Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Hræðsluáróður I MORGUNBLAÐINU sjöunda janúar sl. birtist leiðari undir fyrir- sögninni „Verkfallsboðun er frá- leit“. Ljóst er af skrifum þessum að höfundur er í miklu uppnámi og telur að ef kennarar boði til verk- falls 17. febrúar nk. stefni það efna- hagslegum stöðugleika í hættu og valdi þjóðinni í heild ómældum skaða. Ýmislegt orkar tvímælis í röksemdum höfundar enda slær hann fram mörgum fullyrðingum sem ekki standast nánari skoðun. Slíkur málflutningur er, sem betur fer, sjaldgæfur í ritstjórn- argreinum Morgun- blaðsins en sýnir betur en flest annað hvert ofurkapp ríkisstjórnin og málpípur hennar leggja á að berjast gegn réttmætum kjarakröfum kennara. Ég leyfi mér að benda á fáein atriði í þessum leiðara þar sem mér þykir lítillar réttsýni gætt. Höfundi leiðarans þykir bráðræði kenn- ara óþarflega mikið að ætla að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall í janúar. Sannleikurinn er sá að samningar kennara hafa á síðustu árum oft verið lausir svo mánuðum skiptir. Kennarafélögin tvö hafa á síðustu árum krafist við- ræðna við ríkisvaldið um endur- skoðun kjarasamninga en jafnan fengið þau svör frá Samninganefnd Ábyrgðin á verkfalli, ef til þess kemur, er að mati Ársæls Friðriks- sonar, stjórnvalda. ríkisins að ekki komi til greina að gera neina sérkjarasamninga við kennara. Það er því fullreynt af hálfu kennara að ríkisyaldið gengur ekki til samninga ótilneytt. Eini kostur þeirra til að þvinga viðsemj- anda sinn að samningaborði er verkfallshótun, svo einfalt er það. Aðra röksemd sína fær leiðara- skrifarinn frá þeim Friðrik Sófus- syni fjármálaráðherra, og Benedikt Davíðssyni forseta Alþýðusam- bands Islands. Þeir eru sammála um það að verkfallsboðun kennara myndi trufla almenna kjarasamn- inga þar eð „allir taka nokkurt mið hveijir af öðrum“. Margir hópar opinberra starfsmanna hafa fengið nokkra leiðréttingu á kjörum sínum undanfarið og má þar nefna hjúkr- unarfræðinga, veðurfræðinga, hæstaréttardómara, flugumferðar- stjóra og presta, án þess að það hafi leitt til kollsteypu á almennum launamarkaði. Ekki verður séð hvers vegna leiðrétting á kjörum kennara ætti frekar að leiða til slíks. Þá bendir höfundur á að eðlilegt sé að „aðilar vinnumarkaðarins" móti þá stefnu sem tekin verður í kjarasamningum en ekki opinberir starfsmenn. Með öðrum orðum á að kippa samningsrétti opinberra starfsmanna úr sambandi og láta „strákana“ í Garðastræti og við Grensásveg semja fyrir alla. Rök- stuðningur höfundar fyrir þessu er að „þarfir og geta atvinnulífsins eiga að ráða ferðinni en ekki ákvarðanir um aukinn hallarekstur ríkissjóðs". Kjarasamningar „aðilá vinnumarkaðarins" hafa á síðustu árum oftast verið gerðir á kostnað ríkissjóðs. Skattar og álögur í at- vinnurekstur hafa verið felldir niður og ríkissjóður verið skuldbundinn til að leggja fé í atvinnuskapandi verkefni og félagsmálapakka. Þess- ir kjarasamningar hafa leitt til niðurskurðar í ríkisgeiranum og kjara- rýrnunar opinberra starfsmanna. Því miður hafa „aðilar vinnu- markaðarins" ekki ver- ið þess umkomnir að