinius og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Tónleikunum hefur verið valinn tón- leikatími gamla Tónlistarfélagsins eða kl. 14.30. dóttir, Lilia Valieva og Sigrún Guðmundsdóttir og hljómsveit- ina skipa: Pétur Grétarsson, Kjartan Valdemarsson, Hilmar asar Kormákur, Gunnar Eyjólfsson, Sigurður Sigutjónsson, Ástrós Gunnarsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Jón St. Kristjánsson, Stefán Jóns- son, Gunnar Helgason, Magnús Ragnarsson, Sigrún Waage o.fl. Um búninga sér Maríá Ólafsdótt- ir, Finnur Arnarsson hannar leik- mynd og lýsing er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar. Tónlist- arstjóri er Jóhann G. Jóhannsson, en dansstjóri Kenn Oldfield. Leik- stjóri er Karl Ágúst Úlfsson og hann er einnig þýðandi verksins. Á efnisskránni eru sónötur fyrir fíðlu og píanó eftir Mozart og Brahms, sónata fyrir einleiksfiðlu eftir Eugéne Ysaye, pólónesa eftir Wieniawski og verkið Vetrartré eftir Jónas Tómasson. Tónleikarnir eru öllum opnir en styrktarfélagar fá afslátt af miðum á tónleikana. Jensson, Þórður Högnason, Matthías Hemstock, Eiríkur Örn Pálsson og Eyjólfur B. Alfreðsson. Sápa og Eitt- hvað ósagt aftur á fjalirnar FYRSTA frumsýning ársins í Kaffileikhúsi Hlaðvarpans verður föstudaginn 20. janúar, en þá mun Þórey Sigþórsdóttir sýna einleikinn Skilaboð til Dimmu eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Síðustu helgina í jan- úar verða tvær frumsýningar í Kaffileikhúsinu. Laugardaginn 28. janúar verður verðlaunaleikrit Hlínar Agnars- dóttur „Alheimsferðir - Ema“ frumsýnt og daginn eftir, 29. jan- úar, verður frumsýning á barna- leikritinu „Leggur og skel“ í leik- gerð Ingu Bjarnason og hópsins. Vegna fjölda áskorana verður Sápa eftir Auði Haralds og Eitt- hvað ósagt eftir Tennessee Will- iams tekið aftur til sýninga nú á nýju ári. Sápa verður á fjölum leik- hússins í kvöld og Eitthvað ósagt annað kvöld. -------------- Síðasta sýningarhelgi Islandsmerki o g súlur Sigurjóns SÝNINGUNNI íslandsmérki og súlur Siguijóns í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar lýkur nk. sunnu- dag 15. janúar, en sýningin va_r sett upp á síðastliðnu sumri. Á sýningunni er meðal annars lýst tilurð Islandsmerkis, minnismerki um stofnun lýðveldis á íslandi árið 1944, sem Siguijóni var falið að vinna árið 1969. Einnig eru sýnd ýmis súlnaverk sem Siguijón gerði á árunum 1965-82. EINKAUMBOÐ Á (SLANDI: MKÍX Hf Datjana 12. til 1A. jðnúar bjóðum við MAKE UP FOR EYER snyrtivörur með allt að 20% afslætti í eftirfarandi verslunum: RtYKIAVÍK: Make Up For Ever-búðin, Borgarkringlunni. 1 islíörðun, Skólavörðuslíg 2. Fegrun snyrtislofa, Búðargcrði 10. Heléiia fagra snyrlistofa, Laugavegi 101. KÓl’AVOGUR: Snyrtistofan )óna, Hamraborg 10. GARÐABÆR: Snyrlihöllin, Garóatorgi 3. KFI LAVÍK: Gallery förðun, Hafnargiitu 25, AKUREYRI: Snyrtistofa Nönnú, Strandgötu 23. DALVÍK: Frá toppi lil táar, Sýarfaðarbraut 24. SELFOSS: Mensý, Tryggvagötu fi. i HASKOLIISLANDS ENDURMENNTUN ARSTOFNUN Hyggur þú á nám í Þýskalandi? Námskeið í þýsku til að undirbúa inntökupróf í þýska háskóla Námskeiðið er haldið í samvinnu við Goethe-Institut og er ætlað fólki sem hyggur á háskólanám í Þýskalandi. Nemendur verða undirbúnir fyrir málapróf sem erlendir námsmenn verða að taka áður en þeir hefja nám í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir allgóðri undirstöðukunnáttu í þýsku og munu þátttakendur taka stöðupróf 20. jan. kl. 9.00—10.20. Leiðbeinandi: Katharina Schubert MA í málvísindum og kennari í viðskiptaþýsku við viðskiptadeild HÍ. Tími. 24. jan.-26.maí 1995, u.þ.b. 100 st. Verð: 35.000 kr. Upplýsingar og skráning: Símar 569^4923, 569-4924 og 569-4925. Bréfasími 569-4080. VALGERÐUR Guðnadóttir, Garðar Thór Cortez, Felix Bergsson og Marta Halldórsdóttir. Æfingar byrjaðar á West Side Story Styrktarfélag íslensku óperunnar Fyrstu tónleikar ársins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.