semja á eigin spýtur nokkur umliðin ár. Það getur vitanlega ekki gengið til lengdar. En að gera því skóna að sanngjarnar kröfur kennara nú eigi eftir að stefna stöðu ríkis- sjóðs í tvísýnu er alger firra. Þá nefnir höfundur að verkföll kennara hafí skilað litl- um kjarabótum. Samningur HÍK frá 1989 færði kannurum verulegar leiðréttingu á kjörum. Eins og mörgum er í fersku minni ógilti rík- isstjórn Steingríms Hermannssonar þessa samninga er hún sjálf gerði við aðildarfélög BHMR með bráða- birgðalögum í nafni þjóðarsáttar. Þetta níðingsverk var harðlega for- dæmt af mörgum og er þess skemmst að minnast að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fordæmdi harðlega þessi vinnubrögð. Öll kjarabarátta í landinu hefur síðan verið háð í skugga þessara ógnarað- gerða. En það er ástæða til að láta á það reyna nú eftir að Alþingi hefur samþykkt á þjóðhátíðarári að endurskoða mannréttindaákvæði stjómarskrár hvort samningsréttur kennara er meira en orðin tóm. Grein sinni lýkur leiðarahöfundur með því að vísa allri ábyrgð af hugsanlegu verkfalli á hendur kennurum. Af því sem bent hefur verið á hér að framan ætti að vera Ijóst að kennarar eru og hafa lengi verið reiðubúnir til að ganga til samninga. Þeim er ekki umhugað um að fara út í verkföll með ærnum herkostnaði og stórfelldri röskun á skólastarfi. Ábyrgðinni af verkfalli, ef tii þess kemur, verður því ekki skellt á kennara. Stjórnvöld verða að horfast í augu við það að þau bera ábyrgð á því að semja við sína starfsmenn án þess að til átaka komi. Greinilegt er að leiðari sá sem hér hefur verið gerður að umtals- efni er birtur til að draga kjark úr kennurum og fá þá til að fella verk- fallsboðun. En ég beini þeirri spurn- ingu til þeirra sem brátt munu greiða atkvæði um hana: „Er starf þitt metið að verðleikum til launa? Ef svarið er nei þá átt þú í raun- inni ekki annan kost en samþykkja verkfallsboðun. Það er, því miður, eina leiðin til að knýja fram leiðrétt- ingu. Höfundur er kennari og í trúnaðarmannaráði HIK. Ársæll Friðriksson Hreinsaðu líkama þinn aö innan í öflugu sogæöanuddtæki. Fitubrennsla, sellónudd, mataræðisráð gjöf innifalin. Bjúglosandi, örvar hreinsi- kerfið , styrkir ónæmiskerfið , meiri orka, betri heilsa, góð slökun. Norðurljósin, heilsustúdíó, Laugarásvegi 27, sími36677. X NOATUN Barilla Pastadagar í Nóatúni 2 pk. pylsur ca. 1 kg. 1 pk.Cj^ pasta fylgir 749.- 399'.- hsenuv UncleBen’s Pasta sósa orginal Pasta sósa m/sveppum 139.- pr. glas UncleBens fljótsoóin hrísgrjón 500gr. SOOgr. A99’.s 119,- Fusilli 500gr. 59.- Tagliatelle 500gr. 109.- Barilla) Hunts TÓMATSÓSA KETCHUP 680gr. 99.- Niðursneiddir tómatar 1/2 dós 39.- Myllu Hvítlauks brauó 129.. m McCORMICK Pasta krydd TILBOÐ Spaghetti 500 gr. og UB pastasósa m/sveppum 189.- Létt & mett SERVALID UNGNAUTAKJQT- - ORUGGLEGA MEYRT * pr.stk. Sérunnið Ungnautahakk AB mjólk JL'*Í 1/2 Itr. 89.- 49.» Þorramatur í miklu úrvali NOATUN NÓATÚN 17-S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEGI 166 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 552 2062, ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.